Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 47
FRETTIR
Ekki frum-
kvæði Stál-
smiðjunnar
ÁGÚST Einarsson, forstjóri Stál-
smiðjunnar hf., segir að fyrirtæki
hans hafi ekki átt frumkvæði að
því að Samtök iðnaðarins skrifuðu
fjármálaráðuneytinu bréf, þar sem
óskað var eftir athugun á ríkis-
styrk, sem spænsk skipasmíðastöð
fékk vegna endurbóta á skipi
Granda hf., Snorra Sturlusyni.
í Morgunblaðinu í gær var, vegna
rangra upplýsinga, sagt að Samtök
iðnaðarins hefðu kært málið fyrir
hönd Stálsmiðjunnar, sem einnig
bauð í endurbæturnar á skipinu.
Ágúst segir að í Málmi, sem séu
samtök skipasmiðja innan Samtaka
iðnaðarins, hafi mönnum þótt tilboð
Spánveijanna grunsamlega lágt.
Stálsmiðjan hafi hins vegar ekki
átt frumkvæði að því að lögfræðing-
ur samtakanna óskaði eftir úttekt
á því hvort ríkisstyrkurinn til Spán-
veijanna samrýmdist evrópskum
j afnræðisreglum.
Málþing um
sjónræna
sagnfræði
MÁLÞING um sjónræna sagnfræði
verður haldið í Safnaðarheimili Frí-
kirkjunnar, Laufásvegi 13, föstu-
dagskvöldið 1. nóvember kl. 20, á
vegum Félags sagnfræðinga.
Að lokinni stuttri kynningu verða
óformlegar pallborðsumræður með
þeim Árna Snævarr, fréttamanni,
Gísla Gunnarssyni, sagnfræðingi,
Gunnari Karlssyni, sagnfræðingi og
Siguijóni Baldri Hafsteinssyni,
mannfræðingi.
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Basar o g kaffi-
sala í Sunnuhlíð
HAUSTBASAR verður haldinn í
Dagdvöl Sunnuhlíðar á morgun
laugardag kl. 14. Þar verða á boð-
stólum munir sem unnir eru af fólki
í dagdvöl, einnig heimabakaðar
kökur og lukkupakkar.
Kaffisala verður í matsal þjón-
ustukjarna og heimabakað meðlæti
á boðstólum.
Allur ágóði rennur til styrktar
starfsemi Dagdvalar i Sunnuhlíð.
Bingó til
styrktar móður
Teresu
KAÞÓLSKA unglingafélagið Píló
efnir til bingós í kvöld kl. 20 í safn-
aðarheimili Landakotskirkju að
Hávallagötu 16.
Ágóðinn rennur óskiptur til móð-
ur Teresu frá Kalkútta til að styrkja
líknarstarf systra hennar, einkum
hér á landi. Allir eru velkomnir.
Á MYNDINNI eru f.v.: Erlingur Jóhannsson sundþjálfari, Ólafur Jensson, fv. formaður ÍF, Ólymp-
íufarar ÍFR, Kristín Rós Hákonardóttir, Birgir Rúnar Gunnarsson, Pálmar Guðmundsson og
Ólafur Eiríksson. Kristín Guðmundsdóttir sundþjálfari, Óskar Jóhannsson, formaður ÍFR, og
Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF.
IFR heiðrar afreksfólk
NYLEGA bauð Iþróttafélag fatl-
aðra í Reykjavík Ólympíukepp-
endum þess og þjálfara til kaffi-
samsætis í félagsmiðstöð sinni
að Hátúni 14. Jafnframt bauð
félagið fráfarandi formanni
íþróttasambands fatlaðra, Ólafi
Jenssyni, og nýkjörnum for-
manni, Sveini Áka Lúðvíkssyni.
„Ólafi var þakkað mikið og
gott starf og Sveini Áka, sem er
félagsmaður IFR, óskað velfarn-
aðar í starfi.
í ávarpi sínu til Atlanta-far-
anna, gat formaður félagsins,
Óskar Jóhannsson, þess m.a. að
ekkert íþróttafélag í heiminum
geti státað af slíkum árangri í
Ölympíukeppni og ÍFR þar sem
fjögurra manna sundsveit félags-
ins vinnur til fimm gullverð-
launa, einna silfurverðlauna og
fernra bronsverðlauna og setur
auk þess fjögur heimsmet,“ segir
í fréttatilkynningu.
Keppendur ÍFR á Ólympíumóti
fatlaðra í Atlanta voru Birgir
Rúnar Gunnarsson, Kristín Rós
Hákonardóttir, Ólafur Eiríksson
og Pálmar Guðmundsson. Þjálf-
ari þeirra er Kristín Guðmuns-
dóttir og var þeim öllum veitt
viðurkenning fyrir afrek sín.
