Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EINAR, Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn eru í hópi reyndustu fjalla- og björgunarmanna landsins. Leggja á Ever- est næsta vor ÞREMENNINGARNIR fara upp suðurhlíð fjallsins eða sömu leið og Hillary fór árið 1953. ÞRÍR af reyndustu fjalla- og björg- unarmönnum íslands, Björn Olafs- son og Hallgrímur Magnússon úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Einar Stefánsson úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi, verða í vor, ef allt gengur að óskum, fyrstir íslend- inga til að klífa hæsta fjall verald- ar, Everest, sem er 8.848 metra hátt. Ásamt áralangri reynslu af björgunarstörfum á fjöllum og óbyggðum hafa þeir félagar aflað sér mikillar reynslu í háfjallakiifri víða um heim. Saman hafa þeir klifið fjallið Cho Ouy í Tíbet, sem er 8.201 metra hátt, en það er hæsti tindur sem íslendingar hafa klifið. Á undanförnum árum hafa þeir klifíð fræga tinda í Bandaríkj- unum, Evrópu og Asíu sem allir eru á milli 6.000 og 8.000 metrar á hæð. Boðin þátttaka Leiðangurinn verður farinn í samvinnu við breskan leiðangursstjóra, John Tinker, sem á að baki um þrjátíu leiðangra til Himalaya. Tinker hafði skipulagt þennan leið- angur með alllöngum fyrirvara, en bauð Islendingunum þremur að slást i hópinn sökum reynslu þeirra. Verða 10 aðrir vest- rænir fjallgöngumenn í ferðinni að meðtöldum áströlskum lækni hóps- ins. Með í för á fjallið verður 10 manna hópur Sherpa sem burðar- menn. Þeir eru þrautreyndir fjalla- menn og hefur leiðtogi burðar- mannanna, Babu, þegar klifið fjall- ið sjö sinnum. Þessi sami hópur burðarmanna fylgdi Birni, Einari og Hallgrími þegar þeir klifu Cho Oyu í Tíbet sl. haust. Þremenningarnir eru félagar í Landsbjörgu, en Landsbjörg kemur til með að veita þeim aðstoð við þjálfun og æfingar á næstu mánuð- um, sem og við annan undirbúning leiðangurins. Ber leiðangurinn nafn Landsbjargar, enda er félagið helsti styrktaraðili leiðangursmanna, jafnvel þó að samtökin láti þeim ekki í té beinan fjárstuðning. Stefnt á tindinn í byrjun maí Gert er ráð fyrir að ferðin á fjall- ið taki samtals 10 vikur. Þeir halda frá íslandi í lok mars á næsta ári. Fyrstu búðir verða settar upp í 5.300 metra hæð 7.-10. apríl. Næsti áfangi er yfir mjög erfiðan skriðjökul, en hann skríður að meðaltali fram um 1 metra á dag. Gert er ráð fyrir að lokið verði uppsetningu allra búða 3. maí og reynt verði við tindinn 5.-15 maí. Áætlunin gerir ráð fyrir að komð verði af fjallinu 27. maí og þremenningarnir komi til Islands í byijun júní. Bjöm Ólafsson ságði að þeir myndu nota súrefniskúta þegar komið yrði í 8.000 metrá hæð. Hann sagði að 18 klukkutíma tæki að komast frá efstu búðum á tind- inn að jafnaði, 12-13 tíma upp og 6 tíma niður. í þessari miklu hæð væru helstu erfiðleikar leiðangurs- manna hætta á kali. Ástæðan væri sú að loftið væri svo þunnt, sem leiddi til þess að blóðið þykknaði og rynni illa út í húðina. Veðrið væri hins vegar sá þáttur sem réði mestu um hvort leiðangurinn heppnaðist eða ekki. Hann sagði að búast mætti við öllum tegundum af veðri á þessum slóðum. Maí væri þó sá tími ársins sem mestar líkur væru á þokkalegu veðri á Everest. Þá væri fjallið tiltölulega snjólétt og monsúnrigningatíminn ekki hafinn. Einar, Björn og Hallgrímur munu næstu mánuði markvisst búa sig undir glímuna við Everest. Einar Stefánsson sagði að undirbúningur- inn miðaðist við að reyna að útiloka öll vandamál sem þeir mögulega gætu. Þeir gætu að sjálfsögðu