Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 41 við það lán að eiga að lífsförunaut konu sem studdi hann með ráðum og dáð. í öllu því er mestu varðaði var hugur þeirra eitt. Þó sárt sé til þess að hugsa að þau skyldu ekki fá lengri tíma sam- an þá má þó kannski líta á það sem líkn með þraut að fá að hverfa á vit ljóssins í faðmi þeirra bláu fjalla þar sem þau höfðu lifað saman sín- ar dýrmætustu hamingjustundir. Ég sendi Hönnu, börnum þeirra og systrum Einars einlægar samúð- arkveðjur og bið guð að styrkja þau öll í þessari þungbæru sorg. Ester Kláusdóttir. Hver er sú stoð og stytta? Styrk ætíð er sú hönd sem til gæfu á má treysta úr áttum öllum um heiðar og lönd. Þó styr sé í stormi, særót við sjávarströnd voði steðji á vor æskulönd, þú ætíð mátt þvi treysta þeir komi og taki í þína hönd. Hve dýrmætt er blómstrið eina þótt veikur sé stöngull við rót. Fómfús hönd sér um fræið og færir í heiðanna ból. Hann spyr ei um laun eða greiða en laun hans hið dýrmæta fræ færir hann lifandi í skjól hinn íslenski björgunarmaður. (Svig.) Útsýni niður til sjávar þar sem öldurnar brotna og lækurinn sem liðast niður að fjöruborðinu, skipin liggja á legum, vagga rólega í and- varanum, pabbi, hann er á sjónum, hann kemur kannski heim í kvöld og tekur drenginn sinn í fangið, drenginn sem sér allt þetta út um gluggann sem snýr niður að höfn- inni. Drengurinn skynjar vel lífið og tilveruna, náttúruna, fjöllin í fjarska, jökulinn, bláma himins, roða kvöldsólarinnar, hraunbreiður Reykjaness. Líf hans mótast, litróf lífsins flæðir inn í hug og hjarta, festir þar rætur sem aldrei gleym- ast en þroska hugann og gefa fyll- ingu sem hann ætíð býr að. Heimili Rannveigar og Sigur- jóns, foreldra Einars, var um margt sérstakt, bæði hvað varðaði uppeldi barnanna, afskipti af félagsmálum og öryggismálum sjómanna. Lífs- viðhorf hjónanna var að halda fast um það dýrmætasta sem lífið sjálft gefur, fjölskylduna, vini og vanda- menn. Þarna drekkur Einar í sig með móðurmjólkinni eins og hann gjarnan sagði sjálfur málefni Slysa- vamafélagsins og öryggismál sjó- farenda. Þau hjón störfuðu Ötullega að þessum málum. Amma var einn af stofnendun Hraunprýði og gegndu þau hjónin ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Slysavarnafélagið. Eldri börnin lærðu fljótt inn á hugð- arefni foreldra sinna og var sá stutti ekki neinn eftirbátur í þeim efnum og að lokum fremstur. Við hljótum ýmsa kosti í vöggu- gjöf sem prýða okkar innri mann á lífsleiðinni. Ekki get ég sagt til um allt sem Einar fékk í sína vöggu, en hitt tel ég mig vita að skjóður þær er skapadísirnar höfðu með sér voru ansi magrar er þær sneru frá vöggu Einars. Eitt sem einkenndi Einar var hversu skapið var ætíð gott og stutt í glettnina og prakkaraskapinn, enda maðurinn afar lífsglaður og skemmtilegur félagi jafnt í ieik sem starfi. Systkinin á Austurgötunni voru afar samrýnd og hélt hvert í hönd annars frá bernsku og gegn- um lífið í gleði og sorg. Einar var snemma fyrirferðarmikill á heimil- inu og voru uppátæki hans misvin- sæl hjá eldri systkinum og foreldr- um. Sér í lægi þótti búskapurinn hjá honum fara úr böndunum. Það var svo sem í lagi með dúfumar og köttinn. Með kanínurnar gegndi öðmm máli, þær áttu það nefnilega til að fjölga sér meira en góðu hófi gegndi og búfjársamningurinn við foreldra leyfði. Ekki byrjaði veiðiskapurinn glæsilega, það var í lagi með fískiríið, en byssuna, það var verra, kúlan úr loftbyssunni úr fyrsta skotinu rataði ekki alveg rétta leið og endaði í óæðri endan- um á veiðifélaganum sem átti bágt með setjast næstu daga. En æfing- in skapar meistarann og Einar var afbragðs skytta og fór vel að. Einar var fimm ára þegar hann fór fyrst til sjós á síldveiðar á Garð- ari með föður sínum, móður og Bóbó, eldri bróður sínum. Eflaust hefur hann sóst eftir því að fylgja bróður sínum og föður til sjós, þeir bræður voru ætíð einstaklega sam- rýndir á þessum fyrstu ámm þó aldursmunur væri mikill, eða tíu ár. Þarna fékk Einar sinn fyrsta sjóstakk og var tilbúinn í slaginn. Bóbó bróðir Einars var mikill íþróttamaður og sundmaður góður. Keppti aðeins sautján ára gamall í Engeyjarsundi á fyrsta Sjómanna- daginn. Bræðurnir áttu það til að skelfa foreldra sína með sundinu. Áður en Einar var fullsyndur stökk hann í sjóinn með bróður sínum, Bóbó synti svo með Einar á bakinu kringum togarann Garðar. Væri Einar spurður: „Hvað ef eitthvað kæmi fyrir þig?