Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Baldur Þórir Júlíusson fædd- ist í Sunnuhvoli á Dalvík 15. septem- ber 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Jónsdóttir og Júlíus Jóhann Björnsson, útgerðarmaður. Systkini Baldurs eru: Jón Egill, Nanna Amalía, Sig- rún, Hrefna og Mar- ía, öll látin, Kristín Aðalheiður, Hjálmar Blómquist, Ragnheið- ur Hlíf og Gunnar Skjöldur, öll búsett á Norðurlandi. Eftirlifandi eiginkona Bald- urs er Margrét Hannesdóttir, fædd 27. desember 1921, dóttir hjónanna Hannesar Einarsson- ar og Arnbjargar Sigurðar- dóttur. Börn Baldurs og Margrétar eru: 1) Þórir Val- geir, f. 29.3.1944, maki Guðrún — A Pálsdóttir. 2) María, f. 28.2. Elsku afí. í dag kveð ég þig eftir hetjulega baráttu þína við erfiðan sjúkdóm. Það tómarúm sem þú skilur eftir verður aldrei fyllt, en ég mun alltaf búa ríkulega að kynnunum við þig. Frá því ég leit fyrst dagsins ljós hefur þú verið mín stoð og stytta. Ég ber þann heiður að vera skírður í höfuðið á þér og steig mín fyrstu spor í húsi ykkar ömmu og hef síð- ■**rm átt vísan stað á Sunnubraut 17. Ég gleymi seint öllum þeim sporum sem þú hjálpaðir mér síðan að taka í lífinu. Þú kenndir mér fyrsta lagið sem ég spilaði á píanó og sýndir mér hvernig átti að nota hin ýmsu verkfæri sem lágu á víð og dreif í skúrnum. Já, skúrinn var upp- spretta margra ævintýra og þar 1947, maki G. Rún- ar Júlíusson. 3) Júlíus, f. 1.7. 1952, maki Asgerður Karlsdóttir. 4) Baldur, f. 1.2. 1956, maki Asta Sigurðardóttir. 5) Ómar, f. 28.1. 1958. Bamabörn þeirra eru 12 og barnabamabörnin eru sex. Baldur hóf sjó- mennsku ungur að árum á Dalvík. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laug- arvatni 1938-39 og iðnskóla- nám á ámnum 1948 og 49. Fluttist suður til Keflavíkur og giftist Margréti 18. desember 1943. Var með eigin útgerð í tæp 15 ár. Vann við Bifreiða- eftirlitið í Reykj anesu mdæmi frá 1969-1989, síðustu 17 árin sem forstöðumaður. Útför Baldurs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. reyndi ég margt handverkið sem heppnaðist ekki alltaf vel, eins og þegar við Bjössi máluðum skáp sem þú ætlaðir að dytta að. Þá hafðir þú ekki fyrir að skamma okkur heldur kímdir prakkaralega eins og þú gerðir ætíð þegar grallarinn kom upp í þér. Þú hafðir einnig gaman af því þegar þú hvattir mig til að keyra bíl stuttan spöl sem varð til þess að ég lenti í árekstri nokkrum árum áður en ég fékk bílpróf. Loks- ins þegar ég fékk bílprófíð gerðir þú upp bíl fyrir mig. Bíllinn var talinn ónýtur en þér tókst að setja hann saman þannig að hann var sem nýr. Enda var allt sem þú tókst þér fyrir hendur meistaralega vel gert. Fyrstu alvöru vinnuna fékk ég hjá þér í Bifreiðaeftirlitinu og var það lærdómsríkur tími fyrir óharðnaðan unglinginn. Þegar ég síðan keypti mína fyrstu íbúð varst þú fyrstur manna til að hjálpa til við standsetningu hennar. Það var alltaf hægt að leita til þín, sama hvort viðfangsefnið var stórt eða smátt. Þitt líf og yndi fólst í að leysa margvísleg vandamál hvort sem það var bátaútgerð, bifreiða- viðgerðir, byggingar eða krossgát- ur. Mínar fýrstu minningar um þig eru einmitt að kúra undir sæng hjá þér og hjálpa þér að leysa krossgát- una í Lesbókinni. Eitt af áhugamálum þínum var íslensk tunga og oft var rökrætt um hin ýmsu máltæki og orðafar. Þó móðurmálið okkar sé ríkt tungu- mál fmn ég ekki nógu sterk lýsing- arorð til