Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 2C Rúi og Stúi í Höfða- borginni „í ÞORPI nokkru er til vél sem getur allt. Hún býr til hluti úr engu og Iagar allt sem brotnar eða skemmist. Vélin er orðin ómissandi í þorpinu og þeir fé- lagar Rúi og Stúi sem bjuggu hana til hafa ekki undan að sinna pöntunum frá bæjarbúum. Enda er ástandið orðið þannig að Hannes á Horninu nennir ekki einu sinni að þvo sokkana sína lengur, heldur pantar hann sér bara sjö pör frá vélinni viku- lega! Þegar bæjarstjórinn vill fá af sér styttu til að setja á torgið er að sjálfsögðu leitað til Rúa og Stúa og vélarinnar þeirra. Hins vegar vill ekki betur til en svo að vélin bilar í miðri aðgerð „Geimverur“ á Mokka JÓN M. Baldvinsson listmálari opnar málverkasýningu á Mokka- kaffi laugardaginn 9. nóvember og stendur sýningin til 5. desem- ber. Sýningin ber heitið „Geimver- ur“. A sýningunni er 24 andlits- myndir af geimverum og geim- skipi. Jón hefur haldið margar mál- verkasýningar hér heima og er- lendis. í kynningu segir: „Jón fékk sterka löngun til þess að mála geimverur þegar hann var staddur á Flórída fyrir ári. Afrakstur þessa innblásturs sýnir hann hér á Mokkakaffi. Myndirnar eru „fanta- síur“ en einnig styðst hann við frásagnir af fyrirbærum.“ ATRIÐI úr barnaleikritinu Rúa og Stúa. og bæjarstjórinn hverfur spor- laust. Þannig hefst nýtt íslenskt barnaleikrit, Rúi og Stúi, sem félagar í Leikfélagi Kópavogs hafa undanfarnar vikur unnið í spunavinnu og frumsýnt verður í Höfðaborginni við Tryggva- götu í Reykjavík sunnudaginn 10. nóvember. Leikarar eru sjö og hafa flest- ir leikið mikið með félaginu áð- ur. Leikstjóri er Vigdís Jakobs- dóttir. Lýsingu annast Egill Ingi- bertsson en búningar og leik- mynd eru í höndum leikhópsins. Leikrit um ungl- ingavanda „METNAÐUR Verzlinga hef- ur jafnan legið í því að setja upp söngleiki á borð við Cats, Múrinn og fleira. En metnað- urinn liggur líka á öðrum svið- um og árlegt leikrit Listafé- lags VÍ ber því gott vitni," segir í kynningu frá félaginu. Verkið í ár, „Breakfast Club“, tekur á helstu vanda- málum unglinga. Það er byggt á handriti myndarinnar „The Breakfast Club“ eftir John Hughes. Leikritið er sýnt í hátíðar- sal VÍ. Frumsýning er í kvöld, föstudagskvöldið 8. nóvem- ber, 2. sýning 11. nóvember og 3. sýning 13. nóvember. Sýningar hefjast allar kl. 20. Miðasala er kl. 18 til 20 sýn- ingardaga og í síma. Listamaður nóvember- mánaðar í Galleríi List NU I nóvember er Guðrún Indriða- dóttir leirlistakona listamaður mánaðarins í Galleríi List, Skip- Holti 50b. Þau verk sem Guðrún er með til sölu í Galleríi List eru öll unnin á þessu ári. Þau eru úr steinleir, brennd í rafmagnsofni. Guðrún stundaði listnám í Dan- mörku og á íslandi á árunum 1981-1987 þegar hún útskrifaðist úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Islands. Guðrún hélt sína fyrstu einka- sýningu í vor og hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga bæði á íslandi og í Danmörku. Gallerí List er opið frá kl. 11-18 virka daga og frá kl. 11-14 á laug- ardögum. Fisléttur alhliða gönguskór rúskinn cordura • Með mjúkum sóla og dempara. • Stærðir 38 - 47. Verð kr. 7.590 stgr. Léttur gönguskór rúskinn nubur • Með mjúkum sóla, dempara • Sympatex vatnsvörn • Stærðir 36 - 46. Verð kr. 11.115 stgr. Hálfstífur gönguskór leður • Með Sympatex vatnsvörn • dempara í sóla. • Stærðir 6-12. Verð kr. 17.575 stgr. Léttur, hálfstífur gönguskór rúskinn cordura • Með Goretex vatnsvörn • dempara í sóla. • Stærðir 37 - 47. Verð kr. 12.255 stgr. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8, simi 581 4670. Þarabakka 3, Mjódd, simi 567 0100. Sýningu Margrétar að ljúka SÝNINGU Margrétar Jónsdóttur á olíumálverkum í sýningarsölum Norræna hússins lýkur á sunnu- dag. Margrét hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Verk hennar eru í eigu stofnana, fyrirtækja og einkaaðila á íslandi, Englandi og Frakklandi. Sýningin er opin frá kl. 14-19. KYNNING í Apóteki Garðabæjar í dag, föstudaginn 8. nóv., kl. 14-18 VICHY LABORATOIRES HEILSULIND HÚÐARINNAR Lífeyrissjóðir Góá fjárhaqsstaóa Láqurrekstrarkostnadur Uckbtrarkostnaður lífeyrissjóðanna í hlutfalli við eignir hefur lækkað á undanförnum árum og stenst fyllilega samanburð við erlenda sjóði. Sameíníng og fækkun sjóðanna hefur stuðlað að aukinni hagkvæmni lífeyrissjóðakerfísins í heild. Ávöxtun sjóðanna er umfram hagvöxt og hækkun raunlauna. Fjárhagsstaða þeirra er því mun betri en almennt hefur verið talið og fer batnandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.