Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens í BGE&AÐ FX&Í) fA//. ? \ ( í &/EWNJ ) l í þAE> ER. JÁ&NS/WPO/?. f ÉG &Z /}£> FA /WE/Z) 1 Nýjy/ std' J ©1996 Tribune Media Services, Inc. Ó, nei! Síðasti leikur Ef hún gripur hann, þá tímabilsins og það er vinnum við! Ef hún miss- flugbolti til Gunnu! ir hann, þá töpum við! Æ,æ,æ! Mér þykir fyrir því, stjóri... leiktímabilið fór í augun á mér ... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík # Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Að lifa sjálfan sig og sjálfum sér Frá Kjartani Helgasyni: NÝLEGA birtist sú frétt að páfí hinn- ar katólsku kirkju hefði viðurkennt þróunarkenningu Darwins. Eru það mikil tíðindi eftir svo langan tíma sem liðinn er síðan Darwin setti þá kenningu fram. Er maður að búast við frekari skilningi á þeim bæ og gæti maður þá látið sér detta í hug að verða katólskur eftir allar þær þrengingar sem maður má búa við á hinum bænum. Það má nú segja að batnandi manni er best að lifa. Öðruvísi er rithöfundi farið sem að því best verður séð er orðinn helsti rithöfundur í þeim mikla rithöf- undabæ sem einu sinni var Hvera- gerði. Hann er seint á ferðinni í þeim efnum eins og fleiru. Hann dundar nú við það saddur lífdaga að finna síðustu sósíalista á íslandi og má þar ekki á milli sjá hvorum tekst betur honum eða Kristjáni Ragnarssyni, formanni stjórnar Islandsbanka og Landssambands ísl. útvegsmanna. A stundum skilur maður ekki þessa löngun þessara mætu manna til að finna þessa tegund fólks. Og þó. Það er eitthvað samviskubit, sem nagar þá um að ekki sé allt með felldu með þennan flótta þeirra, sem einu sinni voru en „eru ekki lengur“. Þannig hafa þeir allt á hornum sér. Ritstjóri „Moggans" er síðasti sósíalistinn og stór hætta er á að það, sem við í gamla daga kölluðum „afturbatapík- ur“ skuli nú vera að sýra deigið á höfuðstöðvunum og gera allt vit- laust. Það er ekki nóg með að Jón Baldvin sé búinn að afvegaleiða Dav- íð í sambúðinni og verði vart lengur séð hver fyllir mæli réttlætisins, Jón Baldvin eða Davíð, þegar þeir tala í réttlætistón til þjóðarinnar á tyllidög- um. Þetta minnir á hagfræðinginn, sem hélt því jafnvei fram á tíma að „kommarnir" sem hann kallaði væru svo slæmir að þeir væru búnir að læða inn mönnum í raðir andstæð- inga sinna og réðu þar jafnvel lögum og lofum. Maður vissi það svo sem alltaf að „kommarnir" væru ófeij- andi. Þannig er rithöfundur í Hvera- gerði milli steins og sleggju vegna velferðar Alþýðuflokksins eða jafn- aðarmannaflokksins, eins og þeir kalla sig. (Var einhver að tala um að skipta um nafn á flokki?) Margir dáindismenn hafa átt leið um torg „hins himneska friðar“ sem var sós- íalistaflokkurinn og Alþýðubanda- lagið. Er þá nú að finna í næstum öllum flokkum. Þetta er margt ágæt- is fólks og er ekki að sjá annað en að þeir uni sér vel við kjötkatlana í flokkunum fjórum. Má á stundum vart á milli sjá hvað er hvað í þeim efnum. Enda held ég það væri heilla- vænlegast eins og þeir eru að kreíj- ast, stuttbuxnadrengirnir á aðalbýl- inu, að gera landið að einu kjör- dæmi, þjóðina að einni þjóð og fer þá ekki að verða langt í að þeir geti notað kjörorð Hitlers og dustað rykið af því. En það er mikil samkeppni þar eins og vera ber. Þeir geta þó vel notað þetta eftir að Clinton er búinn að nota það í kosningabarátt- unni fyrir vestan. Það er orðið mikið til af alls konar sérfræðingum í þjóðfélagi okkar og er vart að tungan hafí við að inn- byrða nöfn á þeim. Einhverjir kalla sig sérfræðinga í áfallahjálp og er ekki nema gott um það að segja. Margir þurfa á slíkri hjálp að halda í dag. Ég veit ekki hvort hægt verður að flokka rithöfundinn í Hveragerði undir þetta starfsheiti en gæti það ekki verið búbót fýrir rithöfundinn að skipta um, því varla kemur mikið af bókum eftir hann úr því sem kom- ið er, nema þá helst ævisögur eða svo, sem eru að vísu góðar sölubækur enn sem komið er meðan landinn er svo forvitinn að vilja að fá að vita um náungann á haldgóðan og virðu- legan hátt. Ég myndi hins vegar hafa það eins og hagfræðingurinn fyrr- nefndi. Lifa við góðar endurminningar og fá lifibrauð úr kjötkötlunum, en vera ekki að leita að síðasta sósíalist- anum. Það er erfíð leit. Það er nefni- lega þannig, ágæti rithöfundur, að hafí eitthvað haft áhrif á mannlífið á þessari öld þá er það byltingin í Rúss- landi og kjamorkan. Það er svo ann- að mál hvemig mannskapnum hefur tekist að vinna úr þessum merku við- burðum. Flokkseigendafélög era hér og þar. Erfitt er að fylla þau sæti, enda ekki hveijum sem er ætlað þar sæti. Rithöfundurinn var þó fyrir náð búinn að fá þar set og má vel við una þótt hann hafi á síðustu og verstu tímum orðið að sjá eftir AB í hendum- ar á bannsettum „kommunum í Máli og menningu". En það er með það félag, að þar er orðinn helstur frammámaður hluthafí í „Moggan- um“ og má segja að þeim áhyggjum sé af honum létt. Þannig hefur íhald- inu tekist að koma sér fyrir á höfuð- bóli „kommanna“. Er þetta ekki dá- samlegt líf fyrir einn rithöfund á gam- als aldri. Stundum er ég hins vegar með áhuga fyrir velferð þessa rithöf- undar að hugsa hve það væri gaman að við eignuðumst einn „nóbel" í við- bót. En það er nú með þessa norrænu bræðraþjóðir, að þeir geta tekið upp á öllu mögulegu í norrænu sam- starfí. Hver veit nema þarna geti fundist smuga og væri ekki bara in- dælt fyrir þennan sama rithöfund að lifa í voninni þótt ekki sé dýpra farið um að einn góðan veðurdag bærist nóbel til jarðskjálftabæjarins. En þá þarf að skrifa um annað en pólitíska jarðskjálfta í Sjálfstæðisflokknum eða leita síðasta sósíalistans. Ég er ekki viss að þeir í akademíunni skilji þessa ritmennsku né veiti fé úr sjóðum sprengjusérfræðingsins til þess ama aumum og vesælum en vinsælum rit- höfundi að þessu marki. Ég vona að þú, kæri rithöfundur, notir ellina til að kafa dýpra og nota ritsnilld þína til annars. KJARTAN HELGASON. Hvað skal segja? 59 Væri rétt að segja: Hún réði þessu sjálf. Rétt væri: Hún réð þessu sjálf. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.