Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 25 LISTIR Milli róman- tískra elda TONLIST Háskölabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Mendelssohn: Suðurejja-forleikur; Karólína Eiríksdóttir: Klarínett- konsert; Bruckner: Sinfónia nr. 4. Einar Jóhannesson, klarínett; Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm Lans Shui. Háskólabíó fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20. RAUÐUR var litur tónleikaraðar- innar, innan hverra vébanda var efnt til sinfóníutónleika í Háskólabíói í gærkvöld, og sem leggur áherzlu á að fá til liðs við hljómsveitina heims- þekkta erlenda einleikara, eins og segir í vetrardagskrá SÍ. En rauður er einnig heitur „róm- antískur“ litur, ef maður leggur á annað borð nokkuð upp úr táknfræði og semíótík, tízkugrein tímans - „vín, hátíð, bálkesti, hugrekki og galdur," svo vitnað sé í táknrænu fyrirmyndir 2. þáttar Litasinfóníu Arthurs Bliss. Og rómantísk voru einnig upphafs- og niðurlagsatriði þessara fimmtudagstónleika, þó að fyrirmynd Mendelssohns hafi staðið næst Vínarklassíkinni og Bruckner á vissan hátt verið uppi 100 árum of seint, þar sem hann var í hjarta sínu aðeins pólýfónískt þenkjandi kirkju- organisti, auðmjúkur þjónn almættis- ins, er samdi guði einum til dýrðar. Þrátt fyrir þetta voru Suðureyja- forleikurinn og 4. sinfónían auðvitað lituð af rómantík 19. aldar. En til að áheyrendum yrði ekki allt of vært í nostalgískum draumaheimi, voru rómantísku verkin hér aðskilin af klarinettkonsert Karólínu, sem í þessu samhengi verkaði nánast eins og örskot um ormagat til annarrar stjörnuþoku. Er a.m.k. óhætt að segja, að djarflegar hafi verið teflt við niðurröðun dagskrárefnis að þessu sinni en oft áður. Miðað við hvað hljóðfæraáhöfnin er takmörkuð - tvískipaðir tréblásar- ar eins og hjá Haydn og Beethoven - er Suðureyjaforleikur Mend- elssohns frá 1830 hreint snilldarstrik í orkestrun. Hin nýtilkomna náttúru- hrifning samtímans og fortíðarþrá er útfærð innan ramma klassíska sónötuformsins og því kannski hálfu áhrifameiri en ella; sannkallaður dýrðaróður til náttúru og sögu ein- hvers rómantískasta lands í gjör- vallri norðurálfu, enda hefur þessi konsertforleikur verið meðal fasta- gesta hljómleikapalla um allan heim frá upphafi. Tempóval Lans Shui var nokkru víðara en venjulegast er, frá allhægu og yfir í hraðari kantinn, og útkoman því rómantískari og fjær klassískasta ídealinu, en í heild virt- ist það ekki fara forleiknum illa, enda kom glöggt fram, að Shui hafði fullt og yfirvegað vald á öllum tempó- breytingum. Klarínettkonsert Karólínu Eiríks- dóttur var saminn með Einar Jóhann- esson í huga eftir pöntun frá Sinfón- íuhljómsveit Álaborgar, meðan Knud Ketting, fyrrum ritstjóri „Nordie Sounds“ og einn fárra Dana er þekk- ir eitthva^til í íslenzkum tónlistar- heimi, var þar í forsvari. Konsertinn var frumfluttur þar syðra í apríl í fyrra, og voru einleikari og stjóm- andi hinir sömu og í gærkvöld, er Morgunblaðið/Árni Sæberg hann var fluttur í fyrsta sinn á ís- landi. Hljómsveitarbeiting Karólínu virð- ist hafa tekið stakkaskiptum hin síð- ari ár. Frá því að vera nánast gegnsæ og viðkvæm er hún orðin þykkari og ágengari. Eftir sem áður hefur Karólína haldið hæfíleikanum til að geta slegið líka á „eteríska" strengi, ef svo mætti segja, og konsertinn birtist