Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 60

Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 60
-33r- HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn áfjármálum einstaklinga (^) BÚNAÐARBANKI ISIANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENJRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hagnaður af fiskveiðum í fyrra um 1,4 milljarðar Fyrirtæki í Seattle í greiðslustöðvun Milljón dollara krafa IS líklega greidd FYRIRTÆKIÐ Richardson Inter- national Ltd. í Seattle hefur fengið greiðslustöðvun vegna lausafjár- vanda, en fyrirtækið hefur meðal annars átt viðskipti við íslenskar sjávarafurðir hf. vegna kaupa á fiskímjöli frá Kamtsjatka. Krafa ÍS á hendur Richardson nemur tæpri milljón dollara, eða um 67 milljón- um króna, og segir Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, mestar líkur á að krafan verði greidd að fullu. Samkvæmt upplýsingum frá skiptarétti í Washington-fylki nær úrskurður um greiðslustöðvun til Richardson International og dótturfyrirtækis þess. Eignir fyrir- tækisins eru metnar á tæpar 32 milljónir dollara, en heildarkröfur nema 31,5 milljónum. Eignir umfram skuldir „Fyrirtækið í Seattle, sem við eigum viðskiptakröfu á, er að ganga í gegnum íjárhagslega end- urskipulagningu og á eignir um- fram skuldir,“ sagði Benedikt Sveinsson í samtali við Morgun- blaðið. „Sett hefur verið saman nefnd lánardrottna, sem fylgist með framvindu málsins. Það er mat þeirra lögfræðinga, sem um þetta fjalla, að endurskipulagningin eigi að geta tekist og kröfur fáist greiddar." Benedikt sagði að Richardson hefði keypt fiskimjöl frá Kamt- sjatka, þar sem ÍS hefur haft um- svif undanfarin 3 ár, í samstárfi við rússneska útgerðarfyrirtækið UTRF. „í þeim viðskiptum veltum við mjög háum upphæðum og þetta skiptir ekki sköpum. Kröfur af þessu tagi innheimtast oft hægt.“ Ætla að klífa Everest ÞRÍR íslendingar, Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, stefna að því að verða fyrstir íslendinga til að klífa Ever- est, hæsta fjall veraldar. Ferðin verð- ur farin næsta vor og stefna þeir að því að nátindinum átímabilinu 5.-15. maí. ■ Leggja á Everest/6 HREINN hagnaður af fiskveiðum á síðasta ári var um 4% af tekjum, eða um 1,4 milljarðar króna. Horfur eru á að hagnaður af veiðunum á þessu ári verði svipað hlutfall, en upphæðin verður líklega hærri nú vegna aukins afla. Áætlað er að á þessu ári fari fískaflinn yfir tvær milljónir tonna í fyrsta skipti. Fyrstu 9 mánuði ársins nam heildarútflutn- ingur sjávarafurða 69,2 milljörðum króna, sem er 9,4% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Áætlað er að á öllu árinu skili þessi útflutningur 94 milljörðum króna, sem er 7% aukning frá fyrra ári. Þessar upplýsingar komu fram í erindi Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings Landssambands ís- SÓL er lágt á lofti þessa dagana og getur sólskinið verið varasamt í umferðinni. Að sögn lögreglu er ævinlega nokkuð um árekstra á sólardögum að vetrarlagi, eink- um í byijun vetrar þegar fólk lenskra útvegsmanna, á aðalfundi þess í gær. Hann sagði að allir út- gerðarflokkar hefðu verið reknir með hagnaði á síðasta ári, á bilinu 1% til 10,9% af tekjum. Um þessar mundir væri sjávarútvegurinn rek- inn með lítils háttar tapi og vægi þar þyngst 12,5% tap á frystingu í landi. „Flest bendir til þess að staða útgerðar sé almennt góð um þessar mundir. Það fer þó eftir því hve skuldsettar einstakar útgerðir eru. Mörg fyrirtæki í greininni eru mjög skuldug vegna uppsafnaðs vanda á liðnum árum. Mikilvægt er að at- vinnugreininni gefist svigrúm til þess að laga fjárhagslega stöðu sína. Til þess að svo megi verða, Varasöm vetrarsól er nauðsynlegt að opinberir aðilar stilli skattakröfum sínum í hóf og jafnframt sé gætt aðhalds og ráð- deildar í rekstri fyrirtækjanna,“ sagði Sveinn Hjörtur. Fyrir