Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 10
10 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
HBM8MMWMWWWWWI
Marsipanmolar
150-200 g þurrkaðar apríkósur
50 g þurrkaðar grófíkjur
1 dl koníak
hrómarsipan
100-200 g dökkt súkkulaði
Apríkósur og gráfíkjur brytjað
smátt og látið liggja í sólarhring í
koníaki. Hrámarsipan flatt út,
ávextirnir settir á miðjuna og rúllað
upp. Skorið í litla bita og hjúpað
með súkkulaði sem hefur verið
brætt í vatnsbaði.
Coulibiac
Gott er að gera blaðdeig að
morgni dagsins sem rétturinn er
gerður, jafnvel daginn áður. Einnig
er hægt að kaupa blaðdeig tilbúið
í bakaríum.
Blaðdeig
___________225 g hveiti__________
____________örlítið solt_________
225 g smjör _________
___________1 20 ml ísvatn________
_________1 tsk sítrónusafi_______.
1 hrært egg
■ mm - ""rrn mmm
Appelsinukonfekt
börkur af einni appelsínu
_____2 plötur suðusúkkulaði_
1 msk kókosmjöl
1 msk cointreau-líkjör
75 g smjör
Súkkulaðið brætt í vatnsbaði og
út í það bætt appelsínuberki, kók-
1. Sigtið hveitið og saltið saman í
stóra skál.
2. Myljið fjórðunginn af smjörinu í
hveitið með gaffli.
3. Búið til holu í blönduna, hellið
vatni og sítrónusafa í holuna.
Hnoðið í kúlu. Mikilvægt er að
hnoða sem minnst og halda deig-
inu sem köldustu. Gott er að nota
gaffalinn til að hræra deigið saman
þannig að það hitni sem minnst.
Sláið deigið til_og skerið í það
Fyrirhafnarini
„ÞAÐ skiptir ekki
máli hvaða matur er
á jólunum, svo fremi
sem hann er góður,“
segir Þorri Hrings-
son myndlistarmað-
ur, kennari og mat-
gæðingur en hann,
kona hans, Sigrún
Halldórsdóttir kenn-
ari, og tengdafjöl-
skylda borða vegleg-
an grænmetisrétt á
jólunum. Ekki er
minna haft fyrir þess-
um rétti en stórsteik-
um, því Þorri og svili
hans, sem sjá um
eldamennskuna á
aðfangadag, hefjast
handa í býtið um
morguninn og eru að
fram eftir degi. Þorri
segir stemmninguna
við matargerðina ekki
minni en þegar kjöt
sé á borðum, vegna
þess hversu mikið
sé fyrir honum
haft enda sé
rétturinn að-
eins útbúinn
á jólum.
Ástæðan
fyrir því að
grænmet-
isrétturinn er á
borðum Þorra,
Sigrúnar og fjöl-
skyldu hennar er
Ekki fó allir kjöt
á sinn disk á jól-
unum. Þorri
Hringsson og
Sigrún Halldórs-
dóttir eru ein
þeirra sem gæóa
sér á grænmetis-
rétti á aófanga-
dagskvöld en
slik matseld
sómir sér vel á
jólaboróinu
sú að systir henn-
ar, Kolbrún, eiginmaðurinn Ágúst,
Orri Huginn og Alma Ágústarbörn,
borða ekki kjöt. Fyrstu árin var
bæði borið fram grænmetisréttur
og hamborgarhryggur en nú er svo
komið að íburðarmikil coulibiac
hefur skákað hryggnum út af borð-
inu. „Ég held að við séum öll full-
sátt við þessa tilhögun, nema helst
tengdapabbi en hann er löngu
búinn að gefast upp á því að hafa
vit fyrir börnunum sínum,“ segir
Þorri.
Coulibiac er upphaflega rúss-
neskur réttur, sem barst til Frakk-
lands á síðustu öld en mikil della
fyrir öllu því sem rússneskt var
gekk yfir Evrópu undir aldamótin
síðustu, að sögn Þorra. Átti það
ekki síst við matinn en nokkrir
rússneskir matreiðslumenn héldu
til Vestur-Evrópu til að kynna
mönnum það
besta í rússneskri
matargerðarlist.
Coulibiac er
matarmikill réttur,
sem bakaður er í
deigi. Upprunaleg
útgáfa er með laxi,
grænmeti og hrís-
grjónum en keis-
araleg útgáfa var
með styrjumerg að
auki. Enginn fiskur
er í jólarétti ís-
lensku fjölskyldn-
anna og Þorri seg-
ir raunar að við
lestur uppskriftar-
innar hvarfli vart
að manni að eitt-
hvað sé varið í
hann. Rétturinn er
hins vegar ótrú-
lega bragðgóður
og seðjandi.
Eins og áður
segirfer mikilltími
matargerðina
og tímafrekast
er að gera
blaðdeigið. í
því er 81 lag
af deigi með
smjöri á milli og
þrátt fyrir að
mikið sé á sig
lagt til að það
heppnist sem
best, tekst það
ekki alltaf. Þeir
sem latari eru
eða hafa lítinn tíma, geta svindlað
og notað tilbúið smjördeig.
