Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 47
AÐSENDAR GREINAR
Fjölskyldan
o g áfengis-
málastefnan
Á AÐ gefa sölu
áfengra drykkja
fijálsa, leyfa að selja
þetta eina lögleyfða
vímuefni í matvöru-
verslunum?
I umræðunni, sem
fram hefur farið um
þetta mál, virðist það
æði oft gleymast þeim
sem taia fyrir auknu
fijálsræði á þessu sviði
að áfengi er vímuefni
en ekki venjuleg
neysluvara. Þess vegna
er út í hött að bera
áfengi saman við nauð-
synjavörur eins og til
dæmis mjólk, gosdrykki og þess
háttar.
Og I hverra þágu væri það gert
að fjölga dreifingarstöðum þessa
vímuefnis og koma því inn hjá sak-
lausum börnum að þetta sé álíka
Það væri glapræði, segir
Hörður Pálsson, að
afnema einkasölu ríkis-
ins á áfengi.
mikil nauðsynjavara og matvæli og
fatnaður?
Væri það í þágu drykkjumannsins
sem ef til vill á konu og fullt hús
af börnum?
Væri það í þágu barna og ungi-
inga sem sí og æ er verið að agnú-
ast út í?
Væri það í þágu skattborgaranna
sem verða að bera þau gífurlegu
útgjöld sem óhjákvæmilega fylgja
aukinni áfengis-
neyslu?
Eða trúir því
kannski einhver að
þeir kaupmenn, sem
mjöðinn vilja selja,
greiði þann kostnað?
Hvað álítur þú, les-
andi góður?
Ég leyfi mér að
benda hér á nokkrar
staðreyndir um af-
leiðingar þess að
einkavæða áfengis-
sölu:
1. Áfengi er eina
vímuefnið sem lögum samkvæmt er
heimilt að neyta hér á landi. Önnur
slík efni eru bönnuð, einkum af
heilsufarslegum, félagslegum og
efnahagslegum ástæðum. Því liggur
í augum uppi að hafa verður stjórn
á dreifingu þess og meðferð eftir
því sem kostur er.
2. Grundvallaratriði norrænnar
áfengismálastefnu er að takmarka
einkagróða af sölu og annarri dreif-
ingu áfengis.
3. Hvergi á Norðurlöndum er
drykkja jafnmikil og í Danmörku og
á Grænlandi. / þeim löndum er ekki
áfengiseinkasala.
Danir voru sjötta langlífasta þjóð-
in í Evrópu fyrir 30 árum. Nú hafa
þeir hrapað niður í 21. sæti. Sjálfir
kenna þeir um aukinni drykkju og
reykingum. Einkum telja þeir aukna
neyslu ódýrs léttvíns frá
öðrum löndum í Evr-
ópusambandinu hafa
þar mikil áhrif til ills.
Rannsóknir sýna að
árlegur kostnaður
þeirra vegna drykkj-
unnar er hærri en niður-
stöðutölur fjárlaga ís-
lenska ríkisins.
Reynsla þeirra ætti
að vera öðrum norræn-
um þjóðum víti til varn-
aðar.
4. í árslok 1988 var
áfengiseinkasala lögð
niður í Póllandi og hafði
hún þá verið við lýði í
70 ár eða nánast frá því að Pólveij-
ar fengu sjálfstæði eftir heimsstyij-
öldina fyrri. Einkavæðingin hefur
haft það í för með sér að tjón vegna
áfengisneyslu hefur aukist stórum -
enda tæpast nokkur stjórn á áfengis-
dreifmgu síðan - og smygl, brugg
og svartamarkaðssala framleiðenda
hafa siglt í kjölfarið.
Milli áranna 1988 og 1991 fjölg-
aði innlögnum á sjúkrahús vegna
geðveiki af völdum áfengisneyslu um
50%. Einstaklingum, sem háðir eru
neysiu áfengis, íjölgaði um 15%,
dauðsföllum af vöidum skorpulifrar
um 18% og umferðarslysum tengd-
um drykkju um 27%.
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af
áfengissölu hafi dregist saman um
50%.
5. Sex heimsþekktir vísindamenn
af ýmsu þjóðerni hafa kannað hveij-
ar afleiðingar það hefði ef áfengis-
verslun í Svíþjóð yrði einkavædd.
Niðurstöður eru þær að áfengis-
neysla og tjón af hennar völdum
ykist hvernig sem að breytingunum
yrði staðið. Ef verðlag
og dreifing áfengis
yrði með svipuðum
hætti og er í Þýska-
landi fjölgaði dauðs-
föllum af völdum
drykkju um 4.000 á
ári og ofbeldisverkum,
sem ekki leiddu til
dauða, um 22.000. Ef
svipaðir hlutir gerðust
& íslandi hefði það í
för með sér að dauðs-
föllum af völdum
áfengisneyslu fjölgaði
um 110-120 og of-
beldisárásum um 600-700 á ári.
6. Finnar, Norðmenn, Svíar og
íslendingar létu bóka í viðræðum
um Evrópska efnahagssvæðið að
þeir áskildu sér rétt til að halda
einkasölu á áfengi, þar komi til heil-
brigðissjónarmið og velferð þjóð-
anna.
Flestum þeim sem ekki hafa í
hyggju að græða á sölu áfengis
ætti að vera ljóst að það væri mikil
skammsýni og glapræði að afnema
einkasölu ríkisins á þessu lögleyfða
vímuefni. Það er deginum ljósara
að slíkt hefði ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar í för með sér.
Stöndum vörð um fjárhag þjóðar-
innar og umfram allt börnin okkar
og heimilin í landinu.
Höfundur er bakarameistari.
Hörður Pálsson
GULLSMIÐJAN &
PYRIT-G15
SKÓLAVÖRÐUSTlG 15 - SÍMI 551 1505
't
\
V
ISLENSK HÖNNUN OG HANDVERK
gæði
3000 m2 sýningarsalur
Opið virka daga 9-18
Laugardaga 10-16
Sunnudaga 14-16
Fjölmargir möguleikar
/Vi-ÁXA TM - HÚSGÖGN
w
SíSumúla 30 - Sími 568 6822
WA\!,f, STREET SKÁPASAMSTÆBA
á 500 g jólasmjörstykl
NÚ132 kr.
Aður
Notaðu tækifæríð og
njóttu smjörbragðsms !