Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 16

Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ - _________________________ÚR VERINU Forðast ber gagnaðgerðir frá aðfldarþjóðum NAFO Formlegum andmælum um veiðistjórn á Flæmingja- grunni fylgir ákvörðun um einhliða veiðistjórn á næsta ári i I > ) í í \ i Morgunblaðið/Golli ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra hafnaði auðlindagjaldi á sjávarútveginn í ræðu sinni á aðalfundi LIU og sagði að sam- bærilegar skattareglur ættu að gilda um allt atvinnulífið. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, hlýðir hér á ræðu Þorsteins, en hann telur umræðuna um sjávarútveginn allt of neikvæða. i Sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LIU | Sambærilegar skattareglur gildi um atvinnulífið allt > ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði á aðalfundi LÍÚ í gær að frestur til að andmæla ákvörðun NAFO um stjórn rækju- veiða á Flæmingjagrunni rynni út þann 27. nóvember nk. „Formleg- um andmælum íslands mun fylgja ákvörðun um einhliða stjórn okkar á veiðunum á næsta ári. Er slíkt nauðsynlegt til að sýna umheimin- um að Islendingar sýna fulla ábyrgð varðandi umgengni um auð- lindir sjávar og til að forðast gagn- aðgerðir frá öðrum aðildarþjóðum NAFO.“ Hann riíjaði upp á fundinum að sjónarmið Islands um stjórn rækju- veiða á Flæmingjagrunni hefðu ekki fengið hljómgrunn á ársfundi samtakanna í Pétursborg í haust. Engin ástæða væri til að efast um samhljóða álit vísindanefndar NAFO um að draga verði úr sókn- arþunga. Á fundinum urðu tillögur um sóknarstýringu ofan á og lykt- aði fundinum með því að tillögur um slíkt stjórnkerfi voru samþykkt- ar af öllum aðildarþjóðunum nema íslandi sem lýsti því yfir að það myndi mótmæla þessari ákvörðun og setja sér einhliða aflamark sem yrði verulega lægra en nam veið- inni í ár. Óábyrg afstaða ESB Samningar þeir, sem náðust milli íslands, Færeyja, Noregs og Rúss- lands á síðasta vori um norsk- íslenska síldarstofninn voru aðeins til eins árs, að sögn Þorsteins. „Því miður kaus Evrópusambandið að standa utan þessara samninga. Ákvað bandalagið sér 150 þúsund lesta einhliða aflakvóta og er sú ákvörðun óásættanleg hvort sem tekið er mið af dreifingu síldarinn- ar fyrr og nú eða af aflareynslu. KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagðist í setningarræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í gær furða sig á neikvæðri þjóðfélagsumræðu í garð útvegsmanna og kröfum um gifurlega skattlagningu á þann arð, sem stjórnkerfi fiskveiðanna gæfi þeim. Við lægi að það væri talið vandamál að sjávarútvegurinn gæti eitthvað grynnt á skuldum sínum, en svo virtist sem framsal veiði- heimilda vægi þyngst í hinni nei- kvæðu umræðu. Viðskipti með veiðiheimildir væru eitthvað, sem fólki þætti aðfinnsluvért. Með hlið- sjón af hinni neikvæðu umræðu má álykta sem svo, að mati Krist- jáns, að útvegsmenn hafi ekki stað- ið sig sem skyldi í að skýra fyrir almenningi á hvaða meginþáttum fiskveiðistjórnunarkerfið byggist. Kristján sagði að aflamark með fijálsu framsali, eins og við byggj- um við nú, væri tvímælalaust hag- kvæmasta fiskveiðistjórnunarkerf- ið, sem völ væri á. Ekki færi á milli mála að það hefði átt ríkan þátt í að fleyta okkur yfir þá erfið- leika, sem minnkandi veiðiheimildir á liðnum árum hefðu valdið okkur. Jöfn skipti „Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir að 80% úthlutaðra veiði- heimilda eru veidd af þeim skipum, Til að kóróna óábyrga afstöðu ESB er nú komið í ljós að sambandið hefur ekki framfylgt eigin ákvörð- un og hefur ESB nú tilkynnt 197 þúsund lesta afla til NEAFC. Verð- ur ekki annað sagt en að langur vegur sé milli orða sjávarútvegs- stjóra ESB á ráðstefnu hér um þörf á ábyrgri alþjóðasamvinnu og athafna ESB á síldarmiðum.