Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Fáðu þér „Bita af Reykjavík“ Frá Níelsi Árna Lund: ÉG VIL vekja athygli sem flestra á því að nú um komandi helgi, 2. og 3. nóvember, mun Lionsklúbbur- inn Víðarr standa fyrir sýningu í Perlunni undir nafninu „Biti af Reykjavík". Þetta er fjáröflunarverkefni fyr- ir Lionsklúbbinn Víðarr sem mun veija ágóðanum til líknarmála. A undanförnum árum hefur klúbbur- inn styrkt íjölmörg slik málefni og má þar nefna aðstoð við Kvennaat- hvarfið, tækjakaup til Landspítal- ans, aðstoð við Stígamót, tækja- kaup til sjónverndar, stuðningur við Arnarholt á Kjalarnesi, mynd- bandagerð til forvarnar gegn vímuefnum, gróðurvernd, félagi einhverfra lagt lið, tölvubúnaður fyrir fatlaða nemendur í Háskóla íslands o.fl., o.fl. Þessi verkefni eru í sjálfu sér lík öðrum styrktarverkefnum sem Li- onsklúbbarnir um allt land standa fyrir og fullyrða má að mörg þeirra eru í reynd verkefni sem hið opin- bera á að standa fyrir. Til að hægt sé fyrir klúbbana að styðja líknarverkefni verða þeir að afla fjármagns og það gera þeir með ýmsu móti. Fjáröfiunar- leiðir margra þeirra eru vel þekkt- ar, hvort sem er innan ákveðinna byggða eða bæjarkjarna eða á landsvísu og nægir þar að nefna Rauðu íjöðrina sem allir lands- menn kannast við. Lionsklúbburinn Víðarr hefur aflað fjár með ýmsu móti og má þar m.a. nefna tekjur af Víðarrs- blóti sem er þorrablót klúbbsins, merkja- og perusölu, hreinsun Reykjavíkurtjarnar og Hellisheið- ar, markaðssölu í miðbæ Reykja- víkur svo eitthvað sé nefnt. Flest eru þetta fjáröflunarverkefni sem aðrir kúbbar eru einnig að fást við. Því ver það ákveðið að reyna eitthvað nýtt og ákveðið að standa fyrir verkefninu „Biti af Reykja- vík“, sem er veitingahúsakynning í formi sýningar á starfsemi þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem sýn- ing af þessu tagi er framkvæmd hér á landi. Víða um heim eru uppákomur sem þessar vel þekkt fyrirbæri sem sóst er eftir að taka þátt í af hálfu veitingahúsa. Ekki síður eru þær vinsælar af almenn- ingi sem notar tækifærið og kynn- ir sér starfsemi þeirra. Forseti borgarstjórnar Reykja- víkur, Guðrún Ágústsdóttir, opnar sýninguna á laugardaginn kl. 13. Opið verður þann dag til kl. 18 og er opið á sama tíma á sunnudag- inn. Á þeim tíma munu fjölmörg veitingahús á höfuðborgarsvæðinu kynna starfsemi sína og gefa gest- um kost á að smakka eitthvað af því sem þau hafa upp á að bjóða. Ekki er ætlunin að um samkeppni sé að ræða milli veitingahúsanna heldur miklu fremur að kynna það mikla og fjölbrejdta úrval af veit- ingahúsum sem eru á Reykjavíkur- svæðinu. Það er ánægjulegt til þess að vita hve margir hafa tilkynnt þátt- töku í sýningunni eða um 35 veit- ingahús og fyrir það viljum við Víðarrsmenn þakka. Um leið viljum við vænta þess að sem flestir sjái sér fært að líta inn í Perluna, kynn- ast þessum ágætu fyrirtækjum og eiga þar ánægjulega dagstund. NÍELS ÁRNILUND, formaður Lionsklúbbsins Víðarrs. 10% afsláttur af frönskum vörum frá 1. til 8. nóvember LA BAGUETTE Frystiverslun og heildsölubirgðir GLÆSIBÆ, SÍMI 588 2759. OPIÐ MÁNUD. -FIMMTUD. KL. 12 -18. FÖSTUD. 12 -19. LAUGARD. KL. 10 -14. TRI X I á frábærum hágæða Gilda Marx og Tnixi leikfimifatnaöl og sportskóm frá AVIA VERSLANIR LAUGAVEGI51 - S. 551-7717 - SKEIFUNNI19 - S.568-1717 Goöur afsláttur 47 /v 'T aOA / CJ /A ^ u Fyrstir koma - Fyrstin fá HREYSTI SPRENGIDAGAR 1.-9. NOV. Frábærar vörur á ótrúlega góðu verói Dæmi um verb: Mittisúlpur fullorðinna nú kr. 4.990, Úlpur fullorðins síðar nú kr. 6.990, Úlpur og anorakkar nú kr. 4.990, Le Caf íþróttagallar barna, verð frá áður kr. 7.990 Le Caf íþróttagallar fullorðinna, verð frá kr. 3.99Ó áður kr. 9.990 Innanhús leikfimiskór st. 28-46 kr. 1.990 áður kr. 12.900 Barnaúlpur, verð frá kr. 4.900 kr. 2.990 Kuldagallar barna, verð frá kr. 6.990 Erum nú í Nóatúni 17 »hummél SPORTBÚÐIN Nóatúni 17 s. 5113555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.