Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAHJÓNIN í DANMÖRKU Morgunbiaðið/Nordfoto FRÚ Guðrún Katrín spjallar við sex ára nemendur í HERRA Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir koma í þinghúsið Tjornegárdskóla í Gentofte. í Kristjánsborgarhöll í fylgd Erlings Olsen þingforseta (t.v.). i i i I Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „HVAR er forsetinn, hvar er forset- inn?“ spurðu krakkarnir í Tjornegárdskole og skimuðu ákaft, því þegar maður er bara sex ára er erfitt að greina hver er aðalper- sónan í stórum hópi dökkklæddra og virðulegra manna, sem allir brosa með virðulegum hlýleik. Þrátt fyrir kuldastrekking voru krakk- arnir hinir glöðustu að standa úti með fána og veifa til forsetahjón- anna og fylgdarliðs þeirra, sem heimsóttu skólann í gær. í heim- sókn í þjóðþinginu blésu vindar stjórnmálanna og í ávarpi sínu tal- aði Poul Nyrup Rasmussen um sam- leið landanna í NATO. Ólafur Ragn- ar Grímsson hefur í ferðinni talað mikið um gildi sögunnar og segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi sterklega á tilfinningunni að Danir hafí nú meiri áhuga en áður á samvinnu við lönd eins og ísland og Noreg, sem eigi sömu sögulegu rætur. Auk hefðbundinna atriða eins og heimsóknar í minningarlund um andspymumenn, kynningar á dönsk- um félags- og skólamálum, heim- sóknar í þingið og hádegisverðar í boði forsætisráðherra bar dagskrá opinberrar heimsóknar forsetahjón- anna merki áhuga Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á viðskiptalífínu, því síðdegis í gær heimsótti hann dönsku iðnrekendasamtökin og sat þar lokaðar hringborðsumræður ýmissa hagsmunasamtaka um hvers vegna Danmörk, sem ekki ætti hrá- efni, stæði sig svo vel á útflutnings- mörkuðum. I minningarlundinum lagði hann blómsveig að minnisvarða um andspymuhrejrfmguna dönsku og tók í hendur nokkurra gamalla frelrishetja. Á eftir heimsóttu forsetahjónin nýtt heimili fyrir ófrískar konur, sem ánetjaðar em eiturlyfjum. And- ers Gormsen forstöðumaður heimil- isins sagði blaðamönnum frá því, meðan forsetinn og fylgdarlið hans heilsuðu upp á stúlkumar. Af tillits- semi við þær fengu blaðamenn ekki að ganga um heimilið. Tjomegárdskóli er dæmigerður danskur skóli, myndarleg múr- steinsbygging frá fjórða áratugn- um. Glaðir krakkar með fána tóku á móti gestum og á salnum söng skólakórinn „Ríðum, ríðum“ af mik- illi innlifun, bæði á íslensku og dönsku. í ávarpi sínu sagði Ólafur Ragnar að Poul Nyrup Rasmussen hefði nýlega spurt sig hvort hann kynni þetta lag og í hádegisverði með Rasmussen á eftir hygðist Ól- afur Ragnar benda honum á að ef hann vildi heyra lagið skyldi hann bara heimsækja Tjornegárdskól- ann. Hinn pólitíski tónn — forseti lýðræðisins Þjóðhöfðingjar heimsækja alltaf danska þingið og þar leyndi sér Margar vistarverur í hinu evrópska húsi FORSETI íslands leggur blómsveig að minnisvarða um danska andspyrnumenn. ekki að í augum danskra stjórn- málamanna er Ólafur Ragnar starfsbróðir þeirra, þó hinum eigin- lega stjórnmálaferii hans sé lokið. Erling Olsen þingforseti rifjaði upp: hve samband landanna hefði verið viðkvæmt í byijun aldarinnar. Dan- ir hefðu helst ekki viljað tala um að íslendingar ætluðu sér sjálfstæði og sambandsslitin 1944 hefðu gert sambandið enn erfiðara. Með lausn handritamálsins hefðu öll deilumál verið úr sögunni og ánægjulegt að nú gengju þjóðirnar saman inn í nýtt árþúsund. Danir eru þekktir fyrir skopskyn og Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra á það einnig til. í upphafi ræðu sinnar í hádegisverði til heið- urs forsetahjónunum rifjaði hann upp að Ólafur Ragnar ætti stjórn- málaferil að baki „og það þarf ekki að vera honum til lasts", bætti hann við sposkur í bragði, um leið og hann sagði Ólaf Ragnar kunnan fyrir gott skopskyn. Eftir að hafa talað um tengsl dönsku og íslensku vék hann að því að leiðir landanna lægju saman í NATO, í norrænni samvinnu og innan Sameinuðu þjóðanna. Forsætisráðherra rifjaði upp ný- afstaðinn fund norrænu forsætis- ráðherranna með starfsbræðrum frá Eystrasaltsríkjunum. Þar hefði svo skipast að forsætisráðherrar Noregs, Danmerkur og íslands hefðu verið á milli sænska og finnska fulltrúans. Vegna samver- unnar í NATO hefðu fulltrúar Nor- egs, Danmerkur og íslands getað setið þarna fullir sjálfsöryggis. Þeg- ar ráðherra frá einu Eystrasalts- landanna hefði í spaugi spurt Finnann og Svlann hvort þeir yrðu ekki samferða þeim inn í NÁTO hefði Davíð Oddsson bætt við mak- indalega að það gæti nú verið nota- legt að fínna fyrir norrænni heild innan NATO. í lokin ávarpaði Nyr- up Rasmussen Ólaf Ragnar sem „forseta lýðræðisins“, því þannig hefði Ólafur Ragnar sjálfur tekið til orða í samræðum þeirra fyrir matinn, en Rasmussen endaði á norrænni samvinnu með því að vitna í fleyg orð Einars Más Guð- mundssonar rithöfundar: „Norden er i orden.