Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 17 Iduvæn tölva □rgjörvi: PowerPC 6Q3e 120 MHz Skjár: Apple Multiple Scan 14" litaskjár Vinnsluminni: 8 Mb Harðdiskur: 1.200 Mb Geisladrif: Apple CD600Í Forrit á íslensku: ClarisWorks 3.0 Rta/öllur 3.0 Málfræöigreining Leikir: Amazing Animation Sammy's Science House Thinkin' Things Spectre Supreme Geisladiskar 3D Atlas Asterix Concertware Daedalus Encounter - 3 Grolier Making Music Peanuts Rock Rap'n Roll Myst a Lw % Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavik, sími: 511 5111 Heimasíða: http://www.apple.is ESB spáir örari vexti á næsta ári Briissel. Reuter. HAGVÖXTUR í Evrópusamband- inu mun líklega aukast um 1,6% í ár og 2,3% árið 1997 að sögn framkvæmdastjómar sambands- ins. Samkvæmt hálfsársskýrslu framkvæmdastjómarinnar er búizt við að 12 lönd minnki fjár- lagahalla í 3% vergrar landsfram- leiðslu. Að mati framkvæmdastjómar- innar munu aðeins Grikkland, ítal- ía og Bretland ekki fullnægja skil- yrðum Maastricht-sáttmálans um aðild að sameiginlegum gjaldmiðli 1999. Mat framkvæmdastjórnar á vexti í ESB hefur lítið breytzt síð- an í vor þegar gert var ráð fyrir að verg landsframleiðsla mundi aukast um 1,5% 1996 og 2,4% á næsta ári. í Þýzkalandi er gert ráð fyrir verulega meiri hagvexti, 1,4% í stað 0,5% áður. Peningamálastjóri ESB, Yves- Thibault de Silguy, sagði á blaða- mannafundi að meirihluti aðildar- landa hefði hafízt handa um mark- tækar tilraunir til að minnka fjár- lagahalla. Um leið og betri efnahagshorfur í Þýzkalandi hafa stuðlað að já- kvæðara mati fyrir næsta ár er bent á að horfur séu á minni hag- vexti á Ítalíu, 0,8% í stað 1,8% eins og áður hafði verið áætlað, valdi því gert sér ráð fyrir minni heildartiagvexti en ella. Ef Ítalía væri ekki reiknuð með væri vöxtur vergrar landsfram- leiðslu í ESB 0,25% meiri 1996 og 1997. ♦ ♦ ♦------- Hagnaður BSkyB eykst um 31% London. Reuter. BREZKA gervihnattasjónvarpið BSkyB kveðst hafa til athugunar frekari fjárfestingar í Þýzkalandi og hyggst sjónvarpa öðrum meiri- háttar íþróttaatburði gegn greiðslu í Bretlandi síðar í þessum mánuði. Hagnaður fyrir skatta jókst um 31% í 66 milljónir punda eða 660 milljónir króna á þremur mánuð- um til septemberloka. Fyrirtækið, sem News Corp Ruperts Murdochs er aðalhluthafí í, segir að áskrifendum hafi íjölgað í 5.65 milljónir til septemberioka, eða um 146.000 á ársfjórðungn- um. BSkyB á þýzkan sjónvarpsmarkað í sumar kvaðst BSkyB mundu kaupa allt að 49% hlut í DFl, hinu stafræna þýzka sjónvarpi sem bæverski fjölmiðlajöfurinn Leo Kirch hleypti af stokkunum. Nú kveðst BSkyB íhuga töluverða fjárfestingu í öðru þýzku sjónvarpi sem byggist á áhorfí gegn greiðslu. DFl hefur farið hægt af stað, en búizt er við að þýzki greiðslu- sjónvarpsmarkaðurinn verði í örum vexti á næstu árum. BSkyB hyggst bjóða íþróttaá- horf gegn greiðslu á morgun 9. nóvember þegar Mike Tyson kepp- ir við Evander Holyfíeld í Las Vegas um WBA krúnuna í hnefa- leikum í þungavigt. Seint á næsta ári hyggst BSkyB koma upp stafrænu gervihnatta- sjónvarpi í Bretlandi. Áhorf á íþróttaðviðburði gegn greiðslu verður líklega aðaltekjulind af aukarásum sem byggjast á staf- rænni tækni. Volvo á batavegi eftir uppstokkun Gautaborg. Reuter. VOLVO skilaði minni hagnaði en efni stóðu til fyrstu níu mánuði ársins 1996, en búist er við að fyrirtækið sé á batavegi eftir al- gera endurskipulagningu, sem hófst 1995. Sören Gyll forstjóri sagði á blaðamannafundi nýlega að Volvo hefði einbeitt sér að kjarna starf- seminnar og sölu eigna væri að mestu lokið. Við höfum fulla stjórn á starfseminni og staðan á efna- hagsreikningi fyrirtækisins er góð, sagði hann. Hagnaður fyrir skatta jókst um 12% í 12,03 milljarða sænskra króna, en eingöngu vegna hagnaðar af sölu eigna, meðal annars vegna 7.77 milljarða dollara hagnaðar af sölu bandarísk-sænska lyfjafyrir- tækisins Pharmacia & Upjohn Inc. Sala minnkaði um 12% í 113.6 milljarða s.kr. Þar af minnkaði sala vörubíla um 14% í 32.71 millj- arða s.kr. og sala fólksbíla um 5% í 59.83 milljarða. Rekstrarhagnaður af bifreiða- starfseminni minnkaði í 2,32 millj- arða sænskar krónur. Þrátt fyrir 600 milljarða s. króna hagnað af gengissveiflum í ár er talan aðeins fjórðungur 8.84 milljarða rekstrar- hagnaðar fyrir ári. Þó segja yfirmenn Volvos að fyrirtækið muni aftur skila dijúg- um hagnaði á næsta ári vegna nýrra gerða og betra ástands á helztu mörkuðum. Vonbrigði með vörubíla Frammistaða vörubíladeildar olli einkumm vonbrigðum. Eftirspurn var dræm í Norður- og Suður- Ameríku, en í Evrópu voru afhent- ir 6% fleiri bflar heldur en á sama tímabili í fyrra. Vörubílaforstjóri Volvo, Karl- Erling Trogen, sagði að nýjum VN flokki hefði verið vel tekið á Banda- ríkjamarkaði og hefðu 1500 pant- anir borizt. Sala jókst um 8% á nýrri röð 850 fólksbíla og segir Volvo að sala á S40/V40 línunni sé „hag- stæð.“ Hinn nýi C70, sem sýndur var í París á dögunum, hefur ekki ennþá hitt í mark. Sérfræðingar segja kvíðvæn- legast að rekstrarhagnaður vöru- bíladeildar minnkaði í 413 milljón- ir sænskra króna úr 4.03 milljörð- um ári áður. í því sambandi er bent á að vörubíladeildin var aðal- tekjulind Volvo í byijun þessa ára- tugar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.