að lýsa þakklæti mínu yfír að hafa alist upp undir þínum vemdarvæng. Þegar við töluðum síðast saman varst þú ennþá að gefa mér góð ráð og það verður erfitt að geta ekki leitað til þín, en það sem þú lagðir inn hjá mér verð- ur vonandi vel ávaxtað. Ef ég gæti aðeins lært eitt af þér, þá er það að hafa alltaf nægan tíma fyrir börnin og gera allt sem hægt er fyrir þau. Það var sama á hvaða tíma við komum með börnin okkar til þín á Sunnubrautina eða upp í sumarbústað þá gafstu þér alltaf tíma til að gantast við þau og fékkst oft skammir frá ömmu fyrir að æsa krakkana upp. Ég tel það forrétt- indi fyrir mín börn að hafa átt svona góðan og skemmtilegan langafa. Langri sjóferð þinni er nú lokið og þó fleyið hafi orðið vélarvana undir það síðasta þá munum við alltaf minnast þín sem flaggskipsins í flotanum. Elsku amma, Guð gefi þér styrk á erfiðri stundu. Baldur Þórir Guðmundsson. Að leiðarlokum langar mig að minnast bróður míns með nokkrum orðum, þar sem ég get ekki verið viðstaddur útför hans sem fram fer í dag. Þegar litið er til baka er margs að minnast og yfir öllum þessum minningum er birta og hlýja, allt frá bernskudögum til æviloka. Baldur var einstakur mannkostamaður, hann var ljúfur í lund og glaður á góðri stund. Ég minnist atviksins, þegar ég þrettán ára fékk „lánaðan" bílinn hans og ók honum fram af brautar- kantinum við Sunnuhvol, en við- brögð hans voru þau, að hann spurði mig hvort ég vissi ekki hvað ætti að gera við stýrið. Hann fór snemma að spila á böll- um á Dalvík og í nærsveitum og alla tíð síðan var harmonikkan hans uppáhaldshljóðfæri, þó hann spilaði á mörg önnur, því hann var einstak- lega músíkalskur maður. Margt fleira lék í höndum hans, svo sem smíðisgripir eftir hann bera vitni um. Mesta gæfusporið í lífi hans eins og margra annarra var þegar hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Margréti Hannesdóttur, sem bjó honum fallegt heimili og annaðist hann í veikindum hans nú undanfar- ið af mikilli ást og fórnfýsi. Börnin hans fimm svo og tengdabörn og afaböm sameinuðust öll um að lýsa upg tilveru hans. Ég kveð þig með þökk fyrir bróð- urþelið og ævilanga vináttu. Yið Dísa sendum allri fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Hjálmar Júlíusson (Bommi). Hvað bindur vom hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ ei saka. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þunp greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Guð blessi minningu Baldurs Júl- íussonar. Kristín systir. Baldur Júliusson svili minn er látinn. Lát hans kom mér og fjöl- skyldu minni ekki á óvart því ill- kynja sjúkdómur greindist hjá hon- um fyrir tæpu ári. Upp á síðkastið dvaldist hann á sjúkrahúsi og lést þar. Við sem þekktum Balla eins og hann var oft kallaður syrgjum hann og söknum hans mikið. Hann var einkar viðfeldinn maður, rólegur, glaðlegur og mjög vel gefinn. Það var gaman að ræða við hann á góðum stundum. Hann hafði gott skopskyn og gat verið hnyttinn. Hann fylgdist vel með þjóðmálum og var fastur fyrir. Við tókum oft skarpa lotu um þjóðmál. Vorum sitt á hvorum vængnum í pólitík. Hann var ættaður að norðan en ég að vestan. Nærstaddir höfðu oft gam- an af, en við vorum miklir perluvin- ir og skildum aldrei ósáttir. Ég kynntist Balla þegar við Heiða, konan mín, opinberuðum trúlofun okkar og ég tengdist fjöl- skyldu Hannesar Einarssonar í Keflavík. Þá