Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóðakvöld
í Djúpinu
LJÓÐAKVÖLD verður í Djúpinu,
Hafnarstræti, sunnudaginn 10.
nóvember kl. 21.
Eftirtalin skáld lesa úr eigin
verkum: Elísabet Jökulsdóttir,
Ólöf Þorsteinsdóttir, Dúsa, Ólafur
Grétar og Bragi Óiafsson. Flutt
verður hljóðverk eftir Stein Braga
Magnason.
Allir velkomnir.
Sýningum
að ljúka í
Gerðarsafni
NÚ um helgina lýkur þremur ólík-
um listsýningum í Listasafni
Kópavogs. Þó eiga þær það sam-
eiginlegt að hafa náttúruna að
yrkisefni.
í austursal eru málverk Hrólfs
Sigurðssonar listmálara, í vestur-
sal sýnir Sigrid Valtingojertrérist-
ur og á neðri hæð sýnir Gunnar
Árnason.
Sólarmegin í
Hafnarborg-
SÖNGHÓPURINN Sólarmegin
heldur tónleika á Sóloni íslandusi
sunnudaginn 10. nóvember og í
Hafnarborg þriðjudaignn 12. nóv-
ember, í bæði skiptin kl. 20.30.
Á efnisskrá tónleikanna verður
sitthvað af efni geislaplötu sem
Sólarmegin er að gefa út, en einn-
ig ný lög og eldri.
Sigríður
Kristín sýnir í
Myndási
SIGRÍÐUR Kristín Bimudóttir
opnar ljósmyndasýningu í Ljós-
myndamiðstöðinni Myndási,
Laugarásvegi 1, á morgun, laug-
ardag.
Sigríður Kristín vann til 1. verð-
launa í íslandskeppni Agfa og
Myndáss í fyrra. Hún stundar nú
nám í ljósmyndun í Gautaborg.
Sýningin verður opin virka daga
kl. 10-18 og á laugardögum kl.
10-16 til 29. nóvember. Eftir það
verður opnuð sýning af verðlauna-
myndum Islandskeppninnar fyrir
árið 1996.
Sýningum að
ljúka á Ham-
ingjuráninu
NÚ ERU aðeins tvær sýningar
eftir á Stóra sviðinu á söngleikn-
um Hamingjuráninu, sem frum-
sýndur var á Smíðaverkstæðinu á
liðnu leikári.
Höfundur verksins er Bengt
Ahlfors. Hamingjuránið er róman-
tískur og gamansamur söngleikur
um stolnar hamingjustundir ís-
lensks bankastarfsmanns og ít-
alskrar þvottakonu.
Leikendur eru Hilmir Snær
Guðnason, Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir, Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Öm
Árnason, Bergur Þór Ingólfsson
og Flosi Ólafsson.
Einnig tekur þriggja manna
hljómsveit þátt í sýningunni. Leik-
stjóri er Kolbrún Halldórsdóttir.
Síðustu sýningar era sunnudag-
inn 10. nóvember og fóstudaginn
15. nóvember.
Sýningar
framlengdar
SÝNINGAR þeirra Jóns Garðars
Henryssonar og Helgu Ármanns
hafa verið framlengdar um viku
og lýkur þeim þá mánudaginn 11.
nóvember.
Jón Garðar sýnir olíumálverk í
aðalsal Hafnarborgar og Helga
sýnir rauðkrítar- og kolateikning-
ar í Sverrissal.
Sægarpur og athafnamaður
Soffanías Hjörtur
Cecilsson Gíslason
BÆKUR
Endurniiiiningar
SOFFI í SÆROKI SÖLTU
Endurminningar Soffaníasar
Cecilssonar í Grundarfirði
eftir Hjört Gíslason.
Hörpuútgáfan 1996 — 199 síður.
ALLTAF er ánægjuefni að lesa
um velgerða dugnaðarmenn, sem
hafa, ef svo má segja, skapað líf
sitt sjálfir, fyllt það tilgangi og
merkingu og stuðlað að farsæld
margra í kringum sig.
Einn þessara manna er Soffanias
Cecilsson í Grundarfirði. Hann
missti föður sinn ungur og innan
við fermingu var hann farinn að
stunda sjó. Með tímanum varð hann
aflasæll og áræðinn skipstjóri, út-
gerðarmaður og fiskverkandi.
Grundarljarðarbyggð á honum að
miklu leyti að þakka tilvist sína og
viðgang.
