Morgunblaðið - 01.11.1996, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Eiginmaður minn,
JÓHANN AÐALBERT PÉTURSSON,
Ásunnarstöðum
í Breiðdal,
sem lést í Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar sunnudaginn 27. október, verð-
ur jarðsunginn frá Heydalakirkju í Breiðdal laugardaginn 2. nóvem-
ber kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hólmfrfður Reimarsdóttir.
t
GUÐNI GUÐM JNDSSON
Hellatúni,
Ásahreppi,
Rangárvallasýslu,
sem lést á Dvalarheimilinu Lundi þann 28. október, verður jarð-
sunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Valgerður H. Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Valgerður H. Magnúsdóttir.
t
Innilegar þakkir færum við þeim fjöl-
mörgu, sem sýndu okkur ómentanlegan
vinarhug og samúð við andlát og útför
ástkærs sonar okkar og bróður,
SVERRIS KARLS
STEFÁNSSONAR.
Hlýhugur ykkar hefur styrkt okkur
í sorginni.
Guð blessi ykkur öll.
Stefán Dan Óskarsson, Rannveig Hestnes,
Harpa Stefánsdóttir,
Selma Stefánsdóttir,
Helgi Dan Stefánsson.
Þorsteinn Þorsteinsson,
Steinunn Ólina Þorsteinsdóttir,
Guðrún Theodóra Sigurðardóttir,
Laufey Sigurðardóttir,
Guðrún Pálsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og
dóttir mín,
BRÍET HÉÐINSDÓTTIR,
leikari
og leikstjóri,
sem lést 26. október, verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudag-
inn 5. nóvember kl. 15.00.
t
Sendum innilegar þakkir öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
FRIÐGEIRS H. EYJÓLFSSONAR
fyrrv. skipstjóra,
Ásbraut 3,
Kópavogi.
Halldór Friðgeirsson,
Eyjólfur Friðgeirsson,
Auður V. Kugajevsky,
Steinar Friðgeirsson,
Geir Friðgeirsson,
Edda Friðgeirsdóttir,
Pétur G. Gunnarsson,
Bergþóra Einarsdóttir,
Victor I. Kugajevsky,
Anna Oddsdóttir,
Kolbrún Þormóðsdóttir,
Hinrik Jónasson,
Lisa L. Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur ómetanlegan vinar-
hug og sarriúð við andlát og útför elsku
drengsins okkar,
ÍVARS ÞÓRS JÓNSSONAR,
Lækjarhúsum,
Suðursveit.
Sérstakar þakkir fá læknar og starfsfólk
barnadeildar 12E á Landspítalanum fyrir
mikla aiúð og umhyggju.
Guð veri með ýkkur öllum.
Sigurrós Erla Björnsdóttir, Jón Þorsteinsson,
Jón Birnir Jónsson, Þóra Birna Jónsdóttir,
Þóra Jónsdóttir,
Björn Kristjánsson
og aðrir ástvinir.
PÉTUR
PÉTURSSON
+ Pétur Péturs-
son var fædd-
ur í Mýrdal í Kol-
beinsstaðahreppi
21. ágúst 1921.
Hann lést á
Landspítalanaum
í Reykjavík 27.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
Péturs voru Ólaf-
ía Eyjólfsdóttir, f.
1898, d. 1987, og
Pétur Pétursson,
f. 1893, d. 1921.
Pétur á einn háif-
bróður, Magnús
Þorsteinsson, f. 1932.
Pétur kvæntist árið 1949,
Ragnheiði Magnúsdóttur, f.
1924, og eignuðust þau tvo syni:
Magnús, f. 1947, kvæntur Hildi
Eiríksdóttur og eiga þau fjögur
börn, og Pétur Oli, f. 1949,
kvæntur Önnu Harðardóttur og
eiga þau þrjú börn.
Arið 1954 kvæntist Pétur
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Hrefnu Guðmundsdóttur, f.
1925, og eignuðust þau fimm
börn: 1) Guðmundur Ágúst, f.
1953, kvæntur Sesselju Auði
Eyjólfsdóttur og eiga þau tvö
börn; 2) Ingibjörg, f. 1954, gift
Hartwig Miiller og eiga þau tvö
börn; 3) Pétur, f. 1956, kvæntur
Dóru Kristínu Björnsdóttur og
á hann eina fósturdóttur, og
4) Guðrún, og á hún tvær dæt-
ur. Tvíburasystir Guðrúnar
fæddist andvana. Hrefna átti
tvær dætur frá fyrra hjóna-
bandi: Kolbrún Sveinsdóttir, f.
1948, gift Ævari Pálma Eyjólfs-
syni og eiga þau þrjú börn og
Erla Sveinsdóttir, f. 1950, gift
Pétri J. Eiríkssyni og eiga þau
eina dóttur. Þær systur ólust
upp hjá Hrefnu og Pétri.
