Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 256. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stærstu stjórnarandstöðuflokkar Rúmeníu boða samstarf Farþega- þotu saknað Lagos. Reuter. FARÞEGAÞOTU með 141 mann innanborðs var saknað í Nígeríu í gærkvöldi. Þotan var af gerðinni Boeing 727 og á leiðinni frá borginni Port Harco- urt til Lagos. Um borð voru 132 farþegar og níu manna áhöfn. Björgunarsveitir leituðu að þot- unni í gærkvöldi og hafði þá ekkert heyrst frá flugmönnunum í fimm klukkustundir. Reuter Byltingar- innar minnst ÞÚSUNDIR kommúnista gengu undir rauðum fánum í Moskvu í gær til að minnast þess, að 79 ár voru liðin frá byltingu bolsé- víka í Rússlandi 1917. Borís Jeltsín forseti, sem er á góðum batavegi að sögn lækna, hélt hins vegar upp á daginn með því að gefa út tilskipun um, að héðan í frá skyldi hann heita „Dagur samstöðu og sátta“. ■ „Dagur samstöðu/21 Banda- lag gegn Iliescu forseta Búkarest. Reuter. TVEIR stærstu stjórnarandstöðu- flokkarnir í Rúmeníu mynduðu í gær bandalag gegn Ion Iliescu forseta fyrir síðari umferð forsetakosning- anna 17. nóvember eftir að hafa borið sigurorð af flokki hans í þing- kosningum. Flokkarnir lofuðu að styðja Emil Constantinescu, sem varð í öðru sæti í fyrri umferð forsetakosning- anna 3. nóvember. I síðari umferð- inni verður kosið milli hans og Iliescus, sem er fyrrverandi Christopher hættir kommúnisti. Flokkarnir telja að Rúmenar losni ekki við arfleifð kommúnismans nema þeir losi sig við Iliescu úr forsetaembættinu. Constantinescu og Petre Roman, fyrrverandi forsætisráðherra, föðm- uðust eftir að hafa undirritað sam- komulag um samvinnu flokkanna. Roman varð í þriðja sæti í fyrri umferðinni, með 20,5% fylgi, en Constantinescu 28% og Iliescu 32%. Boða „sanna lýðræðisstjórn" Constantinescu sagði að flokkarn- ir tveir hygðust mynda „sanna lýð- ræðisstjórn" á næstu dögum og taka höndum saman í forsetakosningun- um til að tryggja að lýðræðisöflin færu með sigur af hólmi. Roman var forsætisráðherra í stjórn lliescus í tæp tvö ár en honum var vikið frá 1991 vegna óeirða meðal námamanna, sem lögðust gegn efnahagsumbótum hans. Flokkur Romans, Samband jafnað- armanna (USD), fékk 13% fylgi í þingkosningunum, miðflokkabanda- lag Constantinescus (CDR) 30% og flokkur Iliescus, PDSR, 23%. Oljóst um arf- taka Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hélt í gær blaðamannafund með Warren Christopher utanríkis- ráðherra og skýrði frá af- sögn hins síð- arnefnda. Kvaðst Clinton samþykkja lausnarbeiðn- ina „með mikl- um trega“, fáir einstakl- ingar hefðu átt jafnmikinn þátt i að móta stefnuna á fyrra kjörtímabili hans. Clinton kvaðst ekki hafa tek- ið ákvörðun um eftirmann Chri- stophers. Vitað er að William Perry varnarmálaráðherra hyggst einnig hætta og skýrt var frá afsögn Federico Pena samgönguráðherra í gær. Pena þótti gera ýmis mistök í tengsl- um við mál flugfélagsins Valu- Jet. Warren Christopher Reuter LEIÐTOGAR tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í Rúm- eníu, Emil Constantinescu (t.v.) og Petre Roman, takast í hend- ur og mynda sigurmerki með fingrunum eftir að hafa undirrit- að samkomulag um samstarf. Flokkarnir ætla að mynda sam- steypustjórn og bandalag gegn Ion Iliescu forseta í síðari um- ferð forsetakosninganna 17. nóvember. Indland Hátt í 500 farast í fellibyl Hyderabad. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 465 manns biðu bana í fellibyl sem gekk yfír helsta landbúnaðar- ríki Indlands, Andhra Pradesh, að sögn yfirvalda í ríkinu í gærkvöldi. V. Chandrababu Naidu, æðsti ráðherra ríkisins, sagði / að allt að 1.000 manns gætu hafa farist í óveðrinu. Fellibyl- urinn gekk yfir suðaustur- strönd Indlands í fyrrakvöld, eyðilagði hús, uppskeru, síma- og rafmagnslínur og vegi. Oveðrinu slotaði í gær. Yfirvöld sögðu þetta mesta fellibyl á svæðinu í tíu ár. Allt atvinnulíf lamaðist í hafnar- borginni Kakinada og í hérað- inu Austur-Godavari eyðilögð- ust eða skemmdust 100.000 íbúðir, auk þess sem hrís- gijónauppskera á 8,5 milljóna hektara svæði eyðilagðist vegna flóða. Að minnsta kosti 309 manns fórust í héraðinu. Flestir létu lífið í flóðum eða þegar hús hrundu og margir dóu af völdum raflosts. Margir flóttamenn sagðir devja úr þorsta í Zaire Goma, Keshero, Brussel. Reuter. MARGIR flóttamenn frá Rúanda hafa þegar dáið úr þorsta á íjöllum í austurhluta Zaire, að því er emb- ættismenn Sameinuðu þjóðanna höfðu eftir flóttafólki sem kom frá þessu stríðshrjáða svæði í gær. 1,2 milljónir hútúa frá Rúanda og Búrúndí eru á svæðinu, þar af er helmingurinn yngri en 16 ára. Flóttamenn sem fóru yfir landamær- in til Rúanda sögðu embættismönn- unum að margir hefðu dáið af völd- um vatnsskorts á hijóstrugu eld- fjallasvæði norðan við Kivu-vatn. „Þeir sögðust hafa séð fólk hrynja niður ofan við flóttamannabúðirnar. Einn reyndi að sjúga vatn úr rótum tijánna," sagði talsmaður Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Fregnir hermdu ennfremur að vopnaðir hópar öfgamanna úr röðum hútúa hefðu rænt um hundrað börn- um í þorpum nálægt borginni Goma og héldu þeim í gíslingu í flótta- mannabúðum. Mikil spenna var' einnig í höfuðborginni, Kinshasa, og þúsundir námsmanna réðust inn í þinghúsið til að krefjast afsagnar forsætisráðherrans, Kenga wa Dongo, sem er tútsi í aðra ættina. Námsmenn hafa efnt til mótmæla í borginni undanfarna daga vegna óánægju með ófarir stjórnarhersins í austurhlutanum, sem er að mestu á valdi uppreisnarmanna úr röðum tútsa. Deilt um hernaðaríhlutun Mobutu Sese Seko, forseti Zairé, er hlynntur tillögu Frakka og Spán- veija um að sendar verði alþjóðlegar hersveitir til austurhluta landsins, enda gæti það orðið til þess að her hans næði svæðinu aftur á sitt vald. Bandaríkjastjórn er hins vegar treg til að verða Mobutu að liði og kvart- ar yfir því að tillögur Frakka séu óljósar. Tillaga Frakka og Spánveija um hernaðaríhlutun fékk ekki hljóm- grunn á fundi ráðherra frá ríkjum Evrópusambandsins en samþykkt var að senda þijá utanríkisráðherra til að meta ástandið í Zaire. Hjálparstofnanir greinir einnig á um hvernig afstýra eigi hungurs- neyð í iandinu. Yfirmaður Flótta- mannahjálparinnar sagði að senda þyrfti „hlutlausan her“ til að hand- taka og afvopna stríðandi fylkingar í austurhluta Zaire. „Hernaðaríhlut- un er engin lausn á ástandinu," sagði hins vegar hjálparstofnunin Hjálpið börnunum. „Slík íhlutun tæki of langan tíma og þótt samkomulag næðist um hana myndi hún aðeins gera illt verra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.