Morgunblaðið - 01.11.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.11.1996, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leikið fyrir leikskóla SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands hefur helgað ungmennum lands- ins krafta sína undanfarna daga en leikskólabörn og yngstu nem- endur nokkurra grunnskóla á höf- uðborgarsvæðinu, alls um sex þús- und börn, hafa hlýtt á hljómsveit- ina leika á tónleikum í Háskóla- bíói. Síðastliðin fimm ár hafa tónleik- ar af þessu tagi verið fastur liður í starfi hljómsveitarinnar en að þessu sinni er á efnisskránni frum- samin tónlist eftir Guðna Franzson við ævintýri Guðrúnar Helgadótt- ur, Ástarsögu ur fjöllunum. Ljóða- textar eru eftir Pétur Eggerz. Auk þess að semja tónlistina og útsetja fyrir sinfóníuhljómsveit stjómar Guðni Franzson, fyrir miðri mynd, hljómsveitinni, segir söguna, syngur ljóðin og leikur á klarinett. Síðustu tónleikarnir í syrpunni eru í dag, föstudag, kl. 10 og 11.20. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Guðmundur Árni í formannskjör í Alþýðuflokknum Segist boðberi nýrra tíma Vill sveigjanleika í samningnm við aðra flokka, til dæmis í Evrópumálum GUÐMUNDUR Ámi Stefánsson, varaformað- ur Alþýðuflokksins, tilkynnti í gær framboð sitt til formennsku. Á blaðamannafundi þar sem hann kynnti ákvörðun sína og stefnumál sagði hann meðal annars að eðlilegt og sjálf- sagt væri að kjósa milli formannsefna, en að hann myndi sætta sig við niðurstöðuna, hver sem hún yrði. Guðmundur segist vera boðberi nýrra tíma í fiokknum. „Ég býð mig ekki fram gegn einum né nein- um og ég mun ekki fara í neinar skotgrafir eða feta leynistigu, né stilla flokksfólki upp við vegg. Ég mun taka niðurstöðunni, hver sem hún verður, með jafnaðargeði og bros á vör. Sennilega mun ég þó brosa eilítið meira ef ég hef sigur.“ Guðmundur sagðist leggja mesta áherslu á sameiningarmál og samstarf vinstri manna og að í formannsembætti myndi hann beita sér fyrir því að Alþýðuflokkurinn sýndi meiri sveigjanleika í samningum við aðra flokka, til dæmis í sambandi við Evrópumálin. „Stundum held ég flokkurinn hafi farið full hart fram í einstökum málum. Ég er ekki með neina afsláttarpólitík, en enginn flokkur kemst upp með þá pólitík að það eitt sé satt og rétt sem frá honum kemur.“ Guðmundur vildi ekki tjá sig um það hvort hann tæki við varaform- annsembættinu ef hann lyti í lægra haldi í formannskosningum, en sagðist þó geta starf- að með hvaða forystumanni sem er sem fiokks- þingið veldi. Guðmundur Ámi Stefánsson er 41 árs að aldri. Tekur ákvörðun um helgina Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokksfor- maður Alþýðuflokksins, sem stödd er í New York á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, segist munu taka ákvörðun um framboð sitt um helg- ina. „Ég er þeirrar skoðunar að þegar for- mannssæti er laust eigi fólk í flokknum að eiga val. Hvort þar eigi að vera val milli tveggja eða þriggja verður að koma í ljós. Fylgi okkar Guðmundar Áma hlýtur að skarast að ein- hveiju leyti, en ég held að það sama gildi um okkur Sighvat. Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐMUNDUR Ámi Stefánsson tilkynnir framboð sitt í þingflokksherbergi Aljþýðu- flokksins. Andlát ÓLAFUR JENSSON ÁSKORUN um að fjórir bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins slíti taf- arlaust samstarfi við H-listann í bæjarstjórn Hveragerðis var sam- þykkt á aðalfundi Sjálfstæðisfé- lagsins Ingólfs á miðvikudags- kvöld. Gísli Páll Pálsson forseti bæjarstjórnar og einn af bæjarfull- trúunum segir að samþykktin breyti engu og samstarfinu verði haldið áfram. Á fundinum fór fram stjómar- kjör í félaginu og var Björn S. Pálsson, formaður Sjálfstæðisfé- lagsins Ingólfs I Hveragerði, endur- kjörinn með 75 atkvæðum gegn 63 en hann er á móti núverandi samstarfí við H-listann. Á fundin- um var kosið í kjördæmaráð félag- anna á Suðurlandi og í fulltrúaráð félaganna í Árnessýslu og náði enginn þeirra kjöri sem standa að meirihlutasamstarfinu, að sögn Björns. Fundurinn var óvenju fjölmenn- ur en hann sóttu um 140 manns og höfðu 53 nýir félagsmenn látið skrá sig síðustu daga. Gísli Páll segir enga ástæðu til að hætta samstarfi við H-listann þrátt fyrir áskorun þar um. „Við erum kosnir af fólkinu í bænum en ekki sjálfstæðisfélaginu," sagði hann. „Við erum að vinna bænum gagn og fyrir bæjarbúa en ekki fyrir Sjálfstæðisfélagið í Hvera- gerði. Það em fleiri en félagsmenn sem þar búa.