Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Opið bréf til borgar- stjórans í Reykjavík HATTVIRTUR borgarstjóri. Ég undirritaður verð að lýsa undrun og vanþóknun á vinnuað- ferðum og stjórnun, sem viðhöfð er í umferðarmálanefnd Reykjavík- ur, hvað varðar stjórnun og skyld- ur gagnvart velferð íbúa í sam- þykktum íðúðarhverfum (þ.e.a.s. hreinni íbúðarbyggð). Um þennan málaflokk eru mjög skýr og skorin- ort lög er tryggja rétt heimila og íbúa þeirra, það ber einnig að huga að mannréttindum íbúanna sem ekki er hægt að fótum troða með ósæmilegum stjórnunaraðgerðum. Það má vera að þekkingarleysi á lögum, settum af Alþingi íslend- inga og alþjóðlegum mannréttinda- sáttmála og einnig vanþekking á viðauka 5 með mengunarreglugerð í „hreinni íbúðarbyggð" sem eru 50 dB hávaðamengun að degi til, sé um að kenna og þá er þörf að ráða bót á því. Að undanförnu hafa verið ritað- ar mjög faglegar greinar í Morgun- Krafist er, segir Guðlaugur Lárusson, að réttlát og heiðarleg rannsókn málsins fari fram. blaðið. Þar hafa verið settar fram tilvitnanir af þekkingu, á afleiðing- um umferðar sem fer yfir eðlileg mörk, með hliðsjón af hávaðamengun og mengun eiturefna vegna óhóflegrar um- ferðar. Hér á Miklu- braut frá Lönguhlíð að Snorrabraut er „hrein íbúðarbyggð" skipulögð og sam- þykkt af borgaryfir- völdum, því er skylt að virða rétt íbúanna sem hér eiga heimili. Það fyrirbrigði sem kallað er deiliskipulag og sést á tveggja ára fresti frá skipulags- nefnd, getur ekki Guðlaugur Lárusson skert rétt eigenda fasteigna og lagt eðlilegt heimilislíf á heimilum í rúst,. Trú íbúanna á réttlátt stjórnkerfi í borginni sést í metn- aði fólksins í hverfinu á ræktun trjáa og ann- ars garðagróðurs sem blasir hér alls staðar við, trén orðin hærri en húsin. Þetta sýnir að íbúarnir trúðu á lýðræðislega stjórnun hjá stjórnsýslunni í borginni. Siðlaus um- ferðaraukning á Miklubraut þvingar íbúana að saga niður og fjarlægja dauð tré úr görðum sínum sem drepast af eiturmeng- un frá götunni, það VWP0L0 5 gíra handskipting eða sjálfskiptur, framhjóladrif, 1,0 eða 1,41 bensínhreyfill, 45 eða 60 hö. Verð frá kr. 984.000 m/vsk. 790.361 án vsk. VWG0LF Aflstýri, 5 gíra handskipting eða sjálfskiptur, framhjóladrif, 1,41 bensínhreyfill, 60 hö eða 1,61,101 hö. Verð frá kr. 1.220.000 m/vsk. 979.920 án vsk. Efvið getum ekki hjálpað VW TRANSP0RTER tvær lengdir, 3j'a manna Aflstýri, 5 gíra handskipting eða sjálfskipting, framhjóladrif, 2,01 bensínhreyfill, 84 hö. eða 2,41 dísilhreyfill, 78 hö. Verðfrákr. 1.695.000 m/vsk. 361.445 án vsk. VW CARAVELLA 10 manna Fólksflutningabifreið, aflstýri, 5 gira handskipting eða sjálfskipting, framhjóladrif, 2,01 bensínhreyfill, 84 hö. eða 2,41 dísilhreyfill, 78 hö. Verð frá kr. 2.420.000 m/ vsk. WJ'Sjamyw&i Aflstýri, 5 gíra handskipting eða sjálfskipting, framhjóladrif, 2,01 bensfnhreyfill, 84 hö. eða 2,41 dísilhreyfill, 78 hö. Verð frá kr. 2.159.000 m/vsk. 1.734.136 án vsk. þer þágetur msj þiiJJi)3JJj 'ú JJJIUJJJB jiíVÍMjjEfíJ'i.'I J2i ÍJIIJ I HEKLA það énginn! Allar gerðir Transporter fást fjórhjóladrifnar. Verð á fjórhjóladrifi frá kr. 235.000.- m/vsk. Aflstýri, 5 gíra handskipting eða sjálfskipting, framhjóladrif, 2,01 bensínhreyfill, 84 hö. eða 2,41 dísilhreyfill, 78 hö. Verð frá kr. 1.970.000 m/vsk 1.582.329 án vsk. Volkswagen Öruggur á alla vegu! styttist í að íbúarnir verði að setja upp súrefnisútbúnað í heimili sín, því ekki er hægt að opna glugga til að nauðsynlegt súrefni komi inn í heimilin, en það mun vera nauð- syn til að halda lífi og heilsu. Tvö- falt og þrefalt gler er yfirleitt í húsum hér en það dugar ekki til að halda svifryki og eiturlofti eða hávaða úti. Að morgni laugardags 26.10. 1996 kl. 7.00 heyrði eg þar sem eg lá í rúmi mínu, mér til undrun- ar hversu margir bíleigendur voru komnir á nagladekk, auðheyrt var að þar var mikil framför hjá bíleig- endum að útbúa bíla sína undir veturkomu, það leyndi sér ekki eftir hávaða frá umferðinni, einnig heyrði eg að nýtt áætlunarkerfi var komið í gang hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur með fjölgun vagna hér um Miklubraut og hraðinn hefur verið aukinn verulega. Þá eru komnir liðamótavagnar tvöfalt lengri og með fleiri hjólum sem gefa góðan umferðarhávaða í viðbót við það sem fyrir var, þeir hamast um á 80 til 90 km hraða. Þá virtist einnig vera komin frí- mörk á hraða leigubíla, en leigubíl- ar hafa skarað framúr með hrað- akstur hér á Miklubraut, sérstak- lega um nætur, en alltaf eru til undantekningar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er stofnun sem hefur það hlutverk að fylgjast með mengun í borg- inni, að ekki komi upp hættulegt ástand fyrir íbúana m.a. frá auk- inni umferð í íbúðarhverfum. Þessu hlutverki hefur Heilbrigðiseftirlit sinnt á ámælisverðan og siðlausan hátt hér við Miklubraut. Eftir kröfu undirritaðs var sett upp mælistöð í innkeyrslu við Miklubraut 13. í febrúar 1994. Mælitækin voru keyrð frá 1. febr- úar til 2. mars 1994. Af samvisku- semi var lesið af mælitækjum, jafn- vel tvisvar á dag. Gerð var skýrsla til dreifingar til borgaryfirvalda og mér var sent eintak af skýrslunni. Kom fram í skýrslunni að allir þættir mengunar væru innan við- miðunarmarka, en ýmsir fyrirvarar voru þó innan sviga. Niðurstöður Loftmengun við Miklubraut 13 fór aldrei í febrúar 1994 yfir viðmiðunarmörk skv. mengun- arvarnarreglugerð nr. 48/1994. í september 1991 fór styrkur niturtviildis yfir viðmiðunar- mörk í einn sólarhring. Nit- uroxíð voru ekki mæld í febrúar 1994. Fleira í þessari skýrslu er ekki birtingarhæft og ekki við hæfi þar Glcesileg hnífapör í miklu úmuali SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12« Sími 568 9066 - t>ar fcerdu gjöfina -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.