Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 4 MORGUNBLAÐIÐ Formaður Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi félagsins Auðlindaskattur nýttur til að snúa þróuninni við ARTHUR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, sagðist á aðalfundi LS í gær hafna aukinni skattlagningu á sjávarút- veginn þar sem hún fullnægði engu réttlæti, yrði síst til sátta um sjávar- útvegsmálin og vart myndi líða langur tími þar til hugmyndasmið- irnir fyndu upp á framlengingu á þessum skattatroðningi. Aftur á móti telur hann þær fréttir er bárust frá Bandaríkjunum fyrir skömmu allrar athygli verðar þar sem að þarlendir hafi lagt veiði- leyfagjald á útgerðina til að standa undir kostnaði við fiskveiðistjórnun og hluta gjaldsins ætti að nota til fyrirgreiðslu til smábátaútgerðar- innar og til að auðvelda nýliðum að byrja í greininni. „Sú heiftarlega öfugþróun, sem átt hefur sér stað með hnignun strandveiðiflotans okkar, hlýtur að koma í hugann í þessu sambandi. Hundruð smábáta eru úreltir á sama tíma og metafli er á íslands- miðum. Bátaflotanum, sem hefur verið hvað drýgstur í öflun hráefnis fyrir landvinnsluna og berst nú í bökkum, hefur á sama tíma verið Niðurstaða dóms Hæstaréttar Starfsmenn SR njóti biðlauna HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær ís- lenska ríkið til að greiða konu, sem starfaði hjá Síldarverksmiðjum rík- isins og hélt starfí sínu er fyrirtæk- ið var einkavætt og nafni þess breytt í SR-mjöl hf, biðlaun þar sem hún njóti ekki sambærilegra rétt- inda eftir og áður. Héraðsdómur hafði einnig dæmt konunni í hag. SR-mjöl tók við rekstri Síldar- verksmiðja ríkisins 1. ágúst 1993. Konan hafði í starfí hjá Síldarverk- smiðjunum notið réttarstöðu opin- bers starfsmanns. Hjá hlutafélag- inu naut hún ekki lakari launa og var áfram í lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins en réttindi hennar urðu með öðrum hætti en ef hún hefði haldið starfi hjá ríkinu. Að öðru leyti giltu kjarasamning- ar VR um kjör konunnar. „Ekki er ágreiningur um, að sá kjarasamn- ingur veiti ekki rétt til fyrirfram- greiðslu launa eða biðlauna við nið- urlagningu stöðu, og ákvæði um veikindarétt, fæðingarorlof og slysatryggingu séu þar með nokkuð öðrum hætti en í kjarasamningum starfsmanna ríkisins," segir í dómi Hæstaréttar. 434 þúsund kr. í bætur Konunni voru dæmdar 434 þús- und krónur — laun fyrir 6 mánaða starf — með dráttarvöxtum frá því að til kröfu hennar stofnaðist. Ríkisstarfsmenn sem ráðnir voru fyrir júnímánuð á þessu ári hafa sem kunnugt er átt rétt til biðlauna þegar starf þeirra er lagt niður og þeim stendur ekki til boða sambæri- legt starf á vegum ríkisins. í júní var gerð sú breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins að biðlaun eru greidd nema viðkomandi hafni sambærilegu starfi án tillits til þess hvort það er hjá ríki eða öðrum aðilum. fargað á altari ofurhagræðingar- innar. Einu forsendurnar, sem ég gæti fallist á fyrir auðlindaskatti eða veiðileyfagjaldi, yrðu að vera með þeim hætti að stór hluti slíks gjalds yrði notaður til að snúa þess- ari þróun við,“ sagði Arthur og bætti við að sá grunur læddist að sér að nokkuð margir landar okkar gætu vel fallist á slíka útfærslu veiðileyfagjalds. „Mér segir svo hugur, að fískvinnslukonumar og þjónustuaðilarnir víðast á landinu myndu jafnvel fagna slíkri út- færslu.“ Efnaliagslegt slys Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagðist, á aðalfundi LS, telja að hér hafí verið unnið að því að byggja upp skynsamlegt físk- veiðistjómunarkerfi og því væri verið að koma aftan að mönnum ef því kerfí yrði allt í einu breytt, t.d. eftir næstu kosningar, og afla- heimildir seldar í gegnum uppboðs- kerfí, eins og fylgismenn auðlinda- skatts væm að tala fyrir. „Ég tel að það yrði ekki bara pólitískt slys, heldur og efnahags- legt slys ef ný ríkisstjórn færi þá leið.