sem þroskað og litríkt nútíma- verk, þar sem hin plastísku einleiks- innskot, meistaralega vel blásin af Einari Jóhannessyni á geysivíðum skölum styrks, tónsviðs og hraða, gátu birzt hlustandanum sem barns- leg en jafnframt spakvitur andsvör litla prinsins hans Saint Exuperys við hrotta heimsins. Hljómsveitin lék nákvæmt og hnitmiðað og tryggði, að bæði litaauðgi og kraftúthleðslur verksins gengu upp í sannfærandi heild sem appolínsku og díonísku hliðarnar á tímalausri klassískri höggmynd. Eftir hlé var komið að Sinfóníu nr. 4 (eiginlega nr. 6, ef fyrirrennar- ar nr. 1, þ.e.a.s. ónúmerað æfingar- verk og „núllta" sinfónían, eru taldir með). Verkið, sem Bruckner kallaði sjálfur „Die romantische", er í hetju- tóntegundinni Es-dúr, samið 1874, endurskoðað 1877-80 og frumfiutt í Vín 1881 við litla hrifningu Brahms og stuðningsmanna hans í gagnrýn- endastétt, Hanslick, er fylgdu Vínar- arfleifðinni og töldu tónsköpun Bruckners dæmi um Liszt-Wagn- erskan óskapnað. Enda kannski eng- in furða, meðan hljómsveitarstjórar og nemendur Bruckners kepptust við að gljálakka með hljómsveitaráferð hinna síðarnefndu yfir grunna þæga gamla mannsins með ótal breyting- um og „endurbótum“ á handritunum, sem héldust óáreittar langt fram á þessa öld. Fjarkinn hefur frá eigin munni Bruckners hlotið einskonar „pró- gramrn", eða tilvísun í ótónrænar hugmyndir, sem hefst eins og víð- kunnugt er í fýrsta þætti með eins- konar lúðrakalli úr riddarakastala upp úr muldri þokuhjúpaðs skógar. Annan þáttinn kallaði hann „Söng. Bæn. Kvöldiokku" og þann þriðja „Héraveiðar". Þetta er ein mest spil- aða Brucknersinfónía allra, enda hefur hún haldið ferskleika sínum þrátt fyrir á köflum þykkildislega orkestrun. Sinfóníuhljómsveitin lék með miklum glæsibrag undir óþving- aðri en hnitmiðaðri stjórn Lans Shui, og þó að pjátrið hafí átt suma mest áberandi spretti, léku allar deildir eins og höfðingjar með sérlega sveigjanlegum og smellandi ná- kvæmum leik. Ríkarður Ö. Pálsson ''■'SKSlf ■ii-,. wi í rúm 70 ár hefur aðeins verið til eitt íslenskt sjómannaalmanak, gefið út af Fiskifélagi íslands. Á næstu vikum kemur það út í 72. sinn. í Sjómannaalmanakinu er að finna allan upplýsingan sem nauðsynlegan enu fynin íslenska sjófanendun og aðna þá sem stanfa í sjávanútvegi. í Sjómannaalmanakinu en m.a. íslensk skipaskná með upplýsingum sem ekki en að finna annans staðan, ítanlegun lagakafli sem skylda en að hafa um bonð í hvenju skipi, nýjustu flóðatöflun og vitasknán auk annanna upplýsinga um hafnin og mangt fleina sem sjófanendum gagnast. Stónbætt þjónustuskná eykun enn á upplýsinga- og auglýsingagildi þess. íslenskt sjómannaalmanak Fiskifélags íslands byggin á ánatuga neynslu og en í stöðugni endunskoðun að ábendingum þeinna en best þekkja til. 'vl Varisfc eftirlíkingar! Að gefnu tilefni vill Fiskifélag íslands vana auglýsendun við aðilum sem enu að selja auglýsingan í ótilgneint sjómannaalmanak. Fiskifélagið biðun viðskiptavini sína að ganga ún skugga um hvont ekki en önugglega um að næða íslenskt sjómannaalmanak Fiskifélags íslands. Fiskifélagið mun eftin sem áðun gegna skyldum sínum við íslenska sjómenn með því að gefa út íslenskt sjómannalmannak - hið eina sanna. Auglýsingasímar 566 7687 og 564 3295 FISKIFÉLAG ÍSLANDS § £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.