fundinum liggja fjölmargar tillögur. Meðal annars er lagt til að frumherjar í veiðum utan landhelgi, njóti þess við úthlutun aflakvóta. Jafnframt er því mótmælt að tengsl verði á milli aflaheimilda utan og innan lögsögu. Þá liggur fyrir fund- inum tillaga um afnám gildandi reglna um úreldingu fiskiskipa og verði útgerðum í sjálfsvald sett hve stórum skipum þær beiti til að sækja heimilan afla sinn úr sjó. ■ Aðalfundur LÍÚ/16 virðist enn ekki hafa áttað sig á aðstæðum. Lögreglumenn segja að rétt sé að nota sólskyggnin, hafa sólgleraugu í bilnum og „gizka“ ekki — aka þvi aðeins af stað að útsýnið sé tryggt. Utanríkisráðherra um tillögu Svía og Finna um tengsl ESB og VES Sættum okkur ekki við að VES glati sjálfstæði HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í ræðu sinni um utan- ríkismál á Alþingi í gær að Island gæti ekki sætt sig við að Evrópusam- bandið gæfi Vestur-Evrópusamband- inu (VES) fyrirmæli og VES glataði þannig sjálfstæði sínu í reynd. Island á aukaaðild að VES. * Halldór vísaði í ræðunni óbeint til tillögu, sem Svíþjóð og Finnland lögðu sameiginlega fram á ríkjaráð- stefnu ESB síðastliðið vor. Þar er kveðið á um að hin sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefna bandalagsins verði útvíkkuð þannig að hún taki einnig til fríðargæzlu, beitingar hervalds til að koma á friði, kreppustjórnunar og björgunarað- gerða, en þetta eru hin svokölluðu Petersberg-verkefni, sem gert hefur verið ráð fyrir að VES geti tekið að sér, í sumum tilfeilum með því að fá lánuð bandarísk hergögn og fjar- skipta- og stjórnkerfi NATO. Svíar og Finnar leggja til að Evr- ópusambandið geti tekið ákvarðanir um verkefni af þessu tagi og falið VES að framkvæma þau. 011 aðildar- ríki ESB megi taka þátt í fram- kvæmdinni, en þau séu heldur ekki skyldug til þess. Tillagan hefur hlot- ið góðar undirtektir á ráðstefnunni. „Áherzla einstakra nýrra aðildar- ríkja ESB, sem ætíð hafa lagt mikið af mörkum á þessu sviði, en eru ekki aðilar að vestrænu varnarsam- starfi, er mjög skiljanleg. Lausnin má þó ekki felast í því að Evrópusam- bandið gefi Vestur-Evrópusamband- inu fyrirmæli og það síðarnefnda glati þannig sjálfstæði sínu í reynd. Slpct gætum við Islendingar jafnilla sætt okkur við og innlimun VES í ESB,“ sagði utanríkisráðherra. EFTA-ríkin fá gögn Halldór vék í ræðunni að sam- skiptum íslands og Evrópusam- bandsins og sagði aðild íslands að ESB ekki á dagskrá núverandi ríkis- stjórnar, en mikið væri í húfi fyrir Island að eiga góð samskipti við sam- bandið og aðildarríki þess. Hann sagði ESB m.a. hafa fallizt á þá ósk EFTA-ríkjanna að þau fái öll gögn, sem Iögð eru fram á ríkjaráðstefnu sambandsins, eftir að fulltrúar aðild- arríkjanna hafi rætt efni þeirra. Sendiskrifstofa í Vín í athugun Utanríkisráðherra fjallaði um starfsemi Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) og mikil- vægi hennar. „ísland hefur ekki full- trúa við stofnunina og er því heldur óhægt um vik að fylgjast með, taka þátt í, eða hafa áhrif á það starf sem þar fer fram. í því ljósi er utanríkis- ráðuneytið að kanna möguleika á því að opna á ný sendiskrifstofu í Vín.“ ■ ísland styðji/8 Rifsnesið undir- mannað við strandið SJÖ skipveijar voru skráðir á Rifs- nesið SH-44 sem strandaði við Grímsey í síðustu viku en aðeins fímm voru um borð þegar óhappið varð. Enginn vélstjóri með fullgild réttindi var á meðal þeirra. Hrað- frystihúsið á Hellissandi gerir skipið út. Áðspurður segir Ólafur Rögn- valdssson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, það rétt að ekki hafi allir skráðir skipveijar verið um borð, en segir að það hafi engin áhrif haft á þær aðstæður sem leiddu til strandsins. Útgerðin óskaði í gær eftir sjó- prófum við Héraðsdóm Norður- lands eystra á Akureyri og hefjast þau á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.