I þessari bók er saga Soffaníasar
sögð. Höfundurinn segir í formála
að þetta sé „ekki ævisaga í venju-
legum skilningi orðsins, heldur ein-
faldlega sagan um Soffa, unnin upp
úr fjölmörgum samtölum við hann
og fjölskyldu hans, heimsóknum í
Grundaríjörð og úr öðrum heimild-
um“. Þannig hélt ég raunar að flest-
ar ævisögur lifandi manna væru
gerðar. Þetta ber kannski að skilja
svo að framangreindur
efniviður sé látinn
halda sér að mestu, en
ekki unnin úr honum
samfelld saga. í þessu
tilviki hygg ég að þetta
sé ekki svo illa til fall-
ið. Það verður nokkuð
á kostnað bókmennta-
gildis, en fyrir bragðið
kemst lesandinn nær
þessum sérstæða
manni, heyrir hann
segja frá einstökum
köflum og atvikum ævi
sinnar og láta í Ijós
hispurslausar og
ákveðnar skoðanir sín-
ar, byggðar á langri
reynslu og mikilli þekkingu, en ekki
alltaf án mótsagna. Kviðlingar hans
fljóta með, þó ekki séu þeir mikill
skáldskapur og brageyrað mætti
vera hljóðnæmara. En þetta er
maðurinn. Ótrúlegur vinnuþjarkur,
sem krafðist mikils af sjálfum sér
og öðrum, en hlýr og hjálpsamur,
góður faðir og heimilisfaðir og
kunni að skemmta sér á góðri stund.
Heimur hans var kannski ekki mik-
ill á breiddina, því hann var sjór
og aftur sjór, fiskur og aftur fisk-
ur. En innan þessara marka var
heimur hans dýpri en flestra ann-
arra.
Það var vissulega gaman að fá
að kynnast Soffa í þessari frásögn.
Kvótabraskarar, kvótaúthlutendur
og þeir sem áhuga hafa á vel-
gengni sjávarútvegs og verndun
fiskistofna ættu að hlusta vel á það
sem gamli maðurinn hefur fram að
færa.
Um frágang bókarinnar hef ég
fátt að segja. Málfar mætti stund-
um vera vandaðra. Þar eru sums
staðar hnökrar á sem vel hefði
mátt laga með meiri yfirlestri.
í bók af þesu tagi koma að sjálf-
sögðu fyrir fjölmörg mannanöfn.
Nafnaskrá á því auðvitað að vera
í bókarlok. Hafa ber í huga að rit
sem þetta er oft notað sem heimild
og er þá nafnaskrá til mikils hag-
ræðis.
Sigurjón Björnsson
Morgunblaðið/Kristinn
Skáldaðar eyjar á Sóloni
GUÐBJÖRG Lind Jónsdóttir
myndlistarmaður sýnir olíumál-
verk á Sóloni Islandusi. „Eg hef
lengi verið að vinna með fossa
í verkum mínum en nú eru þeir
runnir út í haf. I myndunum á
sýningunni er ég að fást við
eyjar og hafið sem umlykur
þær. Þetta eru skáldaðar eyjar.
Segja má að þessar myndir lýsi
ákveðinni þróun í list minni frá
hinu þrönga sjónarhorni sem
einkennir myndirnar af fossun-
um og út í víðáttur hafsins; ef
til vill endurspeglar þetta ann-
ars vegar æskuslóðir mínar á
Isafirði þar sem fjöllin þrengja
að manni og sjónarhornið á
heiminn og hins vegar flutning
minn hingað suður í víðátturn-
ar.“
I bæklingi sem gefin hefur
verið út í tilefni sýningarinnar
ritar Auður Ólafsdóttir um
verk Guðbjargar Lindar og seg-
ir meðal annars: „Að svo miklu
leyti sem tilfinningabundin
upplifun umhverfis hefur áhrif
á efnistök listamanns, mætti að
sama skapi segja að víðátta
sundanáttúrunnar umhverfis
höfuðborgina, þar sem Guð-
björg Lind er búsett, hafi opnað
myndfletinum nýjar víddir.
Eyjar sem fljóta á láréttum
öldum og uppstillingar með
borðum eru hvorttveggja dæmi
um opin verk sem byggja á lá-
réttum áherslum. Formrænt
séð er jafnræði með slíkum
verkum. Þau eru hljóðlátar
kyrralífsmyndir á hvítum lér-
eftsdúk. Brot af heild.“
Þetta er síðasta sýningar-
helgi Guðbjargar Lindar á Sól-
oni.
Ferskir og fínir
TÓNLIST
Morgunblaðið/Aldís
„Þegiðu Hallmar“
Hveragerði. Morgunblaðið.
Hljómdiskar
ÁR VASALDA
Karlakórirm Fóstbræður 80 ára.
Stjómandi: Ami Harðarson. Píanó-
leikari: Jónas Ingimundarson. Ein-
söngvarar: Þorgeir J. Andrésson,
Eiríkur Hreiirn Helgason, Grétar
Samúelsson, Ámý Ingvarsdóttir.
Stjóm upptöku: Sigurður Rúnar
Jónsson/Stúdío Stemma.Upptöku-
staður: Digraneskirkja. Útgefandi
Skífan ehf. 1996 SCD 181.
