Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 55 FRÉTTIR MARTEINSTUNGUKIRKJA í Holtum Marteinstungukirkj a í Holtum aldargömul Bindindis- dagur fjöl- skyldunnar á morgun BINDINDISDAGUR fjölskyldunn- ar er á morgun, föstudaginn 22. nóvember. „Á liðnum árum hefur þessi dagur vakið eftirtekt, haft áhrif og markað spor í baráttunni gegn vímuefnaneyslu. Við vonum að svo verði einnig nú og heitum á alla góða íslendinga að þeir láti áfengi og hvers konar önnur vímuefni lönd og leið þennan dag og geri hann að áfengislausum degi með það í huga,“ segir í frétt frá að- standendum. Tilgangur þessa sérstaka bind- indisdags felst m.a. í því að: Vekja foreldra og aðra uppalendur til umhugsunar um ábyrgt uppeldi barna sinna, vekja athygli á raun- hæfu forvarnarstarfi og hvetja til virkrar þátttöku í því, styrkja vímulausa ímynd fjölskyldunnar °g leggja áherslu á þá staðreynd, að áfengi er mest notaði vímugjaf- inn og lang oftast forsenda notkun- ar annarra (sterkari) fíkniefna. Rætt um starf Rauða krossins í þágu barna og ungmenna í vanda STARFSEMI Rauða kross-hússins og starf Rauða krossins í þágu barna og ungmenna í vanda verður til umfjöllunar á málþingi á Hótel Loftleiðum föstudaginn 22. nóvem- ber kl. 14-17.30. Rauða kross-húsið var sett á fót í árslok 1985. Síðan hafa ríflega eitt þúsund ungmenni notfært sér þjónustu neyðarathvarfsins. Þá hafa meira en 30 þúsund ung- menni hvaðanæva af landinu hringt í trúnaðarsímann sem opinn er allan sólarhringinn. Rauða kross-félögin í Noregi og Finnlandi hafa fetað svipaða braut í starfi sínu í þágu ungmenna í vanda og verður einnig íjallað um starf þeirra á málþinginu. Aðsókn að neyðarathvarfinu hefur verið meiri það sem af er þessu ári en áður eru dæmi um. Nú þegar hafa 144 komur verið skráðar en áður hafa mest verið skráðar 133 komur á heilu ári. Jafnframt hefur starfsfólk Rauða kross-hússins átt mjög annríkt við trúnaðarsímann og í ráðgjöf. Málþing um hagnýtt gildi rannsókna í ferðaþjónustu PÉLAG háskólamenntaðra ferða- málafræðinga heldur málþing föstudaginn 22. nóvember í Mörk- inni 6, húsi Ferðafélags íslands, kl. 14-19. Yfirskrift málþingsins er: Hagnýtt gildi rannsókna í ferðaþjónustu. Framsögumenn eru: prófessor John E. Fletcher, forstöðumaður The International Centre for Tour- ism and Hospitality Research við háskólann í Bournemouth í Eng- landi, Helga Þóra Eiðsdóttir, deild- arstjóri markaðsrannsókna hjá Plugleiðum, Rögnvaldur Guð- mundsson ferðamálafræðingur, Rut Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Hagstofu Islands, og prófessor Þórólfur Þórlindsson, varaformað- ur Rannsóknarráðs Islands. EFNT verður til hátíðarguðsþjón- ustu í Marteinstungukirkju í Holt- um sunnudaginn 24. nóvember kl. 14 í tilefni þess að kirkjan er 100 ára gömul um þessar mundir. Við guðsþjónustuna mun biskup íslands, hr. Olafur Skúlason, pred- ika. Vígslubiskup sr. Sigurður Sig- urðarson mun annast ritningar- lestra en sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kirkjukór Marteinstungu- og Hagakirkju syngur undir stjórn Hönnu Einarsdóttur, organista og Guðríður Júlíusdóttir syngur ein- söng. Kirkjan hefur staðið í Marteins- tungu um aldaraðir og líklegt er að kirkja hafi risið þar fljótlega eftir kristnitöku árið 1000. Sú kirkja sem nú stendur var byggð jarðskjálftasumarið 1896 og vígð sama haust. Var hún bændakirkja FYRIRTÆKIÐ Ástund í Austur- veri er 20 ára um þessar mund- ir. Ástund hóf starfsemi sína 19. nóvember 1976 í Austurveri við Háaleitisbraut 68 í Reykjavík og hefur verið þar til húsa alla tíð. Ástund er heildsölu- og smásölu- fyrirtæki og hjá fyrirtækinu starfa nú fimmtán manns. Ástund hefur sérhæft sig í vörum fyrir hestamennsku