Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 49 HLÍF MA TTHÍASDÓTTIR + Hlíf Matthías- dóttir fæddist i Haukadal í Dýra- firði 27. apríl 1899. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 10. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Hlífar voru Matthías Ól- afsson frá Ilaukad- al, f. 25.6. 8.2. 1942, alþingis- maður, og kona hans Marsibil Ól- afsdóttir, f. 4.9. 1869 á Rauðsstöð- um i Auðkúluhr., d. 24.7. 1964. Þau bjuggu lengi i Haukadal í Dýrafirði, en síðar í Borgarnesi og Reykjavík. Foreldrar Matt- híasar voru Ingibjörg Jónsdótt- ir, f. 16.5. 1823 að Dynjandi, d. 24.6. 1911, og Ólafur Jónsson frá Haukadal, f. 11.6. 1819, d. 31.12.1899. Foreldrar Marsibil- ar voru Ólafur Pétursson, skip- stjóri á Þingeyri, f. 17.12. 1843, d. 21.3. 1913, og Þórdís Ólafs- dóttir frá Auðkúlu i Auðkúlu- hreppi. Börn Marsibilar og Matthías- ar voru fimmtán: Lilja, f. 7.7. 1889, barnlaus; Sigurbjörg Hulda, hjúkrunarkona, f. 14.9. 1891, 10 börn; Sigríður, f. 7.10. 1893, 4 börn; Andrés Pétursson, sjómaður, f. 8.3. 1895, barn- laus; Haukur, f. 7.1. 1897, d. 7.2.1897; Ólafur Haukur, skrif- stofustj., f. 19.3. 1898, 4 börn; Hlíf, f. 27.4. 1899, 5 börn; Ás- laug, f. 21.5.1900, d. 28.5.1900; Jón Friðrik loftskeytamaður, f. 23.8. 1901, 10 börn; Ingólfur, stöðvarslj. í Gufunesi, f. 15.9. 1903, 3 börn; Þórdís Aslaug, f. 30.10. 1904, barnlaus; Knútur, >..d- Örn Hauksteinn, versl- unarmaður, f. 27.8. 1907, 3 börn; Ingi- björg Auður, f. 14.9. 1911, 1 barn; Helga Kristjana, f. 6.7. 1915, d. 25.7. 1916. Af þeim ellefu sem upp komust er nú aðeins Auður á lífi. Hlíf giftist 2. okt. 1926 Ólafi Gísla Magnússyni, skip- stjóra, f. 23.9. 1893 á Sellátrum í Tálknafirði, d. 24.3. 1961. For- eldrar Ólafs voru Sigrún Ólafs- dóttir, ljósmóðir, f. 10.3. 1855 á Auðkúlu í Auðkúluhr., d. 10.11. 1930 og Magnús Krist- jánsson, f. 23.9. 1858 á Lokin- hömrum í Auðkúluhreppi, d. 9.10. 1931, bóndi á Sellátrum í Tálknafirði, siðar skipstjóri á Bíldudal. Ólafur átti 2 syni frá fyrra hjónabandi, Svavar, f. 7.8. 1919, og Gunnar, f. 20.7. 1921. Börn Hlífar og Ólafs eru: Matthías, málarameistari, f. 30.9. 1927, fráskilinn, á 3 börn; Marsibil Magnea, f. 11.3. 1929, maki Pétur Mogensen, vélstjóri (látinn), þau eiga 7 börn; Sigrún Helga, f. 30.8. 1930, maki Sig- urdór Hermundarson, Sigrún á 2 dætur frá fyrra hjónabandi; Roy, skipstjóri, f. 2.8. 1933, maki Sigríður Jóhannesdóttir, þau eiga 3 börn og Roy á 2 dætur frá fyrra hjónabandi; Ólöf Alda, f. 17.10. 1940, maki Gísli Ó. Ólafs, þau eignuðust 5 börn. Langömmubörnin eru 43. Útför Hlífar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún amma mín er dáin og þótt ég fínni til mikils saknaðar get ég ekki annað en samglaðst henni að vera komin á leiðarenda, því ég sé hana fýrir mér; segjandi sögur og reytandi af sér brandarana, hlæjandi með Lillu, elsku Siggu sinni, Andrési, Jóni, Óla, pabba og öllum hinum sem hún saknaði svo mikið. Amma var frábær sögumaður og sannkölluð heimskona. Öll kunnum við sögumar frá New York þar sem amma dvaldist með langafa Matthíasi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar hún fór á hárgreiðslustofuna og hárið flæktist í hárblásaranum og hún missti nærri því allt hárið öðru megin og langafí varð foxillur út í hárgreiðslumeistarann eða sög- umar frá Haukadal í Dýrafirði þar sem amma bjó sem barn um alda- mótin, með elskulegu systkinunum sínum, þegar ekki sást yfir fjörðinn fyrir siglutrjánum á stóru seglskút- unum frá Frakklandi - svo lék hún persónurnar með svo miklum til- þrifum að við krakkarnir veltumst um af hlátri. Sú saga sem amma hafði hvað mest yndi af að segja frá er þegar Englendingarnir sigldu niður bát Hannesar Haf- steins árið 1899 og honum var naumlega bjargað frá drukknun. „Sökk eins og steinn í þykka vað- málsfrakkanum með gylltu tölun- um,“ sagði amma og fannst greini- lega mikið til atburðarins og per- sónanna koma. Hún amma mín var stjórnsöm kona og afar ákveðin en það sem ég dáði mest í fari hennar var þessi barnslega forvitni og áhugi sem hún sýndi öðru fólki. Eg gleymi aldrei þeirri sjón þegar hún var að skrifa frænku sinni í Banda- ríkjunum bréf, með ensku orðabók- ina í annarri hendi og stækkunar- glerið í hinni, orðin 97 ára. Eða bókunum sem hún geymdi á nátt- borðinu eftir að hún varð blind. Já, hún amma mín lét engan bilbug á sér finna því hugurinn, ef því var að skipta, bar hana alla leið. Og þannig mun ég minnast þín, elsku amma, um aldur og ævi. Þín Kolbrún. Sól rís, sól sest. Fyrir mér í minningunni er lífs- hlaup ömmu þrungið birtu og yl, stundum stormasamt en næstum skuggalaust. Hennar viðmót ein- kenndist af ástúð og kærleika og fallega brosið hennar, léttleikinn og gamansemin á góðri stund líður seint úr minni. Frásagnargleðin var rík og sögur hennar fengu sérstaka merkingu með eftirhermum og leik. Á sólskinsdegi í garðinum í Hæðar- garði 40 var skrafað og hlegið af hjartans lyst og þótt gestgjafínn væri þá 94 ára bar hún sig eins og fimmtugur skemmtikraftur. Ævikvöld ömmu er á enda runn- ið, björt og hlý sól hennar hérna megin gengin til viðar og fyrir handan þunna tjaldið (en það var álit ömmu að næfurþunnt tjald aðskildi heimana) hefur beðið hennar, svo réttlætinu sé fullnægt, ný upprisusól kærleika og ástar. Sunna reis, sunna hneig. Guð blessi minninguna um Hlíf Matthíasdóttur, ömmu mína. Dagbjört O. Matthíasdóttir. „Anna mín ég er orðin svo ónýt.“ Hlíf Matthíasdóttir var komin suð- ur í Hafnarfjörð til vistunar á Sól- vangi. Ég hafði gripið í tómt í Hæðargarðinum, þar sem er númer 40 og stundum hefur verið líkt við Unuhús. „Ég er líka viss um, að ég dey á þessu ári.“ Hún var þá nýlega orðin 97 ára og taldi upp hvern viðburðinn af öðrum í lífi sínu sem tengdust tölunni 7. Það kom mér því ekki á óvart þegar mér barst fréttin af andláti „töntu“ minnar í upphafi seinustu viku. Hafði hún þó verið að vonast til að fá að lifa fram yfir jólin. En tíminn var kom- inn og Iffa, sem var svo gæfusöm að halda andlegum gjörvileika til hinsta dags, hafði Jokið jarðvist sinni. Nú er aðeins ein eftir úr hópi 15 barna þeirra Marsibilar og Matthíasar frá Haukadal í Dýra- firði. Sú er Ingibjörg Auður, yngst þeirra sem upp komust, og dvelur á Hrafnistu í Reykjavík. Hlíf og mamma