Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Breskir slökkviliðsmenn óánægðir með hönnun Ermarsundslesta Eldvöraum ábótavant? London. Reuter. MIKE Fordham, aðstoðarfram- kvæmdastjóri sambands breskra slökkviliðsmanna, gagnrýndi í gær hönnun lestavagna fyrir flutninga- bíla sem fara um Ermarsundsgöng- in. Hann sagði að slökkviliðsmenn hefðu fyrir löngu varað við því að vagnarnir fullnægðu ekki ströngustu öryggisskilyrðum en stjórnvöld hefðu fórnað fullnægjandi eldvörn- um til að spara peninga. Engin umferð var leyfð um göng- in í gær eftir að eldur blossaði upp í flutningalest þegar henni hafði verið ekið um 18 km frá Frakklandi til Bretlands. Breskir slökkviliðsmenn hafa gagnrýnt hönnun lestavagnanna, sem flytja flutningabíla um göngin, en þeir eru með grindur á hliðunum og ekki lokaðir eins og farþega- lestirnar sem fara um göngin. Þeir segjast hafa varað við því áður en göngin voru opnuð fyrir tveimur árum að opnir lestavagnar gætu ekki fullnægt skilyrðum um eldvarn- ir en samt hefði verið ákveðið að nota þá. Ákveðið var að nota vagna með grindur þar sem þeir eru léttari en lokaðir vagnar. Mike Fordham sak- aði Eurotunnel, fyrirtækið sem rekur lestirnar, og stjórn Bretlands um að hafa fórnað fullnægjandi eldvörnum í sparnaðarskyni. Fordham sagði í viðtali við útvarp- ið BBC að vögnunum mætti líkja við „blásturslampa“. „Það sem ég get engan veginn fallist á er að Eurotunnel og stjórnin taka ákvarð- anir um þátt sem gæti bætt ástand- ið . . . og komast að þeirri niðurstöðu að hann sé of dýr. Við þá ákvörðun verður ekki unað.“ „Göng glappaskota" Andy Gilchrist, talsmaður sam- bands breskra slökkviliðsmanna, sagði að leggja þyrfti flutningavögn- unum, sem hafa verið notaðir, og hanna í staðinn lokaða vagna þar sem hægt yrði að koma fyrir föstum slökkvibúnaði. Best væri að nota búnað sem byggir á halógengasi sem kæfir eldinn og hann kemur aðeins að fullum notum í lokuðum vögnum. Bresk dagblöð lýstu Ermarsunds- göngunum sem „göngum glappa- skota“ og lögðu áherslu á skelfing- una sem greip um sig meðal bílstjór- anna í flutningalestinni þegar eldur- inn blossaði upp. Frönsk dagblöð lögðu hins vegar mesta áherslu á hversu vel hefði gengið að bjarga bílstjórunum og starfsmönnum lest- arinnar. Reuter SLÖKKVILIÐSMAÐUR glímir við eidinn, sem kviknaði eftir að tvær flugfélar rákust saman á flug- velli í Illinois-ríki í Bandaríkjunum á þriðjudagskvöld. 13 fórust í árekstri á flugbraut í Bandaríkjunum Eldhaf gleypti vélamar Quincy, Illinois. Reuter. MIKIL sprenging varð þegar 19 sæta farþegavél af gerðinni Beech- craft King Air rakst á litla einkaflug- vél á flugvelli í Illinois-ríki í Banda- ríkjunum á þriðjudagskvöld með þeim afleiðingum að 13 manns létu lífið, að sögn lögreglu og vitna. Mike Coultas flugmaður, sem varð vitni að slysinu, sagði að farþegavél- in hefði verið nýlent og ekið á 100 til 110 km hraða eftir flugbrautinni þegar einkavélinni, sem var í flug- taki á svipaðri ferð á annarri flug- braut, var ekið á hana. „Vélarnar tvær rákust saman á mótum tveggja flugbrauta [og] ein- faldlega sprungu í loft upp,“ sagði Coultas í samtali við sjónvarpsfrétta- stöðina CNN. „Litla vélin virtist fest- ast inni í þeirri stærri... þær fest- ust saman og eldhafið gleypti þær.