Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 26

Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Veður- brot MYNPLIST Hafnarborg TEIKNINGAR Helga Armaiins. Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjud. til 4. nóvember; aðg-angnr 200 kr., gildir á báðar sýningar. ÍSLENSKIR listamenn hafa líkt og starfsfélagar þeirra erlendis gjarna myndað litla hópa, á stundum í kringum ákveðin vinnubrögð og stefnur, en ekki síður af einföldum hagkvæmnisástæðum. Þannig hefur listafólk getað komið sér upp heppi- legu vinnuhúsnæði og jafnvel sýning- araðstöðu með sameiginlegu átaki, sem einstaklingnum hefði reynst ókleift verkefni. Helga Ármanns hefur um langt skeið tilheyrt einum siíkum hópi, sem kenndur er við Art-Hún, og hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum með stöllum sínum þar, auk þess að hafa verið vel virk í íslensk Grafík og sýningum á þess vegum. í Sverris- sal Hafnarborgar stendur nú hins vegar yfir önnur einkasýning lista- konunnar. Það er hið kvenlega form, sem er undirstaða allra verkanna, en hér er að finna á þriðja tug kola- og rauðk- rítarteikninga sem Helga hefur unn- ið á blandaðan pappír. Óll eru verkin kennd við veðrabrigði, vinda eða árs- tíðir, þar sem rauðkrítin, kolin og HELGA Ármanns: Sólfarsvindur. hvítur litur blandast saman til að skapa þær heildir, sem er að finna í hverri mynd. Fyrstu þijár myndirn- ar eru gerðar sem klassískar stúdíur kvenlíkamans, en síðan má segja að hann leysist meira og minna upp í fletinum, þannig að einstakir líkams- hlutar, vangasvipir, sérstæð sjónar- horn og frumformin verða meira áberandi í myndbyggingunni. I síð- ustu verkunum, einkum þeim smærri (þ.e. sem eru kennd við haustið) má raunar segja að formin hafi alfarið verið leyst upp í línuspil litanna. Á stundum verður formgerðin sterk og fer vel við yfirskrift mynd- anna, eins og t.d. í „Hnúkaþeyr" (nr. 6), sem og hinni teygðu ímynd kvenverunnar í „Sólfarsvindur“ (nr. 9). Oftar er það þó einkum samvinna lita og pappírs, sem dregur að sér athyglina, en pappírsbrot eru víða fest ofan í aðalmyndina, líkt og til áhersluauka og til að styrkja þær litaandstæður, sem þarna eru á ferð- inni. Handunninn pappírinn hefur einnig til að bera sjálfstætt æða- kerfi, sem verður virkur þáttur í lið- legri myndsköpuninni áður en yfir lýkur. Hér er vel að verki verið í hefð- bundnum miðli, sem nýtur sín vel í höndum listakonunnar. Eiríkur Þorláksson Dagskrá um Guðrúnu frá Lundi Sauðárkróki. Morgunblaðið. í TILEFNI þess að 50 ár eru liðin frá því að Dalalíf, fyrsta skáldverk Guðrúnar frá Lundi, kom út verður dagskrá um bókmenntaverk hennar í félags- heimilinu Bifröst á Sauðárkróki næst- komandi laugardag kl. 15.30. Guðrún Árna- dóttir rithöfundur, sem fædd var að Lundi í Fljótum og kenndi sig alla tíð við þann stað, hóf ritstörf mjög ung, en þó að flest æskuverk hennar lentu í glatkistunni mun hluti af sögu hennar Dalalíf vera eitt af því fyrsta sem hún skrifaði. Eftir að Guðrún fluttist til Sauðárkróks hóf hún markvissar skriftir og kom skáldsagan Dala- líf út á vegum ísafoldarprent- smiðju árið 1946. Þegar urðu sögur Guðrúnar vinsælar og hafa bækur hennar allt til þessa dags verið útlánahæstar í bókasöfnum iandsins og Guðrún frá Lundi þannig einn mest lesni íslenski rithöfundurinn. í tilefni þessara tímamóta þótti af- mælisnefnd Sauðár- krókskaupstaðar til- valið að efna til dag- skrár um verk Guð- rúnar og í Bifröst munu bókmennta- fræðingarnir Sigur- rós Erlingsdóttir, Valdimar Gunnars- son og Marín Guð- rún Hrafnsdóttir, sem er barnabarn Guðrúnar, fjalla um verk hennar, en einnig munu nokkrir heimamenn greina