Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 39 ► i i Í i I i I ) I i I I I Eitt sinn vék hann að What Happ- ened in History eftir V. Gordon Childe, að upp fyrir mér rifjaðist nær aldarfjórðungi síðar (en úr þeirri bók hafði ég móttekið „diff- usionisma" sem sjálfsagðan hlut). Og ýmislegt sem fram vatt í bresku þjóðlífi, varð honum að umræðu- efni. Leiklist lagði Einar Pálsson að- eins fyrir sig í nokkur ár, þótt vel yrði ágengt á því sviði. Sneri hann sér að rekstri Málaskólans Mímis. Á sjötta áratugnum og fram á hinn sjöunda bar fundum okkar Einars öðru hverju saman, en miklu sjaldn- ar en áður, og þá oftast á förnum vegi eða á samkomum. Snemma árs 1969 flutti ég fjögur erindi í Norræna húsinu um útlistun kunnra fræðimanna á upphafi siðmenning- ar (síðar út gefin í bókarformi). Ræddi Einar erindin við mig, en gaf ekki í skyn, að hann hefði skyggnst miklu dýpra í þeim efnum. Síðar á því ári birti Einar fyrstu bók sína um Rætur íslenskrar menningar, Baksvið Njálu, en í hinni síðustu þeira, Kristnitökunni og Kirkju Páturs í Skálholti skýrði hann frá tildrögum athugana sinna: „í stríðslok 1945 byijaði ég að velta alvarlega fyrir mér máli goð- sagna. Mér fannst túlkun á því máli vafasöm og kennsla í goða- fræði barnaleg... Hef ég verið með hugann við þetta æ síðan. Um 1950 þóttist ég hafa brotið tiltekna múra, og árið 1957 hafði ég upp- götvað margs konar notkun tákn- máls í fornum ritum, sem áður hafði ekki verið á bent. Eitt af því, sem ég sá snemma var, að túlkun á helstu fornritum íslendinga eins og Njálu, Eglu og Hrafnkötlu byggðist jafnan á yfirborðsmerkingu máls. Fundust margs konar blæbrigði í efniviðnum, sem fræðimenn höfðu ekki gert ráð fyrir áður. Á þessum tíma hafði ég ekki kynnt mér þá miðaldaritun, er allergóría nefndist og var því óviðbúinn flestu er ég fann... Eitt af því er tiltölulega snemma skaut upp kollinum var, að tölur og hlutföll voru gífurlega mikilvægt atriði í launsögu Njálu. Kom þetta eigi síst á óvart vegna þess, að augljóslega voru tölur „hugsanir"; í þeim voru fólgnar djúpar merkingar. Hefur síðar kom- ið í ljós, að svo var þessu einnig farið annars staðar í evrópskri mið- aldaritun." (Bls. 80-81). Að út kominni annarri bók Ein- ars Pálssonar um Rætur íslenskrar menningar virtist ýmsum, að í meg- inatriðum hlyti að verða fallist á niðurstöður hans, um staðsetningar og táknmál. Svo fór þó, að bókin vakti andmæli. Ástæðna þess mun ekki langt að leita: Svo mjög sem íslendingasögurnar efldu þjóðarvit- und landsmanna á síðari hluta 19. aldar og fyrstu áratugi þessarar, litu margir landsmenn þær sem helgidóm fremur en gullna grein evrópskra bókmennta. - Úti í Evr- ópu höfðu nokkrir fræðimenn um líkt leyti og Einar Pálsson eða litlu síðar hafið áþekkar athuganir stað- setninga og hlutfalla sem hann. Við nokkra þeirra skiptist hann á bréf- um. Rannsóknir hans áttu evrópsk- an vettvang. Á áttunda og níunda áratugnum reyndum við nokkrir að vekja máls á bókum Einars Pálssonar í ritdóm- um (oft sömdum í fljótheitum). Og sjálfur greindi hann frá niðurstöð- um sínum í blaðagreinum og fyrir- lestrum. Snemma árs 1994 efndi Félagsvísindadeild Háskóla íslands til ráðstefnu um kenningar Einars (að nokkru fyrir forgöngu séra Kolbeins Þorleifssonar). Þótt enn sæti þær andbyrs, orkar varla leng- ur tvímælis, að á síðari hluta 20. aldar hafi hann lagt öðrum meira fram til íslenskra fornfræða. - Ég tel mér það gæfu að hafa í hálfan sjötta áratug átt vináttu manns, sem á stundum var haldinn snilldar- anda. Haraldur Jóhannsson. 1 I Ég var hér í London er ég frétti lát þitt og get því ekki fylgt þér til grafar, en hugurinn leitar til þín, kæri vinur. Fáein kveðju- og þakk- lætisorð vil ég þó hripa niður. Við áttum samleið í Menntaskól- anum í Reykjavík á stríðsárunum og stafar enn frá þeim tíma miklum dýrðarljóma sem yljar um hjarta- rætur. Samfylgd okkar þar, þegar við báðir reyndum að verða að mönnum, hefur orðið mér mjög dýrmæt sakir þess hversu auðvelt þú áttir ætíð með að gefa af sjálfum þér. Forysta þln í bekknum sem Inspector Scholae var mjög farsæl alla tíð og við sambekkingar þínir studdum þig af mikilli virðingu og þakklæti. Öll vandamál bekkjarins leystir þú. Þegar