ekki haft áhrif á þætti eins og veðurfar eða veikindi. Hallgrímur Magnússon sagði að andlegur undirbúningur væri einnig mikilvægur. Hann fælist aðallega í að kynna sér allar aðstæður á fjall- inu og reyna að átta sig á hvers konar vandamál þeir kæmu til með að þurfa að leysa. Það væri mikil- vægt fyrir þá að starfa vel saman, þekkja hver annan og vita hvernig hver og einn kæmi til með að bregð- ast við erfiðleikunum. Samstarf þeirra þriggja hefði varað í mörg ár við klifur í mörgum fjöllum heima og erlendis og þess vegna mynduðu þeir sterka heild. Búnir undir að tapa glímunni Einar sagði að klifur í Everest væri erfitt tæknilega, en þó skipti mestu máli hve hátt fjallið væri. Þó það væri ekki nema um 650 metrum hærra en Cho Oyu væri það mun erfiðara vegna þess að hver metri í þessari hæð væri afar erfiður. Súrefni í þessari hæð væri aðeins um þriðjungur af því sem væri við venjulegar aðstæður og því reyndi klifur á Everest mikið á líkamann. Hann sagði að það væri draumur hvers fjallamanns að komast á Everest og þeir væru til- búnir til að takast á við þetta verkefni. Hallgrímur, Björn og Einar hafa verið lánsamir á sínum klifurferli. Þeir hafa þó tvisvar orð- ið frá að hverfa við fjallaklifur er- lendis. í annað skiptið þjáðust þeir af svokallaðri fjallaveiki og í hitt skiptið töldu þeir ekki óhætt að halda áfram vegna snjóflóðahættu. Einar sagði að þessi reynsla væri mikilvæg fyrir þá. í þessari ferð eins og í öllum öðrum yrði þeirra meginsjónarmið að tefla ekki á tvær hættur. Þeir gerðu sér grein fyrir að talsverðar líkur væru á að leið- angurinn heppnaðist ekki, en töl- fræði sýndi að 4 af hveijum 10 leið- angrum heppnuðust. Þeir væru undir það búnir að einhveijir þremenninganna eða jan- vel allir yrðu að gefast upp við glím- una við Everest. Á sjötta hundrað manna hafa klifið Everest frá því að Hillary tókst að komast þangað fyrstur manna árið 1953. Nokkrir hafa farið oftar en einu sinni og samtals hafa verið farnar 670 ferð- ir á tindinn. Áætlaður kostnaður við ferðina er 7,5 milljónir króna og fer um helmingur í að greiða leyfisgjöld í Tíbet. Landsbjörg og þremenning- arnir hafa leitað til fyrir- tækja og stofnana með fjárframlög. Fjármögnun er ekki lokið en er þó það langt komin að útlit er fyrir að hún komi ekki í veg fyrir að ferðin verði farin. Morgunblaðið og RÚV-Sjón- varp hafa samið um notkun á mynd- efni og annarri umfjöllun um leið- angurinn. Áætlað er að ferðin kosti 7,5 milljónir Mikil hætta á kalií 8.000 metra hæð Barn sem var bitið af blóðmaur skoð- að vegna sýkingarhættu Fólk hvatt til að vera á verði FYLGJAST verður grannt með barni sem varð fyrir blóðmaursbiti nýlega á Austurlandi sökum sýkingarhættu, að sögn Bárðar Sigurgeirssonar, sérfræðings í húð- og kynsjúkdóm- um. Blóðsýni úr barninu verður sent til Bandaríkjanna til rannsóknar. „Erlendis eru þessir maurar mjög oft smitaðir af hættulegum bakter- íum sem nefnast borrelia og eru skyldar bakteríum sem valda sýfilis. Ef bit þeirra eru ekki meðhöndluð, geta þær komist í taugakerfi fólks og gert usla,“ segir Bárður. Dæmi um höfuðverk og lömun Hann segir ástæðu fyrir fólk að vera á varðbergi, sérstaklega á ferðalagi erlendis, og eigi ferðalang- ar einkum að hafa augun opin fyrir því, verði þeir fyrir stungu eða biti, hvers konar skordýr hefur gert sér dælt við þá. Eftir bitið og útbrot þeim samfara næstu vikur á eftir, geta liðið marg- ir mánuðir og jafnvel ár áður en einkennin ná taugakerfinu, ef ekkert er að gert. Bárður segir einkennin