Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Askorun í tilefni af kom- andi kjarasamningum FORELDRAR bama með lang- vinna sjúkdóma hafa á undanföm- um áram Iagt á sig mikla vinnu í þeim tilgangi að vekja athygli stjómvalda og annarra á veikleik- um í þeim aðbúnaði sem þjóðfélag: ið býr viðkomandi fjölskyldum. í kjölfarið hafa ýmis skref verið stig- in til að mæta þörfum fjölskyldna langveikra barna en þó er enn lang- ur vegur frá því að nægjanlega vel sé gert í þeim efnum. Aðstandendur langveikra barna eiga rétt á greiðslum úr almanna- tryggingakerfmu sem einungis er ætlað að mæta auknum kostnaði sem hlýst af umönnun hinna sjúku barna. Ekki er með neinum hætti tekið tillit til tekjutaps. Þetta er staðreynd þótt algengt sé að for- eldri þurfi að vera frá vinnu í vik- ur og stundum mánuði og ár til að sinna sjúku bami sínu. Með það í huga liggur beint við að skoða hver réttur launþegans er á veik- indafríi skv. kjarasamningum þeg- ar barn innan fjölskyldu hans veik- ist. Sem kunnugt er vinnur starfsmaður sér inn rétt á veikinda- dögum sem verða því fleiri sem hann starfar lengur. Þetta á þó ekki við þegar sjúkt barn viðkomandi starfs- manns er annars veg- ar. í því tilfelli á hann rétt á 7 dögum að hámarki hvert ár til að sinna veiku bami sínu og það án tillits til þess hversu mörg bömin eru í ijölskyld- unni og um hversu alvarlega sjúkdóma er að ræða. Þetta er smánarlega lít- ill tími og undirstrikast þegar sam- anburður er gerður við frændur okkar á Norðurlöndum (sjá töflu). Enda má fullyrða að hvergi á Norðurlöndum sé jafn mikið um fjársafnanir á almennum vett- vangi og hér til að bjarga fjölskyld- um langveikra bama frá fjárhags- legu skipbroti. Þess má og til fróð- leiks geta í þessu sam- bandi að systurfélag SKB í Svíþjóð, Barn- cancerfonden, sem er mjög öflugt fjárhags- lega, leggur allan kraft sinn í að styrkja rannsóknir á krabba- meini í börnum og af- leiðingum þess. Góðar fyrirmyndir Forráðamenn ör- fárra launþegasam- taka eða sjúkrasjóða þeirra hafa áttað sig á því óréttlæti sem hér er til umræðu og gert breytingar í samræmi við það. Eftirfarandi aðilar era dæmi um góðar fyrirmyndir. Sjúkrasjóður VR greiðir dag- peninga vegna veikinda bama fé- lagsmanna yngri en 16 ára í 30 daga á hveiju 12 mánaða tímabili eftir að 7 daga samningsbundinn veikindaréttur hefur verið fullnýtt- ur. Þorsteinn Ólafsson - \.v - j Staupastaur { /nijfasti þjónninn Uppstiífiy matsveinn •meatíL danskt ólahlaðboi 1 7. áriö I röb! / Óðinsvéum við Óðinslorg ríkir alltaf sérstakur andi þegar aðventan náígast. í ktýjum stofum veitmgastaðarins svicjnar jólaíilaðborðið undan dansk-œttuðum krásum, sem fyrir gestina eru bornar. Ótal kefðbundnir og cjómsaiir réttir sem tilíieyra jólakaldinu og aðventunni svo sem: Jólaskinka, hamborgarlœri, saltað flesk, grísatœr, sykursaltað grísalœri, grísasulta, svínasíða, hamborgarhryggur, marinerað flesk, birkisaltað lamb, reykt kalkúnabringa, smalaskinka, grafin gœsabringa, graflax, hreindýraterrine, dansk leverpostej, Glassmaester síld, vínsíld, steikt síld, karrýsíld, marineruð síld, reyktur áll, reykt bleikja, Jörgens klipfisk, saltað uxabrjóst, grísasteik, eplaflesk, steikt flesk, danske frigadeller, medisterpólser, ris a l’allemande, jólakaka, brúnkál, rauðkál, kartöflusalat, sinnep, rauðbeður, steiktur laukur, síldarbrauð, rúgbrauð, grísafita, agúrkusalat, hindberjasafi, rauð epli, grísasósa, kartöflur, eplasalat, laukur, hvítkálsjajhingur. Sama fólfáð kcmur ár eftir ár og er jafnan þétt setið og því vissara að fiafa fyrirvara á með borðapantanir. Verð: í ftádegi i.ggo kr., á kvóldin 2.980 fr. BorSapantanir í símum 552 5090 og 552 8470 ÓÐINSVÉ Bætur vegna launataps aðstandenda sjúkra barna á Norðurlöndum Skv. erlendum gögnum og niöurstöðu nefndar á vegum heilbrigðis- og