Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 41

Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 41 GUÐRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR + Guðríður Eiríks- dóttir fæddist í Efri-Gróf í Villinga- holtshreppi 30. des- ember 1909. Hún lést 25. október síð- astliðinn. Foreldrar Guðríðar voru hjón- in ' Eiríkur Guð- mundsson og Ing- veldur Jónsdóttir. Fósturforeldrar hennar voru Björn Guðmundson og Ingibjörg Asmunds- dóttir í Vesturkoti á Skeiðum. Guðríður giftist 1936 Jóhanni Baldvinssyni, bifreiðastjóra, f. 20.12.1911, d. 9.3.1993. Foreldr- ar hans voru hjónin Baldvin Jón- asson og Þóra Kjartansdóttir. Systkini Guðríðar voru Jónína, ljósmóðir, látin; Bjamþóra, húsfrú, látin; Guðrún, ljósmóðir; Það er viðfangsefni sérhverrar fjötskyldu að takast á við breyting- ar, svo sem þegar fulltrúar eldri kynslóða fara. Þá er gott að staldra við og meta gildi fjölskyldunnar og íhuga hvert hlutverk og hvaða þýð- ingu hver og einn fjölskyldumeðlimur hefur. Nú þegar amma Guðríður er látin er efst í okkar huga þakklæti. í fyrsta lagi fyrir það að hún fékk að lifa ævikvöld sitt með reisn og í öðru lagi fyrir það að hafa átt samfylgd hennar sem skilur eftir góðar minn- ingar. Hún hafði þann eiginleika að gefa hlýju og hvatningu til sinna afkomenda og var stöðugt að fylgj- ast með velferð þeirra. Fyrir u.þ.b. þremur og hálfu ári féll eiginmaður hennar, Jóhann afi, frá og var það mikill missir fyrir hana, sem hún tókst þó á við með einstöku æðruleysi. Þeirra hjóna- band einkenndist af mikilli hlýju og gagnkvæmri virðingu og af því sam- spili mátti mikið læra. Meðan hans naut við voru þau oft á ferðalögum til afkomenda sinna og miðluðu þar góðum gjöfum, hvatningu og mikl- um áhuga á þeim viðfangsefnum sem afkomendumir voru að takast á við hveiju sinni. Eftir að afi lést flutti hún í íbúð í eigu sonarsonar síns í nálægð son- ar og tengdadóttur sem hafa fylgst vel með líðan hennar, skapað henni öryggi og aðstoðað hana við að halda sjálfstæði sínu og reisn. Hefur sú aðstoð verið ómetanleg. Amma var hógvær og yfirveguð kona og minnumst við hennar þann- ig. Eftir að hún varð ekkja höfðum við það fyrir sið hér á Sólvallagöt- unni að taka hana af og til í svokall- að „húsmæðraorlof", en þá dvaldi hún hjá okkur í nokkra daga og var margt skrafað, m.a. frásagnir og fróðleikur frá liðnum ámm. Þá voru þessir dagar einnig notaðir í ferða- lög í sumarbústað hennar og heim- sóknir til ættingja og vina. Tengjast þeim stundum margar góðar minn- ingar, ekki síst vegna þess hversu hún naut þeirra og hafði gaman af. Dætur okkar hafa fengið að njóta ástríkis hennar og nærveru. Einkum er það Hrönn eldri dóttir okkar sem saknar nú langömmu sárt. Við hugsum hlýtt til Guðríðar ömmu og munum hlúa að minningu hennar um ókomna tíð. Birna, Magnús og dætur. Það bærðust með okkur blendnar tilfinningar þegar við fengum þær fréttir að amma í Kefló væri dáin. Hún var búin að vera mjög veik sl. vikur og því nokkur léttir fyrir okkur öll að nú þarf hún ekki að finna til lengur. Amma hafði þá trú að annað biði okkar að þessu lífi loknu. Það er því gott að vita að nú er hún búin að hitta hann afa aftur. Við eigum góðar minningar um ömmu og hún var tengd öllum stórum stundum í okkar lífí. Jólin voru til dæmis ekki gengin í garð fyrr en Ásmundur, bóndi; Guðmundur, gull- smiður, látinn; og Ingvar, sem lést á fyrsta ári. Uppeldis- systkini Guðríðar voru Einar Ásgeirs- son, en hann lést fyrr á þessu ári, og Ingibjörg Björndís, sem einnig er látin. Börn Guðríðar og Jóhanns eru: 1) Björn, f. 24.3. 1936, kvæntur Hrönn Sig- mundsdóttur, þau eiga 3 böm, Sigmar, Birnu og Jóhann. 2) Sigríður, f. 5.8. 