Morgunblaðið - 01.11.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.11.1996, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Hermína Leikfélag Dalvíkur Stútungasaga frumsýnd Bílaumferð um göngugötu Kostnað- ur í at- hugun BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur óskað eftir því við skipulagsdeild bæjarins að tekin verði saman greinargerð um lágmarksviðgerð- ir og kostnað við að opna göngu- götuna tímabundið fyrir bílaum- ferð. Greinargerðina á að leggja fram á næsta fundi bæjarráðs. Kaupmenn við Hafnarstræti sendu bæjarráði bréf í vikunni þar sem spurst er fyrir um hvað líði athugun skipulagsnefndar á er- indi þeirra frá fyrra ári um um- ferð bíla um göngugötu Hafnar- strætis. Jafnframt leggja þeir til að gatan verði skilgreind sem blönduð aksturs- og göngugata. Fyrst í stað verði gerð tilraun með hæga, takmarkaða bíla- umferð um götuna og unnt að loka henni ef þurfa þykir. Leggja þeir til að tilraunin standi frá 15. nóvember næstkomandi til apríl- loka 1997. Á þeirri reynslu, sem af tilrauninni fengist, yrði endan- leg útfærsla götunnar byggð. -----♦ ♦ ♦--- Fræðslufund- ur Mígreni- samtakanna MÍGRENISAMTÖKIN halda fyrsta fræðslufund sinn á Akur- eyri á morgun, laugardaginn 2. nóvember og hefst hann kl. 14 á Hótel KEA. Auk kynningar á samtökunum mun Gunnar Friðriksson sérfræð- ingur í heila- og taugaskurðlækn- ingum flytja fyrirlestur um mí- greni; orsakir, einkenni og með- ferð. Mígrenisamtökin eru samtök mígrenisjúklinga og aðstandenda þeirra, t.d. foreldra barna með mígreni og búa félagar í samtök- unum úti um allt land. Gefið er út veglegt fréttabréf þrisvar á ári þar sem birtar eru nýjustu upplýs- ingar um sjúkdóminn, lesendabréf frá félögum ásamt ýmsum fróð- leik hvaðanæva að. Allir eru velkomnir á fundinn og þess vænst að sem flestir sjái sér fært að mæta, en aðgangur er ókeypis. LEIKFÉLAG Dalvíkur frum- sjnir Stútungasögu eftir þau Armann Guðmundsson, Hjör- dísi Hjartardóttur, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason laugardagskvöldið 2. nóvember. Tónlistin er eftir Ármann Guðmundsson og Þor- geir Tryggvason. Leikstjóri er KAUPÞING Norðurlands hf., Hlutabréfasjóður Norðurlands hf. ásamt nokkrum lífeyrissjóðum hyggst stofna nýjan hlutabréfasjóð. Um er að ræða sjóð sem fjárfestir í fyrirtækjum í sjávarútvegi og öðr- um tengdum greinum. Jón Hallur Pétursson fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norður- lands segir að Hlutabréfasjóður Norðurlands hafi verið starfræktur í fimm ár, en nú sé ætlunin að bjóða upp á nýjan valkost, gefa fjárfest- um kost á að kaupa hlutabréf í sjóði sem hafi aðra fjárfestingastefnu en Hlutabréfasjóðurinn. Ætlunin sé að kaupa einkum hlutabréf í sjávarút- vegsfyrirtækjum, sölu- og fram- Sigrún Valbergsdóttir. Leikurinn gerist á „Stút- ungaöld" og er allur í Islend- ingasagnastíl sem hefur veirð útfærður á gamansaman hátt. Verkið var fyrst leikið hjá Hug- leik í Reykjavík vorið 1993, en þá var Sigrún Valbergsdóttir einnig Ieikstjóri. leiðslufyrirtækjum, fyrirtækjum sem tengjast sjáva.rútvegi á einn eða annan hátt. Tillaga að fjárfestingastefnu sjóðs- ins miðar að því að allt að 80% af eignum félagsins sé að jafnaði bund- ið í hlutabréfum innlendra og er- lendra fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdri starfsemi. Leitast verði við að 50-70% af fjárfestingum félagsins í hlutabréfum verði í fyrirtækjum í veiðum og vinnslu en 30-50% í tengd- um greinum. Gert sé ráð fyrir að sjóðurinn fjárfesti f óskráðum félög- HERAÐSDOMUR Norðurlands eystra hefur dæmt skipstjórnar- mann á Dalvík í 45 daga varðhald, skilorðsbundið í 2 ár og til greiðslu alls sakarkostnaðar fyrir stórfellt gáleysi. Maðurinn var skipstjóri á Osu EA-36, tæplega 6 tonna bát, sem sigldi á Sigfús Baldvins EA- 145, 3ja tonna plastbát frá Gríms- ey, skammt austur af eynni í júní í fyrra, með þeim afleiðingum að Sigfús Baldvins laskaðist og sökk á skammri stundu. Einn skipveiji var um borð í Sig- fúsi Baldvins og náði hann að hoppa um borð í Ösu áður en trillan sökk og varð því ekki meint af þessu óhappi. Um borð í