“ Slysið varð á flugvellinum í bæn- um Quincy í Illinois. Farþegavélin var að koma frá Chicago og hafði millilent í Burlington í Iowa-ríki. John Latour, aðstoðarlögreglu- stjóri í Quincy, sagði að enginn hefði lifað slysið af. Talið væri að níu far- þegar og tveggja manna áhöfn hefði verið í stærri vélinni og sennilega tveir í þeirri minni. Hann kvaðst þó ekki geta staðfest að þetta væri rétt tala látinna. Aukaaðildarríkjum VES tryggð áhrif á aðgerðir * A ráðherrafundi Vestur-Evrópusambandsins í Belgíu var íslandi og öðrum aukaaðildar- ríkjum samtakanna tryggður réttur til áhrifa á aðgerðir VES. Ólafur Þ. Stephen- sen fjallar um niðurstöður ráðherrafundar- ins, en þar var einnig ákveðið að VES veiti aðstoð í Zaire. EFTIR ráðherrafund Vestur-Evr- ópusambandsins (VES) í Ostende í Belgíu á þriðjudag liggur fyrir að aukaaðildarríkin, Island, Noreg- ur og Tyrkland, munu fá að taka þátt í ákvörðun og skipulagningu hernaðaraðgerða á vegum VES. Fundurinn ákvað jafnframt að bjóða fram aðstoð VES í frið- argæzlu- og mannúðaraðgerðum í Zaire og beina þannig athygli að vaxandi hlutverki Evrópu í alþjóð- legum öryggismálum. Þrátt fyrir að VES hyggist taka þátt í aðgerðum í Zaire verður varla um neina meiriháttar hern- aðaraðgerð af hálfu samtakanna að ræða. Þetta er hins vegar kær- komið tækifæri fyrir Evrópuríkin til að beita þessum samtökum, sem til þessa hafa haft fremur óskýr markmið. Staða VES á milli Evrópusam- bandsins og NATO er enn óljós. Samtökin hafa bæði verið kölluð vísir að vamarmálaarmi Evrópu- sambandsins — VES er getið sem slíks í Maastricht-sáttmálanum — og Evrópustoð Atlantshafsbanda- lagsins. Fullgild aðildarríki VES, sem eru NATO-ríkin innan ESB, að Danmörku undanskilinni, hafa ekki verið sammála um hvernig samtökin ættu að þróast. Frakk- land og Þýzkaland hafa til dæmis viljað samruna VES og ESB, en önnur ríki, ekki sízt Bretland, vilja viðhalda sjálfstæði samtakanna. Aukaaðildarríki VES, sem eru evr- ópsku NATO-ríkin, sem standa utan ESB (ísland, Noregur og Tyrkland), hafa verið svipaðrar skoðunar og Bretland. Hlutverk VES skýrist væntanlega eftir að ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins lýkur, en þar eru til umfjöllunar tillögur um að ESB geti falið VES aðgerðir á sviði friðargæzlu, mann- úðarmála og björgunaraðgerða. Jafnframt hefur verið deilt um hvort VES ætti að koma sér upp sjálfstæðum herafla eður ei. Eftir að Frakkar breyttu um afstöðu í því máli, hefur sú stefna verið tek- in að VES byggi ekki upp sjálf- stæða vamargetu óháð NÁTO og Bandaríkjunum, heldur fái her- sveitir, hergögn og herstjórnar- kerfi að láni hjá NATO, ákveði Evrópuríkin að grípa til hernaða- raðgerða án þátttöku NATO-ríkj- anna í Norður-Ameríku. Ekki „lán“ frá NATO án samþykkis aukaaðildarríkja VES getur því ekki skipulagt hernaðaraðgerðir nema fá „lán“ hjá NATO. Þess vegna hefur það EVRÓPA^. í raun legið fyrir að aukaaðildarrík- in þijú hefðu eins konar neitunar- vald varðandi aðgerðir VES. Þau sitja öll í NATO-ráðinu og verða að samþykkja að lána VES búnað og stjórnkerfi bandalagsins. Á fundinum í