Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 43

Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 43 þegar illa horfði fyrir fyrirtækjunum, enda var hann stundum kallaður „fyrirtækjalæknir". Bar þetta vott um fjölhæfni hans og hugrekki við að takast á hendur erfið verkefni. Jafnframt öllu þessu starfaði hann innan Alþýðuflokksins og lét mjög til sín taka í pólitík. Hann var valinn til margra trúnaðarstarfa, þar á meðal framboða og sat hann á Al- þingi tvö kjörtímabil, en var lengi með annan fótinn inni á þingi sem varaþingmaður. Þar var hann djarfur málflytjandi sem naut þekkingar sinnar á mörgum þáttum atvinnulífs- ins og héruðum landsins. Enn átti Pétur tíma aflögu til fé- lagsstarfa í Oddfellow-reglunni og loks tók hann að sér að vera ræðis- maður Luxemborgar á íslandi. Það eitt er út af fyrir sig mikill heiður að vera valinn til slíkrar stöðu fyrir eina af nánustu vinaþjóðum Islend- inga. Eins og oft í pólitíkinni kemur röðin seinast að fjölskyldunni - en hún stóð sem betur fer nær Pétri en að svo færi. Hann og hin ágæta kona hans Hrefna Guðmundsdóttir ólu upp stóran og myndariegan barnahóp. Stendur hún nú í hópi barna, tengdabarna og barnabarna sem harma hinn látna höfðingja og fjölskylduhöfuð. Eg sendi Hrefnu og þeim öllum innilegar samúðarkveðjur. Benedikt Gröndal. „ ... því að þar sem fjöllin og hafið halda höndum saman yfir mennina eru kynnin föst og kveðj- umar sárar.“ - Þessi orð skáldsins og Snæfell- ingsins Jóhanns Jónssonar er hann ritaði við fráfall á heimaslóðum sín- um koma mér í hug er ég minnist vinar míns og samstarfsmanns um áratugi Péturs Péturssonar, en hann var einmitt fæddur og átti sín æsku- ár þar vestra og þingmaður sýslunga sinna um skeið. Okkar fyrstu kynni voru þau, að á þingi Sambands ungra jafnaðar- manna haustið 1950 tók ég eftir þessum hressa og glaðbeitta unga manni og áttum við þar nokkur orða- skipti saman. Ekki óraði mig þá að við ættum eftir að eiga áratuga sam- starf - gagnkvæmt traust og vin- áttu. - En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Næst lágu leiðir okkar saman árið 1956, er ég var búsettur á Snæfells- nesi og velja skyldi frambjóðanda til þings fyrir Alþýðuflokkinn en þá var kosningabandalag milli hans og Framsóknarflokksins. Nokkrir fram- bjóðendur komu til greina en sameig- inleg niðurstaða varð sú að Pétur Pétursson frá Mýrdal í Kolbeins- staðahreppi, þá skrifstofustjóri í Landssmiðjunni þætti líklegastur til að ná kosningu til Alþingis sökum dugnaðar og mannkosta er hann hafði sýnt í starfi. Varð það og að ráði. Aflaði hann sér mikilla vinsælda í framboðinu, sýndi dugnað og hjálp- semi, þótti snarpur og ódeigur fundarmaður auk þess sem Pétur og Hrefna kona hans vöktu athygli fyr- ir hlýtt viðmót í allri framgöngu. Hlaut Pétur gott kjörfylgi og gegndi þingmennsku með sóma næstu 3 árin. - Enn breyttust aðstæður árið 1959 er slitnað hafði upp úr sam- vinnu þáverandi stjórnarflokka og ný kjördæmaskipun tók gildi. Hvarf þá Pétur af þingi að sinni en gerðist forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins á miðju ári 1959. - Enn lágu leiðir okkar Péturs saman því sama