Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 11 FRÉTTIR Lands- fundur Kvenna- listans í Viðey KVENNALISTINN heldur landsfund sinn í Viðey dagana 2.-3. nóvember undir yfir- skriftinni: Kvenfrelsi, frá orðum til athafna. A laugardaginn verður rætt um fæðingarorlofsmál og menntamál. Á sunnudaginn verður umræðuefnið jafnréttisá- ætlanir og stöður jafnréttisfull- trúa á Akureyri og í Reykjavík. I kvöld, föstudag 1. nóvem- ber, verður haldinn inngangur að landsfundinum. Um er að ræða opinn fund þar sem íjallað verður um ímynd kvenna í fjöl- miðlum, kvikmyndum og aug- lýsingum. Frummælendur verða þær Elín Hirst, fráfarandi frétta- stjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir fjölmiðlafræðingur og Anna Sveinbjarnardóttir kvikmynda- fræðingur. Að erindum loknum taka við pallborðsumræður. í þeim taka þátt Elfa Ýr Gylfa- dóttir, bókmennta- og fjölm- iðlafræðingur, og Steingrímur Ólafsson fréttamaður ásamt þeim Elínu, Áslaugu Dóru og Ónnu. Fundarstjóri verður Steinunn V. Óskarsdóttir. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. 20.30. Aðgangur að þessum fundi er ókeypis og eru allir velkomnir. Kostnaðarsamar framkvæmdir til að verjast ofanflóðum „ÞAÐ hafa engar ákvarðanir verið teknar um hvað verður gert, á hve löngum tíma og hver borgi brús- ann,“ segir Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra. „Það er því ekkert sem liggur fyrir um að þetta raski fjárhagslegri afkomu ríkisins. Sem stendur gerum við einungis ráð fyrir að fylgja þeim áætlunum sem til eru, um að Ofanflóðasjóður styrki snjóflóðavarnir með þeim fjárframlögum sem hann nýtur samkvæmt lögum. Það er hins vegar deginum ljós- ara ef á að fara hraðar í þetta og greiða meira en við höfum gert ráð fyrir þarf að ákveða hver eigi að bera kostnaðinn. Það er ekki sjálf- gefið að ríkið borgi þetta allt sam- an. Að því máli hljóta að koma fleiri. Ég bendi á að mannvirkin hafa flest verið byggð með leyfi sveitarstjórnanna. Einnig má gera ráð fyrir að Viðlagatrygging spari mikla peninga ef farið verður að ráðum nefndarinnar. Það má þá kannski nota hluta af þeim pening- um sem þar eru til.“ „Mitt mat er að það þurfi sér- stakan tekjustofn til að standa undir kostnaðinum. í dag höfum við tiltekið álag á tryggingarið- gjöld fasteigna vegna þessara mála. Sá stofn gefur nokkur hundruð milljónir króna á ári og þeir peningar verða nýttir á næstu árum til þeirra hluta sem eru brýnastir." „Við getum aldrei komið í veg fyrir alla vá í þessu landi. Það er sjálfsagt að undirbúa sig undir hana en það verður ekki gert í einni svipan, alls staðar á sama tíma.“ Ekki sjálfgefið að ríkið borgi í skýrslu umhverfísráðuneytisins um snjó- flóðavamir sem kynnt var á þriðjudag er áætlað að 7-14 milljarða króna þurfi til að koma upp vömum á helstu hættusvæðum. Helgi Þorsteinsson spurði þingmenn og flármálaráðherra að því hvemig bmgðist yrði við niðurstöðunum. Byggt með leyfi sveitar- stjórna Gæti skapað falskt öryggi „Ég hef vissar efasemdir um að það sé rétt að leggja aðaláherslu á að reisa stór mannvirki til snjó- flóðavarna, það gæti skapað falskt öryggi,“ segir Kristín Halldórsdóttir, þing- flokksformaður Kvenna- listaps. „Ég hef heyrt það frá fólki sums staðar á land- inu að það leggur meiri áherslu á eftirlit. Auðvitað er þetta mismunandi, og á sumum stöðum þýðir ekkert annað en að koma upp varnarmannvirkjum. Fyrst og fremst verður þó að taka tillit til afstöðu íbúanna. Sjálfsagt er samt ekkert sem getur veitt fullkomið öryggi annað en að flytja búsetuna þaðan sem hættan er mest.