stúdentsprófinu var náð og við flýttum okkur í allar áttir út í lífið var betra en ekki veganestið úr Menntaskólaum og raunkennsla þín I mannlegum samskiptum. Þú kallaðir okkur saman á fimm ára fresti til að ekki slitnuðu þau bönd er bundust í skólanum. Á þess- ar samkomur komu skólasystkinin með maka sína. Fyrir utan gleði og söng og upprifjun gamalla at- burða var einn þáttur á þessum samkomum að þínu frumkvæði, fallegur, _ áhrifaríkur og eftirminni- legur. Á hverri samkomu var minnst á sérstakan hátt þeirra skólasystkina sem fallið höfðu í valinn. Nú er röðin komin að þér. Næst verður þín minnst. Að skilnaði vil ég þakka þér og flytja þér kveðju mína og Rögnu. Samúðarkveðjur til Bessíar og allra þeirra sem standa þér næst. Ingi R. Helgason. Ég kynntist Einari Pálssyni í Málaskólanum Mími. Þá var hann byijaður að kanna þau fræði land- námsmanna sem síðar urðu megin viðfangsefni hans. Við settum stundum á langar viðræður um þetta efni og þótt ég I fyrstu fyndi lítinn botn I þessari speki, skyldist mér smám saman að þarna var um að ræða nýjan skilning á þekkingu og siðum meðal þeirra sem stýrðu landnámi hér forðum tíð. Einar var ólatur að gefa mér bækur sínar er við hittumst og síðar er ég leigði af honum húsnæði, greiddi ég hon- um ekki leiguna án þess að fá fyrir- lestur og bók í kaupbæti. í stuttu máli taldi Einar sig hafa komist að því og I byijun fyrir tilviljun, að þau merku fræði sem m.a. tengdust byggingu hinna miklu pýramída og flestir héldu löngu glötuð og reynd- ar aldrei þekkt hér norður í barbarí- inu, hefðu ekki aðeins verið tiltæk stjómendum landnámsins heldur ráðið mestu um hvernig til tókst. Skipulagt landnám eins og hér á fáa sína líka og engin skýring finnanleg nema þessi. Landnáms- menn bjuggu yfír fágætri þekkingu sem varla var ættuð frá Noregi eða öðrum nærliggjandi löndum. Hug- myndir þær sem Einar varði dijúg- um hluta starfsævinnar til að setja fram og útskýra, varpa ekki aðeins nýju ljósi yfir landnámið hér, þær gera sögu okkar og bókmenntaarf stórum merkari en ella, því þá er ekki aðeins um okkar sögu að ræða heldur fræði sem miklu réðu I sögu mannkynsins. Hafi þessi fræði varðveist hér og haft varanleg áhrif á byggð og sögu löngu eftir að þau voru glötuð annars staðar, eru það svo stór tíðindi að flest verður frem- ur smátt í samanburðinum. Ekki treysti ég mér til að kveða upp stóran dóm I þessu máli, en svo stór hugmynd verðskuldar stóra skoðendur og eflaust koma þeir sem geta litið upp úr smælkinu. Viðræð- ur mínar við Einar höfðu áhrif á mig og svonefndar lífsskoðanir mín- ar og ýttu m.a. undir stofnun Ása- trúarfélagsins, en fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir að fá að kynn- ast þeim lítilláta höfðingja sem Ein- ar Pálsson var. Jón frá Pálmholti. Með Einari Pálssyni er horfinn af sjónarsviðinu einn litríkasti og traustasti vinur sem ég var svo lánssamur að eignast þá er við stunduðum nám saman ( MR og urðum samstúdentar í lok stríðsins vorið 1945. Góður kunningsskapur tókst fljótlega með okkur Einari er ég hóf nám í MR og þróaðist brátt í djúpstæða og heilbrigða vináttu. Einar var, eins og hann átti kyn til, gæddur einkar jákvæðum per- sónutöfrum og var brátt valinn til forystu meðal skólafélaganna. Hann var kjörinn inspector scolae og sjálfkjörinn foringi okkar sam- stúdentanna allar götur síðan. Þannig undirbjó hann og stjórnaði með sinni léttu lund og skörungs- skap öllum þeim stúdentsafmæl- um árgangsins sem á eftir komu. Nú síðast á 50 ára stúdentsaf- mæli þó hann væri þá orðinn sjúk- ur maður. Það var eftirtektarvert hve annt honum var alla tíð um velferð allra skólasystkina sinna. Var hann þá boðinn og búinn að rétta út hjálpar- hönd til þeirra sem hann frétti að á þurftu að halda. Slíkur drengur var hann alla ævi. Góðlátleg glettni og hnyttin tilsvör voru eftirminni- legir þættir í skapgerð Einars. Það leiddist engum í návist hans. Einar kom víða við í lífshlaupi sínu. Að loknu námi í „Royal Ácademy of Arts“ í London gerðist hann mikil- virkur sem leikari og leikstjóri í Leikfélagi Reykjavíkur um árabil. Var ánægjulegt að fylgjast með því starfi hans. Seinna keypti hann svo Málaskólann Mími og rak þann skóla af miklum myndarskap