og rekur eigið söðlaverkstæði sem framleiðir hina geysivinsælu Ástundarhnakka. Þar eru einnig framleidd beisli, múlar, taumar og margvísleg önnur reiðtygi. Ástund flytur út umtalsvert magn af reiðtygjum til annara landa og er með umboðsmenn í um tíu löndúm. Ástund rekur einnig sportvöruverslun í Aust- urveri og eru umboðsaðilar fyrir íþróttavörumerki eins og UMBRO International og DIAD- ORA frá Ítalíu. Sérstök áhersla allt til ársins 1917 að hún var tekin í umsjá og fjárhald safnaðarins. Kirkjan var í góðu ásigkomulagi því miklar endurbætur hafa verið gerðar á henni sl. ár. Stendur hún nú á nýjum grunni, auk þess sem hún hefur verið klædd nýrri járn- klæðningu að utan og einangruð vel. Turninn hefur verið endur- byggður og skipt um þak. Þá hefur kirkjugarðurinn verið lagfærður verulega og smíðuð ný trégirðing utan um hana að hluta. Að lokinni guðsþjónustu er kirkjugestum boðið að þiggja kaffi- veitingar að Laugalendi í Holtum í boði sóknarnefndar og safnaðar. Sætaferð verður frá Umferðar- miðstöðinni í Reykjavík ki. 11.30 þennan dag og til baka að afloknum kaffiveitingum. er lögð á vörur frá Manchester United og Liverpool ásamt sund- fatnaði frá Speedo. Þá rekur Ástund einnig bókaverslun í Austurveri með bækur, ritföng ogleikföng. í tilefni af 20 ára afmælinu hefur Ástund nú stækkað og end- urnýjað sportvörudeild sína og ákveðið að veita öllum viðskipta- vinum sínum 20% afmælisafslátt af öllum vörum í verslunum sín- um dagana 21. og 22. nóvember. Þessa sömu daga kynnir Ástund nýjan hnakk sem Eyjólfur ísólfs- son tamningameistari útskýrir og Jónas Kristjánsson ritstjóri kemur og áritar bók sína Fáka- lönd. Þá efnir Ástund til getraun- ar fyrir viðskiptavini sína þar sem dregið verður úr réttum iausnum 21. desember nk. í verð- laun er nýji Ástundarhnakkurinn Ástund Classic að verðmæti 77.000 kr. Námskeið í almennri skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveimur námskeiðum í al- mennri skyndihjáip 23.-24. nóv- ember. Kennt verður frá kl. 10-16 báða dagana. Það síðara hefst 5. desember nk. kl. 19-23. Kennslu- dagar verða 5., 9. og 10 desember. Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Sérstaklega er vænst þátttöku ungra ökumanna sem hafa í höndum ávísun á námskeið í skyndihjálp gefna út af Rauða krossi íslands. Námskeiðsgjaid er 4.000 kr. en skuldlausir félagar í RKÍ fá 50% afslátt. Hægt verður að ganga í félagið á staðnum. Einnig fá nem- endur í frmahaldsskólum og háskól- um sama afslátt gegn framvísun skólaskírteinis. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blástursmeðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna, blæðingum úr sárum. Einnig verður íjallað um helstu heimaslys, þ.m.t. slys á börnum og forvarnir almennt. Áð námskeiðun- um loknum fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Sjúkraliðafé- lagið 30 ára SJÚKRALIÐAFÉLAG íslands verð- ur þrítugt 23. nóvember nk. Af því tilefni stendur félagið fyrir opinni ráðstefnu á Scandic Hótel Loftleið- um fyrir félagsmenn og annað áhugafólk um heilbrigðisþjón- ustuna. Fyrirlesarar innlendir sem erlendir eru allir sérfróðir hver á sínu sviði um efni dagskrárinnar. Sjúkraliðar sem hlotið hafa' leyfi heilbrigðisráðherra til að starfa við hjúkrun og bera starfsheiti sjúkra- liða eru í dag u.þ.b. 3.000. Félags- menn Sjúkraliðafélags íslands eru 2.400 sem starfa við heilsugæslu og þjónustu við sjúka, aldraða og öryrkja um land allt. Formaður fé- lagsins er Kristín Á. Guðmundsdótt- ir, sjúkraliði. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Ágústi Björnssyni, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps: „Að gefnu tilefni vegna fréttar í DV föstudaginn 15. nóvember sl. um málefni Hraðfrystihússins Frosta hf. er nauðsynlegt að gera grein fyrir eftirfarandi: Hlutafélagið Tog hf. keypti árið 1986 hlutabréf í Frosta hf. Þessi hlutabréf voru áður í eigu Barkar Ákasonar og fleiri aðila en þeir höfðu áður innleyst bréfin til Frosta hf. Tog hf. keypti því hlutabréfin af hlutafélaginu Frosta hf. en ekki af Súðavíkurhreppi eins og haldið er fram í blaðinu. Súðavíkurhreppur hefur um langan tíma verið hluthafi í Frosta hf. og á um 42% hlutafjár. Það er rangt sem fram kemur í frétt blaðsins að Tog hf. standi í skuld við Súðavíkurhrepp vegna kaupanna. Hitt er rétt að Tog hf. hefur einungis greitt hluta bréfanna og er ógreiddur hluti þeirra gjaldfall- inn. Skuld Togs er þess vegna við Frosta hf. en ekki Súðavíkurhrepp. Hreppsnefnd Súðavikurhrepps hefur beint þeim tilmælum til stjórnar fyr- irtækisins að hraðað verði innheimtu á ógreiddu hlutafé í félaginu. I blaðinu er staðhæft að sveitar- stjórnin í Súðavík hafi miklar áhyggjur af rekstri Frosta hf., blikur séu á lofti og aðgerða þörf til að bjarga því sem bjargað verði, eins og sagt er í blaðinu. Yfirlýsing blaðsins á þennan hátt er röng því sveitarstjórnin í Súðavík hefur aldrei fært slíka bókun til bókar í gerðabók Súðavíkurhrepps. Hitt er rétt að það er hlutverk kjör- FRÁ Hársnyrtingu Villa Þórs. Eigendaskipti á Hársnyrtingu Villa Þórs EIGENDASKIPTI hafa orðið á Hársnyrtingu Villa Þórs, Ármúla 26, Reykjavík. Nýr eigandi er Díana Vera Jónsdóttir sem rekið hefur Hársport Díönu í Grafarvogi síðast- liðin sex ár. Á hárgreiðslustofunni munu þær Inga og Lára starfa áfram og einnig hefur verið komið fyrir aðstöðu fyrir gervinaglaásetningu. Hárgreiðsiustofan er opin frá kl. 9-18 mánudaga til miðvikudags og frá kl. 8-18 fimmtudaga og föstu- daga. Á laugardögum er opið frá kl. 12-16. Fyrirlestur um nýmæli í mann- réttindastarfi DR. GUÐMUNDUR Alfreðsson, prófessor SÞ og forstöðumaður Rao- ul Wallenbergstofnunarinnar í Lundi flytur fyrirlestur á vegum Mannrétt- indastofnunar Háskóla íslands föstudaginn 22. nóvember kl. 12.15 í stofu 103 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist Nýmæli í mannréttindastarfi Sameinuðu þjóð- anna. Guðmundur starfaði í um 15 ár hjá mannréttindadeild Sameinuðu þjóðanna í Genf og hefur haldið ljölda námskeiða um mannréttindi. inna fulltrúa að vaka yfir rekstri fyrirtækja sem hreppurinn er aðili að, með það að markmiði að tryggja stoðir þeirra og hámarka afkomu. Það er leitt að umfjöllun um fyrir- tækið skuli vera með slíkum hætti. Hraðfrystihúsið Frosti hf. hefur skipað sér í röð allra fremstu fyrir- tækja í rækjuvinnslu á íslandi. Slíkt er ekki gert nema með áræðni, dugn- aði og ómældri fórnfýsi allra sem hjá fyrirtækinu hafa starfað." ♦ ♦ ♦------ LEIÐRÉTTIN G AR Resetov í GREIN í Morgunblaðinu á sunnu- dag, þar sem birtir voru valdir kafl- ar úr minningabók Júrís Resetov sendiherra Rússlands á íslandi varð sú meinlega prentvilla í grein og myndatexta að hann var sagður heita Resetovp. Sama villa birtisf svo í Víkvetja í gær. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum og áréttað að nafn sendiherrans er Júrí Resetov. Emilíana stýrði upptökum í DÓMI um plötu Emilíönu Torrini, Merman, í blaðinu á miðvikudag var þess ógetið að Emilíana stýrði upptökum á plötunni með Jóni Ól- afssyni. Einnig er mátti skilja orða- lag sem svo að lögin Premiere Lo- vin’ og The Boy Who Giggled So Sweet séu eftir Jón Ólafsson eina, en hið rétta er að þau Emilíana sömdu þau saman. HANNES Halldórsson, söðlasmiður, Guðmundur Arnarson og Gunnar Ragnarsson með nýja Ástundarhnakkinn. Ástund býður 20% afmælisafslátt Athug’asemd frá sveitarstjóra Súðavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.