„... FÓSTBRÆÐUR eru án alls
efa í fremstu röð norrænna kóra,“
sögðu þeir í Finnlandi í vor (Mika-
el Kosk, Hufvudstadsbladet, og er
vist engin ástæða til að rengja þá
fullyrðingu, né að fara að tíunda
hér glæstan feril kórsins á sínum
80 ára ferli, enda hefur Jón Ás-
geirsson gert honum góð skil í
umsögn í Morgunblaðinu í tilefni
afmælistónleikanna í - Háskólabíói
fyrir skemmstu. Þessi hljómdiskur
gerir svo sem ekki annað en að
árétta það sem þar kom fram um
söng kórsins undir mjög góðri
stjórn Árna Harðarsonar. Sannleik-
urinn er sá að þessi framúrskar-
andi góði kór hefur ætíð notið leið-
sagnar hinna færustu stjórnenda,
allt frá upphafi, er Jón Halldórsson
stýrði honum af góðum smekk og
músíkalskri röggsemi.
Satt að segja hef ég sjaldan
heyrt kórinn syngja betur en á
þessum hljómdiski. Ég hef heyrt
hann syngja „öðruvísi" vel, jafnvel
með „útfærðari" og bundnari blæ-
brigðum, og öfugt (auk stjórnanda
getur efnisval líka átt hér hlut að
máli), en kórinn hefur ekki oft
hljómað betur eða túlkað lögin af
músíkalskara innsæi og karakter.
Sumir fastir liðir, svo sem Kirkju-
hvoll, Skarphéðinn í brennunni, Á
Sprengisandi, Siglingavísur Jóns
Leifs o.s.frv., hljóma hér ferskir
og dálítið öðruvísi en endranær.
Söngskráin er góð blanda af
gömlu og nýju, sumt hreinar ger-
semar. Þau nýrri, útsetningar og
frumsamið, eftir Jón Ásgeirsson,
Atla Heimi Sveinsson og Árna
Harðarson (við texta Þorsteins frá
Hamri, einnig skemmtileg útfærsla
á „Kall sat undir kletti“ eftir Jór-
unni Viðar). Allt hinar fínustu tón-
smíðar og vel sungnar. Diskurinn
endar á hinum fagra sálmi Þorkels
Sigurbjörnssonar og Kolbeins
Tumasonar, Heyr, himnasmiður.
Þá er eftir að hrósa einsöngvur-
um fyrir ágæta frammistöðu, Jón-
asi Ingimundarsyni (gömlum
stjórnanda kórsins) fyrir píanóleik-
inn og Sigurði Rúnari fyrir hljóðrit-
un sem fram fór í hinni hljómvænu
Digraneskirkju.
Enginn unnandi karlakórssöngs
verður svikinn af þessum hljóm-
diski - og jafnvel ekki heldur hin-
ir, sem vilja bara hlusta á góða
tónlist og góðan söng.
Oddur Björnsson.
LEIKFELAG Hveragerðis sýnir nú
nýja revíu eftir Guðrúnu Ásmunds-
dóttur leikkonu. Revían hefur hlot-
ið nafnið „Þegiðu Hallmar" og
gerist í Hveragerði árið 1947.
Guðrún Ásmundsdóttir er bæði
GALLERÍ Borg heldur listmunaupp-
boð, sunnudaginn 10. nóvember. Úpp-
boðið fer fram í GuIIhömram, Húsi
Iðnaðarmannafélagsins Hallveigar-
stíg 1 og hefst kl. 20.30. Boðin verða
um 80 málverk og um 15 handunnin
persnesk teppi. Málverkin era flest
eftir okkar þekktustu listamenn. Þar
á meða! nokkrar perlur eftir gömlu
meistarana t.d. tröllamynd eftir
Mugg, stórt Þingvallamálverk eftir
Jón Stefánsson, Maður á hesti eftir
Jóhann Briem, uppstilling frá 1949
eftir Þorvald Skúlason, stór skútu-
mynd eftir Jóhannes S. Kjarval, mód-
elmynd og stórt síldarsöltunarmál-
verk frá Siglufírði eftir Gunnlaug
leikstjon og höfundur revíunnar.
Söngtexta samdi Anna Jórunn
Stefánsdóttir. Næstu sýningar eru
í Hótel Hveragerði, föstudags- og
laugardagskvöld þessa og næstu
helgi.
Blöndal. Málverk úr Hafnarfirði eftir
Gunnlaug Scheving, nokkur verk eft-
ir Ásgrím Jónsson, þijú stór olíumál-
verk eftir Karl Kvaran, uppstilling
eftir Nínu Tryggvadóttur og síldar-
söltun eftir Kristínu Jónsdóttur.
Þá verður boðin upp ein af þekkt-
ari myndum Hrings Jóhannessonar
ásamt myndum eftir Braga Ásgeirs-
son, Gunnar Örn, Svein Bjömsson,
Ágúst Petersen, Sigurð Sigurðsson,
Tryggva Ólafsson og fleiri.
Uppboðsverkin verða sýnd í Gallerí
Borg Aðalstræti 6 föstudaginn 8.
nóvember, laugardaginn 9. nóvember
og sunnudaginn 10. nóvember frá kl.
12-18.