Ostende náðu ráð- herrar VES-ríkjanna samkomulagi í grundvallaratriðum um þátttöku aukaaðildarríkjanna þriggja, auk Danmerkur (sem á aðild að NATO en aðeins áheyrnaraðild að VES) í ákvörðun og skipulagningu að- gerða VES. „Samkomulagið gengur út á að umfjöllun í VES um hugsanlega beiðni um atbeina NATO verði ekki afgreidd í VES-ráðinu nema aukaaðildarríkin komi að 'því máli í upphafi,” segir Þorsteinn Ingólfs- son, fastafulltrúi íslands hjá NATO í Brussel. „Formlega séð eru það fullgildu aðildarríkin tíu, sem taka ákvarðanir. Við höfum ekki at- kvæðisrétt í VES-ráðinu að öðru jöfnu. Nú hefur hins vegar verið tryggt að ekki komi fram neinar beiðnir af hálfu VES um atbeina NATO nema aukaaðildarríkin komi að því innan VES. Okkur er heitið aðgangi að öllum umræðum um þessi mál frá upphafi. Fullgildu aðildarríkin hafa auðvitað hags- muni af því að fá ekki upp þá stöðu, að aukaaðildarríki VES stöðvi hluti, sem er búið að samþykkja í VES, þegar þeir koma á borð NATO.“ Aðspurður hvort hann telji Reuter NIELS Helveg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur, Erik Derycke, utanríkisráðherra Belgíu, og José Cutileiro, fram- kvæmdastjóri Vestur-Evrópusambandsins, á fundinum í Ostende. sennilegt að Island notfæri sér rétt sinn til að taka þátt í skipu- lagningu aðgerða VES segir Þor- steinn að enn sem komið er hafi ísland takmörkuðu hlutverki að gegna í verkefnum samtakanna. Menn hafi þó byijað að fikra sig inn á slíkar brautir með þátttöku í IFOR-verkefninu í Bosníu, þar sem íslenzk lækna- og hjúkrunar- sveit starfar. Hugsanlega muni Island þróa frekar framlag sitt til mannúðaraðgerða, og þá sé leiðin opin; rétturinn til að taka þátt í skipulagningu aðgerða sé tryggð- ur. VES þróast í rétta átt Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að almennt séð virð- ist Vestur-Evrópusambandið vera að þróast í þá átt, sem íslendingar hafi lagt áherzlu á. „NATO hefur styrkt sína stöðu mjög mikið í þessu starfi og öllum er ljóst að ekki verður gengið framhjá því. Mér finnst þó að mörgu leyti að VES sé í biðsal um þessar mundir. Menn bíða eftir niðurstöðum ríkj- aráðstefnunnar og niðurstöðum um stækkun NATO. Á meðan þær eru ekki ljósar gerist ekki mjög mikið í málefnum VES,“ segir Halldór. Hann segir að tilgangurinn með þátttöku VES í aðgerðum í Zaire sé m.a. að koma Evrópuríkjum á kortið sem sjálfstæðu afli í alþjóð- legum öryggismálum. „Menn vilja sanna að Evrópuríkin geti sam- stillt strengi sína í alþjóðlegu hjálparstarfi og það er af hinu góða. Kanadamenn eru hins vegar komnir til Zaire og Bandaríkja- menn hafa ákveðið að senda lið. Það verður aldrei neitt vit í aðgerð- um á þessu svæði nema í sam- starfi allra ríkjanna og það kom skýrt fram á fundinum að menn vilja ekki gera neitt til að spilla því, sem þegar hefur verið gert af hálfu Kanada og Bandaríkj- anna. Þegar upp verður staðið mun þetta byggjast á fjölþjóðlegu sam- starfi.“ Utanríkisráðherra segir að ís- land muni ekki taka beinan þátt í neinum aðgerðum í Zaire, enda herlaust land. Ríkisstjórnin hafi ákveðið að styrkja mannúðarað- gerðir í landinu með framlagi til Rauða krossins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.