Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 MORGUNBIAÐIÐ FRÉTTIR AMEN . . . Forseti íslands í heimsókn til Danmerkur 18. nóvember Síðasta forsetaheimsókn til Danmerkur var 1981 ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti íslands fer í opinbera heimsókn til Danmerkur mánudaginn 18. nóv- ember næstkomandi ásamt eigin- konu sinni, Guðrúnu Katrínu Þor- bergsdóttur, og fylgdarliði. Heim- sókninni lýkur formlega hinn 20. nóvember og mun forsetinn sinna öðrum erindum í þágu íslands dag- inn eftir. Síðasta heimsókn forseta íslands til Danmerkur var árið 1981. Margrét Þórhildur Danadrottn- ing og Hinrik prins eiginmaður hennar taka á móti forsetahjónun- um á hádegi 18. nóvember og verð- ur þjóðsöngur íslendinga meðal annars leikinn að því búnu. Þvínæst kanna Danadrottning og forseti ís- lands heiðursvörð á flugvellinum og skömmu síðar verður gestunum ekið að Fredensborgar-höll þar sem forsetahjónin munu dvelja. Þar verður þeim síðan boðið til máls- verðar. Síðar um daginn mun for- setinn opna sýningu undir yfir- skriftinni Norður-Atlantshafið, í Kaupmannahafnarháskóla, og einn- ig verður móttaka í höll Kristjáns VII. í Amalíenborg. Klukkan tutt- ugu verður síðan hátíðarkvöldverð- ur í Fredensborgar-höll. Stóra-Belti, Kage og minnisvarði um fallna Dani Næsta dag skoða forsetahjónin ásamt fylgdarliði framkvæmdir við Stóra-Belti og heimsækja bæinn Koge. Þar verður snæddur miðdeg- isverður og þvínæst verður Junck- ers Industrier A/S heimsótt. Um kvöldið bjóða Ólafur Ragnar Gríms- son og Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir til málsverðar í Selyst í Klampenborg. Miðvikudaginn 20. október legg- ur forsetinn meðal annars blóm- sveig að minnisvarða um Dani sem féllu í síðari heimsstyrjöld og heim- sækir sambýli fyrir vanfæra eitur- lyfjasjúklinga, Tjornegárd-grunn- skólann og danska þingið. Að því búnu verður blaðamannafundur í Kristjánsborgarhöll og hringborðs- umræður hjá félagi danskra iðnrek- enda. Heimsókn forsetahjónanna og fylgdarliðs lýkur formlega að morgni 21. nóvember þegar þau yfírgefa Fredensborgarhöll. Eftir það munu þau meðal annars heim- sækja Stofnun Árna Magnússonar, sækja sýningu á Djöflaeyjunni og nýtt veitingahús Pizza 67 á Ráðhús- torgi. Þau munu síðan halda aftur til Islands um klukkan 19.30 frá Kaupmannahöfn. Hljóðmúr við Kirkju- sand veldur áhyggjum MEIRIHLUTI umferðarnefndar lýsir áhyggjum sínum vegna fyrir- ætlana um að reisa hljóðmúr í fjög- urra metra fjarlægð frá Sæbraut, vegna fyrirhugaðra byggingar- framkvæmda á lóðinni við Kirkju- sand 1-5. Ólafur F. Magnússon fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni lagði tillöguna fram og var hún studd af tveimur fulltrúum Reykjavíkurlista en einn fulltrúi sat hjá og annar vék af fundi. í tillögunni er bent á að hljóð- varnarmúrinn við Kirkjusand nái út fyrir lóðarmörk fyrirhugaðrar byggingar og inn á helgunarsvæði Sæbrautar. Vakin er athygli á að samkvæmt sænskum stöðlum um umferðaröryggi þyrfti öryggis- svæði án fastrar hindrunar við stofnbraut að vera a.m.k. 6-9 metrar miðað við 50-90 km akst- ur. Er þeim tilmælum beint til borgaryfirvalda að fyllsta um- ferðaröryggis verði gætt í tengsl- um við framkvæmdina. Samþykkt tillögunnar var síð- asta samþykkt umferðarnefndar Reykjavíkur, sem hefur verið lögð niður og sameinuð skipulagsnefnd. Skorað á þingmenn Á fundinum var jafnframt sam- þykkt tillaga Ólafs, þar sem um- ferðarnefnd lýsir furðu sinni á því að á Alþingi hafi komið fram til- laga um hækkun á hámarkshraða á þjóðvegum landsins úr 90 km á klst. í 110 km á klst. Taldi nefnd- in að samþykkt slíkrar tillögu gæti haft í för með sér fjölgun alvarlegra umferðarslysa og skor- aði hún á þingmenn Reykjavíkur og aðra Alþingismenn að hafna tillögunni. Prjónaskapur í daglegu lífi Frásagnir fólks af þjóðháttum íslendinga Hallgerður Gísladóttir STUNDUM voru piltur og stúlka sett við sama bol- inn, og varð þá oft gam- an úr. Jón nokkur Sig- urðsson, unglingspiltur, átti einu sinni að prjóna gráa boli móti kerlingu, sem Helga hér Stefáns- dóttir á Litlahamri, og þótti skömm til koma. Þá var þetta kveðið: Siðug Jón og Helga hér heiðra þjónastandið liðug pijóna saman sér sauðgrátt hjónabandið. Þessa sögu er að finna