voru þau Balli og Magga gift og bjuggu á Vallargötu 6 í Keflavík. Margrét Hannesdóttir eiginkona Baldurs er stórglæsileg og mikil myndarkona í öllum sínum verkum. Það var gott að koma á þeirra heimili og það var mikill sam- gangur á milli okkar heimila. Balli var mjög listrænn maður. Það lék allt í höndunum á honum. Sama hvort það var tré eða járn. Svo var tónlistin honum í blóð bor- in. Hann var mjög góður harmon- ikkuleikari og svo spilaði hann líka á píanó. Baldur lék á dansleikjum til margra ára með landsþekktum hljóðfæraleikurum eins og Karli Jónatanssyni og Ágústi Péturssyni ásamt mörgum fleirum. Það var tónlistin sem dró okkur saman. Ég er alinn upp á tónlistarheimili. Þess vegna sóttist ég eftir nærveru Bald- urs svila míns, enda eyddum við mörgum stundum saman þar sem hann spilaði og ég söng. Það var svo þegar fjölskyldur okkar stækkuðu og við urðum meira uppteknir við vinnu sem þessum stundum fækkaði. Það var um það leyti þegar Baldur gerðist útgerðar- maður og skipstjóri til margra ára. Hann átti vélbátinn Hilmi KE 18. Það var ekki alltaf dans á rósum BALDUR Þ. JÚLÍUSSON ÓLAFUR JENSSON mm- _l_ Ólafur Jensson I var fæddur í Reykjavík 16. júní 1924. Hann lést á heimili sínu 31. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 7. nóv- ember. Mér þykir fyrir því, kæri félagi, að geta ekki gengið með þér síðasta spölinn meðan þú ert ofar moldu, en ég er stadd- ur i London þessa dagana og sendi þér fáein kveðjuorð þaðan. Við gengum oft saman hér í eina tíð en minnisstæðastar eru mér þó þær næturgönguferðir í Vesturbænum þegar við vorum bara tveir. Þá áttum við heiminn. Við hlökkuðum til að tak- ast á við vandamál lífsins sem blöstu við. Það var svo margt sem þurfti að gera, jafna lífskjörin, rétta hlut svo margra sem minnimáttar voru, koma á réttlæti, skapa efnahagslegt lýðræði, tryggja mannréttindi í öllum heiminum ... Við ætluðum ekki að láta okkar hlut eftir 1‘ggja. Hugumstærri hugsjónamann þekkti ég ekki í þá daga. Það var eins og þú tækist á loft þegar þú útlistaðir draumsýnir okkar um betra og fegurra mannlíf. Við vissum að vísu þá þegar að það var hægara sagt en gert að FRÁBÆR ÞJÓNUSTA W\ KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 gera draumsýnir okkar að veru- leika. Til þess þurfti þrotlausa, ósérhlífna og jafnvel harkalega pólitíska baráttu og hana ætluðum við að heyja með félögum okkar. Strax í leshringnum hjá Birni Th. ákváðum við að ganga mennta- veginn hvað sem það kostaði í því skyni að auka verðmæti okkar til þátttöku í hinni pólitísku baráttu. Ég vil á þessari stundu þakka þér samvinnuna í Æskulýðsfylk- ingunni, í starfinu fyrir Landnem- ann, í Félagi róttækra stúdenta, í Sósíalistaflokknum og í Alþýðu- bandalaginu. Saga þessarar bar- áttu okkar verður ekki sögð hér, hvorki af sigrum hennar né ósigr- um, en hún verður einhveiju sinni sögð. Þú varst glaðvær maður og kátínan geislaði jafnan frá þér. Húmorinn var stundum gáskafull- ur en aldrei meinlegur. Góðar sög- ur kunnir þú að meta og því ætla ég að segja eina hér. Þótt við ættum báðir heima í Reykjavík fengum við inni á Gamla Garði síðasta veturinn er við lásum undir lokapróf, þú í læknisfræði, ég í lögfræði. Við áttum að mæta klukkan tíu í munnlegum prófum og við vökn- uðum báðir klukkan sex. Spenna og taugatitringur var í hámarki. Þá sagðir þú mér að þér hefði orðið lítt svefnsamt um nóttina en