“ „Það var vitað að þetta yrði dýrt, en við getum líka spurt hvað það kostar okkur að vera ekki við- búin. ÖIl þjóðin verður að taka þetta á sig. Þetta er að sumu leyti svipað og samgöngumálin, það er ekki hægt að búast við því að hver staður fyrir sig geti staðið einn að —— þessu.“ „Það hefur ekki verið gerð end- anleg fræðileg úttekt á snjóflóða- hættu, og frekari rannsóknir verð- ur að gera áður en farið verður að framkvæma,“ segir Kristinn Gunnarson þingmaður Alþýðu- bandalagsins. „Sumir staðir koma Þjóðin verður að taka þetta á sig mjög illa út í skýrslunni, til dæmis Neskaupstaður og Siglufjörður, en við því var búist. Menn þurfa að vanda sig mjög í meðferð þessara upplýsinga og ákvarðana á grund- velli þeirra og ofreisa ekki málið, hvorki gagnvart íbúunum sjálfum né þeim sem ætlast er til að borgi." „Það er augljóst að til að borga þetta þarf að innheimta einhvern skatt í ákveðinn árafjölda. Við því hefur í raun verið búist lengi. Ég reikna með að hann verði með svipuðu sniði og þau gjöld sem nú eru innheimt af fasteignum til Við- lagatryggingar." Sameiginlegar skyssur sem þjóðin þarf að bera „Þetta er spurning um hvort menn vilji halda byggð áþessum svæðum og ef svo er verður ekki hjá því komist að leggja í einhverjar fram- kvæmdir til snjóflóðavarna," segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Alþýðuflokksins. „Kostnaðinn á þjóðin að bera sameiginlega. Hvernig það verður útfært er erf- itt að segja, en það er útilokað að einstakir landshlutar beri hann.“ „Ég lít svo á að þessi staða hafi að nokkru leyti komið upp vegna áratuga fyrir- hyggjuleysis stjórnvalda. Það er þó ekki hægt að sakast við neinn. Þegar þessir byggðakjarnar, sem nú eru í hættu, voru að byggjast upp, um 1930-60, var eitt mesta hlýinda- skeið Islandssögunnar. Þá voru litl- ar líkur á svona hamförum, en nú er annað uppi. Sameiginlega urðu mönnum á vissar skyssur í skipu- lagsmálum, og sameiginlega verða menn að leiðrétta þær og greiða.“ Afmœlistón leika r í Háskólabíói laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00 FJÖLBREYTT DAGSKRÁ: Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar, hinir landsfrægu Fjórtán Fóstbræður, sem koma fram eftir langt hlé, Rakarakvartett, Gamlir Fóstbræður, Átta Fóstbræður, Þorgeir J. Andrésson, Signý Sæmundsdóttir, Jónas Ingimundarson o.fl. Sögusýning kórsins verður í anddyri bíósins. Forsala aðgöngumiða er í Háskólabíói í dag frá kl. 13.00 til 19.00. Miðasala hefst kl. 12.00 á morgun. Ath. miðar eru númeraðir. Miðaverð á tónleikana er 1.200 kr. Karlakórinn Fóstbræður 80 ára Fóstbrœðraskemmtun í Súlnasal Hótel Sögu um kvöldið hefst kl. 23.30. Þar flytja Fóstbræður og hljómsveit létt lög og Fjórtán Fóstbræður koma fram ásamt fleirum. Hljómsveitin Saga Klass leikur fyrir dansi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.