aftan á spurningaskrá sem þjóðháttadeild Þjóð- minjasafns íslands sendi nýlega frá sér. Um er að ræða 91. spurninga- skrá deildarinr.ar og er að þessu sinni leitað eftir alþýðufróðleik um prjónaskap og prjónles í dag- legu lífi fólks áður fyrr. Spurt er um prjóna, band, hnykla, út- prjón, prjónauppskriftir og munstur, um hvernig prjónles af ýmsu tagi var gert og notað, ptjónavélar, kennslu og margt fleira. Ljósmyndir, gripir, sögur, vísur eða annað sem efninu við- kemur er vel þegið. Hvert er hlutverk þjóðhátta- deildar Þjóðminjasafn Islands? „Á undanförnum áratugum hefur þjóðháttadeild safnað meira en þrettán þúsund handrit- um af ýmsu tagi þar sem frá- sagnir fólks af þjóðháttum ís- lendinga að fornu og nýju eru skráðar ítarlega. Upplýsingar um gömul vinnubrögð, sem ofttengj- ast hlutum sem eru sýndir á Þjóð- minjasafni, eru áð mestu fengnar frá göinlu fólki, enda er stærstur hluti heimildarmanna okkar á aldrinum sjötíu til hundrað ára. Hins vegar rekst maður stundum á fólk á miðjum aldri sem býr yfir ótrúlegum fróðleik og kann sögur langt aftur í tímann um það hvað afar og ömmur þess og langafar og Iangömmur höfð- ust að.“ Hvað er langt síðan þessi deild tók til starfa? „Þjóðháttadeild var formlega stofnuð árið 1964, en starfsemin á rætur að rekja til ársins 1960 þegar Kristján Eldjárn og Þórður Tómasson fóru. að leita eftir ábendingum um fólk sem væri viljugt til þess að svara spurning- um um lífið í gamla daga. Þá varð til grunnheimildarmanna- skrá þjóðháttadeildar og síðan hefur sífellt verið að bætast við. Við leitum með vissu millibili eft- ir ábendingum um nýja heim- ildarmenn og förum stundum út um land til þess að safna þeim. Það er alltaf vel þegið að fá upplýsingar um nýja heimildarmenn, ekki síður en upplýsingar um þjóðhætti fyrri tíma. Við höf- um alltaf þörf fyrir fólk sem er reiðubúið að vera á skrá hjá deild- inni og svara reglulegum spurn- ingum um ýmislegt varðandi daglegt líf Islendinga á fyrri hluta aldarinnar.“ Er það helsta leiðin að senda út spurningalista til að fá upplýs- ingar um ákveðin efni? „Það má segja það. Við söfnum upplýsingum meðal annars með því að senda út lista með ítarleg- ► Hallgerður Gísladóttir lauk cand.mag.-prófi í sagnfræði með þjóðfræðiívafi frá Há- skóla Islands og fjallaði loka- ritgerð hennar um íslenskan mat. Hún hefur starfað við þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Islands frá því að námi lauk. Eiginmaður Hallgerðar er Árni Hjartarson jarðfræðing- ur og eiga þau þrjú börn. um spurningum um ákveðna, af- markaða þætti þjóðlífsins. Spurn- ingalistinn um prjónaskap er sá fyrsti sem fer frá deildinni um það efni. Það er reyndar eitt af því sem hefur verið á vinnulista hjá okkur, en sá listi er ansi lang- ur. Þjóðháttadeild sendi á árun- um 1965 til 1968 frá sér fjórar spurningaskrár um tóvinnu. Þar var spurt um alls konar ullar- vinnu og tóvinnu, vefnað, rún- ingu, ullarþvott, ullarlitun, kemb- ingu, spuna, snældur, hespur og fleira. En það var ekkert spurt um pijón og það varð aldrei neitt úr því þá að send yrði út spurn- ingaskrá um pijón. Nú er verið að bæta úr þvi. Ef menn vilja leggja þessari söfnun lið, eða vita um einhveija sem eru fróðir um pijónaskap og tengd mál, bið ég þá að hafa samband við þjóð- háttadeild.“ Hvað fara margar skrár frá ykkur á ári? „Þær eru svona tvær til þijár og efnin sem við tökum fyrir eru bæði mörg og misjöfn. Við höfum til dæmis spurt um gestakomur, sumardaginn fyrsta og hross- hársvinnu. Síðustu spurningalist- ar hafa verið um náttúruhamfar- ir, snjóflóð og svo um vegavinnu. Það er reyndar áberandi hvað áhugi fólks á þjóðháttum fyrri tíma hefur aukist á undanförnum árum og viðbrögð við spurninga- listunum eru alla jafna mjög góð. Það er í raun alveg ein- stakt hvað það er góð svörun.“ En hvað er svo gert við þær upplýsingar sem berast? „Hjá þjóðháttadeild sjáum við um að safna upplýsingunum saman en látum aðra um að vinna úr þeim, enda höfum við engan mannskap til þess. Það er helst fólk úr háskólanum og kennaraháskólanum, bæði nem- endur og fræðimenn, sem sjá um úrvinnslu gagnanna og ýms- an fróðleik þaðan má síðan sjá í bókum.“ Nýir heimild- armenn vel þegnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.