Fyrrverandi og núverandi for-
manni íþróttasambands fatlaðra
voru einnig færðar gjafir í þakk-
lætis- og virðingarskyni.
Auk þjálfunar sundfólksins fer
mikil starfsemi fram á vegum
Iþróttafélags fatlaðra í Reykja-
vík, í húsi þess að Hátúni 14, þar
sem fjölbreyttar íþróttagreinar
eru stundaðar. Auk þess starfar
endurhæfingarstöð hjarta- og
lungnasjúklinga þar.
Pabbadagur
á Löngum
laugardegi
KAUPMENN við Laugaveg og
í miðborginni standa fyrir
pabbadeginum á íslandi á
morgun, 2. nóvember, á Löng-
um laugardegi en pabbadagur
er haldinn hátíðlegur víða um
heim í byijun nóvember ár
hvert.
í tilefni dagsins bjóða herra-
fataverslanir í miðborginni til
leiks sem ber heitið „Ljótasta
bindið". Leikurinn fer þannig
fram að einhver flölskyldumeð-
limurinn kemur með bindi af
heimilisföðurnum og skilar því
í einhveija af þeim verslunum
sem þátt tekur í leiknum. Bind-
um má þó skila í fleiri en eina
verslun. Bindið skal merkja með
nafni, heimili og síma. í dagslok
velur starfsfólk hverrar versl-
unar ljótasta bindið. Eigandinn
fær vegleg verðlaun frá þeirri
verslun sem bindinu var skilað
ti).
Fjöldi verslana við Laugaveg
og nágrenni verða með ýmis
tiiboð í tilefni dagsins. Á Löng-
um laugardegi eru verslanir við
Laugaveg og nágrenni opnar
tilkl. 17.
I miðborginni eru 375 versl-
anir og ótrúlegur fjöldi veit-
ingahúsa sem gerir miðborgina
að langstærsta verslunarkjarna
landsins. Það er frítt í öll bíla-
geymsluhús miðborgarinnar á
laugardögum og í alla stöðu-
mæla eftir kl. 14.
Ástralskur
píanóleikari á
Café Romance
ÁSTRALSKI píanóleikarinn Alex
Tucker leikur og syngur fyrir gesti
Café Operu og
Café Romance
alla daga vik-
unnar nema
mánudaga í nóv-
ember.
Alex Tucker
er á ferðalagi um
Evrópu um þess-
ar mundir og
segir í fréttatil-
Alex kynningu að
ucker hann sé __ meðal
vinsælustu skemmtikrafta Ástrala.
Hann mun leika fyrir matargesti á
Café Óperu og síðar um kvöldið á
Café Romance.
Dulrænir dagar
í Gerðubergi
SÁLARRANNSÓKNARFÉLAG ís-
lands, SRFÍ, gengst fyrir dulrænum
dögum í fjórða sinn 1. og 2. nóvem-
ber í menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi.
Dagskráin hefst í kvöld kl. 20.30
með hörpuleik og tvenns konar
miðlun. Á laugardag eru erindi fyrri
hluta dagsins, miðlun eftir hádegi
og að lokum heilun eða huglækn-
ingar.
Frekari upplýsingar á skrifstofu
SRFÍ, Garðastræti 8.
■ GULLÖLDIN. Á föstudags- og
laugardagskvöld skemmtir hljóm-
sveitin Sælusveitin til kl. 3 báða
dagana. Á laugardagskvöld kl. 21
skemmtir Heiðar Jónsson snyrtir.
Aðgangur er ókeypis. Veitingahúsið
er opnað kl. 13.30 á laugardögum
og sunnudögum.
Leiðrétt
Málverk á hliðinni
ÞAU mistök urðu við birtingu á
umsögn í Morgunblaðinu í gær um
sýningu í Sýningarsalnum við
Hamrinum, að mypd af málverki
Gunnars J. Straumland snéri öfugt
þannig, að málverkið lá á hliðinni.
Hægri hlið málverksins snéri niður,
en myndin átti að vera með höfuð-
formið upp. Morgunblaðið biðst af-
sökunar á þessum mistökum.
/Y\
McDonaid's
I ■ I
TM
Gæði, þjónusta, hreinlæti
og góð kaup
Passamyndir • Portretmyndir
Barnaljósmyndir • Fermingarmyndir
BrúÖkaupsmyndir • Stúdentamyndir
PETUR PETURSSON
LJÓSMYNDASTÚDÍÓ
LAUGAVEGI 24 • SÍMl 552 0624
KYNNING í KÓPAVOGS APÓTEKI í dag kl.l 4-18
APÓTEK SKEIFAN, Skeifunni, ó morgun kl. 10-15
MIKILL AFSLATTUR
Happdrætti - ókeypis húðgreining
Slæm húð - bólur - baugar - augnpokar - hrukkur
- glansandi húð - varaliturinn helst illa á - rauð
húb. Við ráðleggjum og lögum þaö sem hægt er.