Morgunblaðið - 01.11.1996, Side 14

Morgunblaðið - 01.11.1996, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hlutafé boðið út hjá nýjum hlutafjársjóði HLUTAFJÁRÚTBOÐ Hlutabréfa- sjóðs Búnaðarbankans hf. hefst í dag. Boðin eru út hlutabréf að upp- hæð allt að 300 milljónum króna og nær sölutímabilið til 1. apríl 1997. Sótt verður um skráningu hlutabréf- anna á Verðbréfaþingi íslands, þegar nauðsynleg skilyrði skráningar verða uppfyiit. Hlutabréfasjóður Búnaðarbank- ans fellur undir nýtt svið hjá bank- anum, Búnaðarbankinn Verðbréf. Þar verður rekin verðbréfaþjónusta sem hluti af annarri þjónustu við vtöskiptamenn bankans. í tengslum við hlutaíjárútboðið býður Búnaðarbankinn lán til fjár- mögnunar hlutafjárkaupa með 9,95% vöxtum og veitir 40% afslátt af mun á kaup- og sölugengi bréfanna. Nýr séreignalífeyrissjóður Þá hefur Búnaðarbankinn óskað staðfestingar fjármálaráðherra á reglugerð fyrir stofnun nýs lífeyris- sjóðs sem hefur hlotið nafnið Sér- eignalífeyrissjóðurinn og er bæði ætlaður fyrir almenning og starfs- menn bankans. Að sögn Sólons Sigurðssonar, bankastjóra Búnaðarbankans, hefur fjármálaráðherra ekki gefið bankan- um svar ennþá, en hann eigi von á því að svarið verði jákvætt. „Stofnun sjóðsins tengist öðru máli sem er hlútafélagavæðing bankans. Þegar Rún fer í gegn þá þurfa lífeyrissjóðs- mál starfsmanna að vera frágengin, bæði áunnin og þau sem verða í framtíðinni. Þar verður heilmikil breyting á, ríkisábyrgð fellur niður og við verðum á sama hátt og ís- landsbanki þurfti að gera á sínum tíma þegar hann gekk frá lífeyris- sjóðsréttindum sinna starfsmanna, að greiða í séreignasjóð og ég sé ekki að þetta geti gengið hjá okkur öðruvísi en sá sjóður tengist okkur.“ BENEDIKT Sveinsson, forstjóri ÍS, og Alexander Abramov, for- stjóri UTRF, handsöluðu nýjan samning um samstarf fyrirtækjanna. Handsala milljarða samning Spariskír- teini fyrir 600 millj. SPARISKÍRTEINI fyrir tæpar 600 milljónir króna seldust í útboði hjá Lánasýslunni á mið- vikudag. Mest seldist af spari- skírteinum til 20 ára. Alls bárust 33 gild tilboð í spariskírteini að fjárhæð 837 milljónir króna að söluverð- mæti, en tekið var tilboðum í spariskírteini fyrir 598 milljón- ir. Samtals seldust 67 milljónir króna í spariskírteinum til fjögurra ára og var ávöxtunar- krafan 5,79% að meðaltali. Þá var tekið tilboðum að upphæð 160 milljónir í spariskírteini til 10 ára og var meðalávöxt- unin 5,80% sem er 0,16 pró- sentustigum hærri ávöxtun en í síðasta útboði í lok septem- ber. Loks var tekið tilboðum að upphæð 371 milljón í spari- skírteinum til 20 ára og var meðalávöxtunin 5,54% sem er 0,05 prósentustiga hærri ávöxtun en í síðasta útboði. BENEDIKT Sveinsson, forstjóri Islenskra sjávarafurða hf. og Alexander Abramov, forstjóri rússneska útgerðarfyrirtækis- ins UTRF, handsöluðu á mið- vikudag samning fyrirtækjanna. Samningurinn felur í sér áfram- haldandi samstarf fyrirtækj- anna á sviði fiskveiða, fisk- vinnslu og markaðssetningar afurða. Heildarverðmæti þjón- ustu og afurða samkvæmt samn- ingnum er um 4 milljarðar króna, miðað við eitt ár. Gerðir voru tveir samningar, annar til tveggja og hinn til þriggja ára og er verðmæti samninganna fyrir allt tímabilið um níu millj- arðar króna. Til samanburðar má geta þess, að heildarvelta IS á þessu ári er áætluð um 20 milljarðar króna. Tilkynning um útboð markaðsverðbréfa HLUTABRÉFASJÓÐUR BÚNAÐARBANKANS HF. íim / r ALMENNT HLUTAFJARUTBOÐ Heildarnafnverð nýs hlutafjár: Sölugengi: Sölutímabil: Söluaðili: Forkaupsréttur: Umsjón með útboði: Skráning: Kr. 300.000.000- 1,00 á fyrsta söludegi. 