haust fluttist fjölskylda mín af Snæfells- nesi og af alkunnri hjálpsemi sinni bauð Pétur mér starf á sínum nýja vinnustað, sem þá var fámennur, aðeins 6-7 manns. Eftir skamman starfstíma hjá Inn- kaupastofnun ríkisins gerði ég mér ljóst að Pétur Pétursson bjó yfir miklum stjómunarhæfíleikum, metn- aðarfullur og fylginn sér. Hann kunni mjög vel til verka hafði menntast vel í viðskiptafræðum í New York’s University School of Commerce og hafði einkar vinsamlegt viðmót og þó fyrirmannlegt bæði gagnvart starfsfólki og viðskiptamönnum, var hreyfíafl til stóraukinna viðskipta stofnunarinnar. Er skemmst frá því að segja að á örfáum ámm margfald- aðist velta Innkaupastofnunarinnar og starfsmannafjöldi fjórfaldaðist. Á sama tíma lækkaði stórlega hlutfall MINIMINGAR kostnaðar af vörukaupum - því ein- mitt á þessum árum kom til stórauk- ið frelsi í viðskipta- og gjaldeyrismál- um þjóðarinnar og Pétur nýtti það til að ieggja grundvöll að stórauknum útboðum á vegum stofnunarinnar bæði við vörukaup og verkfram- kvæmdir. Hann hafði farið sérstaka ferð til Bandaríkjanna 1961 til að kynna sér starfshætti opinberra inn- kaupastofnana þar í landi. Kom hann úr þeirri ferð fullur af hugmyndum um samræmingu á innkaupum opin- berra stofnana - einkum er varðaði kaup á bílum, vélum og tækjum til þess að tryggja að varahiutir og þjón- usta við eignir ríkisins væru með sem bestum hætti. Á starfsárum Péturs hjá Inn- kaupastofnuninni varð ég var við að honum voru falin mörg opinber verk- efni utan stofnunarinnar. Hann sat lengi í helstu samninganefndum um utanríkisviðskipti - einkum við aust- antjaldslöndin, en flest þessi við- skipti byggðust á vöruskiptaverslun og voru flókin og þurfti að hafa sam- vinnu við marga aðila til að þau næðu fram að ganga. Hann sat einn- ig í hafnarnefnd Rifshafnar sem for- maður um langt árabil og vann mik- il og margvísleg störf fyrir Alþýðu- flokkinn. En jafnframt var straumur fólks af Snæfellsnesi og víðar að, sem leitaði aðstoðar hans og hjálpar, því hann var einstaklega bóngóður og vildi hvers manns vandræði leysa. Er ég ekki grunlaus um að stundum hafí sú hjálpsemi kostað hann per- sónulega nokkra fjármuni, en aldrei heyrði ég hann sýta það. En það er svo um miðjan sjötta áratuginn sem Pétur er skipaður í samninganefnd ríkisins um kísilgúr- framleiðslu í Mývatnssveit. Það nefndarstarf varð svo til þess að hann var beðinn að gerast fram- kvæmdastjóri byggingar verksmiðju þar á staðnum sem hann féllst á og tók sér frí frá störfum í Innkaupa- stofnuninni í eitt til tvö ár og fól mér að gegna þar starfí sínu á með- an. Framganga hans og skipulagning í hinu nýja starfi þótti með glæsibrag því ekki hefur þótt heiglum hent að ná samstarfí við Mývetninga - en Pétri tókst að yfirstíga alla erfiðleika í þeim efnum og Ijúka byggingunni á tilsettum tíma. Var að venju Mý- vetninga gerður góður bragur í sveit- inni um það efni. - Hinn góði árang- ur Péturs við framkvæmdastjórnun og uppbyggingu Kísiliðjunnar varð svo til þess að forustumönnum þjóðarinnar þóttu hæfileikar hans nýtast best á sviði framkvæmda og skipuiagningar. Var því leitað til hans um að taka að sér