voru miklar vin- konur. Hafi ég einhvern tímann öfundað og hefði ég mátt óska mér, þá hefði ég óskað að eiga systur til að deila með gleði minni og sorgum. Ólöf Alda, yngst barna Hlífar, varð mín besta vinkona og oft vor- um við einhvers staðar mjög nærri á mikilvægum stundum. í húsum Ólafs Magnússonar og Hlífar fékk ég að kynnast því hverning lífið gekk fyrir sig á stóru heimili, þar sem safnast var saman kringum stórt matarborð, rætt um landsins gagn og nauðsynjar og bannað var að skera vöggu í ost- inn. Þarna var Hlíf drottning í ríki sínu, ekkert var henni eins kært og fjölskyldan og heimilið. Hún var að eðlisfari hlédræg. Ekkert var henni fjær en að hafa sig í frammi. Þegar fjölskyldan kom saman á stórum stundum lét hún þó tilleiðast að taka fram gamla gítarinn og syngja milli- röddina svo undurblítt og dæturnar þtjár og við hin sungum með. Þá var gaman. Það var alltaf tilhlökkunarefni að líta inn til Hlífar í Hæðargarð- inn. Að hlusta á hana segja frá var eftirminnilegt: Frá lífinu í Hauka- dal og frá Kvennaskólaárunum, frá Helgu litlu og vetrinum með afa í Ameríku, frá skrifstofudömunum hjá Landsverslun og ástinni, hús- mæðraskólanum á Sorö, frá árun- um á Sólvallagötunni, búskapnum í Arabíu og á Helgugötunni í Borg- amesi, þá höfðu amma og afi brugðið búi og bæst í fjölskylduna. — Þegar þama var komið var ég farin að kannast við. Svo skoðuðum við saman gaml- ar og nýjar ljósmyndir og ég fékk að lesa nýjasta bréfið frá Carol frænku í Ameríku. „Anna mín, hvað er að frétta af henni Öddu? Heldurðu að mamma þín nái sér ekki?“ Svona var Hlíf. Langri æfi er lokið og leiðir skiljast um sinn. Börnum Hlífar, stjúpsonum og tengdabörnum votta ég samúð svo og barna- og barnabömum. Öll vora þau henni svo kær. Matthías bjó í mörg ár í Hæðargarðinum með móður sinni, sem varð til þess að henni tókst að halda sínu striki og stjórna búi til hinsta dags að segja má. Ég er viss um að vel hefur nú verið tekið á móti Hlíf, til þess hafði hún unnið. Guð blessi minn- ingu þessarar mætu konu — hafí hún bestu þakkir fyrir samfylgdina. Anna M. Axelsdóttir. I annað skiptið á einum mánuði stöndum við systkinin frammi fyrir því að kveðja ömmu okkar. Föður- amma okkar, Hlíf Matthíasdóttir var á 98. aldursári þegar hún lést svo það er e.t.v. ósköp eðlilegt en samt koma fréttir af andláti ætt- ingja alltaf jafn mikið á óvart. Amma Hlíf átti því láni að fagna að geta verið heima hjá sér þar til fyrir tæpu ári að hún fór á Sól- vang í Hafnarfirði. Þar kom hún sér vel fyrir með þá muni sem henni voru kærastir eins og plássið frekast leyfði. Á Sólvangi var vel um ömmu hugsað og það ber að þakka. Afa okkar Ólafí Magnússyni höfðum við því miður ekki tök á að kynnast, en hann lést nokkru áður en við fæddumst. En amma sagði okkur frá honum og víst hef- ur það verið erfitt hlutskipti sjó- mannskonu á stríðsárunum að vita af manni sínum á sjó, í siglingu til útlanda með aflann. Á meðan sá hún um börn og bú í Borgarnesi. Fjarskipti voru ekki þá í sama horfí og nú og víst að oft liðu margar vikur án nokkurra frétta. Fyrstu minningar okkar systkin- anna eru frá