Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 15 Sjúkrahúsið á Húsavík 60 ára Húsavík - Sextíu ár eru liðin síðan fyrsta sjúkrahúsið á Húsavík tók til starfa, 17. nóvember 1936, og var þess minnst með veglegri há- tíð, opnu húsi, ræðuhöldum, söng og veitingum á afmælisdaginn. Hjúkrun sjúkra á sér alllanga sögu á Húsavík því „árið 1912 gerðist það á Húsavík að ekkja í þorpinu tók að sér geymslu nokk- urra sjúklinga er þurftu nauðsyn- lega að vera til lækninga,“ segir Vilmundur landlæknir í merku riti sínu Læknar á íslandi. Þessi ekkja var María Guðmunsdóttir í Vall- holti en þar rak hún svokölluð sjúkraskýli með 5-6 sjúkrarúmum til ársins 1924. Þá höfðu þáverandi læknishjón á Húsavík, Björn Jósefsson og Lovísa Sigurðardóttir, byggt sér veglegt íbúarðhús og ráku á heim- ili sínu 8 rúma sjúkraskýli næstu 10 árin eins og þau höfðu lofað. Þá fækkuðu þau rúmum til að herða á að byggt yrði sjúkrahús en önnuðust áfram sjúka á heim- ili sínu, en í minna mæli, þar til nýja húsið tók til starfa. Samkvæmt kröfum tímans var svo síðar hafist handa um bygg- ingu nýs sjúkrahúss sem tók til starfa 23. maí 1970 og hefur rúm fyrir um 60 sjúklinga. Nokkru eft- ir að læknarnir Gísli Auðunsson og Ingimar Hjálmarsson komu til Húsavíkur árið 1973 stofnsettu þeir í sambandi við sjúkrahúsið fyrsta vísinn hér á landi að heilsu- gæslustöð sem nú hefur verið rek- in í rúm 20 ár og er nú í nýrri og veglegri sambyggingu við sjúkrahúsið og telst það mjög heppilegt. Afmælishátíðin hófst með ávarpi Friðfinns Hermannssonar forstjóra og ræðu formanns sjúkrahússtjórnar, Brynjars Sig- tryggssonar, sem rakti sögu sjúkrahúsmála frá fyrstu tíð. Hann tilkynnti að nafni sjúkrahússins hefði nú verið breytt og héti það hér eftir Sjúkrahús Þingeyinga. Brynjar ræddi um umtalaðan sam- drátt og skipulagningu heilbrigðis- mála í héraðinu og sagði að Þin- geyingar vildu sem minnst þurfa að sækja sína heilbrigðisþjónustu utan héraðs. Aðrir ræðumenn voru Þormóður Jónsson, Gísli Auðunsson, Jó- hanna Aðalsteinsdóttir og Einar Njálsson bæjarstjóri sem flutti kveðju og þakkir bæjarstjórnar til þeirra mörgu sem svo ágætt starf hefðu unnið á liðnum áratugum í sambandi við heilbrigðismál stað- arins. að reykja! Nú er komið nýtt,ferskt og betra bragð í baráttunni við reykingarávanann; Nicotineil nikótfntyggjó. Ferska bragðið í Nicotinell nikótíntyggjóinu er einmitt bragðið sem þú þarft til þess að hætta að reykja. Nicotinell hefur sömu eiginleika og venju- legt tyggjó og fæst bæði með ávaxta- og pipar- myntubragði. Komdu í næsta apótek og fáðu bækling um það hvernig Nicotinell tyggjóið hjálpar þér best í baráttunni við tóbakið! Tyggðu frá þér tóbakið með Nicotinell! Thorarensen Lyf Vacnagarðar 18 • 104 Rcykjavík • Sími 568 6044 Hátíðinni lauk svo með því að Starfsmannakór sjúkrahússins skemmti með líflegum söng. Húsvíkingar fjölmenntu til fagnaðarins og skoðuðu nýja og gamla sjúkrahúsið en í því gamla var uppbúin stofa eins og hún leit út þegar gamla húsið tók til starfa. Morgunblaðið/Silli í TILEFNI afmælisins var uppbúin sjúkrastofa eins og hún leit út þegar gamla húsið tók til starfa. • ■ Niconneir Gott bragð til að hætta - kjarni mákins! Nicolinell tyggigúmmí er notað sem hjálparefni til þess að hætta reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar úr því þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega, til að vinna gegn reykingaþörl. Skammtur er einstaklingsbundinn en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Nicotinell fæst með ávaxta- og piparmyntubragði og í 2 styrkleikum, 2 mg og 4 mg. Nikótinið í Nicotinell getur valdið aukaverkunum s.s. svima, höfuðverk, ógleði og hiksta. Einnig ertingu í meltingarfærum. Böm yngri en 15 ára mega ekki nota Nicotinell tyggigúmmi án samráðs við lækni. Barnshafandi konur og konur með bam á brjósti eiga ekki að nota nikótinlyf. Sjúklingar með hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota Nicotinell án þess að ráðfæra sig við lækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.