Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gengi sterlingspundsins hefur hækkað um 9,9% frá áramótum Styrkir viðskiptakjör Islands almennt GENGI sterlingspundsins hefur hækkað um 9,9% frá síðustu áramótum og frá 1. september hefur gengið hækkað um 2,5%. Frá áramótum hefur gengi Bandaríkjadollars hækkað um 1% og Kanadadollars um 2,9%, en gengi nánast allra annarra Evrópumynta en sterlingspundsins hefur hins vegar yfirleitt lækkað eitthvað frá áramótum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, segir þessa þróun hagstæða fyrir Islendinga þar sem verðmæti útflutnings til Bretlands sé mun meira en til nokkurs annars lands, en inn- flutningur þaðan vegi hins vegar lítið. A síðasta ári nam verðmæti útflutningsins til Bretlands 22 milljörðum króna, en útflutningur til Þýskalands nam þá 16 milljörðum króna og útflutningur til Bandaríkjanna 14 milljörðum. Fiskur ráðandi í útflutningnum Fiskur og fiskafurðir eru ráðandi í útflutningn- um til Bretlands og segir Þórður að gengisþróun pundsins ætti frekar að styðja við bakið á fískút- flytjendum þegar á heildina sé litið og jafnframt sé þetta fremur til styrktar á viðskiptakjörum þjóð- arinnar almennt þar sem sterlingspundið vegur þyngra í útflutningi en innflutningi. „Það er hins vegar alltaf vafasamt að gera mjög mikið úr áhrifum svona breytinga því þær geta verið skammvinnar. Þegar einn gjaldmiðill styrkist svona fer það sömuleiðis fljótlega í kjölfar- ið að hafa áhrif á verð hlutaðeigandi vöru þar sem innflytjandinn telur sig þá vera í betri stöðu til þess að ná niður verði heldur en ella. Það þarf einnig að hafa þá fyrirvara á þessu,“ sagði Þórður. Hann sagði að helsta skýringin á hækkun sterl- ingspundsins væri sú að vel hefði gengið í efna- hagslífí Bretlands að undanförnu og mat flestra væri að uppsveifla væri framundan þar, jafnvel frekar en annars staðar og hefði það áhrif til að styrkja gengi pundsins. „Það er ekki ástæða til að ætla að það verði neinar stórar vendingar í gagnstæða átt á næst- unni, en hins vegar er ekki rétt, finnst mér, að ganga út frá því að það verði mikið framhald á þessari þróun," sagði Þórður. Eykur möguleikana Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sagði að ef áfram- haldandi hækkun yrði á pundinu myndi það óneit- anlega auka möguleikana á Bretlandsmarkaði. „Nú er viðkvæm síldarvertíð í gangi og Bret- landsmarkaður hefur alltaf verið mikilvægur fyr- ir síld og það gæti því komið sér vel ef þetta yrði eitthvað viðvarandi. Þá hefur flakamarkaður- inn í Bretlandi minnkað verulega á liðnum árum, en ef pundið heldur þessum styrk mun það styrkja þann markað. Ef þetta verður viðvarandi mun það jafnframt, að einhveiju leyti, hjálpa rækju- framleiðendum, en verð á skelflettri rækju hefur fallið verulega frá því á síðasta ári og stöðugt verið að lækka. Þetta eru því jákvæð atriði fyrir þessa þijá mikilvægu tegundahópa fyrir Bret- landsmarkað," sagði Gylfi Þór. Komst hvorki lönd né strönd LÖGREGLAN aðstoðaði í gær ökumann sem sat í bíl sínum á miðri götu í vesturborginni og komst hvergi. Aðrir öku- menn komu ekki sínum bílum framhjá en málið leystist eftir stutta kennslustund. Þegar lögreglan kom á vett- vang og spurði ökumanninn af hveiju hann stöðvaði um- ferð um götuna svaraði hann því til að það væri sprungið á einu dekki. Sjálfur kynni hann ekki að skipta og setja vara- dekkið undir og kæmist því hvorki lönd né strönd. Lögreglan sýndi manninum hvernig ætti að bera sig að við skiptin og mun hann að líkindum geta leyst þennan vanda næst. Ný stjórn á Húsavík Yilja endurskoða stöðu í Eyþingi NÝR meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Húsavík ætlar að endurskoða stöðu Húsa- víkur innan Eyþings, landshluta- samtakanna [ Norðurlandskjör- dæmi eystra. Óánægja er með að Eyþing skuli ekki hafa komið upp útibúi skólaþjónustu sinnar á Húsavík eins og samið var um. Húsavíkurkaupstaður hefur til- búna skrifstofuaðstöðu fyrir skóla- þjónustuna en Eyþingi ekki hefur tekist að ráða starfsfólk. Aðal- skrifstofa skólaþjónustu Eyþings er á Akureyri. „Ef samtökin geta ekki sett upp þessa þjónustu hér þá verðum við að gera það sjálf- ir,“ segir Siguijón Benediktsson, foringi sjálfstæðismanna. Hann og Stefán Haraldsson, foringi framsóknarmanna í bæjar- stjóm, telja að til greina komi að setja upp skólaþjónustu á Húsavík í samvinnu við önnur sveitarfélög í Þingeyjarsýslu. I því sambandi benda þeir á að búið sé að sam- eina héraðsnefndirnar og ráða framkvæmdastjóra. ■ Tannlæknastjórnin/12 Morgunblaðið/Ásdís Félagslega íbúðakerfið sagt þarfnast róttækra breytinga Ráðherra