Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SÓLVEIG G UNNARSDÓTTIR + Sólveig Gunn- arsdóttir fædd- ist í Dölum í Hjalta- staðarþinghá 2. júní 1916. Hún lést í Reykjavík 14. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egils- staðakirkju 19. október. Með þessari síðbúnu kveðju vil ég minnast tengdamóður minnar, Sólveigar Gunnars- dóttur, sem kvaddi þennan heim fyrir rúmum mánuði, eftir nokkurra vikna sjúkrahúsvist. Sólveig missti móður sína þegar hún var tæpra tveggja ára. Ingunn, elsta systirin, var tæpum tíu mán- uðum eldri, en Aðalheiður rétt ársgömul. Kristín móðursystir þeirra kom Gunnari til hjálpar og gerðist bústýra hans, þar til hún dó árið 1925. Þá tók Ragnhildur, systir hennar, við og annaðist heim- ilið upp frá því. Uppvaxtarár Sólveigar í Dölum hafa sjálfsagt verið lík því sem gerðist víðast hvar í sveitum lands- ins. í samtölum við mig minntist hún aðallega smalaferða og annarr- ar útiveru. Á Héraði eru sumrin oft hlýrri en annars staðar á íslandi. Solla rifjaði stundum upp hvað henni gat verið heitt þegar hún rogaðist á stuttum fótum með nest- ið á engjamar í sumarhitanum en spójnn vellandi í sólskininu. Árið 1935 flutti fjölskyldan að Hjaltastað, í næsta nágrenni við Dali, og á Hjaltastað bjó faðir henn- ar til æviloka. Sólveig var tvo vetur í vist á kaupmannsheimili á Seyðisfírði, en öðrum þræði var litið á það sem starfsnám að ungar stúlkur úr sveit færu í vist hjá efnafólki í kaupstað. Solla minntist þess hve fátæktin var mikil meðal verkamanna á Seyðisfírði á þessum tíma og var hún oft send með mjólk og mat til nágranna sem ekki gátu brauðfætt börn sín. í Hallormsstaðarskóla var Sólveig veturna 1934-1936 og afl- aði sér ágætrar menntunar og und- irbúnings undir umsvifamikinn heimilisrekstur. Vorið 1938 flutti Sólveig að Gagnstöð og hóf búskap með Sig- urði Guðnasyni, fóstursyni Guðna Þorkelssonar, bónda í Gagnstöð. Sigurður var fæddur 20. nóvember 1909, sonur Guðna Sig- mundssonar og konu hans Halldóru Gríms- dóttur. Sólveig og Sig- urður giftu sig 16. des. 1945 og var það þre- falt systrabrúðkaup því systumar giftu sig allar í einu. Á þessum árum hef- ur heimilið í Gagnstöð líklega fremur líkst gistihúsi en venjulegu sveitaheimili. Bærinn er í þjóðbraut milli Borgarfjarðar og Héraðs og þar eða á Unaósi komu menn gjama við áður en haldið var á brattan fjall- veginn til Njarðvíkur, en þaðan iá leiðin um hinar erfðu Njarðvíkur- skriður til Borgarijarðar. Vegna hinna erfiðu samgangna vom vömr fluttar sjóleiðis frá Borgarfírði að Héraðssöndum og í Gagnstöð var vömafgreiðsla þannig að margir lögðu leið sína þangað til að versla. Þar var því oft margt um manninn og næturgestir tíðir. Halldór, sonur Sólveigar, minnist morguns um verslunarmannahelgi þegar hann var smákrakki. Hann vaknar og fer fram úr rúminu. Um öll góif lá fólk sofandi í svefnpokum. Einn svaf undir eldhúsborðinu en mamma hans stóð við eldavélina og var að byija að baka ofan í mannskapinn. I Gagnstöð var oft mannmargt. Alltaf vom böm og unglingar úr kaupstað í sumardvöl hjá Sollu og Sigga. Margir af þessum krökkum hafa haldið tryggð við fjölskylduna æ síðan og minnast dvalarinnar með ánægju. Þegar Solla flutti að Gagn- stöð var þar öldmð kona, Sigríður Jónsdóttir frá Gerði í Suðursveit. Hún hafði verið vinnukona á heimil- inu en var nú orðin háöldmð. Sigríð- ur dvaldi í Gagnstöð þar til hún lést árið 1952, þá tæplega