Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frumvarp ríkisstj órnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum rætt á Alþingi Ákvæði um auknar valda- heimildir heilbrigðisráðherra HART var deilt á Alþingi í gær um tillögur að nýjum stjórnunarheimild- um til handa heilbrigðisráðherra sem gera honum kleift að gera ýmsar breytingar á heilsugæslu í landinu. Tillögurnar er að fínna í frum- varpi ríkisstjórnarinnar um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum, svokölluðum bandormi. Þar er heilbrigðisráðherra veitt heimild til að breyta skiptingu landsins í heilsugæsluumdæmi, ákveða fjölda og flokkun heilsu- gæslustöðva og breyta starfssvæð- um þeirra og ákveða einnig samein- ingu sjúkrastofnana sem reknar eru af ríkinu með reglugerð, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. í frumvarpinu eru fest í sessi ákvæði um að heilsugæslustöðvar og sjúkrahús skuli reka sem eina stofnun undir einni stjórn þar sem aðstæður eru fyrir hendi. Frumvarp- ið gerir einnig ráð fyrir að skipunar- tími formanna stjórna sjúkrastofn- Flugferð til St. John’s boðin en ekki seld SNORRI Snorrason útgerðarmaður á Dalvík vill taka fram vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um ódýrar ferðir seldar almenningi til St. John’s á Nýfundnalandi að fargjöldin eru í raun ekki seld heldur boðin. „Ég rek ekki ferðaskrifstofu og get því ekki selt farmiða. Hins vegar hef ég leyfi til að bjóða fólki að gerast meðleigjendur að vélinni sem síðan borgar ferðina á kostnaðar- verði,“ sagði Snorri. Þannig kostar flugferðin með breiðþotu Atlanta þann 11. nóvem- ber kr. 19.000 með flugvallarskatti og gistingu í tvær nætur. Breiðþotan er leigð undir áhafnaskipti á fímm togurum sem veiða á Flæmska hatt- inum. ------» ♦ ♦----- Vélarbilun íÝmi yÉLARBILUN varð í togaranum Ými um tíu mílur frá Garðskaga á miðvikudagsmorgun og óskaði hann eftir aðstoð í kjölfarið. Bátur SVFÍ, Hannes Þ. Hafstein, var sendur á vettvang og dró hann skipið til hafn- ar í Hafnarfirði. Hafsteinn Stefánsson skipstjóri á Ými segir að aðstoðar hafi verið óskað þegar ljóst var orðið að við- gerð yrði tímafrekari en svo að hægt væri að annast hana á rúmsjó. ana miðist eftirleiðis við embættis- tíma ráðherra sem skipar í embætt- ið. Þá verði stjórn heilsugæslunnar í Reykjavík einfölduð og stjórnum fækkað úr fjórum í eina. Ásakanir um mið- stýringarhættu Gagnrýnin á þessar tillögur kom ekki eingöngu úr herbúðum stjórnar- andstæðinga, sem þó eins og við má búast gengu harðast fram í gagnrýninni. Lára Margrét Ragn- arsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sagði til- lögurnar stefna að óæskilegri mið- stýringu, sem gengi þvert á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Davíð Odds- son, forsætisráðherra, sem mælti fyrir frumvarpinu, svaraði því til að þessum ákvæðum um valdheimildir heilbrigðisráðherra yrði beitt „með varúð“; þessi ákvæði frumvarpsins væru liður í því að sá sparnaður í ríkisrekstrinum sem að væri stefnt í fjárlagafrumvarpinu næðist. í fjár- lagafrumvarpi næsta árs er stefnt að því að lækka útgjöld sjúkrastofn- ana um 160 milljónir kr. með auk- inni samvinnu og er ráðgert að breyta lögum um heilbrigðisþjónustu til að þau áform nái fram að ganga. Prófagjald í framhaldsskólum Það atriði í tillögum „bandorms- ins“ sem einnig olli allnokkru fjaðra- foki meðal þingmanna er 1.500 kr. gjald, sem innheimta á af nemendum í framhaldsskólum, sem endurinnrita sig í próf eða námsáfanga. Gjaldið á að innheimta á þeim forsendum, að eðlilegt þyki að nemendur, sem endurinnritist í próf eða áfanga beri hluta af þeim kostnaði, sem af því leiðir. Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra, sagði markmiðið með gjaldtökunni vera að þeir sem innrit- uðu sig í nám gerðu það þá aðeins að þeir ætluðu sér að Ijúka því. Svan- fríður Jónasdóttir sagði skólagjöld hingað til hafa þjónað þessum til- gangi, en prófagjöld sem sérstaklega yrðu innheimt sem „fall-skattur“ af nemendum, væri ekki hægt að rétt- læta rneð sömu rökum. Atvinnuley sistryggingasj óður greiði starfsmenntun í frumvarpinu er áætlað, að ríkis- sjóður spari 67 millj. kr. á næsta ári með því að Atvinnuleysistrygginga- sjóður greiði kostnað af starfsmennt- un í atvinnulífinu og til þróunarverk- efna til að auka fjölbreytni í störfum kvenna sem áætlað er að auki kostn- að sjóðsins um þessa upphæð. Einnig er gerð tillaga um að atvinnuleys- isbætur hækki um 2% á næsta ári miðað við spár um 4% atvinnuleysi og aukast útgjöld sjóðsins af þeim sökum um tæpar 60 millj. kr. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu, að þetta þýddi raunlækkun atvinnuleysisbóta, þar sem almenn laun myndu hækka um meira en 2% á næsta ári. Línuhönnun hefur hannað 165 metra há háspennumöstur íslensk risamöstur við Bosfóras-sund VERKFRÆÐISTOFAN Línu- hönnun hefur unnið að gerð 165 metra hárra háspennumastra fyrir Statnett International, SNI, í Noreg^i sem fyrirhugað er að reisa við Bosfórus-sund milli Svartahafs og Marmarahafs. Verkfræðistofan hannaði möstrin ásamt fastmöstrum í sumar fyrir SNI en framkvæmd- in var boðin út í vor á vegum tyrkneska orkuframleiðslu- og dreifingarfyrirtækisins TEAS, samkvæmt upplýsingum frá lh FRÉTTUM. Lægsta tilboð, um 1,4 millj- arða, átti SNI ásamt fyrirtækinu MITAS í Tyrklandi, og var það 10% lægra en það næstlægsta. Risamöstrin eru hvort um sig 165 metra há og 410 tonn að þyngd og bera uppi fjórar 400 kV háspennulínur sem síðar verða spennuhækkaðar í 760 kV. Fastmöstrin að baki þeim eru síðan 160 tonn. Framkvæmdin er studd af Alþjóðabankanum. Þá hefur dótturfyrirtæki Línuhönnunar í Berlín, Scandic- plan, gert frumkönnun á end- urnýjun hluta járnbrautakerfis í Berlín og var í framhaldinu falið að annast forhönnun verksins. Loks má geta úttekta á hótel- byggingu fyrir þýska banka og skandinavíska fjárfesta. RISAMASTUR Línuhönnun- ar hf. í samanburði við Hall- grímskirkju. Bryndís Hlöðvers- dóttir alþingismaður Sammála hugmynd- umum veiðileyfa- gjald BRYNDÍS Hlöðversdóttir, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, segir að þeir sem stunda fiskveiðar eigi að greiða fyrir notk- un á auðlindinni. „Veiðileyfagjald er aðferð til að láta það gerast. Þess vegna er ég sammála þeim hugmyndum sem liggja að baki slíkri ákvarðanatöku og ég sé ekki betur en að vilji sé til að skoða slíkar hugmyndir, ef marka má ályktun miðstjómar Alþýðubandalagsins nú í haust,“ segir Bryndís í viðtali við Þjóð- vakablaðið. Bryndís segist ennfremur sam- mála ályktun miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi. „[Það] var ályktað um þessi mál og kvóta- braskið fordæmt. Ég tek heilshug- ar undir það.