ömmu þegar hún vann í mjólkurbúðinni í Hólm- garði, þá var hún orðin ekkja en systir hennar Lilja flutti til hennar í litlu íbúðina í Hæðargarði 40. Þangað var alltaf gott að koma. Amma hafði gaman af að fá barna- börnin í heimsókn, en þar sem plássið var e.t.v. ekki svo mikið en fjörugir krakkar á ferð þá þurfti stundum að hafa ofan af fyrir smáfólkinu. Þar var amma í essinu sínu. Eitt aðalskemmtiatriðið var „að láta öndina gubba“. Það var atriði sem alltaf sló í gegn. Aðalhlutverkið var hjá könnu nokkurri sem var eins og önd, gullfallegur gripur, vatn var sett í öndina og í smágusum „gubbaði öndin“ vatninu í vaskinn og amma sá um leikhljóðin. Hvernig þetta atriði kom til munum við ekki, en eitt er víst, það sló alltaf í gegn. Amma fylgdist vel með sínu fólki og fagnaði hverju langömmu- barninu sem fæddist. Fyrir nokkr- um árum hittist öll fjölskyldan í kaffi, í tilefni af 100 ára afmælis- degi afa Ólafs. Þá fékk amma Hlíf tækifæri til að hitta nær allan hópinn sinn, það var henni dýrmæt stund. Elsku amma, takk fyrir allar yndislegu stundirnar. Jóhanna, Ólafur og Sigríður Roysbörn. Nú hefur vissulega horfið af sjónarsviðinu kona, sem lifað hefur tímana tvenna og gat sagt frá mörgu á lifandi hátt, naut þess að segja sögur og sér í lagi frá ævin- týrum æskuáranna vestur í Haukadal, unglingsárunum í Reykjavík, af eins árs dvöl sinni í New York, þá tvítug stúlka, frá 13 stormasömum árum ungrar móður, stríðsárunum í Borgarnesi og af lífsbaráttunni í Reykjavík seinustu ár ævi sinnar. Já, lífshlaup Hlífar Matthías- dóttur hefði verið efniviður í þykka bók, ef út í það er farið, en eitt er víst, að forgörðum fer dtjúgur hluti efnis við brotthvarf þeirra manna og kvenna sem kjósa frekar að hafa hljótt um sig en ella, það er eins og gerist og gengur. Að sitja dagstund við kaffiborð hjá ömmu í Hæðargarði 40 og hlusta á hana þylja hveija söguna á fætur annarri var á við að fara í leikhús, enda lék hún með lát- bragði takta þeirra persóna sem í það og það skiptið voru á sviðinu hjá henni og hermdi eftir málrómi þeirra af mikilli list. Leikhúsinu í Hæðargarðinum hefur verið lokað og rödd ömmu heyrist ekki lengur, en minningin um hana, hjartahlýja viðmótið og rausnarlegu móttökur hennar gleymast ekki. Ólafur Matthiasson, Bergljót H. Hreinsdóttir, Alexander Ólafsson, Hlíf Ólafsdóttir. Hún Hlíf amma er dáin, í hárri elli, 97 ára, og bar aldurinn ótrú- lega vel. Fram á síðasta dag hafði hún fótavist. Hún bjó á Sólvangi síðustu mánuðina og leið þar vel, enda vel um hana hugsað þar og börn og barnabörn litu til hennar eins og áður. Heyrnin var farin að bila, en minni hennar var enn í besta lagi. Hún fylgdist vel með fjölskyldu sinni og því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Amma var vel menntuð og lífs- reynd kona. Hún ólst upp í stórum systkinahópi vestur í Haukadal í Dýrafírði. Mamma hennar kenndi henni að lesa og 6 ára var hún orðin læs. Þá var fenginn heima- kennari fyrir þau börnin, og kennt heima þar til barnaskóli var byggð- ur í Haukadal 1909. Fimmtán ára flutti hún til Reykjavíkur. Þar gekk hún í Kvennaskólann í Reykjavík