1. nóvember 1996 til 1. apríl 1997. Búnaóarbanki Islands, útibú og afgreióslustaöir bankans. Hluthafar hafa ekki forkaupsrétt til áskriftar, heldur skulu hlutabréfin seld á almennum markaói. Verðbréfaviðskipti Búnaðarbanka íslands. Oskað veröur eftir skráningu á Verðbréfaþingi íslands þegar félagió hefur náó aö uppfylla nauðsynleg skilyrói fyrir þingskráningu. Útboðslýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Búnaðarbanka Islands. BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF Austurstræti 5, 155 Reykjavík, sími 525-6000, myndscndir 525-6259 Aöili að Verðbréfaþingi íslands Morgunblaðið/Jón Svavarsson INGÓLFUR Guðmundsson flutti erindi á fundi hjá ÍMARK í gær um nýjar víddir í fjármálaþjónustu. Fundur um nýjar víddir í fjármálaþjónustu Samkeppni á eftir að aukast SAMKEPPNI á fjármálamarkaði á eftir að aukast og hún verður ekki einvörðungu á milli banka og sparisjóða heldur eiga aðrir aðilar, s.s. lífeyrissjóðir, eftir að koma í meira mæli inn á þennan markað. Þetta kom fram í máli Birnu Ein- arsdóttur, forstöðumanns^ mark- aðs- og þjónustudeildar íslands- banka, og Ingólfs Guðmundsson- ar, forstöðumanns markaðssviðs Landsbanka íslands, á fundi ÍMARK sem haldinn var í gær. Þar var fjallað um nýjar víddir í fjármálaþjónustu og hvert hún stefnir. Að sögn Birnu Einarsdóttur . hafa breytingar á höftum, reglum og lögum opnað ný tækifæri fyrir markaðssókn á íslenskum fjár- málamarkaði og samfara því hafi umtalsverðar breytingar orðið á rekstri og þjónustu bankastofn- anna. „Líkt og annars staðar í heimin- um hefur heimsóknum viðskipta- vina í bankaútibú á íslandi fækkað mjög mikið á undanförnum árum og í nánustu framtíð má búast við því að þeim fækki enn frekar. Bankarnir þurfa því að glíma við fortíðarvanda sem felst í miklum fjárfestingum í steinsteypu eitt- hvað sem nýir aðilar á fjármála- markaði þurfa ekki að fást við,“ segir Birna. Að sögn Ingólfs hefur Lands- bankinn verið að undirbúa breyt- ingu á bankanum í hlutafélag á undanförnum misserum. „Það er breyting sem við teljum að sé mjög jákvæð fyrir samkeppnis- stöðu bankans. I framtíðinni verð- ur persónuleg þjónusta við við- skiptavininn aukin og beinar markaðsaðgerðir verða meira áberandi. Útibúum fækkar og bankarnir munu leggja áherslu á að veita viðskiptavinum sínum heildarlausnir í fjármálum." Áætlanir hafa gengið upp Að sögn Ingólfs hafa áætlanir Landsbankans hvað varðar Síma- bankann gengið fullkomlega eftir ög markhópur hans er mun stærri heldur en hjá banka sem er með þjónustu á alnetinu. Að sögn Bimu mun íslands- banki ekki fara út í rekstur síma- banka. „Við reiknuðum dæmið fram og til baka og okkur tókst ekki að láta enda ná saman. Is- landsbanki verður að skila hluthöf- um sínum arði og við töldum að við hefðum ekki svo þolið fé á bak við okkur sem þarf til að fara út í verkefni af þessu tagi.“ IATA með fund um hærra verð á eldsneyti Genf. Reuter. FULLTRÚAR flugfélaga funda eftir hálfan mánuð um hugsanlegar „samhæfðar aðgerðir" til að mæta 10% hækkun á verði eldsneytis að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA). Viðræður 250 aðildarflugfélaga IATA fara fram í Genf 13. nóvem- ber. Hráolíuverð hefur ekki verið hærra síðan í Persaflóadeilunni fyr- ir fimm árum og vekur það ugg um verðbólguþrýsting. Verðið er tæplega 24 dollarar tunnan, um 6 dollurum hærra en í fyrra. Fyrir flugfélögin jafngildir það 73,9 sentum fyrir hvert amer- ískt gallon af eldsneyti að meðal- tali um allan heim á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 65,2 sent 1995. Á fundi IATA kann að verða ákveðið að hækka fargjöld og farm- gjöld að sögn talsmanns IATA, Tim Goodyear. Hann segir að flugfélögin kunni að taka á sig hinn aukna eldsneytis- kostnað, en það muni koma niður á fjárfestingum í nýjum flugvélum, sem mikil þörf sé á. „Þau munu því íhuga þörf á sam- hæfðum aðgerðum til að mæta auknum eldsneytiskostnaði,“ sagði Goodyear við Reuter. „Það gæti þýtt hækkun á fargjöldum og farm- gjöldum." Alþjóðaflugfélög verja 13 millj- örðum dollara á ári til kaupá á eldsneyti að sögn Goodyears. Ef verð á eldsneyti hækkar um 10% táknar það 1.3 milljarða dollara aukakostnað, segir hann, en til samanburðar nam hagnaður flug- félaganna í fyrra 5,2 miiljörðum dollara. I 1 > » I 9 » I í I I »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.