segir tillagna að nýju kerfi að vænta Jólastemmning í verzlunargötum JÓLASTEMMNINGIN er byrj- uð að skapast í verzlunargötum í miðborg Reykjavíkur, þótt enn sé meira en mánuður til jóla og almenningur ekki far- inn að skreyta híbýli sín. Þessi glaðbeitti ungi maður var að festa jólaskreytingar utan á hús Sólons íslandus í gær og fleiri hús í Bankastræti og á Laugavegi fá nú slíka skreyt- ingu. VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, sagði á ráðstefnu um íjár- mál sveitarfélaga í gær, að mark- mið laga um félagslegar íbúðir næðist ekki nema róttækar breyt- ingar á félagslega íbúðakerfínu ættu sér stað. Páll Pétursson, fé- lagsmálaráðherra, sagði í ávarpi til ráðstefnunnar, að hugmyndir sem uppi væru í nefnd sem ynni að end- urskoðun kerfisins miðuðu að því að breyta félagslega eignaríbúða- kerfínu í félagslegt húsnæðislána- kerfi. Sveitarfélög mundu losna við kaupskyldu íbúða. Róttækra breytinga þörf Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands sveitarfélaga, sagði að þau markmið laga með lánveitingum til félagslegra íbúða að jafna kjör og aðstöðu fólks í landinu og skapa öryggi varðandi húsnæðismál náist ekki nema rót- tækar breytingar eigi sér stað. I mörgum sveitarfélögum standist félagslega íbúðakerfið ekki lengur samanburð við almennan húsnæðis- markað. „Félagslegar íbúðir eru íþyngjandi f samanburði við aðra kosti auk þess sem það leiðir til þess að sveitarfélögin standa frammi fyrir óleysanlegum vanda vegna skuldasöfnunar sem leiðir af framkvæmd kaupskyldunnar," sagði Vilhjálmur. Hann sagði að vegna grund- vallarbreytinga á borð við vaxta- hækkun og lágs endursöluverðs næðu lögin ekki lengur þeim til- gangi sínum að kaup á félagslegu húsnæði væru fýsilegur kostur fyr- ir tekjulágt fólk. Vilfijálmur sagði að sveitarfélög- in hefðu gríðarlegra hagsmuna að gæta varðandi úrlausn vandans en þau ráði ekki ein við lausn hans. Óviðráðanlegar breytingar á að- stæðum í einstökum sveitarfélög- um og lagabreytingar hafi breytt öllum upphaflegum forsendum. „Það voru ríkisvaldið og löggjafinn sem settu sér háleit markmið með setningu laga um félagslega íbúða- kerfið. Það er nú þeirra hlutverk að laga kerfið að raunveruleikan- um ef það á áfram að þjóna til- gangi sínum,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. 20% ábyrð sveitarfélaga? Páll Pétursson félagsmálaráðherra ræddi einnig um húsnæðismál í ávarpi til ráðstefnunnar og sagði augljóst að Húsnæðisstofnun yrði að endurskipuleggja. Hann kvaðst enn bíða eftir lokaniðurstöðu nefndar sem skipuð hefði verið með aðild Sam- bands íslenskra sveitarfélaga til þess að reyna að lagfæra félagslega hús- næðiskerfið þannig að það yrði tekju- lágum nothæft úrræði og bærilegt fynr sveitarfélögin og samfélagið. í nefndinni séu uppi nokkrar hug- myndir að framtíðarskipulagi félags- lega húsnæðiskerfisins sem allar gangi út á að félagslega eign- aríbúðakerfinu verði breytt í félags- legt húsnæðislánakerfi. Ráðherra kvaðst sjálfur hallast að því að farin yrði svipuð leið og í Noregi. Sveit- arfélög losnuðu við kaupskyldu íbúða. Einstaklingur sem ætti rétt í félagslega kerfinu fengi lánsloforð fyrir hóflegri íbúð sem hann veldi á fijálsum markaði, og fengi 70% lán- uð perónulega gegn veði í eigninni, sveitarfélag ábyrgðist 20% en 10% yrði lántakinn að leggja fram sjálfur. Sambandsstjórn ASÍ Harðar deilur um aðildarskatt TIL mikilla deilna kom á sam- bandsstjórnarfundi ASÍ í gær um fyrirkomulag skattgreiðslu aðild- arfélaganna til ASI og stofnana þess. Þegar þingið hófst á þriðju- dag töldu margir fulltrúanna að fyrir lægi málamiðlun um sam- komulag sem náðst hefði í nefnd, sem skipuð var á síðasta þingi ASÍ. Við umræður kom í ljós að fulltrúar verslunarmanna voru mjög ósáttir við þær hugmyndir sem fyrir lágu „og sprakk þá sam- komulagið í loft upp og upphófust harðar deilur," sagði einn heimild- armanna blaðsins. Mikillar óánægju hefur gætt innan ASÍ með skattgrunn aðild- arfélaganna til sambandsins en hann hefur lengi verið föst upphæð á hvern félagsmann og fellur hann þyngra á tekjulægri félög en þau tekjuhærri. Tillaga um að tekin verði upp hlutfallsskattur var felld á ASÍ-þinginu í vor en ákveðið þess í stað að skipa 5 manna nefnd til að freista þess að ná samkomu- lagi um breytingar og í niðurstöðu hennar var lagt til að farin yrði millileið á milli andstæðra sjónar- miða. Eftir harðar deilur á sam- bandsstjórnarfundinum lagði Öm Friðriksson, formaður Samiðnar, til að málinu yrði frestað til næstá sambandsstjórnarfundar og var það samþykkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.