“ svaraði sá stutti: „Hann Bóbó bróðir bjargar mér alltaf.“ Þegar betur er að gáð, er mikill speki í þessum orðum, hversu sem fjallið eða hamrabeltið er hátt og ógreiðfært, þú kemst ekki yfir það nema reyna og ef það er ill- kleift þá færðu einhvern sem þú treystir á til að koma þér yfir og takmarkinu er náð. Bjartsýni og sjálfsbjargarhvöt og það er ekki öllum gefið að stíga ölduna, hversu hátt sem hún rís eða brotið stórt, með bros á vör. Einar var til sjós frá unglings- aldri, fyrstu árin með föður sínum og bróður, að síðustu með eigið skip. Kemur svo alfarið í land árið 1967. Um áhugamál, ferðalög í hinni gullnu náttúru íslands, allt það fórnfúsa starf að slysavarna- málum, sælureit norðan heiða, er ekki hægt að koma á blað svo vel fari. Að maður fái fulla innsýn inn í gimsteinsár þeirra hjóna er of margbrotið en speglast þó þar sem þau eiga heima í gimsteinum sjálf- um. Einar hóf störf hjá ISAL árið 1967 og var hann einn af þeim 20 mönnum sem fóru til náms til Sviss. Þetta var afar samstilltur og góður hópur vaskra drengja er náði vel saman frá upphafi og hafa tryggð- arbönd haldist æ síðan. Þetta var hið mesta gæfuspor fyrir fyrirtæk- ið og starfsmenn því hér var valinn maður í hveiju rúmi. Eftir rúm 20 ár sem verkstjóri í kerskála við góðan orðstír langaði Einar að breyta til í starfi. Arið 1988 kom Einar sem verkstjóri í flutninga- deild. Ég naut þeirra forréttinda að starfa með Einari í 25 ár, þar af átta ár í flutningadeild, og var samstarf okkar afar hlýtt. Eftir að Einar kom í flutningadeild kom fljótt i ljós hversu vel hann stýrði þessu skipi sínu, enda maðurinn vel í stakk búinn á allan hátt, bæði í umgengni við sína yfír- og undir- menn. Það er ekki á öllum vinnu- stöðum sem yfirmaður fellur jafn þétt inn í hóp undirmanna sinna, enda nefndi hann okkur drengina sína og var einn af hópnum. Menn báru virðingu fyrir honum og treystu. Öll þau mál sem upp komu, hvort sem um persónuleg eða önn- ur, voru leyst af hinni mestu prúð- mennsku og leituðu menn óspart til hans. Einar sagði um menn sína að þetta væri einn besti hópur sem hann hefði unnið með enda var andrúmsloftið einkar gott. Einar hafði gott lag á að halda hópi sínum saman og gera félagsandann góð- an. Ein af uppástungum Einars var að láta útbúa merki fyrir flutninga- deild sína. Það sýnir hvaða hugar- far hann bar til manna sinna og hvað hann mat vel unnin störf. Nú kveðjum við akkerið okkar, Einar okkar. Kynni Einars og Hönnu hefjast á unglingsárum. Eins og Einar sagði sjálfur hefur þessi sólargeisli fylgt honum í gegnum lífið og ver- ið það mesta lán sem hann gat óskað sér. Um þessa kórónu fór hann afar mjúkum höndum og ást- in og umhyggjan var einstök. Allt sem þau tóku sér fyrir hendur var sem einn maður væri á ferð hvort sem var uppeldi barnanna eða unn- ið að félagsmálum eða öllum þeim ferðalögum. Svo samrýnd voru þau að mér fannst þau vera eitt. Ég kom til Hönnu nú á þessum dögum. Á stofuborðinu voru nýlegar mynd- ir af Einari og Hönnu. Ekki gat ég betur séð en þau væru sem nýtrúlofuð, það leyndi sér ekki á svipnum og augunum sem er speg- ill sálarinnar. Einar var afar góður fjölskyldufaðir og hélt fast og vel um gullin sín tvö, Brynju og Sigur- jón. Tengdabörnum og bamabörn- um sínum var Einar jafnt sem fað- ir og afi. Hanna mín, Brynja, Siguijón, tengdaböm og barnaböm, hann Guð, hann er yfir ykkur. Far í friði, kæri frændi minn. Sigurjón Vigfússon. í september 1967 fór 25 manna hópur íslendinga til náms og starfsþjálfunar í Sviss. Þetta voru verðandi verkstjórar álversins í Straumsvík, sem þá var tekið að rísa. Einar Siguijónsson var einn þeirra, sem