Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 13 EIGENDUR KR-þjónustunnar hafa verið að auka viðskipti fyrir- tækisins. Magnús Þorsteinsson er til vinstri á myndinni og Smári Jósafatsson til hægri. FYRSTA sumarið var gott hjá Gallery pizza. Hér er, til vinstri, annar eigandi fyrirtækisins, Þorsteinn Jónsson, ásamt Siguijóni Sváfnissyni starfsmanni staðarins. Einstaklingar rífa upp kaupfélagsrekstur- inn á Hvolsvelli Hreyfing hefur komist á atvinnulífíð á Hvolsvelli eftir sameiningn * Kaupfélags Rangæinga og Kaupfélags Amesinga eins og Helgi Bjarnason komst að í heimsókn á Hvolsvöll. Einstaklingar hafa tekið við ýmsum rekstrarþáttum og stofnað til nýs atvinnurekstrar og er að verða líflegt um að litast á ýmsum stöðum þar sem kaup- félagið var áður með dauflegan rekstur. Morgunblaðið/RAX BRÁÐUM verður aftur líf í söium Húsgagnaiðjunnar. Hér er Friðrik Óskarsson t.v. eigandi húss- ins ásamt Helga Hermannssyni skrifstofumanni í bókhaldsþjónustunni. HVOLSVÖLLUR byggðist upp með Kaupfélagi Rangæinga og þróun byggðarinnar og velmegun íbúanna hefur fram á síðustu ár farið mest eftir gangi þessa eina fyrirtækis. Því var það mikið tilfinningamál hjá mörgum íbúum héraðsins þegar ákveðið var fyrr á þessu ári að sam- eina félagið Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi undir nafni KÁ. Fólk ótt- aðist atvinnuleysi, fækkun góðra starfa og minnkandi þjónustu. Að- eins örfáum mánuðum eftir samein- ingu er að koma í ljós að þessi hræðsla virðist hafa verið ástæðu- laus. Atvinnulífið hefur eflst við breytinguna og íbúarnir fá betri þjónustu því fjöldi einkafyrirtækja hefur sprottið upp og yfirtekið rekst- ur sem KR var með og komið upp nýrri starfsemi. Nú er komin starf- semi í byggingar sem stóðu ónotaðar árum saman hjá kaupfélaginu. Breytt viðmót starfsfólks Við yfirtöku KÁ á rekstrinum á Hvolsvelli var því lýst yfir að KÁ sérhæfði sig í ákveðnum rekstri, það er matvöruverslun, ferðaþjónustu og þjónustu við búrekstur, og myndi reyna að koma öðrum rekstri á staðnum í annarra hendur. Að þessu hefur verið unnið. Það var einnig hluti af forsendum sameiningarinnar að bankar og sjóðir yfirtóku stóran hluta af fasteignum félagsins. Frá því KÁ tók við rekstrinum hefur félagið verið að selja frá sér rekstrar- einingar og leigja húsnæði og lána- stofnanirnar að selja eða leigja fast- eignir sínar. í nokkrum tilvikum hafa fyrrver- andi starfsmenn KR fengjð aðra til liðs við sig við kaupin. í kjölfarið hafa orðið breytingar á rekstrinum og þjónustunni. Þykjast menn sjá breytingar á viðmóti gamalla starfs- manna KR þegar þeir eru orðnir sjálfs sín herrar eða undir nýrri stjórn. Magnús Halldórsson sem áður var verkstjóri á Vélaverkstæði KR en nú eigandi þess fyrirtækis segir að þetta sé staðreynd. KR hafi lengi átt í fjárhagserfiðleikum og orðið að halda öllu í lágmarki. Hætta væri á því að starfsfólk staðn- aði og yrði hálf leitt við þannig að- stæður. Þegar nýir eigendur væru að leggja sig fram við að finna við- skipti og fríska upp húsnæði hrifust starfsmennirnir með. Þá segir hann að lögð sé enn meiri áhersla en áður á gott viðmót og þjónustulund við viðskiptavini fyrirtækisins. KR-þjónustan fer vel af stað Rekstur vélaverkstæðis og þó einkum bílaverkstæðis KR var að drabbast niður vegna erfiðleika kaupfélagsins. Töluverð