Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Einar K. Guðfinnsson stjórnar- formaður Fiskifélags Islands Ekkert svig- rúm er fyrir nýja gjaldtöku Morgunblaðið/Ásdís UM 70 tillögur bíða afgreiðslu Fiskiþings. Bjarni Kr. Grímsson fiskimálastjóri Þarf að huga að stefnu- mótun fyrir sjávarútveg „SJÁVARÚTVEGURINN hefurenga burði til þess að taka á sig sérstaka nýja gjaldtöku. Skuldir greinarinnar eru miklar og þó að vel ári í nokkrum greinum hans, eins og í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska, þá veitir ekki af til þess að hægt sé að lækka skuld- irnar og skapa fyrirtækjunum skil- yrði til þess að bæta kjör starfsfólks- ins,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Fiskifélags Is- lands, m.a. í setningarræðu sinni í gær í upphafi Fiskiþings. Fram kom í máli hans að þrátt fyrir vaxandi erfiðleika í rekstri bol- fiskhluta sjávarútvegsins, hefði verð á aflaheimildum í þeirri grein hækkað gríðarlega lengst af á síðustu árum. Verð aflaheimilda þre- faldaðist á 20 mánuðum „Samkvæmt upplýsingum, sem ég hef undir höndum frá Kvótamiðlun LÍÚ, var aflahlutdeild í þorski í flest- um tilvikum verðlögð á 185 krónur á fiskveiðiárinu 1993/1994. í árslok 1994 var verðið komið í 260 krónur á kíló, steig síðan uns það var komið í 460 krónur í júní árið 1995. Enn hækkaði það á þessu ári og var komið í 680 krónur um miðjan september. Staðfestar upplýsingar hef ég síðan um kauptilboð í þorskkvóta upp á 710 krónur. Þetta þýðir nær þreföldun á einvörðungu tuttugu mánuðum. Að vísu hefur verðið lækkað nokkuð upp á síðkastið sem betur fer, en þróunin yfír lengra tímabil leynir sér ekki. Almenningur horfír upp á það að afla- heimildir einar og sér mynda skyndi- lega gríðarlega eign. Þess eru ófá dæmi að á síðustu tveimur árum hafí menn orðið handhafar gríðarlegra verðmæta af þeirri ástæðu einni að hafa heimild ríkisvaldsins til umsýsl- unar með réttinn til fiskveiða. Þegar efnahagsstaða útgerða er metin er rekstrarárangur í þessum tilvikum afgangsstærð og skiptir tæpast máli í samanburði við þá verðþróun, sem hefur orðið á aflaheimildunum." Lífsafkomu heilla byggðarlaga ógnað „Það er þetta sem særir réttlætis- kennd fólks úti um allt land, sem í sveita síns andlitis er að strita oft við erfiðar aðstæður til þess að fram- fleyta sér. Það skilur ekki, sem von- legt er, að á sama tíma geti náunginn í næsta húsi öðlast rétt til fiskveiða sem metinn er til tuga og hundruða milljóna í mörgum tilvikum. Þetta ástand hefur gefið kröfunni um auð- lindaskatt byr undir báða vængi. Við eðlilegar aðstæður dytti engum heil- vita manni það í hug að krefjast auð- lindaskatts af sjávarútvegi á sama tíma og mikilvægasti þáttur hans, bolfiskvinnslan, hangir gjörsamlega á horriminni sem ógnar lífsafkomu heilla byggðarlaga. Réttlæting slíkrar kröfugerðar byggist enda ekki á því að afkoma eða greiðslugetan, að minnsta kosti þessa þáttar, sé slík, að hún sé tilefni til sérstakrar gjald- töku. Það er þróunin í viðskiptum með aflaheimildirnar sem býr að baki,“ sagði Einar. Að mati Einars felur þróunin í verðmæti afiaheimildanna ótvírætt í sér ógnun við sjálfan grundvöll sjáv- arútvegsins. Þess