frá kynnum sínum af skáldkonunni. Þá verður leiklesið úr verkum Guðrúnar og bækur hennar og handrit að nokkrum bókum verða til sýnis ásamt ljósmynd- um. Kvenfélag Sauðárkróks sér um kaffiveitingar og „með ðí“ í anda bóka Guðrúnar og hljóm- listarmaðurinn Rögnvaldur Val- bergsson leikur lög þessa tíma- bils. Umsjónarmenn dagskrárinnar eru þau; Marín Guðrún Hrafns- dóttir, Edda V. Guðmundsdóttir og Jón Ormar Ormsson. Guðrún frá Lundi Uppreisn einstæðingsins TÁLBEITAN ★ ★ ★ KVIKMYNPIR Rcgnboginn NEYÐARÁSTAND* * ★ Vi FINNSKI leikstjórinn Mika Kaurismaki er gestur Kvikmyndahátíðar Reykjavíkur en nýjasta myndin eftir hann á hátíðinni heitir Neyðarástand og markar nokkra stefnubreytingu fyrir hann. Flestar myndir Mika hafa gerst á meðal alþýðufólks í Finn- landi nútímans en þessi er á ensku með bandarískum leikurum í aðalhlutverkum, James Russo og Cynda Williams, og gerist í Fíladelfíu. En Hættuástand er engin Holly- wood-mynd. í henni er sama finnska eymd- in, jafnt í lýsingu á kringumstæðum sem persónurnar búa við og tilfinningalegum samskiptum þeirra, og í fínnskum myndum Kaurismaki-bræðra. Eitthvað er Mika að bauka við banda- ríska film-noir stílinn í þessari mynd og með viðunandi árangri í raun. Handrit Andre Dagass er skrifað í slíkum anda og blandar saman vonlausri ástarsögu og und- irheimaspennu. Cynda Williams ber femme fatale stimpilinn utan á sér sem fangi er situr inni fyrir smákrimmann manninn sinn en James Russo er fangavörðurinn sem hún notar á fölskum forsendum til að flýja. Ástarfuni, svik og loka- uppgjör í skammbyssu- skothríð, allt er þetta sam- kvæmt bókinni. Það er dapurlegur blús í mynd- inni sem hæfír vel efninu og einhver finnskur tregablær og vonleysi yfir persónunum. Vel má vera að Mika ætli sér að gera myndir í Ameríkunni en eftir þess- ari að dæma verða þær rammfinnskar. FRANSKI leikstjórinn Bertrand Taverni- er er kvikmyndahátíðargestum hér að góðu kunnur en hann er einn af fremstu leikstjórum Frakklands og hefur verið um langa hríð. Hátíðar- mynd fians er Tálbeitan sem fjallar um unga, franska iðjuleysingja er dreymir um betri tíð vest- ur í Bandaríkjunum og taka að myrða til fjár svo draumurinn megi rætast. Eins og svo margar aðrar myndir hafa gert á undan Tálbeitunni reynir hún að finna svar við því af hveiju venjulegt fólk gerist morðingj- ar en þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Myndin er býsna vel leikin og hafa ungu leikararnir sem fara með aðalhlutverkin þrjú mjög góð tök á siðblindni persónanna og tilfinningadofa. Ung stúlka kemur sér í kynni við ríka menn á veitingastað og síðan ræna tveir félagar hennar mennina og drepa á meðan hún hækkar í ferðaspilaranum sín- um. Fjölmargar tilvísanir er að fínna í bandarískt kvikmyndafóður en Tavernier gengur þó ekki svo langt að kenna því alfar- ið um morðverknaðina. Það er kannski eng- in skýring til á því af hveiju venjulegt fólk gerist kaldrifjaðir morðingjar. Mynd Tav- erniers reynir að finna hluta svarsins í nei- kvæðum fyrirmyndum, blindri efnishyggju, algjöru virðingarleysi fyrir mannslífinu sem af henni sprettur og hreinlega barnaskap. Tavernier hefur gert mjög athyglisverða og umhugsunarverða mynd nú á tímum aukins ofbeldis. Arnaldur Indriðason ÍMKmNPAHÁTIP \í T^yJ^ÍVi^ *24.október - 3.nóvember 1996. Falsaðar draumaráðningar Rcgnboginn TRYGGÐ ★ ★ Stjörnu- gjöfin Aldingarðurinn Eden ★ ★ Ameríka ★ ★ ★ ★ Áhugamaður ★ ★ ★ Ástin er kaldari en dauðinn ★ ★ 'h Brimbrot ★ ★★'/:i Chabert ofursti ★ ★ ★ xh Daður ★ ★ Dauður ★ ★ 'h Einstirni ★★★'/? Fortölur og fuilvissa ★ ★ ★ Heima er verst ★ ★ xh Hringrás tímans ★ ★ Hvíta blaðran ★ ★ ★ lh Kolya ★ ★ ★ Kristín Lafranzdóttir ★ ★ Kyrrstaða ★ 'h Litla systir ★ ★ Nanette og Boni ★ ★ Neyðarástand ★ ★ 'h Núll á kelvin ★ ★ ★ Stjörnufangarinn ★ ★ ★ Tálbeitan ★ ★ ★ Tryggð ★ ★ Tvær ástfangnar stúlkur ★ ★ Örlög ★ ★ KVIKMYNDIR Rcgnboginn STJÖRNUFANGARINN ★ ★ ★ SÖGUSVIÐ Stjörnufangarans er Sikiley, það sama og í meistara- verki Tornatore, Paradísarbíóinu. Hann hverfur enn og aftur til fortíðarinnar, myndin gerist rétt upp úr miðri öldinni. Joe Morton (Sergio Catellito) ferðast milli smá- bæja á flutningabíl sínum, hlöðn- um kvikmyndatökuvélum. Hann kynnir sig á hveijum stað sem útsendara frá Universalia-kvik- myndaverinu í Róm, hvetur nyt- sama sakleysingjana til að koma í prufutökur sem endi inni á borði framleiðandanna. Það kosti litlar 1500 lírur að verða heimsfræg kvikmyndastjarna með 100 milljón lírur í árslaun. Því miður, þeirra auðtrúa vegna, er Joe Morton svikahrappur. Það fer þó ekki hjá því að hann platar einum of marga og fær makleg málagjöld. Tornatore heldur sig á svipaðri línu, gerir margt gott þó þessi nýjasta mynd hans skáki ekki Paradísarbíóinu. Myndin fer vel af stað og heldur sínu áhugaverða striki lengst af. Rís hæst er þorpsbúarnir geta ekki með neinu móti lært textann í prufutökunum en fara þess í stað að segja kvik- myndatökuvélinni frá heimilishög- um sínum, ættum, heilsufari og þar fram eftir götunum. Gaman hefði verið að sjá þá mynd. Dulítið fellínskt og virkar vel. Síðan kem- ur ástin til sögunnar hjá þessum bíræfna draumaráðningamanni, í líki Beötu (Tiziana Lodato), ungrar og fallegrar stúlku, en hann viður- kennir sínar mannlegu tilfinning- arnar of seint. Allir vilja verða frægir og ríkir og svo lengi sem bjartsýnin ræður ríkjum er það nokkuð ljóst að slík- ar vonir bærast með okkur flestum. Draumaheimurinn er lífsnauðsyn, þetta ferðalag á þær slóðir endar að þessu sinni með harkalegri brot- lendingu. Á 20 ára hjúskaparafmælinu er sælan farin fyrir löngu í súginn hjá Margaret (Cher), einmana og vanræktri eiginkonu og vinnu- þrælnum Jack (Ryan O’Neal, manni hennar. Svo gjörsamlega uppurin að Jack ræður leigumorð- ingjann Tony (Chazz Palminteri) til að kála kerlu sinni á afmælis- daginn. Enda lambaketið farið að malla í hans hórdómspotti. Marg- aret er aldeilis ekki á því að geispa golunni frá fjölskylduauðnum og beitir hvers kyns brögðum og for- tölum til að hafa manndráparann - sem tekur starf sitt mjög alvar- lega - ofan af verknaðinum. Tryggð mun vera byggð á leik- riti eftir einn aðalleikaranna, Chazz Palminteri, það er ekki fyr- ir neina aukvisa að flytja þriggja persóna leikhúsverk yfir á hvíta tjaldið og Paul Mazursky, hinn fornfrægi leikstjóri Tryggðar tekst það heldur brösuglega. Það er þröngt um fólkið þó sviðið sé auðs- mannssetur með gnótt herbergja og reynt sé að nýta rúmið. Þá er það undarleg ákvörðun að velja í tvö af aðalhlutverkunum rykfalllna leikara sem svo sannarlega muna tímana tvenna. Þau Cher og Ryan O’Neal hafa ekki farið með stór kvikmyndahlutverk í áraraðir. Þau standa sig hvorki vel né illa, Cher er enn lostaleg kona - með hjálp nútíma lýtalæknavísinda, en rödd- ina hefur ekki tekist að yngja upp og þar kemur sú gamla í heimsókn. Þáttur Palminteris er stærstur, auk þess að fara hressilega með hlutverk Tonys skrifaði hann hand- ritið, sem vafalaust hefur notið sín betur á fjölunum. Sagan er oft fyndin, mörg tilsvörin smellin, en þetta er gegnsætt verk sem maður horfir á úr íjarska. Palminteri tókst mikið betur upp í Bronx Tale sem leikari og ekki síður sem handrits- höfundur og reyndar hafa allir við- komandi átt mun betri dag. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.