starfsemi var þó í Vélaverkstæðinu og það lifði á fornri frægð. í júní keyptu Magn- ús Halldórsson yfirverkstjóri og Smári Jósafatsson vélvirkjameistari úr Reykjavík fyrirtækið og reka undir nafninu KR-þjónustan ehf. Leigja þeir húsið af KÁ nema hvað rafmagnsverkstæði sem áður var á vegum KR en nú er í eigu fyrrver- andi starfsmanns og Árvirkjans hf. á Selfossi er rekið í hluta plássins. KR-þjónustan rekur vélaverkstæði og efnissölu og bílaþjónustu ásamt varahlutaverslun. Smári Jósafatsson var áður mark- aðs- og sölustjóri í fyrirtæki föður sins, J. Hinriksson vélaverkstæði. Hann segist lengi hafa haft áhuga á að fara út í sjálfstæðan rekstur og hafi strax verið tilbúinn þegar hann frétti af því að Magnús væri að leita að félaga til að kaupa véla- verkstæðið. Smári segir að rekstur- inn hafi gengið vel í sumar, tekist hafi að auka veltuna á vélaverkstæð- inu og búið sé að ná upp viðskiptum bílaþjónustunnar. Þjónusta hefur verið aukin en Smári telur þó að sú áhersla sem þeir hafí lagt á kynn- ingu þjónustunnar um allt Suðurland og að bera sig eftir verkefnum hafi skilað mestu. Húsgögn framleidd á ný Friðrik Óskarsson stofnaði bók- haldsskrifstofu á Hvolsvelli í byijun ársins og fékk þá leigt herbergi í Húsgagnaiðju KR sem staðið hefur lítið notuð árum saman. Hann keypti síðan meirihlutann í steypustöðinni Stöpli sem svo festi kaup á Hús- gagnaiðjuhúsinu. Það er liðlega 1.700 fermetrar að stærð og var í eigu Samvinnulífeyrissjóðsins frá sameiningu kaupfélaganna. Hefur Friðrik verið að byggja þar upp vísi að þjónustumiðstöð. Seldi Þormari Andréssyni verktaka 250 fermetra og leigir nokkrum aðilum, auk þeirr- ar starfsemi sem er þar á hans veg- um en það er bókhaldsþjónustan, steypustöðin Stöpull, útibú Lög- manna Suðurlandi, fasteignasala og fleira. Enn stendur stór hluti hússins ónotaður en til stendur að bæta úr því, að sögn Friðriks. Friðrik hefur nú fest kaup á vélum Húsgagnaiðjunnar og beitt sér fyrir stofnun hlutafélags um innréttinga- og húsgagnaframleiðslu í húsnæðinu í samvinnu við húsgagna- og innrétt- ingaverslunina Stólinn ehf. í Kópa- vogi og einstaklinga á Hvolsvelli. Fyrirtækið nefnist Form-innrétting- ar ehf. og er fyrirhugað að framleiða húsgögn og innréttingar undir því vörumerki. Áætlað er að starfsemin hefjist um áramót og að 15 manns fái vinnu við hana. Friðrik býr í Reykjavík og segist hafa leiðst út í þessi umsvif á Hvols- velli. Hann hafi fengið svo mikinn stuðning fólksins á staðnum þegar hann byijaði að ekki hafí verið aftur snúið. Nefnir hann sérstaklega fé- laga sína úr steypustöðinni, þá Jón Óskarsson og Tryggva Ingólfsson, þeir hafi staðið vel við bakið á sér. Hann viðurkennir að margir hafi í upphafi haft vantrú á þessu fram- taki, talið að kaupfélagið eitt gæti gert alla hluti en nú hefði þetta breyst. Fram úr björtustu vonum í húsnæði sem áður hýsti Raf- magnsverkstæði KR er kominn veit- ingastaður, verslun og ýmis þjón- usta. Hjónin Þorsteinn Jónsson og Aðalheiður Sæmundsdóttir hófu þar rekstur föndur- og handavinnuversl- unar í byijun ársins en þau komu frá Vestmannaeyjum. Þorsteinn stofnaði síðan veitingastaðinn Gall- ery pizza með Ingólfi Ingvarssyni og hefur verið að auka þjónustuna í húsinu. Þau eru með sólbaðsstofu og leigja húsnæði undir hárgreiðslu- stofu og nuddstofu. Húsið