Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 51 HELGA JÓNS- DÓTTIR + Helga Jónsdóttir fæddist á Görðum 30. júlí 1905. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akranes- kirkju 15. nóvember. Við fráfall ömmu minnar, Helgu Jónsdóttur, leitar hugurinn til baka. Aðstæður sköpuðust þannig að ég ólst upp hjá ömmu minni og afa að stærstum hluta. Velvilji og um- hyggja var ofarlega í huga þeirra í minn garð. Afi minn, Pétur Sigur- björnsson, lést um aldur fram árið 1966. Afi og amma voru af þeirri kyn- slóð er lifði tvenna tíma. Aldrei heyrði ég þau kvarta. Amma stóð sem klettur við hlið afa. Hún sá um heimilið er hann var á sjónum. Mér er í fersku minni að fólk er stóð höllum fæti í samfélaginu átti stuðning hennar allan. Ég man eft- ir einum aðila sem átti erfitt með að tjá sig á talmáli og þurfti að leita læknis og fór hún og túlkaði fyrir hann. Minnisstæðar eru ferðirnar vest- ur í Dali, þegar rennt var fyrir lax, en amma var áhugasöm um slíka veiði. Margar ferðirnar fórum við sam- an á bílnum hans Sigga til Reykja- víkur er þú leitaðir læknis vegna glákunnar. Ég veit að þú værir ekki ánægð að ég væri að fara með einhveija langloku um þig og læt ég hér stað- ar numið. Fjölskyldan þakkar starfsfólki öldrunardeildar Sjúkra- húss Akraness góða umönnun þér til handa á liðnum árum. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Hafðu hugheilar þakkir. Upp, upp mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til, Herrans pínu ég minnast vil. (Hallgr. Pét.) Sigurbjörn Trausti Vilhjálmsson. GUÐNY FRIÐRIKS- DÓTTIR + Guðný Friðriksdóttir fædd- ist 19. september 1911. Hún lést í Kópavogi 9. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 15. nóvember. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl þú í friði, elsku amma, og við vitum að elsku afi Halli tekur vel á móti þér. Minning um yndis- lega ömmu lifir um alla tíð. Haraldur, Jóhanna, Sigurður og Sirrý. HANNIBAL GUÐMUNDSSON + Hannibal Guð- mundsson fædd- ist í Súðavík 16. febr- úar 1916. Hann Iést á hjúkrunarheimil- inu Eir 21. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá kapellu Fossvogs- kirkju 1. nóvember. Verkamannsins hendur hijúfar harðar báru vinnu vott. Minningamar mætar ljúfar mat ég hjartalagið gott. Styrkur hans var hugarfarið Hannibal safnaði ekki auði. Andlitið var veðurbarið. Vinnan að eiga fyrir brauði. Hljóður gekkst og hægur varst hugljúfur allur ferill þinn. Alþýðu fyrir bijósti barst. Blessaður vertu vinur minn. Guð þér gefi frið og ró svo góða heimvon hljótir. Hvíld er þreyttum hugarfró. Handleiðslu Guðs þú njótir. Guðmundur Hermannsson. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON + Guðmundur Magnússon kennari fæddist í Reykjavík 10. september 1950. Hann lést á sjúkrahúsi á Peorto Vallarta í Mexíkó 2. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 4. nóvember. Þó þú langfömll legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, frænka eldfjalls og íshafs! siQi árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmós! sonur landvers og skers! Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd! Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: Nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. Það er óskaland íslenskt, sem að yfir þú býr - aðeins blómgróin björgin, sérhver baldjökull hlýr, frænka eldQalls og íshafs! sifji árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmós! sonur landvers og skers! (Stephan G. Stephansson) Kæri Hrólfur og Halla, Gurra og Maddi, Bogi og fjölskylda, Reynir og fjölskylda. Innilegar samúðar- kveðjur til ykkar. Megi minningin um góðan dreng lifa. Bíbí. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför BJARNA R. JÓNSSONAR forstjóra, Drápuhlíð 40. Valgerður B. Gröndal, Halla Bjarnadóttir, Bragi Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför vinar míns, FRANCISCOS GARCIA JIMENEZ (Pacó), Calle Casa Blanca 5, Torremolinos, Spáni. Guðmundur Jónsson (Gussi). t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIKTOR G.A. GUÐMUNDSSON veggfóðrarameistari, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 22. nóvember kl. 10.30. Alma Guðmundsson. Hörður Viktorsson, Ragnheiður Friðriksdóttir, Egill Viktorsson, Heinz Steinmann, Erla ísaksen, barnabörn og barnabarnabörn. t SOFFÍA ELSEIE JÓNSDÓTTIR WAGNER, Gebr. Grimmsweg 34, Buxtehude, áður Hafnarfirði, lést i sjúkrahúsi í Þýskalandi 9. nóvem- ber síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í Buxtehude. Fyrir hönd eiginmanns, barna, barna- barna og systkina, Gfslína Jónsdóttir. Útför t KRISTINS SIGURÐSSONAR, Grettisgötu 57B, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 15.00. Torfhildur Þorkelsdóttir, Lilja Kristin Kristinsdóttir. t Þökkum samúð og vinarhug við fráfall GUÐNA GUÐMUNDSSONAR, Hellatúni, Ásahreppi, Rangárvallasýslu. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður H. Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Valgerður H. Magnúsdóttir. t Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför hjartkærs bróður og föðurbróður, ÓLAFS G. GÍSLASONAR verslunarmanns, Ölduslóð 36, Hafnarfirði. Guðfinna Gísladóttir, Gísli Ingi Sigurgeirsson. t Innilegar þakkir færum við þeim fjöl- mörgu, sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, fósturmóður, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÓLÍNU EYBJARGAR PÁLSDÓTTUR fyrrum húsfreyju, Hámundarstöðum, Hrísey. Guð blessi ykkur öll. Snjólaug Þorsteinsdóttir, Jón Helgason, Þorsteinn G. Þorsteinsson, Sesselja Stefánsdóttir, Þorsteinn J. Jónsson, Áshildur Emilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og lang- afa, EINARS PÁLSSONAR, Sólvallagötu 28. Sérstakar þakkir sendum við öllum þeim, sem hjúkruðu honum í veikindum hans. Birgitte Laxdal, Páll Einarsson, Steinunn Maria Einarsdóttir, Þorsteinn Gunnar Einarsson, Þuríður Pálsdóttir, Anna S. Pálsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.