hundrað ára. Solla annaðist einnig Guðna Þorkels- son, fóstra Sigurðar, þegar árin færðust yfir hann. Ellin sótti nokkuð fast að Guðna síðustu árin og þurfti hann þá mikla umönnun. Hann dó í Gagnstöð árið 1968. Sigurður og Sólveig vom sam- hent hjón og gengu saman til flestra starfa. Það þóttu ekki tíðindi þótt konumar gengju í bústörfin utan bæjar. Hins vegar var það fátíðara að karlar sinntu heimilisstörfum. Sigurður vék sér ekki undan því. Synir þeirra muna pabba sinn við Erfidrykkjur HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550 Jiyiiiinii, M Erfidrykkjnr „ P E R L A N ■ Slmi 5i2 0200 iiiiii xm Minnismerki úr steini Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 IIS. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐ JA gólfþvott og önnur innanbæjarstörf. Hann var glaðvær grínisti, bjart- sýnn og tók lífínu með léttri lund. Hún var alvarlegri, fremur hlédræg í margmenni, greind og áhugasöm um málefni samfélagsins. Þau vom bæði góðir bændur, ábyrg og gætin í búrekstrinum. Það varð Sólveigu mikið áfall þegar Sigurður varð bráðkvaddur, aðeins mánuði eftir að dóttir þeirra fæddist. Halldór, sem þá var 17 ára, hætti námi og kom móður sinni til aðstoðar við búið. Hann bjó í félagi við móður sína í Gagnstöð til ársins 1974 að hann flutti með fjölskyldu sína til Egilsstaða og flutti Sólveig þá einnig með Sigríði dóttur sína. Síðar, þegar Halldór varð ekkjumaður, aðstoðaði Sólveig við uppeldi bama hans þriggja. Sólveig var til heimilis hjá dóttur sinni og tengdasyni frá því að þau hófu búskap árið 1980 þar til fýrir tveim ámm að hún flutti í þjónustu- íbúð fyrir aldraða á Egilsstöðum. Bamaböm Sólveigar em nú 10 og barnabamabörn 7. Öll vom þau afar hænd að ömmu sinni. Þau litlu sóttu til hennar hlýju og umhyggju. Þau eldri notuðu hvert tækifæri til að ræða við hana um áhugamál sín. Kynslóðabilið, sem mörgum er tíðrætt um, varð ekki vík milli vina. Ein af yngri kynslóðinni táraðist þegar langamma var farin og spurði: „Af hveiju þurfti hún amma að deyja, hún sem var svo ung?“ Uppkomin bamabörn og makar þeirra sóttust eftir félagsskap við ömmu sína jafnt og bömin og ungl- ingamir. Hún átti kærleika og næmi til að nálgast þau hvert um sig. Með þroska þess, sem hefur tekist á við viðfangsefni lífsins og náð valdi á þeim, tók hún þátt í gleði og sorgum afkomenda sinna. Hún átti metnað fyrir þeirra hönd og bar hag þeirra fyrir bijósti. Sólveig var áhugasöm um mál- efni líðandi stundar til hinsta dags. Hún hafði lifandi áhuga á þjóðmál- um og stjórnmálum. Viðhorf hennar til málefna samfélagsins var síungt. Það voru mér ánægjulegar stundir þegar tengdamamma skrapp til Reykjavíkur í nokkra daga. Ég naut þess að eiga við hana uppbyggileg- ar samræður um lífsins gang og hún miðlaði mér af reynslu sinni og visku um leið og hún var tilbúin að hlusta á viðhorf annarra og virða þau. Blessuð sé minning hennar. Lilja Ólafsdóttir. Þegar mér var sagt að Solla lang- amma væri dáin fór ég að gráta og fannst það mikið órettlæti og ég sem ætlaði að bjóða henni í af- mælið mitt. En svo sagði mamma mér að kannski kæmi hún þangað til mín þó ég sæi hana ekki og þá róaðist ég við það. Þakka þér fyrir, elsku langamma mín, hvað þú varst alltaf góð við mig og systur mína. Ég ætla að reyna að muna hvað það var alltaf gott að koma til þín. Bless elsku langamma, ég sakna þín. Bent Kingo Andersen. Um leið og ég kveð þig hinsta sinni, elsku Solla mín, vil ég þakka þér fyrir svo margt, en þó sérstak- lega fyrir að hafa verið sú stoð sem þú reyndist vera eftir að mamma féll frá. Þá tókstu alveg við heimil- inu og aðstoðaðir pabba við uppeldi okkar systkinanna. Ekki hefur það GARÐAR S. ÞORS TEINSSON + Garðar Sigurð- ur Þorsteinsson frá Flateyri var fæddur í Reykjavík 3. apríl 1931. Hann lést á Landspítalan- um 13. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorsteinn Mikael Guðmundsson, f. 29. september 1896, d. 18. júlí 1957, og Guðrún Sigríður Guð- björnsdóttir, f. 11. desember 1895, d. 12. ágúst 1994. Garðar átti þrjú systkini, Bjarna sem er látinn, Guðrúnu, búsett í Keflavík, og Árnýju, búsett í Kópavogi. Garðar giftist 24. nóvember 1957 Elísabetu Söru Guð- mundsdóttur f. 17. október 1933 á Flateyri. Foreldrar hennar voru Guðmundur M. Jónsson, f. 14. júU 1903, d. 29. febrúar 1972, og Guðmunda Þórdís Ólafsdóttir, f. 29. mars 1910, vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík. Garðar og Elísabet eignuð- ust fjögur börn. 1) Þorsteinn, f. 12. september 1957, maki Helga Ingi- björg Guðmunds- dóttir, 2) Lilja Elísa- bet, f. 11. ágúst 1958, maki Harald- ur Sveinn Gunnars- son, börn þeirra Gunnar Kristján og fris Dögg, 3) Sig- urður Haukur, f. 4. apríl 1960, maki Carol Speedie, 4) Rúna Osk, f. 19. júlí 1962, böm hennar Garðar og Hera. Dóttir Elisabetar og stjúpdóttir Garð- ars, Guðmunda Agla, f. 19. jan- úar 1955, böm hennar em Ingvi Hrafn sem ólst upp hjá Garðarí og Elisabetu, i sambúð með Erlu Skúladóttur, og Eva Elísabet. Útför Garðars Sigurðar Þor- steinssonar fer fram frá Digra- neskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látinn er mikill drengskapar- og heiðursmaður, Garðar S. Þorsteins- son, fyrrum útgerðarmaður og skip- stjóri frá Flateyri. Ég vil með örfá- um orðum kveðja góðan ogtraustan vin nú þegar komið er að leiðarlok- um og harðri en snarpri baráttu hans við illvígan sjúkdóm er lokið. Kynni okkar Garðars hafa varað mjög lengi en hin síðari misseri þróaðist kunningsskapur okkar í félagsskap og nána vináttu og þótti okkur hjónunum sérlega vænt um að eiga Garðar og hans góðu konu að vinum. Garðar var Flateyringur í húð og hár, þar ólst hann upp, átti sín- ar bernskuminningar og æskufé- laga. Á Flateyri bjó hann nær alla sína starfsævi og þar undi hann hag sínum vel. Starfsvettvangur Garðars var við sjóinn, hann fór snemma til sjós eins og títt var um unga menn í sjávarplássum og hann fann að þetta starf átti við hann og því afréð hann að fara í Stýrimannaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan skip- stjómarprófí og var eftir það í nokk- ur ár ýmist skipstjóri eða stýrimað- ur á vertíðarbátum eða þar til hann hóf eigin útgerð í samvinnu við fé- laga sína. Eigin útgerð rak Garðar í mörg ár og var alla tíð mjög far- sæll og traustur skipstjóri og at- vinnurekandi og naut trúnaðar og virðingar allra þeirra er hjá honum störfuðu eða við hann skiptu. Þegar árin færðust yfír hætti Garðar til sjós og hóf störf í landi og gat hann þannig verið meira samvistum við fjölskyldu sína og sinnt sínum áhugamálum. Þegar Garðar hætti til sjós fór hann að starfa við áhugamál sín sem útgerð- arstjóri og umsjónarmaður hjá út- gerðarfyrirtækjum á Flateyri og naut þeirra starfa mjög og lagði alltaf verið auðvelt fyrir þig, en í þetta fómaðir þú þér og helgaðir þig heimilinu og okkur og lagðir alla þína