Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 30
hið Opinberal 30 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur Ohultar spurningar UOÐABOKIN úr hnefa eftir Arna Ibsen er komin út. Bókin geymir þijátíu og eitt ljóð þar sem leitað er athvarfs í spurningum sem „eru óhultar fyrir deyðandi svörum", eins og segir á einum stað í bók- inni. „Höfundurinn hikar ekki við að spyrja stórt og leita Árni svara í óræðum myndum góðrar ljóðlistar," segir í kynningu. Úr hnefa er íjórða ljóða- bók Árna Ibsens, en hann er einnig afkastamikið leik- skáld og er skemmst að minnast leikrita hans eins og Elín Helena, Himnaríki - geðklofinn gamanleikur og Ef væri ég gullfiskur? Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 79 bls. Ibsen unnin í Prentsmiðjunni Grafík hf. Messíana Tómasdóttir hannaði kápuna. Verð 1.680 kr. Fyrstu ljóðabækur Sigurðar í einni bók UOÐVEGASAFN eftir Sigurð Pálsson er komið út. Hér er um að ræða endurútgáfu á fyrstu þremur bókum skáldsins: Ljóð vega salt (1975), Ljóð vega menn (1980) og Ljóð vega gerð (1982). I kynningu segir: „Þeg- ar Sigurður Pálsson sendi frá sér sína fyrstu bók, Ljóð vega salt, árið 1975, leyndist engum að þar var ort af Eyfjörð mikilli list og kunnáttu. „Ansans kápu. Sigurður Pálsson ári er Sigurður gott ljóð- skáld!“ ritaði Ólafur Jóns- son, gagnrýnandi um ljóða- gerð hans á þessum árum og æ síðan hefur útgáfa hverrar nýrrar bókar eftir Sigurð þótt tíðindum sæta í íslenskum bókmennta- heimi.“ Útgefandi er Forlagið. Bókin er 291 bls., prentuð í Grafík hf. Steingrímur Kristmundsson gerði Hafnarstúdentar Laser Expression Penthim Laser tölvurnar hafa verið á íslenskum markaði lengur en nokkur önnur PC - samhæfð tölvutegund, eða frá árinu 1986. II//LASER computer 16mb vinnsluminni • 1,2 gb harður diskur • 8 hraða geisladrif 16 bita hljóðkort»80whátalarar 14" litaskjár•Windows95• Windows 95 lyklaborð • Microsoft mús. 100 mhz. 123.900 stgr. 133 mhz. 134.900 slgn Heimilistölvan er nýjasta heimilistækið og býður upp á ótal möguleika til gagns og gamans fyrir alla fjölskylduna. 10 ára traust reynsla af Laser heimilistölvum hér á landi ertrygging fyrir góðri endingu - og verðið er mjög gott! Heimilistæki hf TÆKNl-OG TÖLVUDEILD SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 • http://www.ht.is Kynnið ykkur málið betur og lítið inn til okkar! BOKMENNTIR Fræði rit í BABÝLON VIÐ EYRARSUND eftir Margréti Jónasdóttur. I félagsskap íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn 1893-1970. Hið íslenska fræðafélag í Kaup- mannahöfn. Reykjavik 1996, 318 bls. ÁRIÐ 1893 var íslenska stúd- entafélagið í Kaupmannahöfn stofn- að. Síðar hét það raunar Félag ís- lenskra stúdenta í Kaupmannahöfn. Það starfaði oft af krafti, ærslum og miklum hugsjónum til ársins 1970. Þá var það illu heilli leyst upp og við tók Félag ís- lenskra námsmanna í Kaupmannahöfn. Þá bók sem hér birt- ist skoða ég sem eins konar eftirmæli og les hana með vissum sökn- uði líkt og um náinn aðstandenda væri að ræða (sem er að vissu leyti rétt). Höfundur rekur sögu þessa látna félags að mestu eftir fundar- gerðarbókum félags- ins. Þær fundargerðir voru að vísu með nokk- uð sérstæðum hætti, rækilegar, margorðar, stórorðar og hlutdræg- ar. Fyrir því var gróin hefð. Fundar- gerðir þessar voru margar hveijar hinn mesti skemmtilestur og sumar stórvel skrifaðar, en ekki ætíð áreið- anleg sagnfræðiheimild eins og höf- undurinn bendir réttilega á. Höfund- ur tekur margar góðar glefsur úr þessum merku fundargerðum. Sá er galli á gjöf Njarðar að fundar- gerðarbókin fyrir 1907-1914 glat- aðist með undarlegum hætti og hef- ur ekki fundist síðan. Höfundur hefur þann hátt á að reifa þau málefni sem stúdentar létu sig skipta og víkja síðan að félags- starfseminni og umræðum þar. En málefni stúdentanna voru oftast nátengd þjóðmálum heima á Fróni eins og þau voru á hveijum tíma, allt frá valtýsku til herverndar. Oft- ast var rætt um pólitík en stundum vikið að skáldskap, öðrum fögrum listum og fræðum. Það var ekki fyrr en seint og síðar meir sem hagsmunamál stúdenta fóru að koma við sögu. Til að gera frásögn- ina skiljanlegri nútíma lesendum gerir höfundur jafnan nokkra grein fyrir þjóðmálum almennt og stefn- um í bókmenntum. Er því vel farið og raunar nauðsynlegt. Af lestri þessarar bókar mætti ætla að íslenskir Hafnarstúdentar hafí verið hinir mestu drykkjusvolar og ribbaldar. Þeirri skoðun, ef einhver skyldi hafa hana, ber að taka með miklum fyrirvara. Víst fengu þeir sér oft rösklega neðan í því, þegar þeir komu saman. Gekk þá stundum mikið á. En þeir gerðu líka sist minna úr þvi þegar þeir sögðu frá t.a.m. í fund- argerðum. Þessa á milli stunduðu þeir nám sitt vel og lifðu hófsemdar- lífi. Æviferill flestra bendir líka til alls ann- ars en óreiðulífernis. Félag íslenskra stúd- enta í Kaupmannahöfn var alla tíð karlmiðað félag — sum- ir myndu segja karlrembufélag. Lík- lega hefur það meðal annars orðið því að aldurtila. Þar féll eitt hið síð- asta vígið! Kannski er það þá í takt við tímann að nú er það kona sem kastar rekunum og syngur líksöng- inn. Og ekki verður annað sagt en að hún géri það vel og snyrtilega. Bókin er prýðilega úr garði gerð og skreytt mörgum myndum. Á stöku stað sá ég þó smámisfellur. T.a.m. er á bls. 9 ekki alveg rétt farið með texta (sbr. Söngbók Hafn- arstúdenta, 2. útg.). í stað „kúrðum vér fullir sorga“ á að vera „vér kúr- um ..." og „Loks við í húsið hjástoð- ar“ á að vera „Loksins í húsið ..." Sigurjón Björnsson. Margrét Jónasdóttir Windows. Word 02 Excel Tölvu-1 og verkfræðiþjc uraðgjöf • námskeið • úti lustan Tölvuraðgjöf • námskeið’-utgáfa Grensásvegi 16 • ® 568 80 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.