Morgunblaðið - 01.11.1996, Side 38

Morgunblaðið - 01.11.1996, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Björn Þórðar- son fæddist á ísafirði 17. apríl 1913. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 22. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Magn- ússon og Kristín Baldvinsdóttir. Nokkurra mánaða gömlum var honum v komið í fóstur til ' Sigurjóns Guð- mundssonar og Dagmarar Jónas- dóttur i Laxárdal í Hrútafirði. Björn átti sex systkini. Þau eru: Anna, látin; Sigurður, látinn; Ólafur bóndi á Hlíðarenda í Ölfusi; Magnús; Baldvin, látinn; og Guðmundur, látinn. Fóstur- systur hans voru Anna og Guð- rún Sigurjónsdætur, báðar látnar. Björn var í Laxárdal framundir fermingu er hann fluttist að Gilhaga í Hrútafirði með Dagmar fóstru sinni, en þar bjó Anna fóstursystir hans og Ingólfur K. Jónsson maður hennar. Ing- ólfur féll frá 1932 og starfaði Björn að búinu með Önnu, sem var þá orðin ein með fimm börn, fram til ársins 1939 er hann gerðist póstur. Síðar flytur Björn til Reykjavík- ur og starfaði m.a. hjá Grænmetis- versluninni og Raf- magnsveitunni. Síð- an starfaði hann um tíu ára skeið við tamningar og hirð- ingu þjá Fáki, og síðar í Hrúta- firði og Dölum. Árið 1964 flyst Björn að Blönduhlíð í Hörðudal og bjó þar til siðustu áramóta, er hann fór á Dvalarheimilið í Búðardal. Útför Björns fer fram frá Prestbakkakirkju i Hrútafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sóknarmaður sem fyrirfannst og að rífast um pólitík var eitt af því sem Bjössi gat, en aldrei var neitt erft. Umræðuefnið var yfirleitt gleymt örfáum andartökum síðar, og tekið upp léttara hjal. Bjössi var mikil félagsvera og hafði gaman af að skemmta sér, þáði þá gjarnan í staup og sveiflaði síðan dísunum í kringum sig á dans- gólfinu eins og hann væri sextán ára því ekki þyngdust sporin mikið þó árin liðu. En allt á sinn endapunkt. Bjössi varð að láta í minni pokann undan þeim sjúkdómi sem svo marga leik- ur grátt. Það var fyrir síðustu jól sem þess fór að gæta að hlutirnir voru ekki eins og þeir ættu að vera að Bjössa fannst, því ekki hafði honum orðið misdægurt. Krankleikinn fannst, og gerð var aðgerð, þannig að hann var spræk- ur í vor og í sumar en síðan kom bakslagið og ekki varð aftur snúið. Með þessari kveðju okkar viljum við þakka Bjössa fyrir alla þá vin- áttu og ánægju sem hann veitti okkur á lífsleiðinni og óskum þess að góðir dagar haldi áfram á þeirri leið sem hann er nú á. Ingólfur Kristinn, Helga Björk, Björn Bjarki, Valur Rúnar. Það var árið 1964 er leiðir okkar Bjössa lágu fyrst saman, ég þá barn að aldri en hann kominn yfir miðjan aldur. Hann kom að Blöndu- hlíð um haust, nýráðinn vetrarmað- ur vegna veikinda föður míns. Eina sem ég hafði heyrt um hann var það að þarna færi laginn hesta- og tamningamaður. Ekki var nú verra að fá slíkan mann í sveitina enda hestar töluvert notaðir þótt með öðrum hætti væri þá en nú. Ekki var hann ráðinn nema til vetr- arins en einhvern veginn fór það nú svo að árin urðu alls 31. Fyrstu sumrin vann Bjössi við tamningar og fór þá að afloknum sauðburði burt með hross sín og trippi sem hann tók til tamningar. Tamdi hann í Hrútafirðinum og síðar var hann tamningamaður hjá Hestamanna- félaginu Glað nokkur sumur. Alltaf var gaman að sjá Bjössa umgangast hrossin og hvernig þau voru einhvern veginn öðruvísi við hann en aðra. Ef þurfti að ná stygg- um hesti þá var Bjössi kallaður til og brást það ekki að áður en hestur- inn vissi af var múllinn eða beislið komið á og alvaran tekin við. Þann- ig vann Bjössi hesta sína, án allra átaka og með mikilli ró. Eins þótti manni alveg með ólíkindum hversu góður