1937, gift Roy Ólafssyni og eiga þau 3 börn, Jóhönnu Guð- ríði, Ólaf Björn og Sigríði. Langömmubörnin em 9. Utför Guðríðar verður gerð frá Keflavíkurkirkju I dag og hefst athöfnin klukkan 14. afí og amma voru komin til okkar á aðfangadagskvöld og á jóladag hélt svo hátíðin áfram heima hjá. þeim. Allar sumarbústaðaferðimar og ferðalögin er gott að muna. Það var alltaf gott að koma til ömmu bæði á Hafnargötuna og svo eftir að afi dó á Hringbrautina. Ömmu fannst alltaf gaman þegar von var á litlum bömum í fjölskylduna. Hún pijónaði litlar flíkur og teppi meðan hún gat. Elstu langömmubömin nutu svo sannarlega góðs af því. Nú er von á litlu langömmubami sem ekki mun kynnast ömmu, en við munum svo sannarlega segja því frá afa og ömmu í Kefló og deila með því öllum góðu minningunum svo við eigum. Elsku amma, bestu þakkir fyrir allt, frá okkur öllum, þín verður sárt saknað. Þó jörðin sé frosin og fokið í gömul skjól, þá fylgir þeim gæfa, sem treysta á ástina og vorið. Með einum kossi má kveikja nýja sól. Eitt kærleiksorð getur sálin til himins borið. Hin innsta þrá getur eld til guðanna sótt. Ein auðmjúk bæn getur leyst hinn hlekkjaða fanga. Svo fögnum þá og fljúgum þangað í nótt, sem frelsið rikir, og sígrænir skógar anga. (Davið Stefánsson) Ólafur og Sigríður. Það kom okkur vissulega ekki á óvart þegar dóttir Gauju hringdi í okkur og tjáði okkur að móðir sín hefði andast um morguninp. Við höfðum heimsótt hana nokkrum sinnum á sjúkrahúsið, og sáum vel að hveiju stefndi. Gauja, Guðríður Eiríksdóttir, var orðin háöldruð kona, og hvíldin sjálf- sagt orðin henni kærkomin. Hún missti manninn sinn, Jóhann Bald- vinsson, fyrir nokkrum árum, og varð það henni þungt áfall, svo sam- rýnd og einhuga sem þau voru og samhuga um allt er að fjölskyldu þeirra laut. Gauja og Jói voru fyrstu nábúarn- ir, sem við kynntumst, fyrir 40 árum þegar við hófum búskap í Keflavík. Þau bjuggu í næsta húsi, sem þau höfðu byggt þá fyrir allnokkru. Þau hjónin tóku okkur nýju nágrönnun- um strax af slíkri fádæma góðvild og elskusemi að betur hefðu þau ekki getað gert þó við hefðum verið börnin þeirra. Þau vináttubönd, sem þarna voru bundin, hafa haldist æ síðan, svo og við böm þeirra tvö, þannig að aldrei hefur borið skugga á og nutum við og síðar böm okkar ríkulega af hjálpsemi þeirra og for- eldralegri umhyggju þeirra við okk- ur. Gauja var um margt einstök kona, hún var svo vönduð til orðs og æðis, að aldrei heyrðist hún hall- mæla nokkrum manni eða taka und- ir slíkt, heldur lagði hún ætíð gott eitt til allra mála. Þeir sem minni máttar vom, áttu ætíð hauk í horni þar sem Gauja var. En greiðasemi sína við þá smáu bar hún ekki á torg. Hennar góðverk voru unnin í þeim anda að láta vinstri höndina ekki vita hvað sú hægri gerði. Gauja var ættuð úr uppsveitum Árnessýslu, fæddist og ólst upp á Skeiðunum. Þeirri fögru og blóm- legu sveit unni hún ætíð og þráði hana, og oft leitaði hugur og um- ræða á þær slóðir, og helst gæti ég trúað, að þrátt fyrir yfír 50 ára búsetu hér í Keflavík, hafi hún aldr- ei fest hér raunverulega rætur, ég hygg hún hafi ávallt saknað grös- ugrar víðáttunnar í sveitinni sinni. Nú þegar þau hjón, Gauja og Jói, eru baeði horfin yfir móðuna miklu, þá viljum við þakka þeim af alhug órofa tryggð við okkur, umhyggju- semi og elskulegheit I hvívetna. Við fjölskylda okkar vottum börn- um þeirra og öðrum ástvinum inni- lega samúð okkar og biðjum þeim allrar blessunar. Við kveðjum Gauju með miklum söknuði, en erum þess fullviss að vistaskiptin verði henni góð. Halldís og Tómas. Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt og hræðstu ei skugga á leið. Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans Ijóð upp við ljóshvolfin björt og heið. Þó að steypist í gep þér stormur og regn og þó byrðin sé þung sem þú berð þá stattu fast og vittu fyrir víst þú ert aldrei einn á ferð. (Höf. ók.) Margir trúa því að lífi okkar sé hægt að líkja við bók, þar sem að- eins upphaf, endir og meginkaflar séu skráðir og því ráðum við litlu um. Allir stórir atburðir eru fyrir- fram ákveðnir en öðru ráðum við sjálf og fer það þá eftir því hvernig við lifum lífinu. Þessi bók er stund- um kölluð Lífsbókin og er sannar- lega vert að hugsa um hana þegar við erum að velta fyrir okkur ýmsu sem við göngum í gegn um. Eru tilviljanir e.t.v. eitthvað sem búið er ákveða fyrir okkur, eitthvað sem átti að gerast? Víst er að hún Guðríður amma mín lifði lífinu eins