“ Þorsteinn sagði að framundan væru viðræður um stjórn síldveið- anna á næsta ári. Nýútkomin skýrsla vísindamanna samningsað- ilanna fjögurra sýndi að ekki virtist marktækur munur á dreifingu síld- arinnar frá fyrra ári og því virtist einsýnt að samningar yrðu byggðir á svipuðum grunni fyrir næsta ár. í þeim samningum hlyti megin- verkefnið að vera að tryggja aðild Evrópusambandsins að ábyrgri fiskveiðistjórnun, en miðað við framferði sambandsins í ár, væri erfitt á þessari stundu að vera með bjartsýni um að slík niðurstaða næðist. Karfaskiptingin viðunandi í upphafi þessa árs náðist sam- komulag innan NEAFC um stjórn veiða úr úthafskarfastofninum á Reykjaneshrygg sem Rússland og Pólland lýstu sig reyndar óbundin af. „Það er mitt mat að niðurstaðan um skiptingu úthafskarfastofnsins sé viðunandi fyrir ísland. Hitt er jafnljóst að ef framhald á að verða á stjórn NEAFC á úthafskarfaveið- um þarf stofnunin að samþykkja reglur um veiðieftirlit og tilkynn- ingar um afla sem eru til þess falln- ar að skapa traust til þess að sett- ar reglur séu haldnar af skipum allra aðildarþjóða.“ Þorsteinn sagði að tími væri til kominn að láta reyna til þrautar á sem úthlutað er til. Meirihluti við- skipta með veiðiheimildir er fólginn í jöfnum skiptum mismunandi teg- unda vegna þess að einum hentar betur að veiða tiltekna fisktegund en öðrum,“ segir Kristján. „Málið fer að vandast þegar kemur að við- skiptum óskyldra aðila. Að sjálf- sögðu eiga þeir sama rétt og aðrir til að hagræða í sínum rekstri með því að flytja veiðiheimildir milli skipa. En þarna verða til viðskipti, sem greitt er fyrir með krónum og aurum. Þessi viðskipti, sem eru óaðskiljanlegur hluti framseljanlegs aflamarks, eru lítil miðað við heild- arflutning veiðiheimilda milli skipa. í þessum tilfellum fullyrða auð- lindaskattsmennirnir að eðlilegra væri að greiða til ríkisins en ekki til annars útgerðarmanns. Það sem þeir virðast ekki skilja er að fram- sal aflamarks eykur hagkvæmni." Aumkunarvert hlutskipti Kristján sagði að ekki léki á því neinn vafi að þáttur ritstjóra Morg- unblaðsins vægi þungt. „Hafi ein- hver velkst í vafa um að málflutn- ingur þeirra byggðist á illmælgi og óvild, ættu þeir hinir sömu að hafa sannfærst þegar litið er til skrifa þeirra að undanförnu, þar sem fréttamönnum er blygðunarlaust beitt til þess að fylgja eftir ritstjórn- arskrifum þeirra. Hlutskipti rit- samningsvilja Norðmanna og Rússa í Barentshafssmugunni. Á liðnu vori hefði ekki borið mikið á milli og ætti því að vera unnt að ljúka þeim samningum. Þar kæmi til kasta nýrrar norskrar ríkis- stjórnar. Grálúðan veldur áhyggjum Sjávarútvegsráðherra sagði að ástand grálúðustofnsins ylli miklum áhyggjum. Að hluta til gætum við kennt um eigin ofveiði. Hann benti á að núverandi reglur laga um stjórn fiskveiða um millifærslu afla- heimilda milli tegunda gerðu okkur ókleift að geta með vissu fullyrt að staðið væri við ákvarðanir um leyfð- an heildarafla af þeim tegundum, sem veiddust hér í hlutfallslega litlu magni. „Hefur grálúðustofninn á undanförnum árum oft orðið illilega fyrir barðinu á þessum reglum. Er að mínu mati óhjákvæmilegt að gera hér breytingar á. Annað áhyggjuefni er sívaxandi og að því er virðist stjórnlausar veiðar ná- granna okkar í austri og vestri úr þessum sameiginlega stofni. í vor var haldinn fyrsti samningafundur- inn með Færeyingum og Grænlend- ingum um nýtingu grálúðustofns- ins,_“ sagði Þorsteinn og bætti við að íslendingar hefðu nú ákveðið að bjóða til samningafundar í Reykja- vík í desember um grálúðuna. Afar mikilvægt væri að ná niðurstöðu um heildarnýtingu stofnsins því ella kynni svo að fara að hann yrði eyðilagður með ofveiði á skömmum tíma. Jafnframt væri ætlunin að ræða um stjórn veiða úr sameigin- legum karfastofnum. Ráðherrann sagði að sömuleiðis væri mikilvægt fyrir fámennar þjóðir, eins og okk- ur, að knýja á um sérstakar reglur varðandi úrlausn deiluefna. stjóra þessa blaðs er aumkunarvert þegar litið er til þess að áður fyrr var það í bijóstvörn fyrir atvinnulíf- ið en nú berst ritstjóri þess fyrir auknum rikisafskiptum, aukinni skattheimtu og meiri sósíalisma. Það hefði einhvern tima þótt eftir- tektarvert að síðasta alvöru sósíal- istann skuli daga uppi sem ritstjóri Morgunblaðsins.