Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Silli ar í nánum tengslum við Borgar- hólsskóla og er í skólanum starf- ræktur svokallaður „heilsdags- skóli“ og tekur Tónlistarskólinn við að venjulegum skóladegi grunnskólans loknum og i haust hófst samstarf við íþróttafélagið Völsung um rekstur íþróttaskóla yngri nemenda. I tilefni af afmælinu voru Borgarhólsskóla færðar vegleg- ar gjafir. Landsbanki Islands færði skólanum kr. 500 þúsund til tölvukaupa og Verkalýðsfélag Húsavíkur gaf 150 þús. krónur, einnig til tölvukaupa. Auk þess barst mikið af blómum og heilla- óskum víða að. Elstu núlifandi nemendur Barnaskóla Húsavíkur muna og minnast sérstaklega fjögurra kennara, þeirra Benedikts Björnssonar skólastjóra, Egils Þorlákssonar, Jóhannesar Guð- mundssonar og Vilborgar Ingi- marsdóttur. 011 voru þau starf- andi við skólann á árunum 1925 til 1940 og sum lengur, Jóhannes til ársins 1964. Skólinn hefur ávallt haft góðum skólastjórum og kennurum á að skipa. 100 árliðinfrá byggingu skóla- húss á Húsavík UNGIR nemendur Borgarhólsskóla. Morgunblaðið/Anna Hellevang STÚLKNAKÓR Húsavíkur undir stjórn Hólmfríðar Benedikts- dóttur söng við athöfnina. Einnig söng barnakór skólans undir stíórn Line Werner. Nemendur Borgarhólsskóla eru 426 talsins. Áður fyrr fór grunnskólanám- ið eingöngu fram í svonefndum Barnaskóla, en síðar í tveim skól- um, Barnaskóla Húsavíkur og Gagnfræðaskóla Húsavíkur. 1992 var svo gerður einn heild- stæður grunnskóli, sem þá fékk nafnið Borgarhólsskóli. En bæði skólahúsin, það gamla og nýja, eru byggð á svonefndum Borgar- hóli, hvar munnmæli herma að landnámsmaðurinn Garðar Svav- arsson hafi reist hús sitt þá hann hafði vetursetu á Húsavík. í skólahúsinu hefur Tónlistar- skóli Húsavíkur aðsetur og starf- Húsavík ÞESS var minnst um síðustu helgi að 100 ár voru liðin frá því að byggt var fyrsta skólahúsið á Húsavík. Borgarhólsskóli og Tónlistarskóli Húsavikur geng- ust fyrir hátíðarhöldum af því tilefni. Fjölmenn samkoma hófst kl. 14 með ávarpi skólastjórans, Halldórs Valdimarssonar. Nem- endur röktu í stuttu máli sögu unglingakennslu á Húsavík, und- ir stjórn Bjargar Sigurðardóttur kennara. Kór Borgar- hólsskóla og Stúlknakór Húsavíkur undir stjórn Line Werner og Hólm- fríðar Benediktsdóttur sungu nokkur lög. Meðal annars skólasöng við texta séra Friðriks A. Friðrikssonar og ljóð eft- ir Huldu við lag Stein- gríms Birgissonar. Að lokinni hátíðar- samkomunni var gestum boðið að skoða nýja skólahúsið og hlýða á margvíslegan fróðleik í kennslustofum, söng og hljóðfæraleik fram til kl. 18. En jafnframt stóð for- eldrafélag Borgarhóls- skóla fyrir veitingum í skólahúsinu í tilefni dagsins. mátti þar sjá fágæta gripi, skóla- borð, kennslutæki og bækur sem varðveist hafa frá þeim tíma. Gefið var út blað með viðtölum við eldra fólk sem eitt sinn hafði verið í skólanum, leikin leikrit og gert stutt myndband um starfið í barnaskólanum eins og það er nú. Sviðsettur var stúkufundur frá þeim tíma að öflugt stúku- starf var í skólanum. Skólinn var skreyttur með listaverkum og gömlum ljósmyndum og mátti af GAMLA skólahúsið sem byggt var fyr- ir 100 árum á Borghóli. Þar er talið að fyrstilandnámsmaðurinn, Garðar Svavarsson, hafi reist bæ sinn. Nemendur undirbjuggu afmælishátíðina Vikuna fyrir hátíðarhöldin unnu allir nemendur og starfs- menn skólans, hluta dags við að undirbúa afmælishátíðina. Sett var upp kennslustofa eins og hún var fyrir meira en hálfri öld og því öllu sjá að nemendur höfðu lagt mikla alúð við að gera daginn sem hátiðlegastan og minna á eldri tíma. Fjölmenntu bæjarbúar á hátíðina og höfðu þeir eldri gaman af að minnast gamalla tima og sjá jafnframt hvað unga kynslóðin býr við