hann var að sitja hrekkjótta hesta. Sama hvernig þeir létu, allt- af hékk hann á baki. Þarna kom sér vel að vera kattliðugur og létt- ur. Alltaf var hann að kenna manni eitthvað um hesta og vonandi hefur eitthvað af því skilað sér en sá áhugi sem ég hef nú á hestum og hestamennsku er ekki hvað síst Bjössa að þakka. Á fermingardag- inn minn gaf hann mér vindóttan hest sem hann átti og ég vissi að var metfé og hans besti hestur þá, en svona var Bjössi, aðeins það besta var nógu gott til gjafa. Þenn- an hest átti ég lengi en naut kannski ekki sem skyldi því á þess- um árum var áhuginn á hestum ekki mikill, enda hestamennska í lægð, en mikið væri gaman að eiga þennan hest núna. Eftir að ég flutti hingað vestur í Dali aftur að afloknu námi var þráðurinn tekinn upp að nýju. Þá fórum við Bjössi að ferðast saman á hestum ásamt góðum vinum. Margar ferðir voru farnar, t.d. á Kaldármela, og minnisstæðar eru ferðirnar á Landsmótið á Hellu 1986 og á Vindheimamela 1990. Þá naut Bjössi sín virkilega og hafði mikið gaman af og rifjaði oft upp í góðra vina hópi. Síðasta ferð- in sem við fórum saman var á Fjórðungsmótið á Kaldármelum 1992. Eftir það fór Bjössi ekki í langferðir, enda heilsan farin að bila eins og gengur, en útreiðum hætti hann ekki alveg fyrr en síðar. Bjössi var heiðursfélagi í Hesta- mannafélaginu Glað, en í það félag gekk hann er hann kom vestur. Vann hann félaginu allt sem hann gat og þótti ákaflega vænt um þann heiður sem honum var sýndur er hann var gerður að heiðursfé- laga. Alls staðar þar sem Bjössi kom eða ef það komu gestir þá snerist talið oftast upp í umræður um hesta og hestamenn. Var Bjössi ekki allt- af sammála viðmælendum og hafði sínar skoðanir á því hvernig góðir hestar ættu að vera og lét sig hvergi enda umræðuefnið marg- slungið, en ávallt skildu menn þó í góðu. Bjössi fylgdist ákaflega vel með okkur systkinum og fjölskyldum okkar og vildi hag okkar sem mest- an og bestan. Ákaflega var hann ánægður er synir mínir fóru að sýna áhuga á hestum og studdi þann áhuga heilshugar með ráðum og dáð. Nú sakna þeir vinar í stað sem og við öll. Ég, Ranný, Finnur, Svanhildur, Fannar Þór og ívar Orri þökkum honum öll samveruna og góða vináttu um margra ára skeið. Traustur vinur er fallinn frá eftir stutta baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Ég veit að hann hefur hitt marga góða ferfætta vini sína, ég nefni Lýsing, Litfara, Draum, Loft og Blossa, er hann yfirgaf þessa jarðvist og er farinn að ríða út á grænum grundum og þarf ekki að kvíða hestleysinu. Með þessum minningabrotum kveð ég minn góða vin og bið góðan Guð að blessa minningu hans. Megi hún lifa um ókomin ár. Kristján Gíslason. Elsku Bjössi. Okkur systumar langar til að minnast þín. Þú sagðir að við værum svo góðar stelpur, svo sérlega þæg- ar og góðar. Þér fannst ekki mikið mál að passa okkur þegar þess þurfti. Og þegar spurt var: Hvemig gengur? „Hva, þetta er ekki mikið mál, þetta eru svo góðar stelpur," svaraðir þú. Eitthvað munum við eftir súkkulaðimolum og að þú varst að gantast við okkur, en það gerðir þú fram á síðasta dag. Tveimur dögum áður en þú andaðist reyndir þú að gantast við okkur, en þrek þitt var þá búið. Þá var okkur ljóst að þú varst orðinn mikið veikur. Við skiljum því betur að þú hafir þurft að fara til himna. Mamma segir að þú sitjir núna við eldhús- borðið á himnum með afa, langömmu, langafa og Bjössa á Hamri, þið öll sameinuð á ný yfir kaffibolla og eflaust gengur neftób- akspontan milli ykkar nafnanna. Þessa skemmtilegu vísu samdi lang- afi okkar um ykkur vinina: í eldhúsinu oft er hér afar glatt á hjalla, er þar báðir Bjössamir bráðfjörugir