þig hafði dreymt að þú værir staddur inni í sjálfum þér í klof- háum vaðstígvélum, þar sem aðal- slagæðin gengur út frá hjartanu og hefðir horft á allt sigurverk hjartans og gang þess. Þá sagði ég spámannlega að nú kæmir þú upp í hjartanu og blóðrásinni og þú skyldir ekkert lesa annað fram til klukkan tíu. Þú settist við og last og komst að sjálfsögðu upp í hjartanu og blóðrásinni og stóðst þig auðvitað með stakri prýði. Þessa sögu vil ég riíja hér upp með tilliti til stór- kostlegra vísindalegra verka þinna í tengslum við blóðrannsóknir á íslandi og erfðafræði, svo og far- sæla stjórn þína á Blóðbankanum íslenska um langt árabil. Að Erlu er nú sár harmur kveð- inn og við Ragna sendum henni og börnum ykkar hinar dýpstu samúðarkveðjur. Ingi R. Helgason. Menn finna, að látinn er höfðingi hér,- - sú hugsun er jöfn fyrir alla -. Menn finna, að bróðir og faðir það er, - menn fínna það skarð, er svo mikið á ber, er hlynir svo haldmiklir falla. Vér vonum vér hittum hann handan við mar í heimi þess góða og sanna. Sem höfðingi, bróðir og hugljúfi þar, hann hönd mun oss bjóða sem fyrr, er hann var hér meðal vor dauðlegra manna. Já, þökk fyrir allt, sem hann auðsýndi gott, vér innum með treganum sárum. Vér göngum með honum til grafar á brott. Vér getum svo lítið, - en þakklætis vott vér færum með fljótandi tárum. (Jón Trausti) Ólafur Jensson móðurbróðir okkar, góður og traustur frændi, er fallinn frá. Af fjölskyldunni sem byggði Vog í Skeijafirði á milli- stríðsárunum og bjó þar í yfir hálfa öld er nú enginn eftir nema Guðfinna móðir okkar. Mamma hefur misst góðan bróður, stóra bróður sem ætíð var hennar stoð og stytta í gegnum lífið. Hafi hann sérstakar þakkir fyrir hvað hann var henni alltaf góður og okkur öllum í fjölskyldunni. Við systurnar vorum alltaf stolt- ar af Óla og að eiga hann fyrir frænda. Hann vakti yfir velferð allra í fjölskyldunni og fylgdist af áhuga með því sem hver og einn var að sýsla. Hann til dæmis heim- sótti okkur alltaf á fæðingardeild- ina þegar börnin okkar fæddust, en hann var áður búinn að taka út feðurna og rekja ættir þeirra. Þannig fylgdist hann með frá upp- hafi þegar nýtt fólk bættist við og hann, fyrir hönd stórfjölskyld- unnar, tók á móti öllum nýjum ættingjum. Fylgdi þá gjarnan ætt- fræðileg umsögn. Við minnumst margra stunda er hann fræddi okkur og aðra um frændgarðinn og ættfræðina al- mennt. Síðast var það þegar við hittumst til að minnast þess er 100 ár voru liðin frá fæðingu afa og ömmu í Vogi. Óli hélt þá eina af sínu snjöllu og bráðskemmtilegu ræðum. Hann sagði frá mörgu skemmtilegu úr fortíðinni, meðal annars um forfeður okkar langt aftur í ættir. Það var ýmist skemmtiefni eða almennur fróð- leikur og heimildirnar ýmist sjálf vísindin eða annað, svo sem sendi- bréfin sem afi hafði sent ömmu i tilhugalífinu, snemma á öldinni. Óli var vel kynntur vísindamað- ur í sinni grein og félagsmaður í alls kyns samtökum og félögum og einhvers staðar heiðursfélagi. Við systur höfðum fyrir löngu út- nefnt þá frændur okkar, bræðurna Ólaf, Ketil og Bubba sérstaka heiðursfrændur. Þeirra verður minnst af mörgum fyrir margt, en örugglega fyrir það hvað þeir voru traustir frændur og að í kringum þá ríkti ávallt glens og gleði. Enn hefur fækkað í stórfjöl- skyldunni. Frumbyggjarnir í Vogi i i i i i i i I 4 I 4 i i i i l 4 i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.