Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 47 AÐSENDAR GREINAR Fjölskyldan o g áfengis- málastefnan Á AÐ gefa sölu áfengra drykkja fijálsa, leyfa að selja þetta eina lögleyfða vímuefni í matvöru- verslunum? I umræðunni, sem fram hefur farið um þetta mál, virðist það æði oft gleymast þeim sem taia fyrir auknu fijálsræði á þessu sviði að áfengi er vímuefni en ekki venjuleg neysluvara. Þess vegna er út í hött að bera áfengi saman við nauð- synjavörur eins og til dæmis mjólk, gosdrykki og þess háttar. Og I hverra þágu væri það gert að fjölga dreifingarstöðum þessa vímuefnis og koma því inn hjá sak- lausum börnum að þetta sé álíka Það væri glapræði, segir Hörður Pálsson, að afnema einkasölu ríkis- ins á áfengi. mikil nauðsynjavara og matvæli og fatnaður? Væri það í þágu drykkjumannsins sem ef til vill á konu og fullt hús af börnum? Væri það í þágu barna og ungi- inga sem sí og æ er verið að agnú- ast út í? Væri það í þágu skattborgaranna sem verða að bera þau gífurlegu útgjöld sem óhjákvæmilega fylgja aukinni áfengis- neyslu? Eða trúir því kannski einhver að þeir kaupmenn, sem mjöðinn vilja selja, greiði þann kostnað? Hvað álítur þú, les- andi góður? Ég leyfi mér að benda hér á nokkrar staðreyndir um af- leiðingar þess að einkavæða áfengis- sölu: 1. Áfengi er eina vímuefnið sem lögum samkvæmt er heimilt að neyta hér á landi. Önnur slík efni eru bönnuð, einkum af heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum ástæðum. Því liggur í augum uppi að hafa verður stjórn á dreifingu þess og meðferð eftir því sem kostur er. 2. Grundvallaratriði norrænnar áfengismálastefnu er að takmarka einkagróða af sölu og annarri dreif- ingu áfengis. 3. Hvergi á Norðurlöndum er drykkja jafnmikil og í Danmörku og á Grænlandi. / þeim löndum er ekki áfengiseinkasala. Danir voru sjötta langlífasta þjóð- in í Evrópu fyrir 30 árum. Nú hafa þeir hrapað niður í 21. sæti. Sjálfir kenna þeir um aukinni drykkju og reykingum. Einkum telja þeir aukna neyslu ódýrs léttvíns frá öðrum löndum í Evr- ópusambandinu hafa þar mikil áhrif til ills. Rannsóknir sýna að árlegur kostnaður þeirra vegna drykkj- unnar er hærri en niður- stöðutölur fjárlaga ís- lenska ríkisins. Reynsla þeirra ætti að vera öðrum norræn- um þjóðum víti til varn- aðar. 4. í árslok 1988 var áfengiseinkasala lögð niður í Póllandi og hafði hún þá verið við lýði í 70 ár eða nánast frá því að Pólveij- ar fengu sjálfstæði eftir heimsstyij- öldina fyrri. Einkavæðingin hefur haft það í för með sér að tjón vegna áfengisneyslu hefur aukist stórum - enda tæpast nokkur stjórn á áfengis- dreifmgu síðan - og smygl, brugg og svartamarkaðssala framleiðenda hafa siglt í kjölfarið. Milli áranna 1988 og 1991 fjölg- aði innlögnum á sjúkrahús vegna geðveiki af völdum áfengisneyslu um 50%. Einstaklingum, sem háðir eru neysiu áfengis, íjölgaði um 15%, dauðsföllum af vöidum skorpulifrar um 18% og umferðarslysum tengd- um drykkju um 27%. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af áfengissölu hafi dregist saman um 50%. 5. Sex heimsþekktir vísindamenn af ýmsu þjóðerni hafa kannað hveij- ar afleiðingar það hefði ef áfengis- verslun í Svíþjóð yrði einkavædd. Niðurstöður eru þær að áfengis- neysla og tjón af hennar völdum ykist hvernig sem að breytingunum yrði staðið. Ef verðlag og dreifing áfengis yrði með svipuðum hætti og er í Þýska- landi fjölgaði dauðs- föllum af völdum drykkju um 4.000 á ári og ofbeldisverkum, sem ekki leiddu til dauða, um 22.000. Ef svipaðir hlutir gerðust & íslandi hefði það í för með sér að dauðs- föllum af völdum áfengisneyslu fjölgaði um 110-120 og of- beldisárásum um 600-700 á ári. 6. Finnar, Norðmenn, Svíar og íslendingar létu bóka í viðræðum um Evrópska efnahagssvæðið að þeir áskildu sér rétt til að halda einkasölu á áfengi, þar komi til heil- brigðissjónarmið og velferð þjóð- anna. Flestum þeim sem ekki hafa í hyggju að græða á sölu áfengis ætti að vera ljóst að það væri mikil skammsýni og glapræði að afnema einkasölu ríkisins á þessu lögleyfða vímuefni. Það er deginum ljósara að slíkt hefði ófyrirsjáanlegar afleið- ingar í för með sér. Stöndum vörð um fjárhag þjóðar- innar og umfram allt börnin okkar og heimilin í landinu. Höfundur er bakarameistari. Hörður Pálsson GULLSMIÐJAN & PYRIT-G15 SKÓLAVÖRÐUSTlG 15 - SÍMI 551 1505 't \ V ISLENSK HÖNNUN OG HANDVERK gæði 3000 m2 sýningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 Fjölmargir möguleikar /Vi-ÁXA TM - HÚSGÖGN w SíSumúla 30 - Sími 568 6822 WA\!,f, STREET SKÁPASAMSTÆBA á 500 g jólasmjörstykl NÚ132 kr. Aður Notaðu tækifæríð og njóttu smjörbragðsms !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.