Rétturinn er borinn fram með
villisveppasósu en sveppina tína
Þorri og Sigrún. „í villisveppasós-
una höfum við kóngssveppi,
kantarellur og gulbrodda (kindafót
upp á frönsku) sem er einn van-
metnasti sveppur á íslandi. Af
honum er sterkt og fínt skógar-
bragð en svo virðist sem sárafáir
hafi áttað sig á því,“ segir Þorri.
Undanfarin jól hefur fjölskyldan
borðað fyllta sveppi. „Þeir eru ein-
faldir, léttir og mjög bragðgóðir
og því tilvaldir til að búa alla undir
hinn viðamikla coulibiac-rétt.“
Nýjar jólahefðir
í eftirrétt er borðaður heima-
gerður ís og í honum er lítill syk-
ur. „Við erum ekki mikið fyrir þess-
FYLLTIR sveppir eru í forrétt á
jólunum; „einfaldir, léttir og mjög
bragðgóðir.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SiGRÚN, Iða og Þorri. Það hefur komið til tals að gera piparkökuhús í ár, enda er Iða sólgin í þvílíkt góðgæti.
ar sykursprengjur sem tíðkast að
bera á borð þegar mikið stendur
til. Sykur er þó alls engin bann-
vara, ég nota sykur mikið við mat-
argerð rétt eins og annað krydd,“
segir Þorri. Hann og svili hans sjá
um eldamennskuna á sínum
heimilum, Þorri
segir eigin-
konurnar
ekki
„Þessi grænmetisréttur er orðinn
að okkar jólahefð. Maður verður
að búa sér til hefðir, gera það að
venju sem manni þykir gott en
ekki ríghalda í það sem fyrir er.“
Jólaundirbúningurinn er hóf-
stilltur á heimili Sigrúnar
hafa sýnt mat-
argerð neinn
áhuga enda séu þær dætur mat-
reiðslumanns og hafi ekki þurft að
leggja sig eftir því að elda.
Þorri er alinn upp við að borða
villigæs á aðfangadagskvöld en
segist ekki sakna þess, þar sem
nægur tími gefist yfir jólin til að
fullnægja allri sinni sérvisku í mat.
HINN viðamikli coulibiac-réttur.
Undirbúningurinn tekur heilan
dag ef vel á að vera en margir
munu sjálfsagt freistast til að
stytta sér leið og spara sér þar
með nokkurra klukkutíma vinnu.
og Þorra, þau segjast njóta þess
að gera góðan mat og bjóða heim
gestum allt árið en einblína ekki á
jólin. „Við reynum ekki að komast
yfir ótalmargt á aðventu, heldur
að gera fáeina hluti sem við höfum
ánægju af,“ segir Sigrún. „Við höf-
um ekki bakað smákökur en það
hefur reyndar komið til tals að
gera piparkökuhús í ár. Hins vegar
finnst okkur gaman að gera kon-
fekt, rétt eins og stórum hluta
þjóðarinnar, ef marka má skoðana-
kannanir sem gerðar hafa verið á
jólasiðum íslendinga."
osmjöli, líkjör og smjöri. Blöndunni
hellt í álmót og látin kólna.
Fylltir sveppir
(lyrir fjóra)
1 meðalstór loukur_____
1 msk smjör
8 stórir sveppir
50 g valhnetur (fíntsaxaðar)
brytjaðar rúsínur lagðor
2 msk koníaki
50 g rjómaostur
50 g gróðaostur (helst 75%
feitur)
1 egg hrært
salt og pipar
50 g nýrifinn parmesanostur
1. Rúsínur brytjaðar og lagðar í
bleyti í koníakið, a.m.k. hálfri klst.
áður.
2. Stilkarnir eru teknir af sveppun-
um og saxaðir smátt. Fanirnar á
sveppunum eru skafnar varlega
innanúr svepphattinum.
3. Laukurinn er mýktur í smjörinu
á pönnu og þá er hnetunum,
sveppastilkunum söxuðu og rúsín-
unum bætt útí (geymið afganginn
af koníakinu). Látið krauma í nokkr-
ar mínútur. Kælt.
4. Gráðaosturinn er hrærður útí
rjómaostinn og bætt útí lauk-
hnetu-blönduna ásamt egginu og
afgangnum af koníakinu. Saltið og
piprið.
5. Fyllingin er sett í sveppahattana
þar sem áður voru stilkar og fanir
og yfir hana er stráð nýrifnum
parmesanosti og örlítilli smjör-
klípu.
6. Bakað í 200° heitum ofni í 15
mínútur.
Gjafakortin á Hótel Sögu eru skemmtileg
og óvenjuleg jólagjöf með ótal möguleikum.
Hægt er að velja kvöldverð og/eða gistingu í eina til
tvær nætur eða Rómantíska Sögu með kvöldverði fyrir
tvo í Grillinu og gistingu ásamt morgunverði í svítunni.
Einnig er í boði kvöldverður og skemmtun í Súlnasal.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 552 9900.
- þín saga!
\
i
(
C
c
«
«
C
I
I
<
\
í