er í eigu Landsbankans. „Reksturinn gekk vel í sumar og fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Þorsteinn. Pizzastaðurinn er inni í miðju þorpinu en þrátt fyrir það hefur tekist að fá ferðafólk til að koma þar við. Staðurinn hefur fengið góða auglýsingu út á það að senda pizzur inn á hálendið. Byijaði þessi þjónusta á því að gönguhópur á vegum Ferðafélagsins inni í Emstr- um pantaði pizzur í einhveiju gríni en Þorsteinn tók fólkið á orðinu, kom flatbökunum fyrir í vel einangruðum kössum, sendi jeppa með þær inn í Emstrur og afgreiddi þær heitar. í haust pöntuðu fjallmenn úr Lands- sveit síðan pizzur inn í Landmanna- helli. „Það er mjög gott að vera með rekstur hér á Hvolsvelli, ekki síðra en í Eyjum þar sem ég var með svipaða starfsemi," segir Þorsteinn. Telur hann að sú breyting sem er að verða í atvinnulífinu á Hvolsvelli með mörgum minni fyrirtækjum í staðinn fyrir eitt stórt sé mjög af hinu góða. Einstaklingsframtakið geti gert góða hluti og telur hann að íbúar staðarins kunni að meta það sem gert hefur verið. Matvöruverð lækkað í verslunarhúsi KR sem er í eigu Landsbankans er KÁ með verslun sína, VÍS með umboðsskrifstofu og þar hefur Garðar Halldórsson fram- kvæmdastjóri búrekstrarsviðs KÁ starfsaðstöðu. Eftir skiptin var verslunin frískuð upp og færð til samræmis við aðrar KA-verslanir. Við það lækkaði vöruverðið. í skemmunum á bak við verslun- arhúsnæðið þar sem áður var bygg- ingavöruverslun KR og fóðuraf- greiðsla félagsins er SG á Selfossi með byggingavöruverslun og KÁ með búrekstrardeild. Landsbankinn á húsin. Við yfirtöku SG á bygg- ingavörudeildinni hefur vöruval aukist. Hjónin Ágústa Guðjónsdóttir og Guðjón Guðmundsson reka snyrti- og sólbaðsstofuna Y1 í gamla mötu- neytinu sem áður var í eigu KR. Fleiri ný fyrirtæki eru á staðnum þó ekki sé hægt að rekja þau beint til falls kaupfélagsins, eins og til dæmis bílaverkstæðið Bílvellir. Enn er eftir að telja saumastofu- húsið, stórt og mikið hús sem KR átti en Iðnlánasjóður leysti til sín. Ekki hefur tekist að selja það og þar er lítil atvinnustarfsemi enn sem komið er. KR var með rekstur á Rauðalæk og á þar enn fasteignir. Hefur sama þróun orðið á þeim stað. Starfsmenn keyptu bílaverkstæði og varahluta- verslun en KÁ rekur verslun og búrekstrardeild. Urðu að hugsa öðruvísi Garðar Halldórsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri KR, er ánægður með hvernig mál hafa þróast frá samruna kaupfélaganna. „Þær rekstrareiningar sem hafa verið seldar hafa efist og verslanirnar verið að auka hlut sinn. Það hefur sýnt sig að með sérhæfingu næst betri árangur," segir Garðar. Þá segir hann að þjónustan hafi aukist, vöruverð í mörgum tilvikum lækkað og atvinna á staðnum ekki dregist saman. Helga Þorsteinsdóttir oddviti Hvolhrepps segir að sameining kaupfélaganna hafi komið af stað hreyfingu í atvinnulífinu. „Einstakl- ingar urðu að hugsa öðruvísi og leggja sig meira fram. Menn sem unnu hjá kaupfélaginu hafa fengið aðra í lið með sér við að byggja upp ný fyrirtæki. Ef þessi fyrirtæki ganga vel verður hér mjög blómlegt atvinnulíf," segir Helga. Hún segir að varla sé hægt að tala um atvinnu- leysi á Hvolsvelli, það sjáist rétt yfir veturinn en á öðrum tímum árs vanti frekar fleira fólk til vinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.