einn vetur. Hún fór nítján ára göm- ul til Bandaríkjanna með föður sín- um, sem var þá erindreki Fiskifé- lags íslands með aðsetur í New York. Þar var hún í eitt ár. Amma talaði alltaf um þann tíma sem „mikið upplifelsi", enda ekki marg- ar stúlkur sem áttu þess kost að ferðast svona á þessum tíma. Eftir heimkomuna vann hún meðal ann- ars hjá Landsverslun. Tuttugu og fimm ára gömul kynntist hún afa, Ólafi Magnússyni skipstjóra frá Bíldudal. Þá um haustið fór hún ásamt fleiri íslenskum stúlkum á húsmæðraskóla á Soro í Danmörku og var þar einn vetur. Þau afi giftu sig svo haustið eftir og bjuggu í Reykjavík, en fluttu í Borgarnes vorið 1935. Afi hafði þá keypt hlut í Eldborginni, sem var gerð út frá Borgarnesi. Þar bjuggu þau í 13 ár. Þar áttu þau góðar stundir en einnig erfiðar. Á stríðsárunum sigldi afí með ísaðan fisk til Eng- lands. Það voru erfið ár fyrir ömmu, og eins og hún sagði sjálf „ár sem ég vildi ekki upplifa aftur og helst ekki minnast á“. Þau fluttu aftur til Reykjavíkur 1948. Hlíf amma og Ólafur afi eignuð- ust 5 böm, en Ólafur átti tvo syni frá fyrra hjónabandi. Þegar þau fluttu til Reykjavíkur var heilsa afa farin að bila. Amma fór að , vinna og tók sér ýmislegt fyrir hendur, m.a. rak hún greiðasölu um tíma með föðurömmu okkar. Við munum reyndar best eftir henni í mjólkurbúðinni í Hólmgarð- inum, þar sem hún vann í mörg ár eftir að þau afi fluttu í Hæðar- garðinn. Afi dó árið 1961 eftir langvarandi veikindi. Lilja, elsta systir ömmu, bjó hjá henni i Hæð- argarðinum í mörg ár eftir að afi dó. Síðustu árin bjó Matthías, elsti sonur hennar, hjá henni. Við heim- sóttum Hlíf ömmu oft í Hæðar- garðinn og þangað var alltaf gott að koma. Amma var mikil húsmóðir og hélt fast í gamlar hefðir varðandi húshald. Hún hafði mjög gaman af að taka á móti gestum. Alltaf þurfti að „dekka borð“ og allir j urðu að þiggja veitingar og þær ekki af verri endanum. Þessu hélt amma áfram alveg þangað til hún í flutti á Sólvang, snemma í vor, en þá bauð hún upp á konfekt eða súkkulaði í staðinn. Eitt af því sem var spennandi við að heimsækja ömmu þegar við vorum stelpur var að fá hjá henni „ijómatoffee“, sem enginn gat gert betur en hún, en þegar við urðum eldri var nú mest gaman að heyra hana segja frá. Hún hafði alveg einstaka frásagn- argáfu. Persónur og atburðir urðu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þeira sem hlustuðu og hún miðlaði okkur miklum fróðleik um fyrri tíma, sem við og bömin okkar munum geyma. Amma hélt uppi bréfaskiptum við ættingja sína í Bandaríkjunum fram á síðustu daga og skrifaði sjálf á kórréttri ensku. Afkom- endahópur þeirra Hlífar ömmu og Ólafs afa er orðinn stór, en amma fylgdist vel með öllum hópnum og vissi hvað allir fengust við. Hún Hlíf amma var stolt og vildi aldrei vera upp á aðra komin og því var það gott að hún fékk að deyja með reisn. Við munum minn- ast hennar með hlýhug og aðdáun. Hlíf og Sigrún Arndal. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í súna 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIÓTEL LIIFTLEUIIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.