vegna væru það augljósir hagsmunir greinarinnar og þá ekki síst útgerðarmanna að skapa skilyrði til að bæta starfskjör. Verð- þróun aflaheimilda gerði það að verk- um að aUðveldara yrði en ella að færa nýjar álögur í formi alls konar þjónustugjalda og annarrar inn- heimtu yfír á sjávarútveginn. Ástæð- an væri sú að mjög erfitt væri að fá skilning á því að sjávarútvegurinn geti ekki tekið á sig auknar byrðar í ljósi þess að útgerðin er að öðlast milljarða verðmæti í krafti þess réttar að fá að nýta auðlindina. Flestir líta ekki á veiðiréttinn sem eign „Þetta er þeim mun dapurlegra í ljósi þess að langflestum útgerðar- mönnum gengur það eitt til að standa vel að sínum útgerðum og líta ekki á veiðiréttinn sem sérstaka eign eða sjálfstæða ávísun á verðmæti. Sá góðkunni útgerðarmaður Þorsteinn Erlingsson í Keflavík orðar þetta ágætlega í fréttabréfí LÍÚ þegar hann segir. „Ég gef ekki mikið fyrir það þegar hinir og þessir eru að reikna út verðgildi á aflakvóta. Ég lít á þetta þannig að við, sem höfum verið í þess- um atvinnurekstri, eigum að gera það á meðan við getum, en síðan taka afkomendur okkar vonandi við. Ég velti aldrei fyrir mér verðgildi kvót- ans, hvað ég geti fengið fyrir hann með því að selja aflaheimildimar, enda eru þær ekki til sölu. Þetta er og hefur verið líf mitt og starf og verður það áfram svo lengi sem ég fæ ein- hveiju um ráðið.“ Undir þessi orð vil ég taka,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. BJARNI Kr. Grímsson, fiskimála- stjóri, velti upp þeirri hugmynd á Fiskiþingi í gær hvort ekki væri rétt að íhuga stefnumörkun í sjávarút- vegi, þar sem stjórnvöld og hags- munaaðilar skoðuðu þá möguleika, sem framundan væru og settar yrðu niður einhveijar vörður til að stýra eftir í þeim mikla ólgusjó breytinga og sviptinga, sem einkenndu nú við- skiptaumhverfí sjávarútvegsins. Ekki yrði aðeins hugað að því hvern- ig best væri að standa að veiðum, heldur einnig hvaða fisktegundir bæri að leggja áherslu á miðað við verð á mörkuðum, ástand fiskstofna og ávinning af sjóvinnslu annars vegar og landvinnslu hinsvegar. „íslendingar hafa reynt í yfir ára- tug að stýra fiskveiðum með kvóta- kerfi og hafa verið um það miklar deilur og eru í sjálfu sér ennþá. En deilurnar snúast ekki um sömu hlut- ina og áður. í dag eru þetta meiri deilur um hagfræði og hreina pólitík, en í upphafi voru rökin hrein líffræði og verndarstefna fyrir lífsbjörg okk- ar allra, fiskinn í sjónum. í dag snýst málið um auðlindaskatt og hvernig hann muni íþyngja greininni, hvort hann er nýr skattur eða hvort hann er til staðar nú þegar. Hveijum manni, sem vill leggja saman tvo og tvo, er ljóst að sjávarútvegurinn greiðir í dag skatt og hefur gert það árum saman. Spurningin er bara sú hvað við köílum hann á hveijum tíma. Áður var hann tekinn í gegnum gengisskráningu. Núna er hann tek- inn í gegnum sölu veiðiheimilda og í sköttum á fyrirtækin, og öllum þeim, sem að sjávarútvegi koma, er ljóst að greinin getur ekki greitt meiri skatta en hún nú þegar gerir." Afli báta hefur aukist um 19% á árinu Bjarni sagði að árið í ár ætlaði að verða mesta aflaár íslandssög- unnar og biði hann