um langt árabil. Öll hans störf voru unnin af frábærri samviskusemi og myndugleik sem voru honum svo eðlisleg. Árið 1963 kom svo út fyrsta bók Einars, „Spekin og sparifötin", sem vekur mikla athygli fyrir snilldar- lega frásögn og stíl í einkar töfr- andi ferðalýsingum. Einars mun lengi minnst sem mikilsvirks rithöf- undar og fræðimanns en ég ætla að aðrir muni um það fjalla nú þegar hann er horfinn sjónum okk- ar. Einar var svo lánsamur að eign- ast styrkan og elskulegan lífsföru- naut er hann kvæntist sómakon- unni Birgitte Laxdal sem bjó hon- um mikið menningarheimili og var hans stoð og stytta gegnum stund- um stormasamt líf. Til þeirra var gott að leita á góðum stundum lífs- ins. Fágætt menningarheimili. Þau eignuðust 3 mannvænleg börn og eru 2 þeirra á lífi, synirnir Páll og Þorsteinn. Missir dótturinn- ar Inger var þeim mikið áfall og hennar sárt saknað. Eftir að heilsu Einars tók að hraka fyrir allmörgum árum kom vel í Ijós hvílík mannkostakona Bessí var en hún annaðist hann í löngu og ströngu sjúkdómsstríði af einskærri alúð. Göfuglyndi henn- ar er einstakt. Eftirlifandi skólasystkini Einars senda Bessí og öðrum ástvinum hans hugheilar samúðarkveðjur. Kjartan Gunnarsson. Kveðja úr Kattholti Nú er skarð fyrir skildi í stjóm Kattavinafélags íslands, þar sem traustur stjómarmaður er fallinn frá. Einar Pálsson gaf kost á sér í stjórn félagsins á aðalfundi 1993 og lagði eftir það krafta sína f að stuðla að framgangi þess. Hann reyndi að virkja félagsmenn til dáða og náði þar nokkmm ár- angri. Við í stjórninni fundum kraftinn, sem fylgdi honum meðan heilsan leyfði. Hann bar hag dýr- anna mjög fyrir bijósti og fylgdist vel með því sem var að gerast í Kattholti. Með þessum línum viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir allt, sem Einar Pálsson gerði fyrir Kattavinafélag íslands og um leið flytja fjölskyldu hans hugheilar samúðarkveðjur. Minningin lifir. Sljórn Kattavina- félags íslands. • Fleiri minningargreinar um EinarPálsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. SAMÚELÍNA PÉTURSDÓTTIR frá Firöi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 6. þ.m. Kristín Þorsteinsdóttir. t Ástkær faðir okkar, afi og langafi, RAGNAR JÓNSSON, Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, áðurtil heimilis íLaufvangi 1, Hafnarfirði, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavikur þriðju- daginn 5. nóvember. Anna Jóna Ragnarsdóttir, Jóhanna Ragnarsdóttir, EinarS. Björnsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðbergur Magnússon, Jón Ragnarsson, Ingveldur Kartsdóttir, Helgi Ragnarsson, Halldóra Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar elskaði, ÓTTAR SIGURJÓN, Stekkum, Sandvíkurhreppi, sem lést af slysförum 2. nóvember sl., verður jarðsettur frá Selfosskirkju laug- ardaginn 9. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnnast hans, er bent á björgunarsveitir í Árnessýslu. Margrét Helga Steindórsdóttir, Guðmundur Lárusson, Lárus Guðmundsson, Guðrún Rut Sigmarsdóttir, Steindór Guðmundsson, Ólöf Ósk Magnúsdóttir, Vignir Andri Guðmundsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ÓLASON, Öldugötu 3, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 6. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Sigríður Sigurðardóttir, Bent Rasmussen, Kristín Sigurðardóttir, Jón Baldvin Pálsson, Þóra Sigurðardóttir, Sumarliði fsleifsson, Steingrímur Óli Siguröarson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRHALLUR SIGURJÓNSSON heildsali, Hrauntungu 43, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Sigriður Pétursdóttir, Ragna Gústafsdóttir, Þorsteinn Ingvarsson, Guðlaug Sigrfður Þórhallsdóttir, Valur Júlfusson, Lilja Ólöf Þórhallsdóttir, Valgeir Jakobsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL EYDAL JÓNSSON frá Garðstöðum, Ásharmi 59, Vestmannaeyjum, sem lést í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja sunnudaginn 27. október, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 9. nóvember kl. 14.00. Ragnheiður Valdórsdóttir, Borgþór Eydal Pálsson, Októvfa Andersen, Guðrún Pálsdóttir, Reynir Árnason, Bjarney Pálsdóttir, ívar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.