t.d. geta verið höfuðverkur, lömun o.fl., en sjúkdómurinn leggst á mörg líffærakerfi og getur sjúkdóms- myndin verið mjög mismunandi. Sjúkdómurinn hefur angrað íbúa á austurströnd Bandaríkjanna, eink- um í Connecticut, og er utan þeirra algengastur í Evrópu, þar á meðal öllum Norðurlöndum utan íslands og flestum löndum Norður- og Mið- Evrópu. Tölur um smit sýna að hættan er mismikil eftir landsvæðum og afbrigðum maursins, og er talið að 1-50% maura geti borið sýkingu. „Þetta getur verið mjög iúmskt ferli, því vegna þess hversu langt líður frá biti þangað til einkenni gera vart við sig, muna fórnarlömb- in oft ekki eftir bitinu, hafi þau á annað borð tekið eftir því,“ segir Bárður. KVENKYNS blóðmaur við hlið smápenings til að sýna hversu smátt þetta kvikindi er. Á mynd- inni til hægri sjást útbrot eftir bit í oínboga. Sýgur blóð í 2-14 daga Blóðmaurinn, eða margfætlu- maurinn öðru nafni, þrífst sérstak- lega vel á stöðum þar sem loftraki er mikill og eru gróðurríkir blettir nálægt vatni og skógar dæmigerð svæði. Hann er virkastur seint á vorin og snemma á sumrin. Maurinn bíður gjarnan eftir bráð sinni á grasstrái og festir sig á húð þeirra, oft ganglimi. Hann sýgur síðan blóð í 2-14 daga. Tvö dæmi um sýkingu af völdum þessa maurs hafa komið fram hér- lendis og í báðum tilvikum voru hin- ir sýktu bitnir erlendis. Fyrra atvik- ið gerðist árið 1992 og var um að ræða liðlega fertuga konu sem var í sumarleyfi í Hollandi um miðjan júní, og vaknaði skyndiiega eina nóttina við óþægindi á baki. Skordýr af einhveiju tagi hafði verið fast við húðina þar og sló hún það af og hugleiddi málið ekki frekar. Á næstu vikum varð hún vör við rauðleita bólu sem jókst smám sam- an í umfangi. Eftir nokkurt skeið vaxandi roða hvarf roðinn í miðju útbrotanna og húðin þar varð eðli- leg. Við skoðun fimm vikum eftir bitið kom í ljós daufur roði við hægri öxl á u.þ.b. lófastóru svæði. Konan gekkst undir lyfjameðferð með þeim árangri að hún var einkennalaus við skoðun mánuði síðar og hefur verið síðan. í seinna tilvikinu, sem kom upp ári síðar, var um að ræða hálffimm- tugan bílstjóra sem var bitinn af einhvers konar maur í hnésbót um miðjan júní í Póllandi. Um tveimur vikum síðar varð hann var við rauð- leita bólu og síðan roða í kringum bóluna sem fór vaxandi og á u.þ.b. viku var svæðið orðið lófastórt. Einkennin voru upphaflega greind sem sveppasýking, en húðútbrot uxu smám saman og skreið roðinn upp eftir lærinu, en húðin á stungustaðn- um varð eðlileg. Mánuði eftir stung- una fann bílstjórinn fyrir slæmum höfuðverk sem lá aftan í hnakka og geislaði fram, auk þess að versna við áreynslu. Eiginkonan þekkti maurinn Um tveimur mánuðum eftir upp- haflegu stunguna fóru útbrotin hins- vegar dvínandi en héldu þó áfram að þokast ofar og voru komin upp í nára. Höfuðkvalir mannsins voru áfram slæmar og þurfti hann mikið af verkjalyljum, auk þess sem honum reyndist erfitt að stunda starf sitt. Eftir læknisskoðun og lyijameð- ferð hurfu útbrot á um tveimur vik- um en verkurinn ekki fyrr en við áframhaldandi lyfjagjöf, og var alveg horfinn um tveimur mánuðum síðar. „Maðurinn hafði sjálfur engar áhyggjur af stungu maursins, en það sem varð honum í raun og veru til bjargar er að eiginkona hans er af erlendum uppruna og þekkti hættuna samfara blóðmaurnum, ekki síst fyr- ir þær sakir að ytra hafði einhver úr fjölskyldu hennar látist úr þessari sýkingu," segir Bárður. I I i í I i f C f I f i f ( I 1 .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.