krafta í að annast okkur. Alltaf varstu heima þegar ég kom úr skólanum, enda er þetta það sem ég vil bjóða mínum börnum, að vera heima og taka á móti þeim, svo notalegt og mikilvægt fannst mér þetta vera. Oft tókstu upp hanskann fyrir mig ef þér fannst einhver vera óvæginn eða óréttlátur gagnvart mér. í þessu endurspegl- ast sú umhyggja og væntumþykja sem ég fann hjá þér. Það var alltaf gott að koma til þín þegar við kom- um í Egilsstaði og var hægt að ræða alla hluti milli himins og jarð- ar við þig. Þú hlustaðir alltaf af athygli á það sem var sagt við þig og miðlaðir inn á milli af þinni visku til okkar. Meira að segja síðustu stundina sem ég átti með þér, dag- inn áður en þú lést, varstu enn að gefa. Elsku Solla mín, þín er sárt saknað, en nú líður þér vel þar sem þú ert. Þakka þér fyrir allar góðu stundimar. Hvíl þú í friði. Kristborg H. Elsku amma. Ó, hve það er þægilegt, óumræði- lega þægilegt að fínna til öryggis í návist annars manns. Þurfa hvorki að vega né meta hugsanir og orð, heldur varpa þeim frá sér rétt eins og þau eru — með kjarna og hismi — í þeirri vissu að trygg hönd sigti þau, haldi því eftir sem er þess virði og láti andblæ góðvildar feykja hinu brott. (Mary Ann Evans.) Við þökk- um þér, amma, fyrir allt sem þú gafst okkur og fyrir að vera þú sjálf og fyrir allar sögumar þínar. Þóra, Jóna og Kristín. metnað sinn í að sinna þeim störfum vel og af trúmennsku. Þótt útgerðin og störfín við sjó- mennskuna tækju mestan tíma hafði Garðar ánægju af félagsmál- um og tók virkan þátt í þeim þegar tími gafst, þar má m.a. nefna að Garðar sat í hreppsnefnd Flateyrar- hrepps um tíma, hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Önundar- fjarðar og sat lengi í stjórn spari- sjóðs Onundarfjarðar. Kynni okkar Garðars voru mikil í gegnum starfíð hjá Lionsklúbbnum, þar var hann „einn úr gamla geng- inu“ sem ævinlega mætti til allra verka og sinnti þeim af sinni al- kunnu samviskusemi og trúnaði, við Lionsmenn kveðjum því traustan og góðan félaga og þökkum honum langt og ánægjulegt samstarf. Síðustu tólf árin hefur Garðar setið í stjóm Sparisjóðs Önundar- fjarðar og var formaður hennar um tíma. Ég vissi vel að honum þótti afar vænt um þá stofnun og vildi framgang hennar sem mestan og tók virkan þátt í að efla og tryggja starf Sparisjóðsins hin síðari ár. í samstarfi okkar þar, sem ég þakka af alhug, fann ég vel hversu vænt honum þótti um Flateyri og vildi efla hag byggðarlagsins sem mest og allra sem þar búa. En Garðar gekk ekki einn í gegn- um lífið, hans mesta gæfa var að eignast sem lífsförunaut Elísabetu Söru Guðmundsdóttur frá Flateyri. Þau hjón, Garðar og Beta, studdu alla tíð mjög hvort annað og nutu þess að vera samvistum og ala upp stóran og mannvænlegan barnahóp og fylgja þeim fyrstu sporin en Garðar var alla tíð mjög heimakær og traustur fjölskyldumaður. Að leiðarlokum þökkum við Mar- grét þér, kæri vinur, þá vináttu og traust sem þú sýndir okkur og Qöl- skyldum okkar alla tíð og biðjum þér Guðs blessunar í nýjum heim- kynnum. Sérstaklega þakkar hún Ágústa systir mín þér allar góðu stundimar. Kæra Beta, börnin þín, bama- börn og aðrir ástvinir, ykkur send- um við innilegar samúðarkveðjur með ósk um að þið fáið styrk í ykkar miklu sorg. En minning um traustan og góðan dreng mun lifa og verður okkur öllum styrkur um ókomin ár. Ægir E. Hafberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.