trygginga- máiaráðuneytis sem kannaði réttindi langsjúkra barna og skilaði áliti í mars 1995. Nefndin á rætur að rekja til þingsályktunar um réttarstöðu barna með krabbamein og annarra sjúkra barna sem samþykkt var á Alþingi 7. maí 1993. Svíþjóð 90% af launum starfsmanns í 120 daga á ári fyrir hvert barn á aldrinum 0-16 ára. Noregur: Allt að 780 dagar (100% af launum fyrstu 260 dagana og síðan 65% af launum í 520 daga) fyrir hvert barn 0-16 ára. Danmörk: 90% af launum annars foreldris barns á meðan sjúk- dómsmeðferó stendur yfír. Finnland: 66% af launum í 60-90 daga og lengur ef nauðsyn krefur t.d þegar um lífshættulega sjúkdóma er að ræða. Heimilt að greiða báðum foreldrum á vissum tímabil- ísland: 100% laun í 7 daga á ári fyrir börn á aldrinum 0-14 ára. Sum starfsmannafélög, segir Þorsteinn Olafsson, eiga enga sjúkrasjóði. Iðja, félag verksmiðjufólks gerir eins og VR með þeirri undantekn- ingu að miðað er við 14 ára aldur í stað 16. Auk ofangreindra er vitað um nokkur launþegasamtök sem ráða yfir sjúkrasjóðum er starfsmenn geta sótt um fjárstuðning úr. Sem dæmi má nefna sjúkrasjóð Starfs- mannafélagsins Sóknar en úr honum eru greiddar bætur eftir að 4 dagar eru liðnir frá því að 7 daga rétturinn hefur verið nýtt- ur. Sum starfsmannafélög eiga enga sjúkrasjóði. Má þar nefna BSRB sem dæmi. í þeim tilfellum vaknar sú spuming hvort ekki ætti að gefa starfsmönnum kost á að nýta uppsafnaða veikinda- daga þegar fyrir liggur að sinna þarf langveiku barni. I fram- kvæmd hlýtur sú leið að vera afar einföld. Kostnaðurinn ætti ekki að hræða neinn því gróft reiknað hefur verið áætlað að 30 daga veikindafrí að meðaltali þeim til handa sem annast þurfa alvarlega sjúk börn mundi kosta alls um 15 milljónir króna á ári. Það samsvar- ar nálægt 100 krónum á ári þegar búið er að deila þeirri upphæð á alla starfsmenn í landinu. Áskorun Hér með er skorað á fulltrúa launþega og vinnuveitenda sem sigla nú inn í kjaraviðræður að taka það sem hér hefur verið vak- in athygli á til umræðu. Enn frem- ur er þess vænst að viðeigandi ráðstafanir verði gerðar svo að aðilar vinnumarkaðarins leggi sitt af mörkum án ijársafnana til að gera foreldrum langveikra barna kleift að annast þau án þess að þurfa að burðast með fjárhags- áhyggjur ofan á allt annað. Þetta tækifæri skal enn fremur notað til að vekja athygli á að svo virðist sem réttindi líffæragjafa til veikindadaga eða sjúkradagpen- inga séu ekki alveg ljós. Erfitt er að skilja hvers vegna líffæragjafi er ekki flokkaður sem sjúklingur í tengslum við líffæraflutning með tilliti til nefndra réttinda og er því hvatt til að svo verði gert með skýrum hætti framvegis. Síðustu fregnir herma að Reykjavíkurborg gefí nú starfs- mönnum sínum sem jafnframt eru áfengissjúklingar kost á að nýta uppsafnaða veikindadaga til að fara í meðferð. M.ö.o. er starfs- mönnum boðin áfengismeðferð á launum. Þetta framtak Borgarinn- ar er athyglivert og kallar fram ýmsar spurningar. Ein þeirra er: Skyldu langveik börn eiga minna skilið en að foreldrar þeirra geti annast þau á launum? Höfundur er framkvstj. SKB og formaður Umhyggju. fíhurðir luggar Smíðum útihurðir, bílskúrshurðir, svalahurðir, glugga, figogfleira. | Vélavinnum efni. s BJLDSHOFÐA 18 • 112 REYKJAVIK SIMI 567 8100 • FAX 567 9080 Fær ■ flestan sjó með OSIItl\ „Síþreyca og depurð eru erfiðir fylgikvillar sveppa- sýkingar. OSTRIN hjálpar mér, því það gefur aukna orku, úthald og vellíðan.“ Unnur Þorsteinsdóttir, skrifstofumaður. rí>SST&»>' Sendum í póstkröfu c^Heilsu ikhornið Skípagötu 6, Akureyri, sími/fax 462 1889. „65 ára, síungur og vinn 10 tíma á dag, en ég byrja líka hvern dag á OSTRIN." Árni Valur Viggósson, símaverkstjóri. Upplýsingar um útsölustaði gefur Gula línan í síma 562 6262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.