endurskipu- lagningu og uppbyggingu stórra fyrirtækja er stóðu höllum fæti á þessum árum og kom hann því aldr- ei aftur til forstjóra starfa að nýju hjá Innkaupastofnuninni, en tók að sér tímabundið að stjórna og endur- skipuleggja ýmis stærri iðnfyrirtæki á næstu árum enda virtist mér hann mjög glöggskyggn á hvort fyrirtæki ættu sér framtíðarmöguleika eða ekki og fljótur að taka ákvarðanir. Árið 1971 var Pétur svo kjörinn til Alþingis af alþýðuflokksfólki á Norð- urlandi-vestra og sat þá eitt kjör- tímabil eða til 1974. Beitti hann sér þá einkum fyrir umræðum um iðnað- armál og var þá einn öflugasti tals- maður iðnaðarins á þingi. Þegar Sigölduvirkjun var reist um miðjan 8. áratuginn voru þar að starfi stórir erlendir verktakar - einkum frá Júgóslavíu með mann- skap, sem ekki þekkti tii íslenskra aðstæðna og komu því mjög erfið og flókin mál þar upp í samningum við starfsmenn. Vegna mikillar reynslu í mannlegum samskiptum og samningagerð við erlenda aðila var Pétur fenginn tímabundið til að stjórna þarna starfsmannamálum. Mun mjög hafa reynt á hæfileika hans og reynslu í þessum efnum en honum tókst að leysa þessi mál far- sællega eins og önnur þau störf er hann tók að sér. Á níunda áratugnum er Pétur tók að reskjast gerðist hann starfsmaður Framkvæmdastofnunar ríkisins og sinnti áætlanagerð og vann úr hug- myndum um aukningu ferðamanna- þjónustu á Islandi. Jafnframt gerðist hann í hlutastarfi starfsmaður bíla- og vélanefndar er starfaði hjá Inn- kaupastofnun ríkisins - Ríkiskaup- um, en nefndin var íjármálaráðu- neytinu til ráðuneytis um bílamál og vélakaup, en Pétur var formaður nefndarinnar í áratugi, og þar reri hann fyrir sínum gömlu hugmyndum frá 1960 um samræmingu bíla- og vélakaupa ríkisins og þar af leiðandi aukinni hagkvæmni í rekstri ríkisins. Er mér kunnugt um að þáverandi nefndarmenn mátu mikils þekkingu hans og reynslu í þessum málum og fögnuðu samstarfi við hann. Þó Pétur kæmi ekki aftur til for- stjórastarfa í Innkaupastofnuninni hafði hann stöðugt samband við mig, kom oft í heimsókn á skrifstofuna og var alltaf reiðubúinn að aðstoða og gefa góð ráð. En ég minnist hans ekki aðeins sem góðs ráðgjafa og læriföður - heldur ekki síður sem boðbera gleði og hláturs - við áttum ótal sameiginlegar gleði- og kátínu- stundir á síðari árum sem léttu báð- um iífsgönguna. Fyrir þær stundir er ég afskaplega þakklátur og geymi þær vel í minni. - En fyrir allnokkru fékk Pétur áfall og dvaldi að mestu á sjúkrahúsi í nær ár. Hann hélt þó að mestu andlegri reisn þó bundinn væri við hjólastól og áhugi hans fyr- ir mönnum og málefnum var hinn sami og áður. Hann bauð vinum og vandamönnum til veglegrar afmælis- veislu er hann varð 75 ára hinn 21. ágúst sl. og flutti gestum ávarp af gamalli reisn þó kraftarnir væru að dvína og ljóst hvert stefndi innan tíðar. Síðustu samfundir okkar urðu í sl. mánuði er ég heimsótti hann á sjúkrabeð. Þá var hann m.a. að velta fyrir sér forustumálum Alþýðu- flokksins ef núverandi formaður gæfi ekki kost á sér til endurkjörs, sem þá var óljóst. Pétur hafði mynd- að sér skoðanir í því efni og velti þeim málum fyrir sér og við göntuð- umst