Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 17 Iduvæn tölva □rgjörvi: PowerPC 6Q3e 120 MHz Skjár: Apple Multiple Scan 14" litaskjár Vinnsluminni: 8 Mb Harðdiskur: 1.200 Mb Geisladrif: Apple CD600Í Forrit á íslensku: ClarisWorks 3.0 Rta/öllur 3.0 Málfræöigreining Leikir: Amazing Animation Sammy's Science House Thinkin' Things Spectre Supreme Geisladiskar 3D Atlas Asterix Concertware Daedalus Encounter - 3 Grolier Making Music Peanuts Rock Rap'n Roll Myst a Lw % Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavik, sími: 511 5111 Heimasíða: http://www.apple.is ESB spáir örari vexti á næsta ári Briissel. Reuter. HAGVÖXTUR í Evrópusamband- inu mun líklega aukast um 1,6% í ár og 2,3% árið 1997 að sögn framkvæmdastjómar sambands- ins. Samkvæmt hálfsársskýrslu framkvæmdastjómarinnar er búizt við að 12 lönd minnki fjár- lagahalla í 3% vergrar landsfram- leiðslu. Að mati framkvæmdastjómar- innar munu aðeins Grikkland, ítal- ía og Bretland ekki fullnægja skil- yrðum Maastricht-sáttmálans um aðild að sameiginlegum gjaldmiðli 1999. Mat framkvæmdastjórnar á vexti í ESB hefur lítið breytzt síð- an í vor þegar gert var ráð fyrir að verg landsframleiðsla mundi aukast um 1,5% 1996 og 2,4% á næsta ári. í Þýzkalandi er gert ráð fyrir verulega meiri hagvexti, 1,4% í stað 0,5% áður. Peningamálastjóri ESB, Yves- Thibault de Silguy, sagði á blaða- mannafundi að meirihluti aðildar- landa hefði hafízt handa um mark- tækar tilraunir til að minnka fjár- lagahalla. Um leið og betri efnahagshorfur í Þýzkalandi hafa stuðlað að já- kvæðara mati fyrir næsta ár er bent á að horfur séu á minni hag- vexti á Ítalíu, 0,8% í stað 1,8% eins og áður hafði verið áætlað, valdi því gert sér ráð fyrir minni heildartiagvexti en ella. Ef Ítalía væri ekki reiknuð með væri vöxtur vergrar landsfram- leiðslu í ESB 0,25% meiri 1996 og 1997. ♦ ♦ ♦------- Hagnaður BSkyB eykst um 31% London. Reuter. BREZKA gervihnattasjónvarpið BSkyB kveðst hafa til athugunar frekari fjárfestingar í Þýzkalandi og hyggst sjónvarpa öðrum meiri- háttar íþróttaatburði gegn greiðslu í Bretlandi síðar í þessum mánuði. Hagnaður fyrir skatta jókst um 31% í 66 milljónir punda eða 660 milljónir króna á þremur mánuð- um til septemberloka. Fyrirtækið, sem News Corp Ruperts Murdochs er aðalhluthafí í, segir að áskrifendum hafi íjölgað í 5.65 milljónir til septemberioka, eða um 146.000 á ársfjórðungn- um. BSkyB á þýzkan sjónvarpsmarkað í sumar kvaðst BSkyB mundu kaupa allt að 49% hlut í DFl, hinu stafræna þýzka sjónvarpi sem bæverski fjölmiðlajöfurinn Leo Kirch hleypti af stokkunum. Nú kveðst BSkyB íhuga töluverða fjárfestingu í öðru þýzku sjónvarpi sem byggist á áhorfí gegn greiðslu. DFl hefur farið hægt af stað, en búizt er við að þýzki greiðslu- sjónvarpsmarkaðurinn verði í örum vexti á næstu árum. BSkyB hyggst bjóða íþróttaá- horf gegn greiðslu á morgun 9. nóvember þegar Mike Tyson kepp- ir við Evander Holyfíeld í Las Vegas um WBA krúnuna í hnefa- leikum í þungavigt. Seint á næsta ári hyggst BSkyB koma upp stafrænu gervihnatta- sjónvarpi í Bretlandi. Áhorf á íþróttaðviðburði gegn greiðslu verður líklega aðaltekjulind af aukarásum sem byggjast á staf- rænni tækni. Volvo á batavegi eftir uppstokkun Gautaborg. Reuter. VOLVO skilaði minni hagnaði en efni stóðu til fyrstu níu mánuði ársins 1996, en búist er við að fyrirtækið sé á batavegi eftir al- gera endurskipulagningu, sem hófst 1995. Sören Gyll forstjóri sagði á blaðamannafundi nýlega að Volvo hefði einbeitt sér að kjarna starf- seminnar og sölu eigna væri að mestu lokið. Við höfum fulla stjórn á starfseminni og staðan á efna- hagsreikningi fyrirtækisins er góð, sagði hann. Hagnaður fyrir skatta jókst um 12% í 12,03 milljarða sænskra króna, en eingöngu vegna hagnaðar af sölu eigna, meðal annars vegna 7.77 milljarða dollara hagnaðar af sölu bandarísk-sænska lyfjafyrir- tækisins Pharmacia & Upjohn Inc. Sala minnkaði um 12% í 113.6 milljarða s.kr. Þar af minnkaði sala vörubíla um 14% í 32.71 millj- arða s.kr. og sala fólksbíla um 5% í 59.83 milljarða. Rekstrarhagnaður af bifreiða- starfseminni minnkaði í 2,32 millj- arða sænskar krónur. Þrátt fyrir 600 milljarða s. króna hagnað af gengissveiflum í ár er talan aðeins fjórðungur 8.84 milljarða rekstrar- hagnaðar fyrir ári. Þó segja yfirmenn Volvos að fyrirtækið muni aftur skila dijúg- um hagnaði á næsta ári vegna nýrra gerða og betra ástands á helztu mörkuðum. Vonbrigði með vörubíla Frammistaða vörubíladeildar olli einkumm vonbrigðum. Eftirspurn var dræm í Norður- og Suður- Ameríku, en í Evrópu voru afhent- ir 6% fleiri bflar heldur en á sama tímabili í fyrra. Vörubílaforstjóri Volvo, Karl- Erling Trogen, sagði að nýjum VN flokki hefði verið vel tekið á Banda- ríkjamarkaði og hefðu 1500 pant- anir borizt. Sala jókst um 8% á nýrri röð 850 fólksbíla og segir Volvo að sala á S40/V40 línunni sé „hag- stæð.“ Hinn nýi C70, sem sýndur var í París á dögunum, hefur ekki ennþá hitt í mark. Sérfræðingar segja kvíðvæn- legast að rekstrarhagnaður vöru- bíladeildar minnkaði í 413 milljón- ir sænskra króna úr 4.03 milljörð- um ári áður. í því sambandi er bent á að vörubíladeildin var aðal- tekjulind Volvo í byijun þessa ára- tugar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.