Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 49 BREF TIL BLAÐSINS Fjöldi fólks undir framfærslumörkum Frá Guðvarði Jónssyni: EFNAHAGSLÍFIÐ er nú óðum að rétta úr kútnum eftir langvinna erfiðleika. Verðbólga er mjög lítil og gengi íslensku krónunnar stöð- ugt. Vextir hafa lækkað verulega frá því sem áður var en það hefur stuðlað að aukinni fjárfestingu fyr- irtækja og léttari vaxtabyrði heimilanna. Skapaðar hafa verið forsendur fyrir fjölgun starfa, auknu atvinnuöryggi og bættum hag heimilanna í landinu. Þetta er boðskapur fjármálaráð- herra til landsmanna, í upphafi þings. En íjármálaráðherra er með sér boðskap til öryrkja og ellilífeyris- þega. Örorku- og ellilífeyrir hefur verið tekinn úr sambandi við kjara- samninga stéttarfélaga og Ríkis- endurskoðun gert að ákvarða ör- orku- og ellilífeyri, þá sennilega í samræmi við vilja fjármálaráðherra. Einnig hefur örorku- og ellilífeyrir verið lækkaður vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs, að sögn ráðherrans. Ellilífeyrisþegi, sem var með 50.000 kr. á mánuði í heildartekjur, og hafði þar af frá Tryggingastofn- un 28.250 kr., en sú upphæð lækk- uð niður í 22.827 kr. eða um 6.448 kr., sem mun vera tæplega 23% iækkun, hefur því nú ekki nema 43.560 kr. í heildartekjur á mán- uði. Þetta verður að teljast allfurðu- Ieg aðför að réttindum, sem menn eru búnir að borga inn á alia sína starfsævi. Hér er því ekki um að ræða neina gjöf frá ríkinu til ellilíf- eyrisþega, heldur er verið að standa við skuldbindingu og gera skil á áður innborguðum fjármunum. Annað atriði í lögum um ellilífeyr- ir er allfurðulegt. Þegar þannig hátt- ar til hjá hjónum að annar aðilinn hefur misst vinnu vegna aldurs, en hinn heldur áfram á vinnumarkaði, þá ákveður ríkið að nota tekjur laun- þegans, sem eru fram yfir hámarks ellilífeyri, tii lækkunar á tekjutrygg- ingu ellilífeyrisþegans. Með þessum hætti sækir ríkið hluta af þeim greiðslum, sem það er ábyrgt fyrir, í launaumslag launþegans. Ekki minnist ég þess að hafa séð það í félagslögum, eða heyrt að til væru landslög, er skylda þá launþega, sem eru giftir ellilífeyrisþega til að greiða hærri skatta til ríkisins, en aðrir launþegar, en það að ríkið geri launþegann ábyrgan fyrir hluta af ábyrgð ríkisins á ellilífeyri, er ekkert annað en skattlagning. Rétt er líka að hafa það í huga að laun eru greidd fyrir framlagða vinnu einstaklings og eftir að greidd hafa verið lögboðin gjöld af laununum, eru þau eign launþegans og hann einn hefur ráðstöfunarrétt á þeim. Ætli launþeginn að vera svo ósvífinn að reyna að bæta fjárhags- stöðuna með því að vinna þá nætur- vinnu, sem hann ætti kost á, er honum hreinlega sýnt í tvo heim- ana. 50% af næturvinnunni eru tek- in til frekari lækkunar á tekju- tryggingu lífeyrisþegans. 42% í skatta og afgangurinn til að greiða félagsgjald og í lífeyrissjóð. Þessi lög hafa aðeins áhrif á lægstlaun- aða fólkið, því það hefur einskisnýt- an lífeyrissjóð, en þeir sem fá úr lífeyrissjóði jafn háar eða hærri greiðslur en full tekjutrygging er, verða ekki fyrir skerðingu á launum þess maka sem vinnur. Ef þessi lög hefðu áhrif til lækkunar á tekjum hálaunafólks, er líklegt að þau væru strax numin úr gildi. Allt er þetta gert vegna þess að fjárhagsstaða ríkissjóðs er svo slæm. En er hún í rauninni svona slæm, ekki virðist yfirlýsing fjár- málaráðherra, sem ég vitnaði til í upphafi þessa bréf, benda til þess, enda virðist stór hópur manna nán- ast vaða í peningum. Ekki kvartar ríkið undan því að borga mönnum í hálaunahópum jafnvel milljón á mánuði eða meira, þó sú upphæð sé langt fram yfir það, sem þarf til að standa undir eðlilegum heimiliskostnaði. Ekki er heldur kvartað undan því að greiða þeim 50-100 þúsund kr. í launa- hækkun á mánuði og greiða launa- uppbót, þijú ár aftur í tímann, upp á margar milljónir. Svo stendur ríkisvaldið fyrir stór- felldum austri á fjármunum upp á milljarða, úr auðlind þjóðarinnar, í vasa vissra manna fyrir ekki neitt. Hvernig menn geta selt annarra eign, án þess að hafa keypt hana, er óskiljanlegt. Og sagt er að sölu- hagnaðurinn sé skattfijáls. Aðstöðu til að kvótasölumenn geti stundað þessi viðskipti, skapa ráðherrarnir. Þetta eru kannski bara nokkrir milljarðar á milli vina. Mig minnir að íslendingar séu taldir með tekjuhærri þjóðum í Evr- ópu, miðað við tekjur á mann, og ættum því að geta rekið þjóðfélagið, án þess að vera með stóran hóp af fólki langt undir framfærslumörk- um. Það hvarflar því að manni að við veljum ekki rétt þegar við kjós- um til Alþingis, séum því með stór- an hóp manna á þingi, sem ekki sé starfi sínu vaxinn. Kannski erum við kjósendur ekki nógu kröfuharðir við flokkana um val á frambjóðendum. Það mætti kannski velta því fyrir sér, fram að næstu kosningum. GUÐVARÐURJÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. færðu sængurverasett og ptfulak í kaupbæti Tilboðið gildir frá Z5. október til 16. nóvembor. BreicUir: 120, 140, 1Ó0 ogf 180 Leng’dir: 190, 200 ogf 210 EFTIRTALDAR VERSLANIR SELJA SPRINGDÝNURÚM: Suðurland: Húsgagfnaverslunin Reynistaáur, Vestmannaeyjum Austuríandi: Hólmar lif., Húsgagnaverslun Reyáarfirái Vestfirðir: Húsgagnaloftiá, Isafirái Norðurland: Vöruliær kf., Akureyri Vestu rland : Versluniu Bjarg kf., Ak ranesi Suðumes: HK kúsgfögfn, Keflavík Reykjavík og nágrenni: Lystaclún- Snælancl Mikið úrvaí áklceða — klœðskerasaumað eftir óskum. DUNLUX-SVAMPDYNUR15% AFSLÁTTUR Dúnlúx -svampclýnur eru tii í margs konar fjéttleika, allt frá útilegudý num til Jjykkra og vandaári dýna sem u ppfylla k röfur vandlátra um mýkt ogf stuðningf. Þær fást sérsniðnar í livaáa rumstærð sem er. Sjúkrafjjálfari aástoáar viö val á clýmim á morgun á milli U. 12.00 og’ 16.00 / Skútuvog’i 11* Sími 568 5588 ogf 581 4655 Opiá: VirLa dagfa 9-18, laugfardag 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.