“ Þorsteinn sagði mikilvægt að fara djúpt ofan í auðlindaskattsum- ræðuna til þess að menn átti sig á því hvaða áhrif slíkur skattur myndi hafa í för með sér. Augljóslega myndi uppboð á aflaheimildum raska öllu því jafnvægi og öryggi, sem menn hafa þó verið að reyna að koma á varðandi þessar veiðar auk þess sem nýr skattur á svo litl- ar útgerðir gætu riðið rekstrar- grundvellinum að fullu. Það væri auðveldara fyrir stóru útgerðimar að þola viðbótarskatt en þær minni, segir ráðherrann. ■ Aðalfundur LS/18. Rásin úr Grímsvötn- um fallin saman RÁSIN sem liggur niður i Gríms- vötnum er orðin hálfur kílómetri að breidd og yfir hundrað metra Újúp. Víða eru göt, tugi og upp í hundruð metra í þvermál, og sum yfir hundrað metrar á dýpt. Mik- ill ís hefur fallið ofan í rásina og vatnsrennslið er sennilega að mestu leyti hætt. Hæð Grímsvatna er nú 1.345 metrar yfir sjávarmáli, eða 165 metrum lægri en þau voru áður en hlaupið hófst og 35 metrum lægri en við síðasta hlaup, í apríl í vor. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að eftir sé að endurskoða áætlanir um hversu mikið vatn hafi runnið fram á Skeiðarársand, en gera megi ráð fyrir að það sé nær fjór- um rúmkílómetrum en þremur, eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að flóðtoppur- inn hafi hugsanlega verið enn hærri en hingað til hefur verið talið, því rennslið var reiknað út frá heildarvatnsmagni í Gríms- vötnum. 2Vi árs fangelsisvist fyrir alsælusmygl HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt fjóra menn til 2Vi árs fang- elsisvistar og greiðslu 300 þúsund króna sektar fyrir stórfelldan inn- flutning og sölu á alsælutöflum árið 1995. Fimm menn voru ákærð- ir í málinu en einn þeirra var sýkn- aður af refsikröfu ákæruvaldsins. Grétar Ingi Gunnarsson, 26 ára, og annar maður voru ákærðir fyrir að hafa í byijun mars 1995 keypt í félagi allt að 350 alsælutöflur í London, neytt nokkurra taflna þar sjálfír og skipt 342 töflum með sér til helminga og í hagnaðarskyni flutt hvor sinn hluta hingað til lands 6. mars, og hvor um sig selt megn- ið af sínum hluta ótilgreindu fólki í Reykjavík. Grétar Ingi var jafn- framt ákærður fyrir að hafa frá lokum júlí og fram í október keypt og selt í hagnaðarskyni alsælutöflur og jafnframt á þessu tímabili keypt samtals um 350 töflur af meðá- kærða Kristjáni Berg Ásgeirssyni, 25 ára, og selt töflurnar ungmenn- um í Reykjavík. Kristján Jóhann Stefánsson, 24 ára, var ákærður fyrir að hafa selt Kristjáni Berg og Tryggva Knud Óskarssyni, 26 ára, 250-300 al- sælutöflur, og þeir Kristján Berg og Tryggvi voru ákærðir fyrir að hafa flutt til landsins alsælutöflur frá London, sem þeir keyptu þar af Kristjáni Jóhanni, og í hagnaðar- skyni flutt töflurnar hingað til lands 23. júlí og hafíð sölu þeirra, en hagnaðinum hugðust þeir skipta með sér að jöfnu. Þeir seldu Grét- ari Inga verulegan hluta taflnanna. Fimmti maðurinn var sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins þar sem töflumar sem hann flutti inn í félagi með Grétari Inga innihéldu efni sem ekki falla undir ávana- og fíkniefni samkvæmt löggjöf um ávana- og fíkniefni. Gruggið nær 35 kílómetra á haf út VATNIÐ úr Skeiðarárhlaupi nær nú að minnsta kosti 35 kílómetra á haf út. Að sögn Jóns Ólafssonar haffræðings á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni er stríður straumur vestur með ströndinni. Vatnið er um núll gráður þegar það kemur út í sjóinn en hitnar eftir því sem það blandast sjónum. Sjávarhiti á þessum slóðum er nú um átta gráður. Búast má við, að ef veður helst óbreytt geti flekkur- inn verið kominn út fyrir Vík í Mýrdal eftir um það bil tvo sólar- hringa. „Við tökum sýni og mælum hit- ann, seltuna og gegnskin sjávarins á mismunandi dýpi, til að sjá hvemig gruggið dreifist,“ segir Jón. „Sums staðar er það mest dýpst, en samt hefur ekkert orðið vart við eðjuflóð á botninum. Ég hugsa að fiskur hafi hrakist í burtu af svæðinu, en við höfum ekkert sem bendir til þess að það hafi valdið öðrum skaða á líf- ríkinu.“ FRÉTTIR Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.