Morgunblaðið - 01.11.1996, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.11.1996, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ASGRIMUR ALBERTSSON + Ásgrímur Al- bertsson fædd- ist á Búðarnesi í Súðavík við Álfta- fjörð 9. ágúst 1914. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 22. október síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 30. otkóber. Á kreppuárunum milli 1930 og 1940 var Siglufjörður sá staður á Islandi þar sem baráttukraftur verkalýðssamstakanna var einna harðastur. Þar kom við sögu fjöldi róttæklinga sem tók meira eða minna þátt í slagnum; sumir áttu þar aðeins dvöl eina vertíð, aðrir nokkur misseri eða ár og fáeinir til æviloka. Einn þeirra sem dvaldist þar um árabil og varð fljótlega einn fremsti forustumaður hinnar róttæku bar- áttusveitar var Ásgrímur Alberts- -~"*son gullsmiður. Ekki var það þó sökum glymjandi mælsku, áberandi framkomu á mannfundum né harð- fylgi í sókn til fjár og frama. Það sem helst hefði getað vakið á honum athygli í hópi manna hefði líklega verið látleysið og hlédrægnin. Allt annað var upp á teningnum þegar kom til rökræðna og ákvarð- anatöku. Þá kom í ljós hve skarp- greindur og gerhugull maðurinn var, margfróður, rökvís og sýnt um að skýra og skilgreina mál. Ásgrímur fæddist og ólst upp við lítil efni, en fleira hamlaði hon- um frá að njóta til fulls gáfna sinna. Hann var ekki heilsusterkur og auk þess bagaður af lélegri sjón. Hann varð ekki vel læs fyrr en þetta uppgötvaðist, þegar hann var langt kominn með skyldunám. Þá fékk hann gleraugu sem hæfðu sjón hans og tileinkaði hann sér síðan á fáum árum mikla kunnáttu á mörgum sviðum, varð ágætlega að sér í íslensku og reyndar líka í nokkrum erlendum málum, gekk á héraðsskóla, iðnskóla og félagsmálaskóla sænsku verkalýðssam- takanna og jók síðar menntun sína með námi til stúdentsprófs og háskólanámi. Hann þýddi allmargar bæk- ur og fjölda blaða- greina og var ein helsta drifíjöðrin í bókaútgáfunni Rún, sem starfaði fáein ár á Siglufirði og gaf út nokkrar bækur. Höfundur þessara lína fluttist til Siglu- fjarðar 1944 og tók fljótt að blanda geði við róttæklinga bæjarins, en Sósíalistaflokkurinn hafði þar á að skipa fjölmennu og vösku liði. Einn helsti sálufélaginn varð Ásgrímur Albertsson. Hann var þá ritstjóri blaðsins Mjölnis, sem Sósíalistafé- lagið gaf út, og var eitt öflugasta málgagn hreyfingarinnar. Varð ég fyrst aðstoðarmaður hans við útgáf- una, sem var tímafrek en ólaunuð og vildi ganga út yfir vinnu hans fyrir daglegu brauði. Spratt af þessu samstarfi vinátta og síðar vináttutengsl milli heimila okkar er við kvæntumst og hófum heimilis- hald. Hef ég ekki séð meira eftir að missa annað fólk úr nágrenni en þau Ásgrím og Önnu er þau flutt- ust frá Siglufirði. Eftir það urðu fundir strjálir og oftast fyrir tilvilj- anir. Kynni fullorðinna manna mást venjulega smátt og smátt út þegar langt líður milli funda. Samt er það svo, að þó liðið sé hátt í hálfa öld síðan við Ásgrímur Albertsson þekktumst best stendur hann mér enn greinilega fyrir hugskotssjón- um sem einn gáfaðasti og merkileg- asti maður sem ég hef kynhst. Það sem skráð er hér að ofan segir lítið af rúmlega áttatíu ára ævi hans, enda er það fyrst og fremst ritað í virðingarskyni við minningu þessa ágæta vinar og félaga, og til að votta fjölskyldu hans og öðru vandafóíki samúð. Benedikt Sigurðsson. t Hugheilar þakkir til þeirra, sem sýndu hlýhug og samúð vegna fráfalls móður, tengdamóður og ömmu okkar, ÓLAVÍU GUNDERSEN. Áse og Danfel Jónasson og fjölskylda. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall hjónanna, ÞÓREYJAR S. ÞÓRÐARDÓTTUR, er lést 11. október, og ÞORLÁKS EBENESARSSONAR, er lést 23. október síðastliðinn. Bálför fór fram í kyrrþey að óskum hinna látnu. Aðstandendur. t Sendum öllum hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts ást- kærs eiginmanns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SIGURÐAR JÓHANNESSONAR rafvirkjameistara, Norðurási 2. Kristín Andrésdóttir. Ragnhildur Hrund Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Anna Björg Sigurðardóttir, Þórdís Siguröardóttir, Stefán Jóhannes Sigurðsson, Egill Sigurðsson, Vfglundur Ákason, Hjalti Hafsteinsson, Kristín Ólafsdóttir, Anna Gfsladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. HANNIBAL G UÐMUNDSSON + HannibaI Guð- mundsson fæddist í Súðavík 16. febrúar 1916. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 21. október siðast- liðinn. Útför Hannibals fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Enn skín mér sólin skæra og skeið sitt endar nótt, sem hvíld mér veitti væra og vel minn hressti þrótt. Því lyftist lofgjörð mín á vængjum helgra hljóma mót hýrum árdagsljóma, minn góður Guð, til þín. (Steingrímur Thorsteinsson.) Sumir menn sem maður kynnist á lífsleiðinni eru gæddir hæfileikum til þess að gæða lífíð gleði og kátínu. Hannibal Guðmundsson, eða Balli eins og hann var gjarnan kallaður, var einn þeirra manna. Þótt h'fið hafi ekki alltaf farið mjúkum hönd- um um hann sá hann gjarnan skemmtilegu hliðarnar á því. Ein- stök frásagnargáfa hans gat breytt hversdagslegum atburðum í hið mesta gamanmál og á ég ófáar minningar um skemmtilegar sam- ræður við hann allt frá því ég var barn að aldri. Hann átti það tit að vera dálítið stríðinn, sérstaklega þegar við ræddum um íþróttir. Hann var mikill KR-ingur og fékk ég að heyra það óspart ef hans menn stóðu sig vel e$a mínir menn í Fram illa. Undir niðri kraumaði þó alltaf hláturinn, ef ég tók stríðn- inni ekki vel, og á endanum spratt hann fram og smitaði alla nær- stadda á augabragði. Balli eignaðist ekki sína eigin fjölskyldu en segja má að heimili foreldra minna hafi verið hans samastaður. Þeir bræður, Balli og faðir minn, voru ein- staklega nátengdir og deildi Balli gjarnan sumarleyfum með fjöl- skyldunni og flestum stórhátíðum. Ég vil með þessum fáu orðum þakka Balla fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og minn- ingarnar sem munu fylgja mér um ókomna framtíð. Fyrir hönd fjöl- skyldunnar vil ég þakka starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Eir, en þar dvaldi Balli síðustu æviár sín, kær- lega fyrir góða umönnun. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, þvi nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Öllum ættingjum og ástvinum Balla votta ég mína dýpstu samúð. Sigurjón Ivarsson. Hannibal Guðmundsson stundaði ^verkamannastörf alla sína starfs- ævi, meðal annars við höfnina í Reykjavík og á bensínstöðvum víða um bæinn. Fyrir vinnu sína uppskar Balli færri krónur en margir aðrir, jafnvel þótt vinnutíminn væri lang- ur. Hann gerði sér vel grein fyrir því og hafði skýrar hugmyndir um að arðurinn af vinnunni rynni í vasa annarra en þeirra sem hana ynnu. Sú reynsla mótaði afstöðu hans til stjómmála. Hann veitti því líka eftirtekt að peningar söfnuðust þangað sem mikið var af þeim fyr- ir og þrátt fyrir fögur orð á hátíða- stundum vænkaðist lítið hagur þeirra sem minnst báru úr býtum. Balli var þó hvorki bitur né reiður að eðlisfari. Hann hafði létta lund og var jafnan jákvæður. Balli var góðhjartaður og færði stundum gjafir sem voru umfram það sem efni hans gáfu tilefni til. Ef til vill eru bestu dæmin um góð- mennsku Balla þegar hann bauðst til að lána bílinn sinn, sem honum þótti mjög vænt um. Nýlegur bíll var eini munaður Balla. Hann hugs- aði vel um bílana sína og lét ekki henda sig að ferðast um á þeim skítugum og óbónuðum. Balli fylgdist vel með því sem var á döfínni í þjóðfélaginu. í hvert sinn sem hann bar að garði hafði hann eitthvað nýtt til málanna að leggja um KR, Bryndísi og Jón Baldvin, holóttar götur eða banka- stjóra í Reykjavík. Tvisvar fór Balli til útlanda og voru þær ferðir honum eftirminni- legar. í fyrra sinnið gisti hann í sumarhúsi í Hollandi með vinafólki sínu, Lárusi og Hönnu í Hafnar- fírði. í seinna skiptið fór hann til Kaupmannahafnar med mágkonu sinni, Þóreyju, og systur hennar, Lilju. Honum varð tíðrætt um þá ferð og það sem fyrir augu bar í stórborginni. Þótt honum líkaði Kaupmannahöfn gætti hann þess vel að læsa alltaf að sér, allur væri varinn góður innan um svo margt ókunnugt fólk. Margmenni átti ekki við Balla. Veislur þóttu honum því betri sem færri voru gestirnir og hann naut sín best í litlum hópi. Balli kvæntist aldrei. Hann var þó myndarlegur maður og hefur ugglaust notið kvenhylli á yngri árum. Fyrir kom að reynt var að fá hann til að segja frá gömlum kærustum, en þá varð Balli sposkur á svip og sagði sem minnst. Nú eru þær einar til frásagnar. Haraldur Ólafsson. + Jóhann Guð- mundsson var fæddur í Galtar- holti í Skilmanna- hreppi 17. mars 1921. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Akra- nesi 26. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Þórðarson, bóndi í Galtarholti, f. i Saurbæ 16. október 1888, d. 5. desember 1942, og Ingibjörg Gísla- dóttir frá Stóra-Botni, f. 15. nóvember 1879, d. 10. júní 1965. Foreldrar Jóhanns voru bæði Borgfirðingar að ætt og að Galtarholti fluttu þau vorið 1945 og hófu þar búskap. Á sínum unglingsárum starf- aði Jóhann við almenn sveita- störf og talsvert við vegavinnu á Hvalfjarðarströnd. Haustið Með Jóhanni Guðmundssyni er genginn einn af mörgum tryggum starfsmönnum Haraldar Böðvars- sonar, en fyrirtækið fékk notið starfskrafta hans í 47 ár, lengst af sem aðalbókara fyrirtækisins. Jóhann var einn þeirra manna sem ekki lét fara mikið fyrir sér, en var öflugur starfsmaður og hafði víðtæka þekkingu á mörgum svið- um. Hann fékk ekki tækifæri til langrar skólagöngu eins og hugur hans stóð til, frekar en margir af hans kynslóð. En Jóhann lét það ekki aftra sér við að afla sér þekk- ingar og skákaði mörgum lang- skólagengnum manninum. Sjálfsaginn sem hann bjó yfír og hin ósvalandi fróðleiksþrá gerði 1943 var Jóhann beðinn að taka að sér barnakennslu í Strandarhreppi í Hvalfirði og kenndi þar í þrjá vetur og kenndi jafnframt í Innri-Akranes- hreppi veturinn 1945-46. Jóhann hóf störf hjá fyrir- tæki Haraldar Böð- varssonar 20. ágúst 1946. í byrjun vann Jóhann við versl- unarstörf eða fram til 1952 og síðan á skrifstofunni, samfeilt til ársins 1993 er hann lét af störfum vegna aldurs eftir 47 ára giftu- ríkt starf. Jóhann var ókvæntur og barnlaus. Útför Jóhanns fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.- Jarðsett verður í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. það að verkum að hann tileinkaði sér tungumál og ýmis önnur fræði með lestri, og var alltaf að bæta við þekkingu sína alveg til dauða- dags. Hann stundaði svo sannar- lega símenntun eins og sagt er á nútímamáli. Þessi sjálfsmenntun gerði það að verkum að hann gat tekist á við hin ólíkustu störf allt með mikl- um ágætum. Hann stundaði barna- kennslu, vann við verslunarrekstur en lengst af við flókna bókfærslu. Öll ný tækni lá sem opin bók fyrir honum. Hann lét sér ekki nægja að tileinka sér hana heldur lærði allt sem að baki henni liggur. Því gat hann gert við flókinn tækjabún- að sem sérfræðingur væri. Jóhann var alinn upp í sveit og vandist mikilli vinnu allt frá bernsku. Hann var gott sambland af traustum sveitamanni og heims- borgara. Okkur hjónum verður ávallt minnisstæð ferð sem við fórum með honum til London fyrir mörgum árum, ekki af því að við hefðum ekki oft gist þá merku borg áður, heldur vegna þess að Jóhann var að koma þangað í fyrsta sinn. En hann þekkti samt hvert stræti og hvert torg, ekkert kom honum á óvart, svo vel hafði hann lesið sig til. Neðanjarðarlestir tók hann milli borgarhluta einn síns liðs og gerð- ist sjálfsagður leiðsögumaður okk- ar svo fyrirhafnarlaust eins og við værum á ferð um Borgarfjörð þar sem hann átti allar sínar rætur að rekja. Tónlistaráhugi hans var mikill og hann naut að hlusta á gömlu meistarana og átti mikið og merkt plötusafn. Góð bók og ljúf tónlist gaf honum mikla lífsfyllingu. Jóhann var ekki allra og ekki allra viðhlæjandi en því traustari þeim sem hann tók. Tryggur og hjálpsamur vinum sínum. Enginn var svikinn af verkum hans, oft vann hann miklu meira en til var ætlast og meira en heilsu hans var hollt. Þegar Jóhann hætti störfum fyr- ir fáum árum fékk hann notið þess að einbeita sér að sínum mörgu hugðarefnum og á jafn rólegan hátt og hann hafði lifað kvaddi hann. Hann trúði á framhaldslíf, fannst hann oft verða vitni að því að kring- um okkur væri meira en augað næmi og hafði margt kynnt sér í þeim efnum. Ekki verður dregið í efa að vel mun hann rata í nýjum heimkynnum og trúlega mun fátt koma honum á óvart þar. Að leiðarlokum er honum þökkuð vinátta, tryggð og trú- mennska. i Ingibjörg og Haraldur. JÓHANN GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.