Ösu voru tveir menn. Fyrir dómi játaði ákærði skýlaust sakargiftir og jafnframt Sýningin er mannmörg, en alls taka 27 leikarar þátt í upp- færslunni auk inikils fjölda bak- sviðsfólks. Frumsýnt verður sem fyrr segir á laugardagskvöld, en síð- an verða sýningar 14.15. og 16 nóvember og 22.23. og 24. nóvember. um sem ætla má að fari á markað á næstu ánim og sömuleiðis í erlend- um félögum sem starfa í sjávarút- vegi eða tengdri starfsemi. Ávöxtun sjóðsins mun að mestu ráðast af afkomu og horfum í sjáv- arútvegi á hveijum tíma. Stofnfundur félagsins vet'ður föstudaginn 8. nóvember kl. 14 á Hótel KEA, en til þess tíma geta þeir sem óska haft samband við starfsmenn Kaupþings Norðurlands og orðið stofnhluthafar í nýja sjóðn- staðfesti hann að gildistími skip- stjórnarréttinda sinna hefði runnið út í maí 1993. í ákæruskjali er skipstjórnar- manninum gefið að sök að hafa siglt frá Dalvík þriðjudaginn 13. júní í fyrra og haldið til línuveiða við Grímsey án þess að hafa til þess tiiskilin atvinnuréttindi. Jafn- framt að hafa á siglingu bátsins skammt austur af Grímsey daginn eftir, vanrækt að halda nægilega tryggilegan vörð á stjórnpalli báts- ins með fyrrgreindum afleiðingum. Mál þetta var þingfest í Héraðs- dómi þann 6. maí en meðferð þess tafðist m.a. vegna sjómannsstarfa ákærða. Dóminn kvað upp Ólafur Ólafsson héraðsdómari. Fyrirlest- ur um hjálpar- hugtakið VETRARSTARF Félags áhugafólks um heimspeki á Akureyri hefst með fyrirlestri Jóns Björnssonar, fyn-verandi félagsmálastjóra Ákureyrar- bæjar, í Deiglunni á morgun, laugardaginn 2. nóvmeber, kl. 14 og er hann öllum opinn. Fyrirlesturinn nefnist „Einn fyrir alla - allir fyrir einn“ og fjallar um hjálpar- hugtakið; spurninguna hvers vegna fólk hjálpi hvað öðru og hvers konar áhrif velferð- arsamfélagið hafi á gagn- kvæma hjálpsemi fólks. Jón Björnsson hefur um eins árs skeið starfað sem framkvæmdastjóri menning- ar-, uppeldis- og félagsmála- sviðs Reykjavíkurborgar, en var um árabil félagsmála- stjóri á Akureyri. Hann er sálfræðingur, útskrifaður frá háskólanum í Freiburg í Þýskalandi 1974. Síðar í vetur eru fyrir- hugaðir tveir fyrirlestrar um kvennaguðfræði og kvennas- iðfræði í samstarfi við Rann- sóknarstofnun í kvennafræð- um við Háskóla íslands með styrk frá jafnréttisnefnd Ak- ureyrarbæjar. Fyrri fyrirlest- urinn flytur Arnfríður Guð- mundsdóttir, doktor í kvenna- guðfræði, og verður hann fluttur fljótlega en sá seinni er á dagskrá eftir áramót. A norrænni slóð SÝNINGUNNI „Á norrænni slóð“ sem stendur yfir í Deigl- unni lýkur á sunnudag, en hún er opin alla daga frá kl. 14 til 18. Um er að ræða farsýningu sem fjallar um sögu Norður- landanna, hugmyndir um nor- ræna menningu og norræna vitund. Sýningin er hluti af verkefninu Nordliv, sem unnið er með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni. Minja- safnið, Amtsbókasafnið og Norræna félagið hafa umsjón með sýningunni á Akureyri. Sýningu að ljúka LISTSÝNINGU Ólafs Odds- sonar í Gamla Lundi við Eið- svöll á Akureyri lýkur næst- komandi sunnudag, 3. nóvem- ber. Á sýningunni eru 19 verk, unnin í olíu, vatnsliti og kol, en þau eru unnin á árunum 1991 til 1996. Sýningin er opin frá kl. 14 til 18. Messa LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Laufáskirkju næstkomandi sunnudag, 3. nóvmeber kl. 14. Minnst lát- inna. Fermingarfræðsla í Laufási kl. 11 á sunnudag. Kyrrðar- og fyrirbænastund í Svalbarðskirkju kl. 21. á sunnudagskvöld. Fær í flestan sjo með OSTRIN °s'".v/v „Síþreyta og depurð eru erfiðir fylgikvillar sveppa- sýkingar. OSTRIN hjálpar mér, því það gefur aukna orku, úthald og vellíðan.“ Unnur Þorsteinsdóttir, skrifstofumaður. Sendum í póstkröfu „65 ára, síungur og vinn 10 tíma á dag, en ég byrja iíka hvern dag á OSTRIN." Árni Valur Viggósson, Skipagötu 6, Akureyri, símaverkstjóri. sími/Iax 462 1889. Upplýsingar um útsölustaöi gefur Gula línan í síma 562 6262 Heilsu hornið Nýr hlutabréfasjóður sem fjárfestir í sjávarútvegi um. Árekstur smábáta austur af Grímsey Skipsljóri dæmd- ur fyrir gáleysi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.