Pétur stundaði nám við Hér-
aðsskólann á Laugarvatni
1939-41 og ári síðar lauk hann
prófi í Samvinnuskól-
anum. Eftir nám var
Pétur skrifstofusljóri
Landssmiðjunnar í
Reykjavík 1947-56.
Hann var forsljóri
Innflutningsskrifstof-
unnar 1956-59 og
forsljóri Innkaupa-
stofnunar ríkisins
1959-66. Pétur var
framkvæmdasljóri
Kísiliðjunnar við Mý-
vatn 1966-67 en á
árunum 1968-73 var
hann forstjóri Ála-
foss. Hann var starfs-
mannastjóri Sigölduvirkjunar
1974-76 og forsljóri Norður-
stjörnunnar í Hafnarfirði
1976-81. Þá var hann fulltrúi
í Framkvæmdastofnun ríkisins
1981-85. Á síðustu árum vann
Pétur að ýmsum verkefnum
hjá Innkaupastofnun ríkisins
og sat m.a. í bílanefnd. Pétur
átti sæti í ýmsum nefndum og
stjórnum.
Pétur hóf ungur afskipti af
stjórnmálum og gekk í samtök
ungra alþýðuflokksmanna.
Hann tók sæti í miðstjórn Al-
þýðuflokksins árið 1950 og var
formaður Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur 1959-63. Pétur
var fyrst kjörinn alþingismað-
ur fyrir Snæfellssýslu og sat á
þingi kjörtímabilið 1956-59.
Síðar var hann kjörinn þing-
maður Norðurlandskjördæmis
vestra og sat á þingi 1971-74.
Pétur var virkur í félags-
störfum og var áratugum sam-
an félagi í Rotarý-hreyfing-
unni. Þá var hann einnig virk-
ur í Oddfellow-reglunni. Frá
1972 var Pétur aðalræðismað-
ur /yrir Lúxemborg.
Útför Péturs fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík föstu-
daginn 1. nóvember og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þig faðmi liðinn friður Guðs,
og fái verðug laun.
Þitt góða hjarta, glaða lund
og göfugmennska í raun.
Vér kveðjum þig með þungri sorg,
og þessi liðnu ár
með ótal stundum ljóss og lífs
oss lýsa gegnum tár
(Jón Trausti)
Á fögrum degi annars dags vetrar
kvaddir þú eftir erfiða baráttu. 7.
nóvember nk. hefði verið komið ár
síðan þú veiktist. Oft hef ég síðan
undrast kjark þinn og dugnað. Þú
ætlaðir aftur á fætur. En því miður
fór það á annan veg. Hugsun þín
var þó alltaf skýr, þar til viku fyrir
andlát þitt.
Ég var fimm ára þegar þú komst
inn í líf mitt. Allt í einu átti ég orð-
ið stjúpföður. Ég man að ég var
ekki alveg sátt við það en með hlýju
þinni og þolinmæði urðum við góðir
vinir. Síðan hef ég alltaf sagt að ég
gæti ekki hafa átt betri stjúpföður.
Þú vildir allt fyrir mig og mína gera.
Þú fylgdist alltaf vel með okkur og
hafðir mikinn áhuga á hvernig mér
og minni fjölskyldu farnaðist. Þú
varst kletturinn sem við gátum
treyst. Það var alveg sama hvenær
við heimsóttum ykkur mömmu þið
tókuð alltaf svo vel á móti okkur og
voruð svo kát og glöð. Hjónaband
ykkar var einstaklega gott og far-
sælt. Mér fannst þið einfaldlega allt-
af vera sammála um alla hluti. Þú
varst alltaf svo ástfanginn og stoltur
af henni Hrefnu þinni. Hennar miss-
ir er mikill. Hún var hjá þér alla
daga á spítalanum og svo fórstu
heim til hennar suma daga. Hún
hefur staðið sig eins og hetja í erfið-
leikum ykkar sl. ár.
Elsku Pétur minn, þakka þér fyrir
hvað þú hefur verið mér og minni
fjölskyldu góður alla tíð. Ég sakna
þín mikið og ég veit að það gera fleiri.
Far þú í friði.
Kolbrún.
Elsku tengdapabbi, ég kveð þig
með þessu Ijóði.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur" er orðið sem best lýsir þér.
(Teri Fernandez).
Kveðja,
Dóra Kristín Björnsdóttir.
Elsku afi minn, þegar ég kveð þig
nú leitar margt á hugann. Minningar
sem gleðja í sorg og söknuði. Ég var
svo heppin að búa alitaf nálægt afa
og ömmu, þannig að heimili þeirra
varð mitt annað heimili og bjó ég
hjá þeim fyrsta árið mitt því að
mamma dvaldi erlendis. Hugurinn
leitar til barnsáranna, ég með afa
og ömmu á Hótel Búðum eða á
Mývatni oftar en einu sinni, svo fór
ég líka með þeim á Siglufjörð og
Sauðárkrók, þá er margt ótalið. Afi
var þá að sinna erindagjörðum. Hann
hefur gegnt mörgum ábyrgðarstöð-
um um ævina en var líka mikill heim-
ilismaður. Afi var hjartahlýr og um-
hyggjusamur. Fannst mér ég stund-
um vera eitt af systkinunum vegna
þess hvað ég var mikið hjá þeim og
stutt á milli mín og Guðrúnar
frænku, ekki nema fimm ár.
