Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 19 Rúmenar ganga að kjörborðinu ásunnudag Vaxandi óánægja með Ion Iliescu forseta Búkarest. Reuter. ION Iliescu, forseti Rúmeníu, hefur forystu í skoðanakönnunum þeim sem birtar hafa verið fyrir kosning- arnar í landinu á sunnudag en getur á hinn bóginn ekki verið öruggur um að fara með sigur af hólmi. Ili- escu, sem er fyrrum kommúnisti og var um skeið náinn aðstoðarmaður einræðisherrans Nicolae Ceausescu, hefur ríkt í Rúmeníu allt frá því að læriföður hans var steypt af stóli um jólin 1989 og tekinn af lífi. Þetta er í þriðja skiptið sem Rúm- enar ganga að kjörborðinu í forseta- kosningum frá því að einræði komm- únista leið undir lok. Kosningabar- áttan hefur verið sérlega hörð og óvægin og persónulegar árásir og ávirðingar sett mjög svip sinn á hana. Alls eru 15 menn í framboði en reynist kannanir réttar eiga ein- ungis tveir þeirra einhverja mögu- leika á að sigra Uiescu. „Skynja vilja fólksins“ Iliescu sagði í viðtali við frétta- mann Reuters um þelgina að hann væri sigurviss. „Ég skynja vilja fólksins. Þrátt fyrir erfiðleikana er almenningur viss um að rétt stefna hafi verið mörkuð í byltingunni," sagði forsetinn. Samkvæmt kosningareglum fer sá frambjóðandi með sigur af hólmi sem hlýtur meira en helming at- kvæða. í könnun sem birta var um helgina reyndist fylgi Iliescus vera 36,5% en næstur kom háskólakenn- arinn Emil Constantinescu, sem er Nýjar skoðanakannanir sýna að Iliescu forseti getur ekki talist örugg- ur um endurkjör. Hugs- anlegt er því að endi verði bundinn á yfirráð arftaka kommúnista, sem ríkt hafa frá 1989. frambjóðandi 15 flokka stjórnarand- stæðinga. Var fylgi við hann 24,7% en í þriðja sæti var Petre Roman, fyrsti forsætisráðherra Rúmeníu eft- ir byltinguna 1989 og fyrrum sam- herji Iliescus, með 21,7%. Svo virðist sem krafan um breyt- ingar hljómi óvenju hátt í Rúmeníu fyrir þessar kosningar. Lífskjörin eru dapurleg og hafa heldur farið versn- andi í landinu og meðailaun þar eru verulega lægri en í nágrannaríkjun- um, Póllandi, Ungveijalandi og Tékkneska lýðveldinu. Stjórnarflokkur í vanda Kannanir gefa einnig til kynna að fylgi við flokk Iliescus, fari dvín- andi. Svo virðist sem mest fylgi sé við bandalag stjórnarandstæðinga, CDR, en Jafnaðarmannaflokkur Ui- escus, PDSR, hefur í sumum könn- unum hrapað niður í þriðja sæti. CDR fór með sigur af hólmi í bæj- ar- og sveitarstjórnakosningum í júnímánuði og ræður nú helstu borg- um Rúmeníu en fylgi við fyrrum kommúnista hefur löngum verið bundið einkum við landsbyggðina. Heita umbótum Fjendur forsetans segja hann tímaskekkju og að hann tilheyri valdakerfi kommúnismans sem aldr- ei hafi verið aflágt með öllu í land- inu. Því er haldið fram að andstaða hans við umbótastefnu á vettvangi efnahagsmála, líka þeirri sem inn- leidd hefur verið í nágrannaríkjun- um, hafi orðið þess valdandi að lífs- kjörin hafi versnað til muna. CDR-bandalagið hefur lagt fram stefnuskrá, svonefndan „samning við alþýðuna“ sem minnir á þann sem repúblíkanar í Bandaríkjunum hafa kynnt. Leiðtogar bandalagsins heita því þar m.a. að þeir muni hverfa frá völdum takist þeim ekki að innleiða róttæka umbótastefnu innan ákveðinna tímamarka. „Sýndarlýðræði" í skýrslu nokkurra áhrifamikilla rúmenskra sérfræðinga sem birt var um síðustu helgi er farið hörðum orðum um stjórnarfarið og efna- hagsstefnu þá sem stjórn Ions Ili- escu hefur fylgt. „í stað þess að byggja upp nútímalegt, frjálst og þróað þjóðfélag einkennir sýndarlýð- ræði og frumstætt og brothætt efna- hagskerfi samfélagið í Rúmeníu.“ Nýja kynslóðin - fyrir alla! Dómur er fallin Ford Fiesta I hag! Ford Fiesta er stórkos11egur, nýr smábíll frá Ford. Um það eru öll virtustu bílablöð í heiminum sammála. Fiesta fær toppeinkunn fyrir allt sem skiptir máli í hverjum bíl: Innréttingin er sögð bera af, sömuleiðis aksturseiginleikar og vélarorka. Hann er búinn vökvastýri og 75 hestafla véi sem skilar einstaklega mikilli orku á lágum snúningi og er með eindæmum sparneytin. Gæði bílsins eru tryggð með vandaðri framleiðslu hans í Þýskaiandi Helsti búnaður; Vökvastýri, útvarp, segulband, upphituð framrúða, upphitaðir speglar, rafknúnir speglar, kraftmikil 16 ventla vél, bein innspýting, faileg innrétting, fellanlegt aftursætisbak og s k i p t (6 0 / 4 o), fullur bensíntankur, snúningshraðamælir og fl. stgr. á götuna V e r ö f r á |9 en verðið er þó lægra en á keppinautum hans í sama stærðarflokki. FAXAFENI 8 • S(MI 515 7010 Aukabunaður á mynd: Alfolgur. þokuljós og samlitir speglar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.