valdir höfðu verið. Hann hafði verið skipstjóri um árabil en hafði nú tekið þá ákvörð- un, að fá sér starf í landi. Hópur- inn dvaldi á annað ár erlendis, aðallega í Sviss en einnig í Þýska- landi, Ítalíu og Hollandi. Fyrstu mánuðina settust menn á skóla- bekk frá morgni til kvölds og fengu að glíma við fjölbreytileg námsverkefni. Mikil og góð samheldni náðist fljótlega innan hópsins, einkum þar sem menn dvöldu á sama stað fyrstu mánuðina. Einar naut sín vel í hópnum enda mikil félags- vera. Dvalarstaðurinn milli sviss- nesku Alpanna höfðaði sterkt til hans og hann naut unaðssemda náttúmnnar á sinn sérstaka hátt. Sú venja skapaðist, að famar vom dagsferðir um hveija helgi á áhugaverða staði. Við klifum fjöll, skoðuðum hella, fjallaþorp og af- dali. Einar naut þessara ferða af lífi og sál. Næsta sumar komu fjölskyldum- ar til dvalar í Sviss og hópurinn tvístraðist milli nærliggjandi þorpa og bæja. Einar valdi sér stað í litlu fjallaþorpi með fögm útsýni niður í Rhonedalinn. Þar gat hann stoltur tekið á móti Hönnu og Brynju, dóttur þeirra. Það sumar er 17. júní sérstaklega minnisstæður, þegar allar fjölskyldurnar hittust í blíðskaparveðri og skemmtu sér saman. Einar ferðaðist víða um sumarið með fjölskyldunni og kannaði nýjar slóðir. í árslok var starfsþjálfuninni lok- ið og nýr kafli hófst við undirbún- ing gangsetningar álversins. Einar hafði á námstímanum valið sér að starfa í kerskála og í upphafí kom það í hans hlut að stýra einni af fjómm vöktum skálans. Hann sá um val manna sinna og tók þátt í að kenna þeim og undirbúa fyrir ný störf. Þegar nýr kerskáli var reistur þrem árum síðar, var Einar valinn til að stjóma honum. Einar reyndist alla tíð farsæll leiðtogi manna sinna, virtur og dáður. Meðan á dvölinni í Sviss stóð, skapaðist samheldni og vinátta meðal starfsfélaganna og fjöl- skyldna þeirra. Þessi tengsl hafa nú varað í tæp 30 ár og verið mönnum til ómældrar ánægju. Við söknum góðs félaga við ótímabært fráfall hans. Minningin um hann mun lifa meðal okkar um ókomin ár. Við sendum Hönnu, Brynju, Sig- uijóni og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Einars Siguijónssonar. Ingvar Pálsson. • Fleiri minningargreinar um Einar Siguijónsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Elskulegur eiginmaður minn, BRAGI LÁRUSSON, Efstahjalla 11, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Matthíasdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BALDUR ÞÓRIR JÚLÍUSSON, Sunnubraut 17, Keflavik, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur laug- ardaginn 2. nóvember, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, föstu- daginn 8. nóvember, kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Hannesdóttir. t Bróðir okkar, ÁRNI JÚLÍUS HALLDÓRSSON, Víðimel 23, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, föstudaginn 8. nóvember, kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Halldórsdóttir, Anna Halldórsdóttir. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS TÓMASSONAR, Sigluvogi 16, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild A-7, Borgarspítala. Þóra Guðmundsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Birna Þóra Vilhjálmsdóttir, Ottó Tómas Ólafsson, Arnheiður Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum hjartanlega samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, PÉTURS PÉTURSSONAR fyrrverandi alþingismanns. Sérstakar þakkir til starfsfólks ó deild 32-A í Landspítalanum og Sverris Berg- manns, læknis, sem önnuðust hann af einstakri hlýju og góðvild. Hrefna Guðmundsdóttir og fjölskylda. Lokað Lokað í dag, föstudaginn 8. nóvember, frá kl. 14-17, vegna jarðarfarar ÁRNA VILBERGS. Sendibílastöðin Þröstur. Lokað Skrifstofa Slysavarnafélags íslands verður lokuð í dag, föstudaginn 8. nóvember, frá kl. 12.30 til kl. 15.00, vegna jarðarfarar EINARS SIGURJÓNS- SONAR, fyrrverandi forseta félagsins. Slysavarnafélag íslands, Grandagarði 14, Reykjavík, sími 5627000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.