og er að gera. 15111«»; Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson FRAMKVÆMDIR við nýjan veg í gegn um skólasvæðið á Sauðárkróki. Nýr vegnr í gegn um skóla svæðið á Sauðárkróki Keflavíkurnæt- ur II frumsýnd SÝNINGIN Keflavíkurnætur II verður frum- sýnd í veitingahúsinu Stapanum, Njarðvík, laugardaginn 2. nóvember nk. Þetta er söng- skemmtun sem byggist mest upp á söngperl- um síðustu áratuga, erlendum og íslenskum. Söngvarar þeir sem koma fram eru: Rúnar Júlíusson, Helga Möller, Jóhann Helgason, Rut Reginalds, Guðmundur Hermannsson, Hallberg Svavarsson og Magnús Kjartans- son. Einnig koma fram dansarar frá Jóni Pétri og Köru. Hljómsveit Magnúsar Kjart- anssonar sér um undirleik. Stjórn uppsetn- ingar er í höndum Helenu Jónsdóttur, tónlist- arstjórn er í umsjá Magnúsar Kjartanssonar en ljósahönnun í höndum Magnúsar Helga Kristjánssonar. Að sýningu lokinni leikur hljómsveit fyrir dansi til kl. 3. Nýr rekstraraðili hefur tekið við rekstri Stapans, Jón M. Harðarson veitingamaður, og hefur hann þegar hafist handa við ýmsar breytingar á rekstri og húsnæði Stapans. Sauðárkróki - Umfangsmiklar gatnagerðarfram- kvæmdir eru nú í gangi á svæðinu á milli Bók- námshúss og heimavistar Fjölbrautaskólans og Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki en tengivegur milli Hlíðahverfis og eldri bæjarhlutans liggur ein- mitt í gegn um þetta skólasvæði og er einnig aðalleiðin að sjúkrahúsinu. Gömul brú á Sauðánni og brött brekka norðan og vestan Bóknámshússins hafa lengi verið öku- mönnum á Sauðárkróki nokkur þyrnir í augum og ekki síst fyrir þá sök að í brekkunni hefur i vertrartíð oft myndast mikil hálka og hafa þar orðið allmörg umferðaróhöpp. Þá hefur það einnig verið áhyggjuefni að mikil umferð barna og ungl- inga er yfir þessar götur, og þá ekki síst á milli heimavistar og Bóknámshúss, og einmitt á þeim tímum sem umferð hvað þyngst er það er á morgn- ana og í hádeginu. Þær breytingar sem gerðar verða eru að Sauðá- in verður lögð í 70 metra löngu stálröri úr mynni Sauðárgils og niður á móts við Verknámshús Fjöl- brautaskólans en þvert ofan á þetta rör verður annað sem myndar undirgang og gönguleið undir götuna sem verður allmiklu hærri en áður var og ætti þessi ráðstöfun að auka verulega á öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Brekkan upp í Hlíðarhverfið verður nú ekki eins brött og áður var, en hinsvegar nokkuð lengri og vegurinn ætti því að vera mun greiðfærari. I útboði var gert ráð fyrir að verkið kostaði 22,5 milljónir en lægsta boð í framkvæmdirnar átti Rögnvaldur Árnason verktaki 18.954,292 eða 84,24% af kostnaðaráætlun ogvargengið til samn- inga við hann á grundvelli þess boðs. Gert var ráð fyrir að framkvæmdir gætu haf- ist í vor en af ýmsum ástæðum dróst að verkið yrði boðið út og varð því ekki fyrr en um mánað- armótin ágúst/september sl. en áætlað er að verktaki skili verki frágengnu um miðjan nóvem- ber. Morgunblaðið/Sigurjón J; Sigurðsson Stundvís ÍS. Mokveiði Stundvíss Isafirði. Mor^unblaðið. RÆIUUBATURINN Stundvís frá ísafirði fékk á mánudag einhvern mesta rækjuafla sem eitt skip hefur fengið úr ísa- fjarðardjúpi á einum degi. Heildarafli bátsins var 10.870 kg sem svarar til rúmlega 29% af heildarafla ísfirskra rækju- báta þann daginn sem var 37.445 kg. Næstmest aflann var rækju- báturinn Örn ÍS með, 4.930 kg og Halldór Sigurðsson ÍS með þriðja mesta aflann, 4.120 kg. Að sögn hafnarstarfsmanna á ísafirði er ástand rækjunnar með þokkalegasta móti. Skip- stjóri á Stundvísum er Gísli Hermannsson, sonur Her- manns Skúlasonar, hafnar- stjóra ísafjarðarbæjar og fyrr- um skipstjóra á Júlíusi Geir- mundssyni ÍS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.