“ Alþýðubandalagið endurskoði afstöðuna til NATO Þá segir Bryndís að Alþýðu- bandalagið eigi að endurskoða af- stöðu sína til aðildar Islands að NATO. „Ég á ekki við að við eigum að lýsa okkur hlynnt aðild heldur endurskoða hversu einlæg við er- um í afstöðu okkar og hvaða vægi hún hefur í stefnu okkar .. . Kjós- endur Alþýðubandalagsins líta greinilega ekki á þetta sem höfuð- mál í stefnu flokksins og við eigum ekki að gera þetta að úrslitamáli í samstarfi við aðra flokka. Utan- ríkismálin eru í svo örri þróun að að flokkur sem vill vera dýnamísk- ur verður að vera tilbúinn að ræða þau í ljósi þeirrar þróunar sem á sér stað í kringum okkur,“ segir hún. Sjálfsvíg karla á aldrinum 15 til 34 ára miðað við hundrað þúsund íbúa árin 1980-1995 Jl '80 ‘81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 Heimild: Landlæknisembættið og Hagstofan, 1996 Sjálfsvígum meðal ungra karlmanna hefur fækkað SAMKVÆMT upplýsingum frá Landlæknisembættinu hefur dregið úr tíðni sjálfsvíga meðal ungra karla á aldrinum 15-34 ára á undanfömum fimm árum. Á fimmtán ára tímabili 1980-1995 var tíðnin hæst árið 1990, en þá voru skráð 44 sjálfsvíg ungra karlmanna á hveija 100.000 íbúa. Síðan hefur þeim fækkað og í fyrra voru sjálfsvíg karla í þessum aldurs- hópi tíu á hveija hundrað þúsund íbúa. Hugsanlegt er, að mati Ólafs Ól- afssonar landlæknis, að forvarnir hafi haft áhrif á að sjálfsvígum hef- ur fækkað síðastliðin ár en fyrir nokkrum árum var komið á fræðslu- fundum lækna, presta og sálfræð- inga með ungu fólki víða í sveitarfé- lögum. Þá var einnig gefinn út fræðslubæklingur sem dreift var í grunn- og framhaldsskóla. Ólafur sagði tíðni sjálfsvíga hjá konum hafa haldist nánast óbreytt frá aldamótum en undanfarna ára- tugi hefur sjálfsvígum ungra karla fjölgað mikið hérlendis. Veruleg aukning varð á árunum eftir 1980, sérstaklega á Austurlandi og á höf- uðborgarsvæðinu. Sjálfsvíg eru mun algengari hjá körlum en konum og tíðust eru þau hjá ungum karlmönnum í aldurs- hópnum 15-34 ára. Andlát OLAFUR E. EINARSSON ÓLAFUR E. Einarss- son stórkaupmaður lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur seinasta þriðjudag, á áttugasta og sjöunda aldursári. Ólafur fæddist að Garðhúsum í Grinda- vík 4. júní 1910, sonur Einars G. Einarssonar útvegsbónda og kaup- manns og Ólafíu Ás- bjarnardóttur. Ólafur lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1931, varð verkstjóri við útgerð föður síns 17 ára gamall og hóf jafnframt útgerð með bróður sínum og stundaði hana um skeið. Keypti vélbátinn Storm, fyrsta þilfarsbát sem gerður var út frá Grindavík, og gerði út við annan mann, en hóf síðan störf við verslun í Danmörku og Reykjavík 1938-1939. Hann hóf þá útgerð í Keflavík og rak jafn- framt verslun. Ólafur keypti botn- vörpunginn Hafstein árið 1944 og var það fyrsti togari í eigu Suður- nesjamanna. Arið 1949 flutti Ólafur til Reykjavíkur og stund- aði þar útgerð í fyrstu en sneri sér síðan að innflutningi og rak Verslunarfélagið Festi frá árinu 1952. Ólafur var formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur 1944, for- maður fulltrúaráðs sjálfstæðismanna á Suðumesjum sama ár og bæjarfulltrúi í Kefla- vík 1946-1950. Hann hóf í félagi við aðra útgáfu blaðsins Reykja- nes árið 1943 og lands- málablaðisins Nesið árið 1973. Hann stofnaði Landsmálasamtökin „Sterk stjórn“ - skoðanakönnun, árið 1977, en þeim var síðan breytt og stofnað- ur Stjómmálaflokkurinn upp úr þeim. Ólafur var fyrsti formaður flokksins og meðal frambjóðenda hans við þingkosningamar 1978. Ólafur gekk að eiga Guðrúnu Ágústu Júlíusdóttur árið 1935, en þau slitu samvistir. Hann kvæntist Guðrúnu Þ. Sigurðardóttur árið 1960. Eftirlifandi börn Ólafs eru Einar, Steinunn og Ólafur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.