Hans mesta gæfa var að kynnast
ömmu og voru þau einstaklega sam-
rýnd, var samband þeirra byggt á
djúpri umhyggju, gagnkvæmri virð-
ingu og mikilli ástúð alla tíð. í veik-
indum sínum sl. ár kallaði afi ömmu
hetjuna sína og engilinn sinn, hún
stóð við hlið hans eins og klettur,
ekki bara í veikindunum hans heldur
í fjörutíu og tvö ár. Afi gladdist mik-
ið þegar ég kom með ís og súkkulað-
isósu á spítalann til hans, sem ég
gerði oft. Fyrst eftir að afi veiktist
tók mig langan tíma að sætta mig
við að hann væri ekki heima og
kæmi kannski aldrei heim nema
tvisvar til þrisvar í viku, eftir því
hvað heilsan ieyfði. Alltaf hélt maður
í vonina að honum myndi batna, en
nú er lífshlaupi hans afa míns lokið
og er ég þakklát fyrir allar þær
stundir sem ég hef átt með honum.
Hann hefur kennt mér margt, missir-
inn fyrir okkur öll er mikill og þá
sérstaklega fyrir ömmu. Mér þykir
mjög mikið vænt um afa minn og
var það mér dýrmætt að geta sagt
það við hann.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér
þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist
eigi
og gæfa var það öllum sem fengu að
kynnast þér.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess sem
var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.)
Við kveðjumst að sinni, elsku afi.
Hvíl í friði.
Þín
Solveig.
Elsku afi, takk fyrir allt sem þú
veittir okkur af visku þinni. Og þann
tíma sem þú gafst okkur bræðrunum
alla tíð. Það sem er okkur efst í
huga nú er sá áhugi sem þú hafðir
á því sem við vorum að gera bæði í
lífi og í starfi. Við kveðjum þig nú
með þökk fyrir allt og munum þig
alla tíð.
Gráti því hér enginn göfugan föður,
harmi því hér enginn höfðingja liðinn:
fapr var hans lífsdagur
en fegri er upp runninn
dýrðardapr hans
hjá drottni lifanda.
(Jónas Hallgr.)
Eyjólfur Pétur og Ævar P.
Kosningafundir, þar sem fram-
bjóðendur allra flokka mætast á
málþingi fyrir kjósendur á allt að
10-12 stöðum í hveiju kjördæmi,
munu vera séríslenskt fyrirbæri.
Þegar útvarp og sjónvarp voru ekki
tii, fóru áhugasamir kjósendur lang-
ar leiðir til að hlusta á kappræður
frambjóðenda klukkustundum sam-
an á fundunum. í viðureign þing-
mannsefna gerðist margt, drama-
tískt eða spaugilegt, sem Íétti mál-
efnalegar ræðuF og gerði fundina og
mennina eftirminnilega.
Þegar ég frétti andlát Péturs Pét-
urssonar um síðustu helgi spruttu í
huga mínum minningar um slíka
fundi, þar sem við Pétur fórum saman
um nýmyndað Vesturlandskjördæmi
og mættum fyrir Alþýðuflokkinn. Þar
fannst mér Pétur rísa hæst í 40-50
ára kynnum okkar í flokknum og
pólitíkinni. Pétur var frábær talsmað-
ur fyrir hugsjónir flokksins en ein-
stakíega laginn við að tengja þær við
atvinnulíf og afkomu fólksins á hveij-
um stað. Hann var góður félagi, ávallt
glaðlyndur og fljótur að kynnast kjós-
endum og skilja áhugamál þeirra,
enda var starf hans utan stjómmál-
anna ávallt tengt atvinnumálum
iandsins á einn eða annan hátt.
Pétur fæddist í Mýrdal í Kolbeins-
staðahreppi 1921. Var gaman að
koma þangað með honum á áður-
nefndum ferðalögum og finna stoltið
yfir framgangi hans á lífsleiðinni.
Hann stundaði nám í héraðsskólan-
urn á Laugarvatni og í Samvinnu-
skólanum og dijúgt hefur sjálfsnám
hans alia tíð verið því hann gegndi
mörgum störfum sem nú teljast ekki
fær öðrum en háskólagengnu fólki.
Pétur varð fyrst skrifstofustjóri
Landssmiðjunnar, síðan forstjóri Inn-
flutningsskrifstofunnar og forstjóri
Innkaupastofnunar ríkisins. Hann
varð framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar
og forstjóri Álafoss. Hann varð
starfsmannnastjóri Sigölduvirkjunar
og forstjóri Norðurstjörnunnar í
Hafnarfirði. Starfaði hann lengi fyrir
Framkvæmdastofnun ríkisins og tók
ýmis þessara starfa að sér fyrir hana,