Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 15
Sjúkrahúsið á
Húsavík 60 ára
Húsavík - Sextíu ár eru liðin síðan
fyrsta sjúkrahúsið á Húsavík tók
til starfa, 17. nóvember 1936, og
var þess minnst með veglegri há-
tíð, opnu húsi, ræðuhöldum, söng
og veitingum á afmælisdaginn.
Hjúkrun sjúkra á sér alllanga
sögu á Húsavík því „árið 1912
gerðist það á Húsavík að ekkja í
þorpinu tók að sér geymslu nokk-
urra sjúklinga er þurftu nauðsyn-
lega að vera til lækninga,“ segir
Vilmundur landlæknir í merku riti
sínu Læknar á íslandi. Þessi ekkja
var María Guðmunsdóttir í Vall-
holti en þar rak hún svokölluð
sjúkraskýli með 5-6 sjúkrarúmum
til ársins 1924.
Þá höfðu þáverandi læknishjón
á Húsavík, Björn Jósefsson og
Lovísa Sigurðardóttir, byggt sér
veglegt íbúarðhús og ráku á heim-
ili sínu 8 rúma sjúkraskýli næstu
10 árin eins og þau höfðu lofað.
Þá fækkuðu þau rúmum til að
herða á að byggt yrði sjúkrahús
en önnuðust áfram sjúka á heim-
ili sínu, en í minna mæli, þar til
nýja húsið tók til starfa.
Samkvæmt kröfum tímans var
svo síðar hafist handa um bygg-
ingu nýs sjúkrahúss sem tók til
starfa 23. maí 1970 og hefur rúm
fyrir um 60 sjúklinga. Nokkru eft-
ir að læknarnir Gísli Auðunsson
og Ingimar Hjálmarsson komu til
Húsavíkur árið 1973 stofnsettu
þeir í sambandi við sjúkrahúsið
fyrsta vísinn hér á landi að heilsu-
gæslustöð sem nú hefur verið rek-
in í rúm 20 ár og er nú í nýrri
og veglegri sambyggingu við
sjúkrahúsið og telst það mjög
heppilegt.
Afmælishátíðin hófst með
ávarpi Friðfinns Hermannssonar
forstjóra og ræðu formanns
sjúkrahússtjórnar, Brynjars Sig-
tryggssonar, sem rakti sögu
sjúkrahúsmála frá fyrstu tíð. Hann
tilkynnti að nafni sjúkrahússins
hefði nú verið breytt og héti það
hér eftir Sjúkrahús Þingeyinga.
Brynjar ræddi um umtalaðan sam-
drátt og skipulagningu heilbrigðis-
mála í héraðinu og sagði að Þin-
geyingar vildu sem minnst þurfa
að sækja sína heilbrigðisþjónustu
utan héraðs.
Aðrir ræðumenn voru Þormóður
Jónsson, Gísli Auðunsson, Jó-
hanna Aðalsteinsdóttir og Einar
Njálsson bæjarstjóri sem flutti
kveðju og þakkir bæjarstjórnar til
þeirra mörgu sem svo ágætt starf
hefðu unnið á liðnum áratugum í
sambandi við heilbrigðismál stað-
arins.
að reykja!
Nú er komið nýtt,ferskt og betra bragð í baráttunni
við reykingarávanann; Nicotineil nikótfntyggjó.
Ferska bragðið í Nicotinell nikótíntyggjóinu er
einmitt bragðið sem þú þarft til þess að hætta að
reykja. Nicotinell hefur sömu eiginleika og venju-
legt tyggjó og fæst bæði með ávaxta- og pipar-
myntubragði. Komdu í næsta apótek og fáðu
bækling um það hvernig Nicotinell tyggjóið
hjálpar þér best í baráttunni við tóbakið!
Tyggðu frá þér tóbakið
með Nicotinell!
Thorarensen Lyf
Vacnagarðar 18 • 104 Rcykjavík • Sími 568 6044
Hátíðinni lauk svo með því að
Starfsmannakór sjúkrahússins
skemmti með líflegum söng.
Húsvíkingar fjölmenntu til
fagnaðarins og skoðuðu nýja og
gamla sjúkrahúsið en í því gamla
var uppbúin stofa eins og hún
leit út þegar gamla húsið tók til
starfa.
Morgunblaðið/Silli
í TILEFNI afmælisins var uppbúin sjúkrastofa eins og hún leit út þegar gamla húsið tók til starfa.
• ■
Niconneir
Gott bragð
til að hætta
- kjarni mákins!
Nicolinell tyggigúmmí er notað sem hjálparefni til þess að hætta reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar úr því þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar
reykingum er hætt Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega, til að vinna gegn reykingaþörl. Skammtur er einstaklingsbundinn en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Nicotinell fæst með
ávaxta- og piparmyntubragði og í 2 styrkleikum, 2 mg og 4 mg. Nikótinið í Nicotinell getur valdið aukaverkunum s.s. svima, höfuðverk, ógleði og hiksta. Einnig ertingu í meltingarfærum. Böm yngri
en 15 ára mega ekki nota Nicotinell tyggigúmmi án samráðs við lækni. Barnshafandi konur og konur með bam á brjósti eiga ekki að nota nikótinlyf. Sjúklingar með hjarta- og æðasjúkdóma eiga
ekki að nota Nicotinell án þess að ráðfæra sig við lækni.