svolítið með þetta mál. Þannig man ég hann, fullan af hugmyndum um framtíðina, þjóðmál og stjórnmál er leiðir skildu. Fyrir hönd fyrrverandi og núver- andi samstarfsfólks hjá Innkaupa- stofnun ríkisins - Ríkiskaupum leyfi ég mér að flytja kveðjur og þakkir að leiðarlokum fyrir vinsemd í öllum samskiptum, hollráð og minnisstætt samstarf. Hrefnu konu hans, börnum og öðrum ættingjum vottum við ein- læga samúð. Blessuð sé minning hans. Ásgeir Jóhannesson. Langafi minn. Afi minn besti, nú er öllu þessu lokið og ég verð að kveðja þig. Nú líður þér vel. Ég sakna þín, afi minn. Þinn Pálmi Jónsson. r IA PPDRÆTTÍ 09 Vinningaskrá 24.útdráttur 31.oktl996 ' Bifreiðarvinningur Kr. 2.000.000____________Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 49449 Ferðavinningar Kr. 100.000_________Kr. 200.000 (tvöfaldur) 5641 19890 53307 79312 Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.0 90 (tvöfaldur) 3372 5842 12779 33072 56453 69458 5041 6052 18327 39061 68859 78593 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvðfaldur) 429 7865 18138 29766 40715 51952 62697 71439 548 7976 18180 29794 40742 52026 62855 72058 652 8252 20279 30181 40938 52305 62891 72806 707 10213 20360 30886 41638 53150 62997 72912 745 10214 20919 31137 42334 53363 63423 72929 855 10279 20951 31680 42425 53602 64058 73481 971 10558 21378 31732 42465 53720 64769 74003 1008 10630 21537 32276 42736 54205 65053 74478 1116 10871 21581 32746 43437 54416 65145 74849 1627 10966 21930 33059 44759 54884 65323 74856 2058 11047 22667 33894 45290 55185 65641 74937 2808 11242 23194 34221 45351 55749 65788 75618 2880 12142 23577 34461 45681 55819 66240 75752 2949 12568 24350 34947 46401 56822 67515 76034 3712 13055 24398 34972 46450 57127 67634 76081 3735 13204 24876 35084 46718 57504 68206 76117 3748 14047 24884 35203 46772 57535 68210 76327 3941 14647 24896 35570 47207 57654 68604 76657 4126 14871 25136 35845 47749 58446 68939 77114 4182 15174 25358 36707 49413 58673 69136 77131 4261 15177 25530 36748 49760 58790 69171 77137 4403 15326 26146 37125 49958 58841 69269 77802 4589 15394 26357 37270 50257 59424 69355 78210 5390 15829 26691 37303 50264 59559 69476 78718 6958 16357 27195 37579 50508 59642 69875 78758 7242 17120 27984 37872 50558 60909 69951 78816 7319 17160 28607 38646 51084 60998 70276 79270 7370 17303 29106 38811 51494 62082 70471 79898 7625 17840 29330 39524 51708 62198 71104 7842 17852 29633 40598 51914 62247 71285 Heimasíða á Interneti: Http//www.itn.is/das/ Ekta teppi á Uegra veröi en gervimottur! KILIMS Glæsileg sýning á afgönskum gæða-Kilims á frábæru verði - 25% opnunarafsláttur 3,27 x 2,65 40.800;- 37.330 Ath! Við seljutn eingöngu handunnin austurlensk gœðateppi - á óviðjafnanlegu verði 0,93 x 1,51 t:8(HK- 5.850,- Opnunartilboð - a.m.k. 25% afsláttur af öllu verði t.d. símateppi 30 x 30 kr. -1:490,- 990,- afgönsk Balutch ca 90 x 120 kr. 10:800,- 7.800,- Austurlenska teppasalan hf. opnar verslun á Hverfisgötu 82 í dag kl. 13 TÖFRATEPPIÐ Opið lau. kl. 11-18, sun. kl. 13-18, virka daga kl. 13-19. S. 896 5024, 897 5523, 552 2608.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.