“ Gísli sagði að fundurinn hafi verið frekar óvenjulegur. Yfirleitt komi um 30 manns á fundinum en um 130 manns hafí mætt til þessa fundar. „Það skýrist af því að smal- að var á fundinn og þeir vom dug- legri en við í smalamennskunni," sagði hann. „Ég held ekki að þetta segi hug allra sjálfstæðismanna í Hveragerði þó svo ég geti ekki fullyrt neitt um það. Það kemur þá í Ijós í næstu kosningum.“ ÓLAFUR Jensson, pró- fessor og fyrrverandi forstöðumaður Blóð- bankans, lést á heimili sínu í Reykjavík í gær- morgun. Ólafur fæddist 16. júní 1924 í Reykjavík og var sonur hjónanna Sigríðar Ólafsdóttur húsmóður og Jens P. Hallgrímsspnar sjó- manns. Ólafur var kvæntur Erlu Guðrúnu ísleifsdóttur íþrótta- kennara og áttu þau þrjú böm. Ólafur lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1946 og kandídatsprófi frá lækna- deild Háskóla íslands árið 1954. Hann lagði stund á sérfræðinám við - Hammersmith-spítala í Lundúnum 1955-1957 og Royal Victoria Infirm- ary í Newcastle árið 1958 og lauk doktorsprófi frá læknadeild Háskóla íslands árið 1978. Ólafur sinnti rannsóknum hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur 1958 og sérfræðistörfum í blóð- meina- og framurann- sóknum á eigin vegum 1959-1976. Hann var ráðgjafí hjá Krabba- meinsfélagi íslands 1964-1974 og hjá erfðafræðinefnd Há- skóla íslands 1969- 1974 og var jafnframt forstöðumaður Blóð- bankans frá 1972 til ársloka 1994. Þá var hann prófessor læknadeild Háskóla ís- lands frá 1990. Af öðr- um störfum Ólafs má nefna að hann var fastafulltrúi í sérfræðinganefnd Evr- ópuráðs 1972, aðalritstjóri Lækna- blaðsins 1965 til 1971, í stjóm Fé- lags evrópskra mannerfðafræðinga frá 1966 og formaður Blóðgjafafé- lags íslands frá 1981. Auk þess skrifaði hann fjölmargar greinar um læknisfræðileg efni í innlend og er- lend læknarit. Ólafur var sæmdur fálkaorðunni árið 1994 og gerður að heiðursfélaga í Blóðgjafafélaginu í mars á þessu ári. Átök í Sjálfstæðisfélaginu í Hveragerði Askorun um sam- starfsslit hafnað Sexmillj. í björg- unarlaun HÆSTIRÉTTUR hefur með dómi gert Þormóði ramma hf. að greiða Miðfelli hf. og áhöfn Páls Pálssonar ÍS 202 sex milljónir króna í björgunar- laun fyrir að bjarga Sunnu SI 67 19. október 1992. Skip- ið fékk þá vörpuna í skrúfuna við rækjuveiðar á Vestfjarð- amiðum. í forsendum dómsins er talið að skipið hafí ekki getað talist í yfírvofandi hættu. Miðfell hf. og áhöfn Páls Pálssonar áfrýjuðu dómi hér- aðsdóms til Hæstaréttar og kröfðust 25 milljóna kr. í björgunarlaun. Aðilar málsins voru sammála um að áhöfn Páls Pálssonar hafí bjargað Sunnu en þá greindi á um hvort skipið hafi verið í yfir- vofandi hættu í skilningi VIII. kafla siglingalaga. Hæstiréttur fellst á niður- stöðu héraðsdóms um að björgunarlaun skuli ákvörðuð skv. 2. mgr. 165. gr. laganna, þar sem skipið hafí ekki verið statt í yfírvofandi hættu, en hafí þó ekki getað komist til hafnar fyrir eigin vélarafli. Málið dæmdu hæstaréttar- dómararnir Haraldur Henrys- son, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Þormóði ramma hf. var jafnframt gert að greiða vexti af dæmdri upphæð frá björg- unardegi til 24. nóvember 1995 auk 250 þúsund kr. í málskostnað fyrir Hæstarétti. Forseti Alþing-is til Noregs FORSETI Alþingis, Ólafur G. Einarsson, heimsækir Noreg dagana 4.-6. nóvember nk. í boði forseta norska Stórþings: ins, Kirsti Kolle Grondahl. í för með forseta Alþingis verð- ur Friðrik Ólafsson, skrif- stofustjóri Alþingis. Auk fundar með forseta norska Stórþingsins mun Ólafur eiga fund með utan- ríkismálanefnd þingsins. Þá mun forseti Alþingis einnig hitta að máli Thorbjorn Jag- land forsætisráðherra og Bjorn Tore Godal utanríkis- ráðherra. Illfært víða um land SNJÓKOMA og skafrenning- ur ollu því að illfært var um Steingrímsfjarðarheiði í gær og ráðlagði Vegagerðin ein- göngu vegfarendum á jeppum og stórum bílum öðrum að reyna að komast þar yfir. Um Brekknaheiði og háls- ana sunnan Raufarhafnar var einnig illfært. í gærmorgun vom stórir hlutar Suðurlands ófærir og víða mikill snjór, en flestir vegir þar vom ruddir um hádegi. Snjór og ófærð af hans sök- um setti einkum svip á norðanvert landið og að Áust- urlandi, að sögn Björns Svav- arssonar vegaeftirlitsmanns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.