Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 2C
Rúi og Stúi
í Höfða-
borginni
„í ÞORPI nokkru er til vél sem
getur allt. Hún býr til hluti úr
engu og Iagar allt sem brotnar
eða skemmist. Vélin er orðin
ómissandi í þorpinu og þeir fé-
lagar Rúi og Stúi sem bjuggu
hana til hafa ekki undan að
sinna pöntunum frá bæjarbúum.
Enda er ástandið orðið þannig
að Hannes á Horninu nennir
ekki einu sinni að þvo sokkana
sína lengur, heldur pantar hann
sér bara sjö pör frá vélinni viku-
lega! Þegar bæjarstjórinn vill fá
af sér styttu til að setja á torgið
er að sjálfsögðu leitað til Rúa
og Stúa og vélarinnar þeirra.
Hins vegar vill ekki betur til en
svo að vélin bilar í miðri aðgerð
„Geimverur“ á Mokka
JÓN M. Baldvinsson listmálari
opnar málverkasýningu á Mokka-
kaffi laugardaginn 9. nóvember
og stendur sýningin til 5. desem-
ber. Sýningin ber heitið „Geimver-
ur“. A sýningunni er 24 andlits-
myndir af geimverum og geim-
skipi.
Jón hefur haldið margar mál-
verkasýningar hér heima og er-
lendis. í kynningu segir: „Jón fékk
sterka löngun til þess að mála
geimverur þegar hann var staddur
á Flórída fyrir ári. Afrakstur þessa
innblásturs sýnir hann hér á
Mokkakaffi. Myndirnar eru „fanta-
síur“ en einnig styðst hann við
frásagnir af fyrirbærum.“
ATRIÐI úr barnaleikritinu Rúa og Stúa.
og bæjarstjórinn hverfur spor-
laust.
Þannig hefst nýtt íslenskt
barnaleikrit, Rúi og Stúi, sem
félagar í Leikfélagi Kópavogs
hafa undanfarnar vikur unnið í
spunavinnu og frumsýnt verður
í Höfðaborginni við Tryggva-
götu í Reykjavík sunnudaginn
10. nóvember.
Leikarar eru sjö og hafa flest-
ir leikið mikið með félaginu áð-
ur. Leikstjóri er Vigdís Jakobs-
dóttir. Lýsingu annast Egill Ingi-
bertsson en búningar og leik-
mynd eru í höndum leikhópsins.
Leikrit
um ungl-
ingavanda
„METNAÐUR Verzlinga hef-
ur jafnan legið í því að setja
upp söngleiki á borð við Cats,
Múrinn og fleira. En metnað-
urinn liggur líka á öðrum svið-
um og árlegt leikrit Listafé-
lags VÍ ber því gott vitni,"
segir í kynningu frá félaginu.
Verkið í ár, „Breakfast
Club“, tekur á helstu vanda-
málum unglinga. Það er
byggt á handriti myndarinnar
„The Breakfast Club“ eftir
John Hughes.
Leikritið er sýnt í hátíðar-
sal VÍ. Frumsýning er í kvöld,
föstudagskvöldið 8. nóvem-
ber, 2. sýning 11. nóvember
og 3. sýning 13. nóvember.
Sýningar hefjast allar kl. 20.
Miðasala er kl. 18 til 20 sýn-
ingardaga og í síma.
Listamaður
nóvember-
mánaðar í
Galleríi List
NU I nóvember er Guðrún Indriða-
dóttir leirlistakona listamaður
mánaðarins í Galleríi List, Skip-
Holti 50b. Þau verk sem Guðrún
er með til sölu í Galleríi List eru
öll unnin á þessu ári. Þau eru úr
steinleir, brennd í rafmagnsofni.
Guðrún stundaði listnám í Dan-
mörku og á íslandi á árunum
1981-1987 þegar hún útskrifaðist
úr keramikdeild Myndlista- og
handíðaskóla Islands.
Guðrún hélt sína fyrstu einka-
sýningu í vor og hefur auk þess
tekið þátt í fjölda samsýninga
bæði á íslandi og í Danmörku.
Gallerí List er opið frá kl. 11-18
virka daga og frá kl. 11-14 á laug-
ardögum.
Fisléttur alhliða gönguskór
rúskinn cordura
• Með mjúkum sóla og dempara.
• Stærðir 38 - 47.
Verð kr.
7.590
stgr.
Léttur gönguskór
rúskinn nubur
• Með mjúkum sóla, dempara
• Sympatex vatnsvörn
• Stærðir 36 - 46.
Verð kr. 11.115 stgr.
Hálfstífur gönguskór
leður
• Með Sympatex vatnsvörn
• dempara í sóla.
• Stærðir 6-12.
Verð kr. 17.575
stgr.
Léttur, hálfstífur gönguskór
rúskinn cordura
• Með Goretex vatnsvörn
• dempara í sóla.
• Stærðir 37 - 47.
Verð kr. 12.255 stgr.
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8, simi 581 4670. Þarabakka 3, Mjódd, simi 567 0100.
Sýningu
Margrétar
að ljúka
SÝNINGU Margrétar Jónsdóttur á
olíumálverkum í sýningarsölum
Norræna hússins lýkur á sunnu-
dag.
Margrét hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga hér heima og erlendis
og haldið nokkrar einkasýningar.
Verk hennar eru í eigu stofnana,
fyrirtækja og einkaaðila á íslandi,
Englandi og Frakklandi. Sýningin
er opin frá kl. 14-19.
KYNNING í Apóteki Garðabæjar
í dag, föstudaginn 8. nóv., kl. 14-18
VICHY
LABORATOIRES
HEILSULIND HÚÐARINNAR
Lífeyrissjóðir
Góá fjárhaqsstaóa
Láqurrekstrarkostnadur
Uckbtrarkostnaður lífeyrissjóðanna í hlutfalli við
eignir hefur lækkað á undanförnum árum og
stenst fyllilega samanburð við erlenda sjóði.
Sameíníng og fækkun sjóðanna hefur stuðlað að
aukinni hagkvæmni lífeyrissjóðakerfísins í heild.
Ávöxtun sjóðanna er umfram hagvöxt og hækkun
raunlauna. Fjárhagsstaða þeirra er því mun betri
en almennt hefur verið talið og fer batnandi.