Morgunblaðið - 01.12.1996, Page 8

Morgunblaðið - 01.12.1996, Page 8
8 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERSKIR ávextir og grænmeti eiga upp á pall- borðið hjá blómaskreytingakonunni Erlu Dögg Ingjaldsdóttur, sem tók að sér að búa til nokkrar jólaskreytingar úr blöndu af hefðbundnu efni og því sem sjaldnar sést f skreytingum. Þær eiga það allar sammerkt að vera einfaldar að gerð og sumar eru að stórum hluta til ætar. Þótt markmiðið sé ekki að hægt sé að háma í sig skreytingarnar á þrettándanum, er góð til- breyting að leita fanga f ísskápnum, ávaxtakörf- unni og jafnvel garðinum heima. Morgunblaðið/Golli Aðventukransinn getur sýnt á sér fleiri en eina hlið. Erla Dögg gerði þennan krans, sem er bastkrans vafinn með heyi og skreyttur með rauðum jólaeplum. Fjögur kerti full- komna myndina, nú eða þá jólasería, og þá getur kransinn ekki síður átt heima á vegg eða úti í glugga. ÞRIGGJA arma kertastjaki skreytt- ur með mosa, myrtu og hnetum, sem fest er á stjakann með blómavfr. HJARTA gert úr þykkum koparvfr, skreytt með korni, buxus-laufum og greni, að ógleymdri jólakúlu. Sómir sér vel í glugga, á vegg eða þar sem smekkvísir telja að jólahjarta eigi heima. ÞEGAR vatnakarfarnir sprikla í baðkarinu kætast litlu börnin í Póllandi því þá vita þau að jólin er í nánd. Mikil örtröð er í fiskbúðunum i Póllandi síðustu dagana fyrir hátíðarnar, enda geta fáir Pól- verjar hugsað sér jól án þess að snæða vatnakarfa í faðmi fjöl- skyldunnar. Þeir vilja hafa hann eins ferskan og mögulegt er og kaupa hann þess vegna lifandi. Þegar kaupmaðurinn hefur veitt karfana með háfum úr ker- inu og stungið þeim í plastpoka tekur viðskiptavinurinn til fót- anna og hleypur í einum spretti heim því ekki má fiskurinn drep- ast á leiðinni. Vatnakarfinn er síðan settur í vatn í baðkarinu. Fiskurinn spriklar í karinu í einn til tvo daga, börnunum til mikillar ánægju. Sum þeirra laumast til að strá sykri í vatnið til að halda lífi í karfanum og þrábiðja foreldrana að þyrma aumingja fiskinum. Þrátt fyrir kvabbið er karfinn rotaður á aðfangadag og mat- reiddur; ýmist steiktur á pönnu eða soðinn og súpa búin til úr soðinu. Ýmislegt meðlæti fylgir þessu hnossgæti, svo sem kál og sveppir. Þegar matreiðslan hefst hafa börnin yfirleitt jafnað sig og bíða í ofvæni eftir því að fyrsta stjarn- an birtist á himni því þá eru jól- in komin. Þegar fjölskyldan hef- ur gætt sér á glænýjum og góm- sætum vatnakarfa eru gjafirnar teknar upp og litlu börnin hafa gleymt aumingja fiskinum í baðkarinu. I i IIreinJýrið er stórstcils. I^axinn, reykiur fyrir fá scnt vilja og grafinn, kraftmikiÖ kjöt. ávalli gómsœtur. NOATÚN117. RQFABÆ 39. HRINGBBAUT 121. KLEIFARSEL118. LAUGAVEG1116. HAMRABORG KÓP. FURUGRUND KÓP. MOSFELLSBÆ. AIISTURVEBI. S vartfuglapatc, Ijti ’sin, svíkur cngan Rjúpan, kin sígilda nýÍun9 hrír sœlkcra. mcÖ sfnum hciðakcim. jólastcik með mildu ^ ^ ■NOATTIN FURUGRUND KÓP. MOSFELLSBÆ. AUSTURVERI. MIW f I t c ! I I f l | I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.