“ Hann sagði að til væru þeir, sem létu þessi skrif ekki á sig fá og gerðu sér grein fyrir tilgangi þeirra, m.a. forsætisráðherra, sem með mjög skýrum hætti og í nánu sam- starfi við sjávarútvegsráðherra hefði kveðið niður kröfur um auð- lindagjald á landsfundi flokks síns fyrir skömmu. Ennfremur hefðu þeir staðið að því að setja rækilega ofan í við tvo þingmenn af Vest- fjörðum, sem farið hefðu fram með tillögur um sóknar- og flotastýr- ingu, sem hefðu átt að leiða til meiri miðstýringar hins opinbera en áður hefði þekkst í íslenskum sjávarútvegi. „Eg tel að fiskveiði- stjórnunarkerfið standi nú traustari fótum en nokkru sinni fyrr eftir svo skýran stuðning frá stærsta flokki landsins, sem fram kom á lands- fundi hans. Við þekkjum öll já- kvætt viðhorf forystumanna hins stjórnarflokksins til þess fiskveiði- stjórnunarkerfis, sem við búum við,“ sagði Kristján. ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði á aðalfundi LÍÚ í gær að þeir peningar, sem yrðu til í sjávarútvegi, væru ekkert annarr- ar náttúru gæddir en þeir pening- ar, sem yrðu til í öðrum atvinnu- greinum og því væri eðlilegt að um atvinnulífið allt gildi sambærilegar skattareglur. Skattur lagður á aflaheimildir frá upphafi Ráðherrann sagði að í umræðum um nýjan auðlindaskatt heyrðist gjarnan að knýja þyrfti á um viður- kenningu á því grundvallaratriði að leggja megi skatt á aflaheimildir. „Sannleikurinn er hinsvegar sá að því fer víðsfjarri að deilan standi um þetta. Frá upphafi hefur verið lagður skattur á aflaheimildir. Fyrst til að standa að hluta undir veiði- stjórnun og eftirliti, síðan til að standa undir öllum kostnaði við stjórnun og eftirlit, úreldingar- styrkjum og hluta af óreiðuskuldum ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar. Þessi skattur er yfir 700 milljónir í dag. Stærstu útgerðar- fyrirtækin eru að greiða milli 20 og 30 milljónir króna í slíkan skatt og algengt er að trillukarlar greiði frá 100 og upp í 300 þúsund krón- ur.“ Deilt um hvort hækka eigi núverandi skatta Þorsteinn sagði að í reynd sner- ist deilan um réttmæti auðlinda- skatts um hvort hækka eigi þessa skatta eða ekki. Sumir héldu því fram að réttlátara væri að stjórn- málamenn úthluti arðinum af sjáv- arútveginum en markaðurinn. „Þótt markaðurinn sé ekki gallalaus, sannfærðist ég á unga aldri um það að á þeim bæ væri málum betur ráðið en á vettvangi stjórnmálanna. Við þurfum að sjálfsögðu að afla tekna hjá fyrirtækjum og einstakl- ingum til þess að standa undir skil- greindri þjónustu ríkisins. Það er hlutverk stjórnmálamanna." Skattar á atvinnufyrirtæki < lækki Hitt grundvallaratriðið, sem L menn hlytu að takast á um í þessu * sambandi er hvort nýr auðlinda- skattur myndi bæta samkeppnis- hæfni atvinnuveganna, að sögn Þorsteins. „í athyglisverðum leiðara Morgunblaðsins í gær [fyrradag] um það efni er bent á að mikilvægt sé að stjórnvöld lækki skatta á at- vinnufyrirtæki til þess að auka sam- . keppnishæfni þeirra í útflutningi. Ég er þessu sjónarmiði hjartanlega R sammála, en krafan um nýjan auð- | lindaskatt rímar ekki beinlínis við " það.“ Aukin skattlagning veldur fjármagnsskorti í útveginum Þorsteinn sagði að í þessu sam- bandi mætti einnig hafa í huga að enginn hafi haldið því fram að arð- semi sjávarútvegsfyrirtækja ætti t að vera minni en annarra, að hlut- hafar í sjávarútvegsfyrirtækjum 1 ættu að fá minni arð af fjárfestingu | sinni en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum. „Ef menn gengju svo langt í skattheimtu, myndi blasa við fjármagnsskortur í sjávarútveg- inum og ríkisvaldið yrði að axla það hlutverk að koma með eigið fé inn í atvinnugreinina. Ég hef engan heyrt mæla fyrir því. Þess vegna er það líka svolítil blekking að halda 1 því fram að skattheimtan sé ein- hver leið til að auka réttlæti við ^ skiptingu arðsins," sagði sjávarút- I vegsráðherra. Kristján Ragnarsson á aðalfundi LÍÚ Framsalsheimildin \egur þyngst í neikvæðri umræðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.