“ í þakkarræðu sinni rifjaði Ólafur Ragnar upp aldagamalt vináttu- samband landanna tveggja. Löndin ættu sameiginlega hagsmuni af því að lýðræði og traust ríktu í Evrópu þó leiðir skildu varðandi Evrópu- sambandið. I hinu evrópska húsi væru margar vistarverur og fjöl- breytileiki með djúpum lýðræðisrót- um gæti reynst mikilvægur í að þróa Evrópu í alveg nýjar áttir. Norðurlöndin gætu staðið saman um að þróa efnahagssamvinnu og skapa nýja alþjóðlega samninga um öryggismál. Ólafur- Ragnar kom einnig inn á tungumálið, sem væri íslendingum kjölfesta á alþjóðavettvangi og þungamiðja í sjálfstæði og menn- ingu. „Við álítum rétt að halda á lofti rétti íslenskunnar í samvinnu Norðurlandaþjóðanna. Við dáumst að Dönum fyrir að þeim skuli hafa tekist að gera dönskuna rétthærri í Evrópusambandinu en íslenskan er í norrænni samvinnu, þrátt fyrir að norræn samvinna byggi á vin- áttu, en hin evrópska á hagkvæmni og efnahagsforsendum.“ Forsetinn nefndi hins vegar ekki að á nýaf- stöðnu Norðurlandaráðsþingi gátu Islendingar í fyrsta skipti talað á íslensku, því þýtt var jafnóðum bæði af og á íslensku. Og hann nefndi heldur ekki að það eru í raun ekki Danir, sem hafa áunnið dönsk- unni rétt innan ESB, heldur hefur samvinnan þar frá byijun grund- vallast á að öll málin væru jafnrétt- há. Áhugi á samstarfi á sögulegum forsendum í máli sínu í heimsókninni hefur Ólafur Ragnar margoft komið inn á að Danir og íslendingar ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta og hann fyndi það glögglega að Danir hefðu skilning á gagnsemi þess að eiga samleið með Islending- um. Aðspurður hvað hann ætti við sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að sér þætti athyglisvert að í samræðum sínum þessa dagana bæði við stjórnmálamenn og aðra forystumenn greindi hann skilning þeirra á að hagsmunir Dana og Islendinga tengdust á mun marg- víslegri hátt en menn hefðu talið fyrir 5-10 árum. Þá hefði aðal- áherslan verið á Evrópusamstarfið, en nú hefði sú áhersla vikið fyrir margvíslegum verkefnum tengdum nýjum aðstæðum, svo sem á vett- vangi NATO, Sameinuðu þjóðanna og innan norrænnar samvinnu. Einnig hefði komið skýrt fram áhugi á samvinnu Dana, Norð- manna og íslendinga. Það væru ekki aðeins stjórnmála- menn, sem héldu þessu fram, held- ur einnig fulltrúar konungsfjöl- skyldunnar. Þessir aðilar bentu á að nú væri komin til forystu í lönd- unum kynslóð með ný viðhorf sem liti deilumál fortíðarinnar öðrum augum en áður hefði verið gert. Þegar deilumál fortíðarinnar hefðu fjarlægst kæmi í ljós margt af því sem sameinaði löndin. „Ég held því að heimsóknin nú, bæði af hálfu okkar og Dananna, sé merkjasend- ing um þróun á nýrri öld,“ sagði Ólafur og undirstrikaði að ný við- fangsefni leiddu til þess að leitað væri samstarfs við þjóðir, sem ættu sameiginlega sögu. Um það hefur verið rætt að sam- starf Norðurlanda á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna hafi rýrnað sökum þess að þijú þeirra ynnu nú saman innan ESB. Ólafur Ragnar sagðist kannast við þessa skoðun, en sagð- ist nú skynja nýjar aðstæður, sem knýðu á um að samstarfsaðilar Dana yrðu ekki síður íslendingar og Norðmenn en ESB. „Ég skynja nýjar áherslur, þar sem sameiginleg saga skapar ríkari öryggistilfinn- ingu en formleg afskipti við önnur ríki.“ Heimsóknin hefði öll farið fram á dönsku og það sýndi sterk tengsl þjóðanna og ekki væri síst ánægjulegt að finna áhuga drottn- ingarinnar, prinsins og sona þeirra á þeim tengslum. Vildi gjarnan kynna ísland fyrir prinsunum Á blaðamannafundi forsetahjón- anna og Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra sagði forsetinn að kynni þeirra af Margréti drottn- ingu og fjölskyldu hennar hefðu verið ánægjuleg og meðal annars hefðu þau drottningin rætt hlutverk þjóðhöfðingja í nútímaþjóðfélagi. Einnig vonaðist hann til að prins- arnir fetuðu í fótspor foreldra og forfeðra og kynntust íslandi af eig- in raun, eins og hann hefði boðið þeim að gera, en á næsta ári væru einmitt sextíu ár liðin síðan Friðrik þáverandi krónprins og Ingiríður, foreldrar Margrétar, heimsóttu ís- land. Ingiríður myndi þá heimsókn vel og hefði sagt sér af henni á mjög lifandi og skemmtilegan hátt. I í I I « c (. ( ( ( ( < ( < ( < (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.