Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 45 _________AÐSENDAR GREIMAR____ Stuttar starfsmenntabrautir við Borgarholtsskóla TVÆR nýjar starfs- menntabrautir standa nemendum á fram- haldsskólastigi nú til boða við Borgarholts- skóla í Grafarvogi, ann- ars vegar á sviði versl- unar og hins vegar í félagsþjónustu. Nám á þessum brautum tekur tvö ár og eru þær nokk- urs konar millistig á bók- og iðnnámi. Á þeim er ekki lögð eins mikil áhersla á almenn- ar greinar og í hefð- bundnu bóknámi og jafnframt fer hluti námsins fram sem starfsþjálfun eins og í iðnnámi, en í minna mæli. Brautimar eru því kær- komið tækifæri fyrir þá íjölmörgu sem ekki eru tilbúnir til að fara í langt og strangt bóknám og iðnnám. Starfsmenntabrautum Borgar- holtsskóla er einkum ætlað að höfða til þeirra sem vilja komast sem fyrst í ákveðin störf á vinnumarkaði, ann- aðhvort til frambúðar eða til að prófa sig áfram. Þær eru því bæði fyrir þá sem ekki hafa gert upp hug sinn um nám og störf og þá sem þegar hafa ákveðið sig. Vegna þess að námið er tiltölulega stutt standa þeir sem útskrifast af brautunum ekki uppi með mjög margar ónot- hæfar einingar að því loknu ef þeir vilja halda áfram. Fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig störf í þessum grein- um í framtíðinni eru starfsmennta- brautimar mjög góður kostur. Tæki- færum til að bæta við þekkingu síðar meir á eftir að fjölga í framtíð- inni með endurmennt- un af ýmsu tagi, t.d. íjarnámi. Við skipulagningu brautanna var mikil áhersla lögð á nána samvinnu við atvinnu- lífið bæði hvað snertir innihald og skipulag. Tilgangurinn var að tryggja starfsþjálfun- arpláss og að mark yrði tekið á náminu. Það er skemmst frá því að segja að atvinnu- rekendur hafa sýnt þessum brautum mikinn áhuga sem ætti að tryggja þeim sem útskrifast af þeim forskot á vinnumarkaði. Hvers vegna stutta starfsmenntun? Að fara út á vinnumarkaðinn án þess að hafa menntun til ákveðinna starfa er svipað því að fara að veiða án þss að hafa beitu. Tilviljun ræð- ur því fyrst og fremst hvernig afla- brögðin eru. í nýlegri rannsókn kom í ljós að íslenskt skólakerfi hefur staðið sig vel í að búa til sérfræð- inga og iðnaðar- og tæknimenn en vanrækt að búa 60-70% nemenda undir ákveðin störf. Það er því ekki að undra að af þeim allt að 700 til 800 ungmennum á aldrinum 16-25 ára, sem verið hafa atvinnulaus í Reykjavík á síðustu misserum, eru um 80%o einungis með grunnskóla- Langskólanám, segir Óttar Ólafsson, er ekki alltaf trygging fyrír góðu starfi. próf sem síðasta aðalpróf. Þegar þessi ungmenni voru spurð að því hvers konar úrræðum þau óskuðu eftir vildu um 70% nám eða sam- bland af námi og vinnu. Rúmlega 80% óskuðu eftir starfsnámi. Hvers vegna langskólanám? Fólki er sífellt að verða betur ljóst að langskólanám er ekki alltaf trygging fyrir góðu starfi og kemur þar margt til: í fyrsta lagi hefur víða dregið úr eftirspurn eftir fólki með ýmiss konar háskólamenntun, m.a. vegna þess að millistjórnend- um í fyrirtækjum og stofnunum hefur fækkað verulega á undan- förnum árum. í öðru lagi er lang- skólanám ekki endilega ávísun á vel launuð störf. Margir hópar með styttra nám að baki hafa hærri meðallaun en fjöldi fólks með há- skólapróf. í þriðja lagi hefur það sýnt sig að margir þeirra sem völdu stúdentsprófsleiðina hefðu kannski betur átt heima í sérskólum sem buðu starfsmenntun. Það sem bend- ir til þess eru þeir fjölmörgu sérskól- ar á framhaldsskólastigi sem smám saman eru að færast upp á háskóla- stigið, meðal annars vegna þess að aðgöngumiðinn að þeim hefur þró- ast yfír í að vera stúdentspróf. Framtíðin Tíminn verður að skera úr um hvort stuttum starfsmenntabraut- um Borgarholtsskóla tekst að keppa við stúdentsprófið og iðn- nám um hylli nemenda. Ef litið er til menntakerfis og reynslu ann- arra landa er ekkert sem bendir til annars en bæði verslunar- og félagsþjónustubrautin eigi bjarta framtíð fyrir sér. Á Norðurlöndum er til sambærilegt nám og hefur verið lengi. í Bandaríkjunum er því spáð að fram til ársins 2005 verði hlutfallslega langmest fjölgun starfa í félagsþjónustu og fólki í verslun fjölgi mest í einstaklingum talið. Þeir sem velja stuta starfsmennt- un eru síður en svo að brenna brýr að baki sér. Þeir eru einfaldlega að byggja sér styttri og hagkvæm- ari brú út á vinnumarkaðinn. í nú- tíma samfélagi úreldist þekking mjög fljótt og því er starfsfólki í framtíðinni nauðsynlegt að bæta stuðugt við sig menntun og þjálfun. Þetta gerir þeim kleift sem velja stuta starfsmenntun í dag að bæta við sig þekkingu síðar meir eftir því sem þörf krefur og henta þykir. Þá hefur fólk í flestum tilvikum fengið betri yfirsýn yfir vinnumark- aðinn, gerir sér betur grein fyrir hvað það vill læra og getur valið það nám sem er eftirsóttast af at- vinnulífinu á hvetjum tíma. Höfundur er kennslustjóri við Borgarholtsskóla. Óttar Ólafsson. # LOWARA JARBVATNS DÆLUR Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI 2 SÍMI 562 4260 - kjarni málsins! LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.