spjalla. Við erum hræddar um að síminn eigi ekki eftir að hringja eins oft hjá ömmu og hann hefur gert síð- astliðið ár, þó við reynum að vera duglegar að hringja til hennar. Þú notaðir símann, eins og þú væri staddur í Blönduhlíð og þyrftir að fara fram í eldhús, að tala við hana. Við vitum að hún saknar þess, því henni þótti svo vænt um það. Nú er amma orðin ein eftir í Blöndu- hlíð, búin að missa bæði þig og afa á svo skömmum tíma, ekki bara vini sína heldur líka vinnufélaga. Elsku Bjössi, við söknum þín og þeirra sem sitja með þér við eldhús- borðið. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínar litlu vinur, Inga Sif og Hildur Hanna. Elsku Bjössi. Með þessu fallega erindi langar okkur krakkana þína í Blönduhlíð, eins og þú kallaðir okkur alltaf, að þakka þér fyrir öll árin sem þú áttir með okkur. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pét.) Helga, Inga Jóna, Magnús og Unnar. Hann Bjössi okkar er dáinn. Þessi 83 ára gamli öðlingur sem árin virt- ust engin áhrif geta haft á er all- ur. Hann Bjössi frændi, eða Björn Þórðarson eins og hann hét fullu nafni, var fastur punktur í tilveru okkar systkinanna allt frá því við munum eftir okkur. Bjössi kom reglulega til okkar i Borgarnes og dvaldi þá um hríð á heimili okkar. Bjössi var mikil barnagæla, þess nutum við í ríkum mæli í bernsku, og svo börn okkar nú seinni ár. Bjössa var kornungum komið í Jr fóstur hjá langömmu okkar og síðan eftir að amma okkar, Anna Sigur- jónsdóttir, hóf búskap tengdist hann því heimili órjúfanlegum böndum, ekki síst eftir að afi, Ing- ólfur Jónsson, lést. Á því augnabliki stóð amma ein með fímm börn, frá tíu ára og niður í nýfætt barn. Þá kom hjálp unglingsins, hans Bjössa okkar, heldur betur að notum. Fyrst í stað bjó fjölskyldan í Gilhaga en fluttist síðan að Prestbakka. Þess- um stöðum tengdist Bjössi mjög sterkt. Þegar vistinni lauk hjá ömmu gerðist Bjössi póstur og naut sín vel í þeim starfa. Þar var hann engum háður og fór allra sinna ferða á hestum, sem voru alla tíð hans líf og yndi. Samhliða póstferð- unum var Bjössi í lausamennsku, þar til hann flytur til Reykjavíkur. Þar dvaldi hann á annan áratug, seinni árin sem hirðir hjá Fák. Það var síðan í kringum 1964 sem hann flytur í Dalina. Bjössi fór þangað til að temja, en var síðan svo hepp- inn að komast að sem vetrarmaður og síðan sem fastur heimilismaður í Blönduhlíð. Þar datt Bjössi svo sannarlega í lukkupottinn, því þar eignaðist hann góða og trausta bandamenn. Þar bjó hann uns hann fiytur á Dvalarheimilið í Búðardai. Eins og áður er getið voru hestar alltaf ofarlega í huga Bjössa. Þeir eru ófáir kílómetrarnir sem hann á að baki með þessum vinum sínum, bæði sem póstur fyrst í stað, en síðan sem tamningamaður og knapi á sýningum. Alls staðar þar sem Bjössa var að finna spunnust um- ræðumar um hesta og menn tengda hestum og aldrei var neftóbakið langt undan því það var lífsnautn Bjössa. Bjössi var svo sannarlega vinur vina sinna og þá átti hann marga. Fyrst kemur upp í hugann því til staðfestingar sú ógleymanlega veisla sem hann hélt þegar hann varð áttræður. Þá dugði nú ekkert minna en stórt félagsheimili utan um þau herlegheit. Þar lék Bjössi á alls oddi innan um þann fjölda sem sótti hann heim og þar var ekki eins og um áttræðan öldung væri að ræða, þvílík var gleðin. Bjössi var alltaf trúr sinni sann- færingu. Það sem honum fannst því varð ekki svo auðveldlega hagg- að. Hann var einn harðasti fram- BJORN ÞÓRÐARSON JONHORÐUR ÁRNASON + Jón Hörður Árnason var fæddur í Reykjavík 15. júlí 1930. Hann lést á Landspítalan- um 22. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Árni J. Strandberg, bakari, og Kristín Bjarna- dóttir, húsmóðir. Eftirlifandi eig- inkona Jóns er Hrefna Gunnars- dóttir frá Stykkis- hólmi. Börn þeirra hjóna eru: 1) Árni J. Strandberg, f. 16. apríl ókvæntur. 2) Reyndís, f. úst 1962, gift Gunnlaugi 1961, 5. ág- Hilm- arssyni. Börn: Hrefna Björk, Daní- el Þór, Ragnar J. 3) Jón Magnús, f. 15. maí 1964, sam- býliskona hans er Kolbrún Sigtryggs- dóttir. Barn: Lovísa Mjöll. 4) Gunnhild- ur, f. 3. janúar 1959, sambýlismaður hennar var Kristinn Ólafsson, f. 8. des- ember 1956, d. 8. júlí 1985. Börn: Bergrún, Halldóra, Þorbjörg. Útför Jóns Harðar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30 Að kvöldi 22. október barst mér sú sorgarfregn að tengdafaðir minn, Jón Hörður Árnason, væri látinn. Hann hafði átt við veikindi að stríða síðustu árin og vegna þess þurft að fara margar ferðir á Hjartadeild Landspítalans síðasta árið. Mér eru minnisstæðar þær stund- ir sem ég og fjölskylda mín áttum með þeim hjónum Jóni Herði og Hrefnu konu hans og alltaf vorum við aufúsugestir á heimili þeirra hjóna. Jón Hörður unni barnabörnum sínum mikið, alltaf hafði hann tíma fyrir umræður og útskýringar á því flókna fyrirbæri sem lífið og tilver- an er við litla spurula krakka. Á Laugarvatni áttu þau hjónin sumarhús og var það Jóns líf og yndi að komast þangað þegar fór að vora og sumarið gekk í garð. Jón Hörður var hæglátur og heið- arlegur maður sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann var nákvæm- ur og vandvirkur við það sem hann tók sér fyrir hendur. Ég kveð þig með söknuði og þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér og þínum mannkostum. Elsku Hrefna, megi Guð gefa þér styrk í þinni miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Gunnlaugur Hilmarsson. Elsku afi. Okkur systurnar langar til að kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur. Við minnumst svo margs, þið Hrefna amma áttuð svo mikið í okkur og voruð okkur svo góð. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar í Breiðholtið og við áttum líka skemmtilegar ferðir með ykkur í hjólhýsið á Laugarvatni. Við munum líka hvað það var gaman þegar þú varst frískur og komst heim af sjónum, þá varstu alltaf með gjafir handa okkur og eitthvað gott. Það er sárt að þú gast ekki verið lengur hjá okkur. Vonandi ert þú kominn þangað sem öllum líður vel. Kannski ert þú búinn að hitta pabba okkar sem við höfum saknað svo sárt. Við munum alltaf hugsa til ykkar pabba og minnast gömlu góðu dag- anna. Elsku afi, hjartans þakkir fyrir allt. Frá litlu stelpunum þínum, Bergrúnu, Halldóru og Þorbjörgu. Elsku afi. Með nokkrum orðum langar okk- ur að minnast þín. Allar stundirnar sem við áttum með þér eru ógleym- anlegar, hvort sem var heima hjá ykkur ömmu, eða í sumarhúsinu á Laugarvatni, þar sem þú undir þér svo vel. Alltaf voruð þið amma tilbú- in að hafa okkur hjá ykkur yfir nótt, og þá sluppum við ekki við að fara með bænirnar, því að það varst þú sem kenndir okkur þær allar. Þú hafðir alltaf tíma til að hlusta og tala við okkur. Elsku afi, þú fórst svo fljótt frá okkur, þegar þú fórst á spítalann áttum við von á að þú kæmir heim aftur, eins og svo oft áður. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn. Elsku afi, á svona kveðjustund finnum við glöggt hversu stóran sess þú áttir í lífi okkar. Við kveðj- um þig með sorg í hjarta, og þökk- um þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Blessuð sé minning þín. Margs er að minnast, margt er hér að bakka. Guði sé lof fyrir íiðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hrefna Björk, Daníel Þór, Ragnar J.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.