og hún best gat. Samkvæm sjálfri sér og vildi öllum gera gott, ekki síst þeim sem voru minni máttar. Hvort það var fyrirfram ákveðið að ég yrði eins mikið ömmubarn og raun varð á er ekki gott að segja. Amma og afí voru svo stór þáttur í mínu lífi og víst er að á nærri 35 árum er margt sem gerist og svo margar gátur sem þarf að leysa. Bernskuárin, þegar lífið er leikur, umbar hún dúkkulísur, vinkonur og teikningar um allt hús af stakri þolinmæði. Unglingsárin, þegar allt er svo spennandi, benti hún mér á að auðveldara væri að eyða aurun- um en að afla þeirra. Trúlega hefur henni ekki litist vel á hvernig hluta af launum sumarvinnunar var eytt. Fullorðinsárin, allar stóru stundirn- ar, þá var svo sjálfsagt og gaman að hafa ömmu með. Amma var mjög trúuð og kenndi mér margar bænir. Hún trúði því líka að annað og betra líf tæki við þegar vist okkar hér á jörðinni væri lokið. Hún sagði mér frá þessu og svo mörgu öðru sem þessu tengist og kenndi mér að hræðast ekki hið óþekkta. Með árunum meðtók ég þessar hugmyndir og efasemdunum fækkaði. Hún hvatti mig til að lesa um þessi mál og sjálf átti hún marg- ar bækur sem gaman var að skoða. Þegar afi dó fyrir rúmum 3 árum, var gott að trúa því að hann væri kominn í betri heim og þar liði hon- um vel. Nú hefur Lífsbók ömmu Guðríðar verið lokað. Hvort lokakaflinn var ákveðinn fyrirfram veit ég ekki, en víst er að hennar bíður betra líf þar sem sjúkdómar eru ekki til og þar er hún með afa og öllum þeim sem voru famir á undan henni. Gaman væri að fá að lesa þá bók, en það er vist ekki á færi okkar sem enn erum hér á jörð til að þroskast og læra. Elsku amma, hjartans þakkir fyr- ir allt, frá okkur Bjama, Ásgeiri og Jónasi Roy. Skilaðu kveðju til afa. Jóhanna Guðríður. t GUNNAR ÓSKARSSON, Víðivöllum, verður jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju í Skagafirði laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00. Ættingjar og aðstandendur, Vfðivöllum. t Ástkær móðir okkar, systir, mágkona og frænka, GERÐURÁRNÝ GEORGSDÓTTIR (Dæja), írabakka 14, lést á heimili sínu aðfaranótt 30. októ- ber sl. Halla B. Sigurðardóttir, Georg J. Sigurösson, Ari G. Georgsson, Benedikta H. Gisladóttir, Gyða B. Georgsdóttir, Guðrún Georgsdóttir. t Elskuleg systir okkar, MÓÐIR ELÍSABET AFHL. ÞRENNINGU fyrrum priorinna í Hafnarfirði, lést í Karmelklaustrinu í Tromso 29. október 1996. Sálumess til minningar um hana verður sungin í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði laugardaginn 2. nóvember 1996 kl. 11 '00' Karmelnunnurnar í Hafnarfirði. t Móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÚN KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Söndum í Miðfirði, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur Foss- vogi þriðjudaginn 29. október sl., verður jarösungin frá Blönduóskirkju mánu- daginn 4. nóvember kl. 14.00. Rútuferð verður frá BS( kl. 8.00 á mánu- dagsmorgun. Sólrún Kristín Þorvarðardóttir, Börkur Benediktsson, Valgerður Þorvarðardóttir, Sigfús Jónsson, Halldóra Þorvarðardóttir, Þórður Jónsson, Stefán Egill Þorvarðarson, Kristján Einar Þorvarðarson, Guðrún Lára Magnúsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐUR KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR, Stangarholti 36, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum að morgni 30. október. Óskar Waagfjörð Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, GUÐRÚN ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR (Lóa frá Kiðjabergi), Heiðarvegi 55, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laug- ardaginn 2. nóvember kl. 14.00. Guðrún Andersen, Jóhanna Andersen, Ágústa Þyri Andersen, Þór Guðmundsson, Willum Pétur Andersen, Sigríður Ingólfsdóttir, Halla Júlía Andersen, Baldvin Kristjánsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar PÉTURS PÉTURSSONAR, fyrr- verandi forstjóra, verður skrifstofa Ríkiskaupa, Borgartúni 7, lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 1. nóvember, frá kl. 13.00. Ríkiskaup.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.