spenntur eftir þvi þegar ársaflinn færi yfir tvær milljónir lesta, eins og líkur væru á. „Frá áramótum, þ.e. á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, eru komnar á land um 1.804 þús. lestir og er loðna yfir 1,1 milljón lesta af þeirri tölu. Heildarafli íslenskra skipa á árinu með úthafsafla er því köminn yfir 1.850 þúsund lestir, þar af eru síld og loðna um 1.340 þús. lestir. Þorsk- aflinn frá janúar til og með október er um 138 þús. lestir og er hann um 3% meiri en á sama tímabili í fyrra. Botnfiskaflinn í heild stendur svo að segja í stað og er um 400 þús. lest- ir, samdrátturinn er hjá togurum og smábátum, en afli báta eykst og er þetta sérlega áberandi í þorskinum, þar sem afli báta hefur aukist um 19% á meðan afli togara dregst sam- an um 7% og afli smábáta um 10%. Almennt má segja að á árinu 1996 hafi veiði dregist saman í flestum fisktegundum ef undan eru skilin loðna, úthafskarfi, steinbítur og þorskur. Aflaverðmætið er um 42,5 millj- arðar króna og hefur aukist um 4% miðað við sama tíma í fyrra. Þar af er þorskurinn sú einstaka fisktegund sem gefur mest verðmæti eða um 9,5 milljarða króna. Botnfískurinn er um 66% af verðmætinu. Uppsjáv- arfiskar, þ.e. síld og loðna, eru lang- fyrirferðarmestir í magni og eru um 74% af fiskaflanum, en eru ekki nema um 18% af verðmætunum, þ.e. um 7,7 milljarðar króna. Loðnan ein og sér er um 6,1 milljarður króna og er orðin næstverðmætasta ein- staka fisktegundin. Verðmæti rækju er um 6,4 milljarðar króna og hefur dregist saman um 10% frá fyrra ári, en rækjan er þó þriðja hæsta ein- staka tegundin í verðmætum, með um 15% af heildaraflaverðmæti fiskaflans," sagði Bjarni. „íslendingar eru eina þjóðin í heim- inum sem lifír alfarið á sjávarútvegi og getur þar af leiðandi ekki styrkt hann eins og þær þjóðir gera sem hafa öflugan iðnað sem sinn bak- hjarl. Því er það mikilvægt að sjávar- útvegurinn búi við þau samkeppnis- skilyrði að hann geti keppt á alþjóð- legum markaði, eins og hann gerir í dag. Það er því nauðsynlegt að stjórn- völd setji almennar reglur í'þjóðfélag- inu og geri með því móti atvinnugrein- inni kleift að eflast og að fískvinnslan geti boðið sínu starfsfólki mannsæm- andi kjör, kjör sem hægt er að lifa á í okkar þjóðfélagi," sagði fiskimála- stjóri meðal annars. Avöxtun AUDI.INDÁK IIF. 15.1 I. '96 VILTU HLUT í ÖFLUGUSTU FYRIRTÆKJUNUM ? Þú fjárfestir í Auðlindarbréfum og eignast hlut í fjölmörgum sterkum og vaxandi fyrirtækjum. Betri afltoma hefur þýtt góða ávöxtun á Auðlindarbréfum. Ávaxtaðu fé þitt án fyrirhafnar - og tryggðu þér skattaafslátt í leiðinni. Til að fullnýta skattaafsláttinn má einstaklingur kaupa hlutabréf fyrir u.þ.b. 130.000 kr. og fær þá rúmlega 43.000 kr. í afslátt. Hjón geta keypt tvöfalda þessa upphæð. Á árs- grundvclli Nafn- ávöxtun Itaun- ávöxtun Sl. 3 mán. 24,8% 20,4% Sl. 6 mán. 57,096 52,3% Sl. 12 mán. 51,7% 48,6% Sl. 2 ár 38,1% 35,2% Sl. 3 ár 26,6% 24,4% Sl. 4 ár 19,6% 17,1% Sl. 5 ár 15,4% 13,2% KAUPÞING HF Ármúla 13A Sími 515 1500 borgun • 1. greiðsla í febrúar • 12 mánaða greiðslur • Eitt símtal • Boðgreiðslur • Áskrift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.